Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
UM helgina verður frönsk
frumsýningarveisla hjá
Bernhard, Vatnagörðum. Á
boðstólum er Peugeot 1007,
smábíllinn sem vakið hefur
athygli fyrir mikinn örygg-
isbúnað og rafstýrðar
rennihurðir og ný og enn
flottari útgáfa af Peugeot
307 línunni.
Peugeot 1007
Peugeot 1007 sló í gegn í EuroN-
CAP árekstrarprófinu og fékk
bestu mögulega einkunn eða 5
stjörnur í framan- og hliðarárek-
starprófi og er þar með fyrsti smá-
bíllinn sem nær hámarkseinkunn
upp á 36 punkta.
Útkoman úr prófinu sýnir á
áhrifamikinn hátt að þessi nútíma-
legi bíll býður upp á mikið öryggi.
Meðal staðalbúnaðar eru 7 loftpúð-
ar, tvær þriggja punkta isofix-fest-
ingar fyrir barnastóla aftur í. Í Peu-
geot 1007 eru jafnframt skynjarar í
öllum sætum sem gefa frá sér við-
vörunarhljóð ef farþegar gleyma að
spenna sætisbeltin eða ef einhver
losar beltið þegar bíllinn er á ferð.
Rafstýrðar rennihurðir eru stað-
albúnaður á Peugeot 1007. Ýtt er á
einn takka og hurðirnar opnast að
miklu innanrými og háum sætum.
Peugeot 307
Peugeot 307 línan hefur fengið
nýtt útlit. Stærsta útlitsbreytingin
er stór loftrist að framan og fram-
ljós sem eru í takt við nýja hönn-
unarstefnu Peugeot.
Nýja línan býður upp á tvær nýj-
ar vélartegundir; 2ja lítra, 140 hest-
afla bensínvél sem er kraftmeiri og
sparneytnari en forveri hennar, og
1,6 lítra, 90 hestafla dísilvél sem er
sparneytin og hljóðlát.
Nýr Peugeot 307 fæst sem 3/5
dyra, skutbíll, SW – fólksbíll með
útsýnisþaki úr gleri og CC.
Peugeot-veisla
ÞAÐ er hörð samkeppni í sölu
notaðra bíla og nú hefur Bíla-
land B&L ákveðið að bjóða
vaxtalaus lán í þrjá daga, þ.e. í
dag, laugardag og sunnudag.
Mörg bílaumboðanna hafa
verið með ýmis tilboð í gangi á
notuðum bílum, enda hefur
framboð á þeim aukist með mik-
illi aukningu á sölu nýrra bíla.
Algengast er að umboðin bjóði
afslætti, en að sögn Guðlaugs A.
Sigfússonar, sölustjóra Bíla-
lands B&L, hefur það reynst
hans mönnum afar vel að bjóða
þess í stað vaxtalaus lán. „Okkar
reynsla sýnir að fjölmörgum
kaupendum hentar betur að fá
hagstæð bílalán. Þar sem lán-
tökukostnaður er enn fremur
felldur niður, þá eru vaxtalausu
lánin jafnframt afar gegnsæ
fjármögnun, þar sem kaupverð
bílsins deilist jafnt á fjölda af-
borgana. Kaupandinn veit því
upp á hár hver mánaðarleg af-
borgun er út lánstímann.“
Þá verða vaxtalausir dagar
einnig hjá stærstu umboðsaðil-
um B&L og fara þeir því sam-
hliða fram um allt land. Um-
boðsaðilarnir eru SG bílar í
Reykjanesbæ, Bílás á Akranesi,
Bílasala Akureyrar og JG bílar á
Egilsstöðum.
Vaxtalaus lán
á notaða bíla
!"#$$
%"&&'
%"&$!
%"$!$
%"$&(
#!$
)*%
)!#
'(#
('#
((*
!)+
!(!
!!(
!$)
%"#*'
!
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum hefur
sala á nýjum fólksbílum aukist um
53,5% fyrstu tíu mánuði ársins, þ.e.
frá janúar til og með október 2005.
Samtals seldust 15.593 bílar á tíma-
bilinu og þarf að leita finna viðlíka
sölu á tímabilinu. Í fyrra höfðu selst á
þessum tíma 10.160 nýir fólksbílar.
Enn sem fyrr er Toyota mest selda
merkið hérlendis með nærri fjórða
hvern seldan bíl. Einnig vekur gríð-
arleg söluaukning á Kia, eða 413%,
og sömuleiðis hefur sala á Volvo,
Honda og Nissan vaxið mikið.
Nærri fjórði
hver seldur bíll
Toyota
MARGIR ökumenn af yngri kyn-
slóðinni sem hyggjast aka bifreið
sem eru þyngri en 3,5 tonn hafa
vaknað upp við vondan draum og
uppgötvað að þeir eru ekki með
réttindi til þess. Mikið hefur verið
um innflutning pallbíla frá Banda-
ríkjunum undanfarin misseri og
eru margir þeirra yfir þessari
þyngd og flokkast þá sem vöru-
bifreiðar. Nú hafa yfirvöld komið
til móts við þessa ökumenn og
aðra þá sem haft geta hag af því
að fá sérstök ökuréttindi á lítinn
vörubíl og litla rútu. Viðkomandi
þarf þá ekki að leggja í allan þann
kostnað og vinnu sem fylgir því að
taka hefðbundið nám til aukinna
ökuréttinda heldur tekur þess í
stað styttra og ódýrara ökunám og
fær með því réttindi til að stjórna
millistærð af bílum.
Ungir ökumenn með
minni réttindi en eldri
Þeir sem hafa almenn ökurétt-
indi til að mega stjórna fólksbif-
reið (réttindi B) hafa mismunandi
réttindi eftir því hvenær ökupróf
var tekið. Sá sem tók próf fyrir 1.
mars 1988 má aka að hámarki 16
farþegum án gjaldtöku. En það
eru réttindi sem koma fram á öku-
skírteini (kortaskírteini) sem
flokkur D með tákntölunni 75
(D1). Þeir sem tóku próf fyrir 1.
júní 1993 mega aka bifreið sem er
skráð fyrir að hámarki 5 tonna
farm, réttindi sem sett eru fram í
kortaskírteinum sem flokkur C
með tákntölunni 74 (C1).
Aukin réttindi til
farþegaflutninga
Þeir sem hafa ekki þessi 16 far-
þega réttindi eru flestir um 35 ára
og yngri og jafnvel komnir með
stóra fjölskyldu sem kallar á aukin
réttindi m.t.t. farþegafjölda. Eins
er með þá sem tóku próf eftir 1.
júní 1993, þeir eru nú flestir um og
undir þrítugt og framboð á þyngri
bifreiðum en 3.500 kg að leyfðri
heildarþyngd sem fjölskyldubíl
hefur aukist verulega undanfarin
ár.
Kennsla hafin hjá
nokkrum ökuskólum
Umferðarstofa hefur gert breyt-
ingar á reglum um ökunám svo
þessir ökumenn geti farið í styttra
og ódýrara ökunám, tekið próf og
fengið réttindi á þessa millistærð
af bílum. Þeir sem hafa hug á að
bæta þessum réttindum í ökuskír-
teini sitt þurfa að sækja almennt
grunnnám í ökuskóla og bæta við
sig um 10 kennslustundum um
stór ökutæki. Einnig þarf að taka
6 ökutíma. Þeir sem vilja fá rétt-
indi til farþegaflutninga í atvinnu-
skyni þurfa að auki að sækja 16
kennslustundir í farþegafræði og
taka 2 ökutíma á rútu fyrir 16 far-
þega.
Námskrár fyrir þessi réttindi
tóku gildi 1. september sl. og er
kennsla í höndum ökuskóla sem
hafa starfsleyfi til kennslu til auk-
inna ökuréttinda. Nýju nám-
skrárnar má nálgast á heimasíðu
Umferðarstofu (www.us.is).
Aldursmark fyrir litla vörubif-
reið er 18 ár og fyrir litla rútu 21
árs.
Gildistími ökuréttinda (ökuskír-
teinis) fyrir þessa flokka er 10 ár.
Réttindi sem fengin voru aftur á
móti með eldri ökuréttindum fyrir
fólksbifreið frá því fyrir 1. mars
1988 eða fyrir 1. júní 1993 gilda til
fullra 70 ára eins og verið hefur.
Nýtt ökupróf fyrir
millistærð af bílum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margir ökumenn af yngri kynslóðinni eru ekki með réttindi til að aka bíl sem er
þyngri en 3,5 tonn.
Fréttir
í tölvupósti
Japan/U.S.A.
STÝRISENDAR,
SPINDILKÚLUR
OG FÓÐRINGAR
í jeppa í miklu úrvali
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000