Tíminn - 28.01.1970, Side 10
TIMINN
MIBVIKUDAGUR 28. jainiar 1970
I 10
Á KÖiDUM KiAKA
JAIYIES OUVER CURWOOD
51
i Draumurinn um hina síðustu,
miklu orustu, var að rætast, og
þar með var siðasta síða lífslbók-
ar hans að Ijúkast. Og 'hvílík or-
usta mundi þetta verða, ef hann
kæmist ólheyrður og óséður ofan
á hvítan, mjúkan sandinn. Sex
gegn einum. Sex menn með marg-
hleypur og riffla í höndum. Það
mundu verða dásamleg lok, að
Æórna sér fyrir Mary Standish og
i Alanflolt.
Hann gladdist yfir skothríðinni
; inni í gilinu, Iþví það hélt athygli
mannanna frá honum, og varnaði
þvi, að þeir heyrðu þrusk undan
fótum hans. Hann var hér rnn bil
kominn alla leið niður, þegar
: steinn losnaði og féll niður á statl
inn. Tveir mannanna sneru sér
við, en á sama andartaki gerðist
annað, sem truflaði þá enn meir.
Skerandi konuóp kvað við innan
úr skútanum, og Mary kom í ljós
og Graham á hæ.lum hennar og
rétti út hendurnar til þess að ná
henni. Hár ungu stúikunnar flaks
aði, og andlit hennar var hvítt
eins og sandurinn. Augu Grahams
voru hlóðhlaupin og helzt leit út
fyrir, að hann hefði gleymt öllu
öðru en henni. Hann greip hana.
Grannur líkami hennar s\úgnaði
undan átökum hans, og hún lamdi
hann í örvæntimgu í andlitið.
En svo kvað við öskur, svo
mikið, að aldrei hafði þvílíkt
heyrst í Draugagilinu. Það var
Stampade Smitlh. Þegar hann var
tíu fet frá sandinum, stökk hann
; niður, og á stökkinu þreif hann
báðar marghleypurnar úr bc iti
sínu. Og varla höfðu fætur hans
numið við jörð, er þær spúðu
dauðaeldi, hvað eftir ann.rð. Þrír
fimm manna riðuðu og féllu, áð-
ur en hinir gátu lyft byssu. Að
eins einn þeirra skaut. Hann
stakkst á höfuðið, eins og fótun-
um hefði verið kippt undan
honum. Sá, sem skotið liafði,
hné líka von bráðar að vel.i og
sneri andlitinu niður.
Svo sneri Stampade sér að Gra-
ham, eins og elding.
J|ieðan á þessu stóð, hafði Gra-
ham staðið agndofa og þrýst ungu
stúlkunni að brjósti sér. Hann var
að baki hennar, svo að likami
hennar var eins og skjöldur. Höf-
uð hennar varði hjarta hans. og
á þeirri stund, er Stampade sneri
sér að honum, dró hann narg-
hleypu sína úr beltinu og
grimmdarglott færðist á varir
hans yfir því, að Stampade gat
ekki skotið hann, nema arepa
ungu stúlkuna unr leið. Stamp-
ade skildi þegar þessa hættu.
Hann sá Graham lyfta byssunni
hægt og rólega. Kann starði
sem bergnuminn á hana. Stamp-
ade sá aðeins þetta andlit. Það
var fjóra þumlunga kannski
fimrn — yfir höfði stúilkunnar.
Hann sá ekkert annað, ncma
handlegginn, sem lyfti byssunm,
og kreppta fingurna og hlaupið,
sem miðaði á hjarta hans. En á
síðustu sekúndu kvað skotið við,
og eldbiossinn stóð úr byssu Stam
pade, og unga stúlkan starði beint
inn í hlaupið. En andlitið —
þetta andtyggilega andlit að baki
hennar, máðist út. En á þessu
augnabliki var það Stampade, en
ekki unga stúlkan, sem lokaði aug
unum. En þegar hann opnaði þau
aftur, sá ‘hann Mary krjúpa við
hlið Alans og gráta yfir honum,
en Graham lá á grúfu í sandin-
um. Stampade lyfti hægt byssunni
sem hann hafði skotið af þessu
síðasta skoti, og þrýsti hlaupinu
að vörum sér.
Svo gekk hann til Alans. Hann
lyfti hinu þunga, máttlausa hcfði,
en Mary hélt höndunum fyrir and
litið. í örvæntingu sinni bað hún
um það, að hún mætti einnig
deyja, því að á þessari stund, er
hún hafði sigrað Graham, var líf-
ið henni einskis vert. Hún hafði
misst Alan. Þessi hræðilegi, rauði
blettur á enni hans, gat ekkert
annað þýtt en dauðann. Og án
Alans var henni lífið einskis virði.
Hún rétti fram hendurnar. —
Gefðu mér hann aftur, bað hún
hljótt. Gefðu mér hann aftur.
Hún leit ekki á Stampade, en
hún heyrði hvað 'hann saagði.
—Það var ek'ki lcúla, sem hitti
hann, sagði hann. — Kúian fór
í klettinn, en það var flýs úr
honum, sem hitti Alan milli augn
anna. Hann er ekki dáinn og
hann mun ekiki dieyja.
Hve margir mánúðir, vikur, eða
jafnvel ár voru liðin síðan atburð-
irnir í skútanum gerðust, er Alan
kom aftur til meðvitundar, gat
hann ekki gizkað á. En honum
fannst hann hafa svifið á hvítu
skýi um geiminn, langan tíma, og
alltaf verið að reyna áð ná ungri
stúl'ku, með flaksandi hár, en ár-
angurslaust, en hún sveif á undan
honum á öðru skýi.
En að síðustu leystist þetta ský
í sundur, eins og ís sem bráðnar,
og unga stúlkan hrapaði nið-ur í
ægilegt djúp, og hann stökk á
eftir henni. Svo sá hann bjart
Ijós og heyrði óm af mannarödd-
um, en þar á eftir fylgdi djúp-
ur svefn, unz hann lauk upp aug-
unum og sá, að hann lá í rúmi
og rétt hjá honum var andlit með
geislandi augum, sem 'horfðu á
hann gegnum tár.
Rödd hvíslaði blítt og innilega
að honum: — Alan!
Hann reyndi að lyfta handleggj
unum. Andlitið færðist nær hon-
um og þrýstist að hans. Hand-
leggir voru lagðir um hann og
hann var kysstur á munn og augu.
Ástarorðum var hvíslað í evra
ihans, og hann vissi, að bardaginn
var úti, og hann hafði sigrað.
Þetta var á fimmta degi eftir
bardagann í gilinu, og hinn sjötta
sat hann uppi í rúminu með
kodda á bak við sig. Stampade
.kom til þess að heimsækja hann,
og einnig Keok og Nawadlook,
Taptan og Topkok og Wegaruk,
gamla ráðskonan hans. Mary vék
varla frá honum, nema nokkrar
mínútur í einu. En Tautuk og
Amuk komu ebki, og þegar hann
sá, hve Keok var döpur, þóttist
hann viss um, að þeir væru dáu-
ir. Þó var hann hræddur um að
spyr.ia um það, því að hann hafði
meira dálæti á þessum félögum
sínum en öðrum mönnum sínum.
Það var Stampade, sem fyrstur
manna sagði honum í öllum smá-
atriðum frá þvi, sem skéð hafði
—- en sagði ekki mikið um orust-
una í skútanum, það var Marv,
sem skýrði frá því.
— Graham hafði meira en þrjá
tíu menn með sér, og aðeins tíu
þeirra komust undan, sagði hann.
— Við höfum þegar grafið sextan,
en hjúkrum sjö særðum i skýl-
inu við griparéttina. Nú þegar
Graham er dauður, óttast be r
mjög, að við fáum þá í hendur
yfirvöldunum. Þegar þeir hafa
ekki Graham og Rossland lengur,
til þess að verja sig, vita beir.
að mál 'þeirra er vonlaust.
— Og okkar menn — mínir
menn? spurði Alan.
— Þeir börðust eins og þeir.
væru æðisgengnir.
— Já, það veit ég —- en. . .
— Þeir voru ekki lengi hingaði
ofan úr fjöllunum.
— Þú veizt, hvað ég á við,
Stampade.
— Ekki margir, Alan. Sjö voru I
drepnir, fyrir utan Sokwenna, og I
svo nefndi hann nöfn hinna;
föllnu. Tautuk og Amuk voru!
ekki meðal þeirra.
— Og Tatuk?
Iíann er særður. Það munaði
engu, að hann missti lífið, og það j
hefur tekið mjög á Keok. Hún'
er yfir honum dag og nótt og j
ætlar alveg að tapa sér af afbrýði-1
semi, ef einhver annar kemur ná-!
lægt honum.
-— Jæja, það gleður mig, að i
Tautuk er aðeins særour, sagði!
hann brosandi. Og svo spurði,1
hann: —• En hvar er Amuk?
Stampade leit niður og roðnaði >
eins og lítill drengur.
—- Alan, það verður þú aðj
spyrja hana um. ,
Og skömmu seinna spurði hann;
Mary um það.
Hún roðnaði líka og augu henn I
ar ljómuðu svo undarlega, að,1
hann varð forvitinn.
— Þú verður að bíða, sagði,
hún.
Og svo vildi hún ekki segja,
meira 'um þetta, þótt hann tæki'
báðum höndum um höfuð henn-j
ar og hótaði henni að halda henni!
þannig, unz hún segði honum
leyndarmálið. En hún brosti að-,
eins 'hamingjusöm, og faldi and-,
lit sitt við brjóst hans, og hvísl-'
aði því að honum, að hún væri!
Jón Grétar SigurSsson
héraðsdómslögmaður
Austurstræti 6
Simi 18783
1
,
I
er miðvikudagur 28. janúar.
— Karlamagnús keisari
Tungl í hásuðri kl. 5.33.
Árdegisháflæði í Rvík kl. 9.39.
HEILvSUGÆZi A
HITAVElTUBILANIB MlkvnnlM
slma 15359
BILANASlMi Rafmagnsveltu Revkla
vfku> » tkrltstofuflma •» H229
Naatur op helglðaeavarzla 18230
Skolphrelnsur allar sOlarhringlnn
SvaraS ■ slma 81617 og 1376*
SLÖKKVILIÐIÐ og slúkrabltrelBlr -
Slmt 11100
SJÚKRABIFREIÐ ' HafnartlrSI
tlma 51336
SLTSAVARÐSTOFAN « Borgarsplte'
anum er opln ellar> tolarhringinn
ABetns mðttaka tlasaBra. Slm
91212
Lælcnavakt ) Hafcarfirði os
Garðahreppi. Upplvs'inga? i lög
regluvarðstofunm sim- 50131 oe
slökkvistöðinni, slmi n) 100
Kvöld. og helgarvörzlu apóteka i
Roykjavík annast víkuna 24.—
30. janúar, Apotek Austurbæjar
og Fláaleitis-apótek.
Næturvörzlu í Keflavík 28. jan.
annast Arnbjörn Ólafsson.
félagslíe
Kvenfélag Laugarnessóknar.
Saumaklúbbur verður fimmtudag
29. jan. kl. 8.30.
Árnesingamót
verður haldið að I-Iótel Borg
laugardaginn 14. febr. Heiðurs-
gestur Helgi Haraldsson, bóndi að
Hrafnkelsstöðum. Guðrún Á Sím
onar syngur. Að mótinu standa
Árr.esingafélagið. Eyrbe'kkingafé-
lagið og Stokxseyringafélagið.
Kvenfélag Kópavogs.
Námskeið í teikningu kennari Sig-
fús Halldórsson, í fót- og spjald-
vefnaði, kennari Sigríður Halldórs-
dóttir. í tauþrykki kennari Herdís
Jónsd., í smelti, kennari Sigrún
Lárusdóttir. Uppl. og innritun frá
kl 10—12 hjá Hönnu Mörtu sími
41285. hjá Stefaníu sími 41706
Sígurbjörgu sími 41545 og hjá
Eygló símí 44382.
Kvenfélag HaHgríniskirkju.
Fundur í félagsheimilinu míðviku
daginn 28. janúar kl 8.30 e. h
Spiluð félagsvist. verðlaun veitt,
kaffi. Stjórnin.
Kirkjusamband kvenna,
Dómkirk.iunnar
lieldur fund i kirkjunni. miðviku
daginn 28. jan kl. 2.30
Nefndin
STGLINGAR
Ferðir Akraborgar i dag: Frá
Akranesi kl, 8,30. frá Reykjavik
kl. 10,30. frá Akranesi kl. 1. frá
Reykjavík kl. 3,30j frá Akranesi
kl. 5 og frá Reykjavík kl. 6,30.
FLUGÁÆTLANIR
Flugfélag íslands hf. Millilanda-
flug: Gullfaxi fór til Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 09:00 í
morgun. Vélin er væntanleg aftur
til Keflaví'kur kl. 18:40 í kvöld.
Fokker Friendship flugvél félags-
ins fer til Kaupmannahafnar kl.
12:00 í dag. Gullfaxi fer til Glasg-
ow og Kaupmannahafnar kl. 09:00
á föstudag.
Iiinanlandsflug.
I dag er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (2 ferðir) til Vestmanna-
eyja, Þórshafnar, Raufarhafnar,
ísafjarðar, Fagurhólsmýrar og
Hornafjarðar.
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Vestmannaeyja, Egils-
staða og Sauðárkróks.
Loftleiðir h.f.: Guðríður Þor-
bjarnardóttir er væntanleg frá NY
kl. 1000. Fer til Luxemborgar kl.
1100. ;Er væntanleg til baka frá
Luxemborg kl. 0145. Fer til NY
GENGISSKR Á NING
Nr. 4 — 12. janúar 1970
1 Bandar dollar 87.90 88,10
1 Sterlin-gspund 210,85 211,35
1 Kanadad 81.85 82.05
100 Danskar kr 1 173.74 1.176.40
100 Norskar kr 1.229,40 1.232.20
100 Sænskar kr 1.700.50 1 704.36
100 Finnsk nt 2.098.87 2.103.65
100 Franskir fr 1.582,50 1.586.10
100 Belg fr 176.90 177.30
100 Svissn fr 2.034.94 2.039.60
100 Gvllini 2.422.30 2.427.80
ino l’ékkn kr 1 220.70 1.223 70
100 V -þýzk m 2.384.38 2 389.80
100 Lirur 13.96 14.00
100 Austurr sch 340.00 340.78
100 Pesetar 126,27 126.55
100 Reikningskrónur
Vörusktpt.al 99.86 100.14
1 Reikmngsdollar
Vörusfciptal 87.90 88,10
1 Retkningspund
Vöruskiptai 210.95 211.45
SOEN QG SVNINGAR
tslenzka dýrasafnið
er opið alla sannudrga frá kl. 2—
5.
ræknibókasafn IMSÍ. S'kipholtj 37,
3 hæð er opið alla virka da-ga kl.
13—19 nema laneardasa kl 13—15
dokað fi laugardngum t mai til
1 okt.i
Náttúrugrlpasafi.lð Hverflseötu
115 s næð or»lð o-lðiudaga flnunTu
daga laugardaga og sunnudaga frá
kl 1.30—4
Llstasafn Islands er opið priðju
daga flmmtudaga laugardaga og
sunnudaga frí kl l 30—4
Vinsamlegast athugið
.Allt efiii í daghókina þart að
hafa borizl fyrir kl. 2 daginu
fvrir liirtingu.
kl. 0245.
ORÐSENTNNG
AA-samtökin:
Fundir AA-samtakanna 1 Revkla
vík I félagsheimilinu Piarnarg
3C a mánudögum kl 21 miðviku
dögum kl 21 fimimudögum kl
21 I safnaðarheimili Neskirkiu á
föstudögum kl 21 I safnaðarhetm
ilt LanghoiLskirktu a föstudögiim
kl 21 og laugardögum kl 14 —
Skrifstofa AA-samrakanna l’tarp
argtu 3C er opir alla hrka 1aga
oem-a laugardaga I8--19 Simi
16373
Minningarspjöld Styrktarfélags
neymardaufra fást hjá félagtnu
fleyrnarhlálp I ngölfsst.ræti 16 os
' HeyrnJeysingjaskólanum St.akk
holti 3.
/ % 3 y
wá ú> b
7 * 7
/o
/Z
/3 /V
/T
Lárétt: 1 Rík: 6 Dreg úr 7-
Stefna 9 Öfug röð 10 Áfttin 11
993 12 51 13 Ellegar 15 Kaffi-
brauðið.
Krossgáta
Nr. 480
Lóðrétt: 1 Kaiupstaður 2
Ell 3 Tók vörur 4 Hasar
5 And-látið 8 Vei-k 9 Löng-
un 13 Eins bókstafir 14
Úttekið.
Ráðning á gát-u no. 479:
Lárét-t: 1 Geor-gia 6 Kór
7 Ró D DD 10 Va-kandi 11
Ör 12 RN 13 Önn 15 Bol-
anna.
Lóðrótt: 1 Gorvömb 2 Ok
3 Rósanna 4 Gr. 5 Aldiuna
8 Óar 9 DDR 13 Ö1 14 NN.