Morgunblaðið - 17.10.2005, Page 28

Morgunblaðið - 17.10.2005, Page 28
28 MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Vörusýning í Kína Get bætt á mig verkefnum á Canton Fair, stærstu vörusýningu á útflutningsvörum Kína sem haldin er í seinni hluta október. Áhuga- samir hafi samband á einarrm@gmail.com. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Karl í s. 892 0160 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur KTÍ Boðað er til aðalfundar Kælitæknifélags Íslands þriðjudaginn 18. október 2005. Fundurinn verð- ur á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, kl. 19:30. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum Kæli- tæknifélags Íslands. Tvær kynningar verða að aðalfundarstörfum loknum. 1. Stöðugleiki við geymslu og flutning frosinna matvæla - hitasveiflur og rekjanleiki. Kynning: Sigurjón Arason. Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins. 2. Rakavandamál í frystigeymslum og lausnir. Kynning: Sigurður J. Bergsson Kælitækni hf. Stjórn Kælitæknifélags Íslands. Kennsla Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar Námskeið til réttinda leigumiðlunar verður haldið dagana 31. október, 2. og 4. nóvember nk., kl. 17:00-19:00 og próf 12. nóvember nk. Námskeið og próf er haldið samkvæmt húsa- leigulögum nr. 36/1994 og reglugerð um leigu- miðlun nr. 675/1994 og kostar kr. 30.000. Þátttöku ber að tilkynna til Endurmenntunar Háskóla Íslands, sími 525 4444, fyrir 25. október nk. Fyrirvari er gerður um næga þátttöku. Prófnefnd leigumiðlara. Til sölu Nýleg skrifstofu- húsgögn til sölu 5 stk. skrifstofuborð m/hliðarborði. 5 stk. skrifstofustólar. 20 stk. hilluskápar með/án hurða. 3 stk. lágir skápar undir skrifborð. 1 stk. móttökuborð. 10 stk. stólar. Fullbúið símkerfi og margt fleira. Tilboð óskast í ofangreind í hús- gögn í heilu lagi. Til sýnis og sölu í Austurstræti 16, 4. hæð. Upplýsingar í síma 892 0160. Fasteignafélgið Kirkjuhvoll. Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um nýtt deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. Fossaleynir, Egilshöll. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Fossaleyni, Egilshöll. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. stækkun lóðar úr 47.172 m2 í 94.000 m2, göngustígur færist norður, akfær göngustígur kringum lóðina færist til, gert verður ráð fyrir hringtorgi á Víkurvegi með nýrri viðbótar aðkomu að lóðinni, fyrirkomulagi bílastæða á lóð er breytt og stæðum fjölgað og mön við vesturmörk lóðar færist út fyrir lóðarmörk. Einnig er gert ráð fyrir að byggingarreitir stækki og þeim fjölgað. Byggt verður kvik- myndahús, hús fyrir innigolf, geymslubygg- ingar og gert ráð fyrir afgirtum sparkvöllum og gervigrasvelli í fullri stærð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Borgartún 32. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgartún 32. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að stækka bygg- ingu að Borgartúni 32 með viðbyggingu til vesturs, 314 m2 að grunnfleti, núverandi þak- hæð verði rifin og byggð ein hæð , 597.3 m2 og byggð verði inndregin þakhæð, samtals 602 m2, sem tengir saman núverandi byggingu og viðbyggingu. Fullbyggt verður húsið 7 hæðir með inndregnu þakhæðinni. Einnig verður gert ráð fyrir að byggð verði bílgeymsla austan og sunnan við núverandi byggingu undir opnum bifreiðastæðum götu- hæðar sem ná að Kringlumýrarbraut til austurs. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 17. október til og með 28. nóvember 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu- lagsfulltrúa) eigi síðar en 28. nóvember 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 17. október 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs, vegna endurbóta á friðuðum eða varðveislu- verðum húsum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. Ennfremur eru veittir styrkir til húsakannanna, byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Styrkvetingin er háð því að farið sé eftir þeim upplýsingum og áætlunum sem Húsafriðunar- nefnd ríkisins samþykkir. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desem- ber 2005 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Suð- urgötu 39, 101 Reykjavík, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póst- lögð til þeirra sem þess óska. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á heimasíðu Húsafrið- unarnefndar, www.husafridun.is . Frekari upplýsingar eru veittar í síma 570 1300 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins. Félagslíf  MÍMIR 6005101719 III  HEKLA 6005101719 IV/V I.O.O.F. 19  18610178  I.O.O.F. 10  18610178  O.* BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Sambandi íslenskra mynd- listarmanna: „Samband íslenskra myndlistar- manna vill lýsa undrun sinni á um- fjöllun um myndlist í Kastljósþætti mánudagskvöldið 3.október síðast- liðinn. Umsjónarmaður þáttarins, Sig- mundur Gunnlaugsson, gerði sig þar vísan um vanþekkingu og rugl- aði gróflega saman hugtökum um myndlist samtímans. Tilviljanakennd dæmi sem hann nefndi um myndlist, sem sam- kvæmt honum snýst helst um lík- amsúrgang og óhreinindi, lýsa bæði einkennilegum hugsunar- hætti og miklum fordómum gagn- vart greininni. Það er miður að fréttastofa fjöl- miðils með göfug markmið um upplýsingaskyldu og menningar- hlutverk skuli ekki geta fjallað af meiri dýpt um listalífið í landinu. Óupplýst sjónarhorn umsjónar- manns Kastljóssins gerir ekki ann- að en afbaka hugmyndir áhorfenda RÚV um þá gróskumiklu sköpun sem á sér stað í myndlist samtím- ans. Aðsókn er ekki eini mælikvarð- inn á gæði og mikilvægi mynd- listar. Myndlist er ekki undirgrein skemmtanaiðnaðarins, heldur sjálfstæð listgrein sem fjölmargir leggja stund á og enn fleiri hafa áhuga á.“ Yfirlýsing frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna RÚMLEGA þrjú þúsund manns hafa hringt í söfnunarsíma Rauða krossins undanfarna daga til að gefa fé í söfn- un vegna hörmunganna í Pakistan. Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir að almenningur hafi tekið vel í söfnunina og að eins hafi ríkisstjórn Íslands ákveðið að leggja fram rúmlega 9 milljónir króna til hjálparstarfsins. Alþjóða Rauði krossinn sendi út al- þjóðlega neyðarbeiðni upp á um 100 milljónir svissneskra franka, eða um fimm milljarða króna, til hjálpar- starfsins. Féð verður notað til að að- stoða 150.000 fjölskyldur eða um 750.000 manns, sem voru fórnarlömb jarðskjálftans síðastliðinn laugardag sem náði til norðurhluta Pakistans, Indlands og Afghanistans. Pakistanski Rauði hálfmáninn heldur áfram að koma neyðargögnum til svæða sem verst hafa orðið illa úti. Rauði hálfmáninn hefur sent fleiri tugi læknateyma á skjálftasvæðin. Blóðbanki pakistanska Rauða hálf- mánans sér um að útvega blóð fyrir spítala og heilsugæslustöðvar. Þrettán milljónir hafa safnast fyrir Pakistan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.