Tíminn - 28.01.1970, Side 9

Tíminn - 28.01.1970, Side 9
MIÐVIKUDAGTJR 28. janúar 1970 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Bonediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu. símar 18300—18306. SkrifstofuT Bankastræti 7 — AfgreiSslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- uði, innamlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. • Prentsm. Edda hf. Framleiðni Eitt stjómarblaðanna gerði það að umtalsefni í for- ystugrein fyrir skömmu, að brýna nauðsyn bæri til að gera mönnum grundvallarlögmál efnahagslífs og efna- hagsframfara nægjanlega skiljanleg og einkum þó, að framleiðniaukning í atvinnurekstri og einkum þó, að raunhæfra og varanlegra kjarabóta. Sagði blaðið rétti- lega, að enn hefði almenningur ekki gert sér nógu ljósa grein fyrir, hvað fælist 1 hugtakinu framleiðni. Tilefni þessara högleiðinga stjórnarblaðsins var það, að fram hafði komið í útvarpsþætti fyrirspum frá hlust- anda, þar sem beðið var skýringa á muninum á hugtök- unum framleiðsla og framleiðni. Var greinilegt að fyrir- spyrjandi hafði ekki fengið nógu glöggar upplýsingar um það, hvað fælist í hugtakinu framleiðni, sem er raun- ar ungt í orðaforða íslendinga, og segir það eitt út af fyrir sig sína sögu um það, hve handahófskenndur okk- ar atvinnurekstur hefur verið. Stjómarblaðið gerði gys að fyrirspyrjanda og var ekki lengi að slá því föstu, að hann væri Framsóknarmaður. Og ekki nóg með það, heldur væri allur Framsóknar- flokkurinn þar með á sama báti og fyrirspyrjandi í þessu máli og álífca vel upplýstur. Auðvitað kom það hvergi fram í útvarpsþættinum, hvaða stjómmálaflokki fyrirspyrjandi tilheyrði, og sýnir það eitt út af fyrir sig, hve vandaður málflutningur leið- arahöfunda stjómarflokkanna er. Það kemur einnig úr hörðustu átt, þegar málgögn stjómarflokkanna bera Framsóknarflokknum það á brýn, að hann hafi ekki skilning á hugtakinu framleiðni og nauðsyn þess að auka hana í íslenzkum atvinnurekstri, því að það er einmitt rauði þráðurinn í efnahagsstefnu Framsóknarflokksins, og hefur hann lagt megináherzlu á það í málflutningi sínum undanfarin ár, að miða yrði efnahagsstefnuna, banka -og fjármálakerfið og allt stjórnkerfið að því að stefna markvisst með skipulegum hætti að því að auka framleiðni í atvinnurekstrinum, láta arðsemissjónarmið ráða útlánastefnunni og þar með hafa stjóm á fjárfest- ingunni er tryggði, að það sem mestum og skjótustum arði skilaði og þjóðinni í heild væri mest nauðsyn á að kæmist í framkvæmd, sæti örugglega í fyrirrúmi. Þessa stefnu hefur Framsóknarflokkurinn viljað kalla skynsam- legan áætlunarbúskap og flokkurinn hefur með marg- víslegum hætti útfært þessa stefnu nánar með flutn- ingi tillagna og frumvarpa á Alþingi, m. a. Atvinnu- málastofnun og stjóm fjárfestingar og um stofnun sér- staks framleiðnilánasjóðs, er hefði það hlutverk að lána sérstaklega til framleiðniaukandi framkvæmda, til að auðvelda fyrirtækjum að koma meiri hagræðingu við í rekstri sínum og væðast nýtízku vélum, er ykju afköst og arð. Þessi mál hafa ekki náð fram að ganga og stjómar- flokkarnir og málgögn þeirra hafa hæðzt að stefnu Fram- sóknarflokksins, hún væri svo óljós og loðin, að hún væri með öllu óskiljanleg. Það em nefnilega stjórnar- flokkamir, sem hafa sýnt það í verki, að þeir skilja ekki gildi hugtaksins framleiðni. Þeir hafa sannað þetta með afstöðu til mála á Alþingi og ríkisstjóm hefur sannað þetta í verki. Eitt sinn var samþykkt að frystiiðnaður- inn í landinu fengi framleiðnistyrki. Þeir vom nýttir þannig, að í framkvæmdinni urðu þeir aðeins uppbætur á fiskverð. en höfðu engar skipulegar umbætur í at- vinnurekstrinum til framleiðniaukningar í för með sér! Árangur „viðreisnarstefnunnar" er svo sá, að nær engin aukning framleiðni hefur orðið í íslenzkum atvinnu- rekstri í 10 ár! Þeir, sem í glerhúsum búa í þessu máli, ættu að spara sér að kasta steinum í Framsóknarflokkinn. TK TIMINN ERLENT YFIRLIT Tekst Gowon að koma á lýð- ræði í sameinaðri Nígeríu? Draumur hans er að líkjast Abraham Lincoln ÞOTT styrjöldinni í Biafra sé lokið, beinist athy-gli manna um allan hieim enn að hinum hrj'áðu íbúum þessa ógæfusama lands. Öllum fregnum, sem teljast mega óhlutdræigar, ber saman um, að neyðin þar sé óskapleg. Hundruð manna lát- ast daglega úr næringarsfcorti og miklu stórfelldara mannfall vofir yfir, ef ekki verður bætt úr matvælaskortinum hið bráð asta. Þá er skorturinn á sjúfcra lyfjum og læknishjáip aiveg gífurlegur. Hvaðanæfa úr 'heim inum hafa borizt ákveðin lof- orð um hjálp o^g margháttaðar ráðstafanir verið gerðar tii að veita hana tafarlaust. Bn hing- að til hefur þessi aðstoð strand að að mestu á þvenmóðsfcu Nígeríustjórnar. Hún telur það móðgun við si<T og ósamrýman- legt sjálfstæði Nígeríu, ef hjálparstarfsemin fer dfcki að öllu leyti fram á vegum stjóm valda landsins. Þau em hins vegar ekki á neinn hátt undir það búin að stjórna slíku hjálp arstarfi. AMt stjóraunarfcerfi landsins er á lágu stigi og ekki á neinn hátt fært um að ann- ast svo margþætt og umsvifa- mifcið skipulagsktarf og full- nægjandi h.jálparstari®emi í Biafra er. Allar horfur em þannig á því, að hönmungunum í Biafra linni etoki í náinni framtíð sökum þessa metnaðar og þvermóðsku Nigeríustjóra- ar. ÞAÐ RÆÐUR vaf-alaust miklu um þessa afstöðu stjóm arinnar að á hafc við tjöldin er háð mifcil og harðnandi barátta um völdin eftir að Biafrastríð inu lauk. Meðan styrjöldin stóð yfir, lagðist þessi vaidabaráitta meira til hiiðar, því að keppi- nautar Gowons sóttust ekki svo mjög eftir að steypa honum meðan óvíst var um úrslit stjTjaldarinnar. Bn þá þegar var bent á ýmsa áhrifamifcla hershöfðingja, som hefðu áhuiga á sæti hans, og væru reiðu- búnir til að reyna að hremma það, þegar færi gæfist, einfcum þó, ef stríðsgæfan snerist ge.gn Gowon. En jafnvel þótt hinmi per- sónuiegu valdabaráttu Sé sleppt, er það ekfcert auðvelt verk að stjóraa Nígeríu. Þvi veidur ósamkomuiag hinna mörgu þjóðflofcka, sem landið byiggja. Þeir vilja flestir hafa sem bezt tök á sambandsstjóra- inni £ Lagos. Það voru slík þjóðflokfcaátök, sem urðu þess valdandi, að tvær blóðuigsí- bylt inigar áttu sér stað H966, him fyrri í janúar og hin síðari £ júní. ÞesSi áitök era efcki minni nú en þá. Gowon gerir sér vafalaust ljóst, að það yrði fljótt notað gegn honum, ef hann héidi ekki fast fram sjáif stæði Nígeríu í sambandi við lok Biafrastríðsins og hafnaði aliri aðstoð útiendinga, er mætti túlka þannig, að Nfgeríu mienn vaeru ekki sjálfir færir uim að fara með stjórnina. Þetta sfcýrir það m.a. hve Gowon hefúr gengið lanigt í því að hafna ýmissi erlendri að- stoð, sem hamn hefur talið lýsa vantrú á getu stjómar hans til að hafa forusitu hjálparstarite- ins í Biafra með höndum. ÞÓTT erlendir blaðamenn gagnrýni Gowon fyrir þessa af- stöðu, kemur flestum þeirra saman um, að hann vilji sýna Biaframönnum sanngirni og hindra aliar hefndarstarfsemi gegn þeim. Hitt er annað mál, að Gowon hefur tafcmarfcaða aðstöðu til að sjá um og fylgj- ast með þvi, að farið sé að þessum ráðum haniS. Yfirleitt er það dómur hinna erlendn blaðamanna, að Gowon sé lík- legri flesitum öðrum leiðtog- um Nígeríu til þess að sýna hófsemi í þessum málum. Ýms- ir óttast hins vegar, að þessi hófsetni geti orðið honum að falli. Gowon er einn hinna fiáu manna, sem komizt hafa til æðistu valda, án þeSs að sæfcj- aist eftir þvi. Hann var eikki nema 32ja ára, þegar hann hreppti hnossið, ef hnoss skyldi kalia. Hann var nýlega toomin heim úr framhaldsnámi við hersfcóla í Bretiandi, þegar síð ari byltinigin varð í Nígeríu sumarið 1966. Hinir eldri hers höfðingjar vantreysta svo hver öðrum, að efcki náðist sam- komulag um neinn þeirra sem ríkisleiðtoga. Valið féll á Gowon sökum þess, að hann hafði staðið utan og ofan við flokkadeilur og enginn hafði neitt sérstakt á móti honum. Enginn óttaðist harin heldur, því að hann þótti ekiki líikleg- ur til að reynast neinn skörung ur. Yfirleitt var litið svo á, aS stjórn haas yrði aðeins til bráðabirgða. SJÁLFUR hefur Gowon lífca sttöðugt áréttað það, að hann líti á stjórn sfna sem bráða- bingðastjóra. Takmark hans væri að lóta lýðræðislega kjörna stjórn leysa núverandi hierforLngjastjóm af hólmi, lífct og gerzt hefur nýlega í Ghana. Styrjöldin í Biafra hefur átt sinn þátt í því, að þetta hefur frestast. Bn Gowon áréttar það enn að hann líti á sig sem bráðabingðastjómanda með því m.a. að neita að setjast að í hinum opinbera bústað forsætisráðherrans eða forset- ans. Hann hefur, síðan hann tók við stjórninni, haft heimili sitt í herbúðum, þar sem er mið- stöð Nígeríuhers. Þar býr hann nú með hjúkrunarkonu þeirri, sem hann kvæntist á síðast- liðnu ári með virðuiegri at- höfn. Þar segist hano ætila að dvelja, unz honum hafi tekizt að koma á borgaralegri stjórn í Nígeríu. GOWON er ættaður frá Norð ur-Nígeríu. Hann tilheyrir liti- Um þjóðflokfci þar. Hann er kristinnar trúar, en flestir íbú ar Norður-Níigeríu eru Múham eðstrúar. Faðir Gowons var einnig kristinn ogtókst aðkoma ellefu börnum sínum á kristni- boðsskóla. Gowon þótti efnileg- ur niámsmaður og átti það sinn þátt í því, að hann var sendur á herforingjas’kólaan í Sand- hurst í Bretlandi, þar sem Ojukwa var sfcólabróðir hans. Gowon var um nokfcurt stoeið í hersveitum Sameinuðu þjóð- anna í Kongó og átti það þátt í því, að hann tók minni þátt í stjórnmálaerjum í Nígeríu en ella. GOWON þykir hafa sýat Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.