Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 10
10 B FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
H
ÉR er átt við Michelin-
manninn, sem eins og
þrælmontinn Þingeying-
ur hefur spókað sig um
sögusvið manna alla
þessa öld, uppfullur af lofti.
Þessi glaðhlakkalegi karl og
vörpulega vörumerkið hefur verið
einkennistákn eins kunnasta
hjólbarðaframleiðanda í heimi,
sem ruddi reyndar brautina, því
Michelin-bræður eru upphafsmenn
þess að fylla gúmmí af lofti, svo
nota megi undir farartæki. Þeir
voru sannir frumkvöðlar og leiðin
sem þeir fóru til að telja almenn-
ing á að kaupa vöruna markaði
tímamót í markaðssetningu. Þeir
bjuggu til lifandi táknmynd vör-
unnar – Michelin-manninn.
Lífshættulegir hjólbarðar
Höldum aftur til þess tíma þeg-
ar uppfinningamenn voru að
bjástra við að blása lofti í dekk.
Seint á síðustu öld þótti það fráleit
hugmynd að pumpa lofti í hjól á
reiðhjólum, hestvögnum, kerrum
og öðrum farartækjum þess tíma.
Ef gjarðir hjóla voru ekki úr tré
eða járni, voru þær í mesta lagi
gerðar úr gegnheilu gúmmíi. Þær
hugmyndir sem voru að vakna á
þessum tíma að fylla gúmmíslöng-
ur með lofti, þóttu ekki einasta
broslegar, heldur og vera stór-
hættulegar. Og jafnvel mannskæð-
ar.
Loftfylltir hjólbarðar eiga sér
nú hundrað ára sögu og það var
fyrir þrjósku fyrrnefndra bræðra
sem hörðu dekkin hurfu smám
saman af sjónarsviðinu. Þeir sögðu
rasssæri og mari stríð á hendur og
fyrir þeirra tilstilli tóku hjólreiða-
menn að líða um steinlögð stræti
og holótta vegi á dúnmjúkum
dekkjum og þvílíkur munur, eða
allt þar til dekkið sprakk. Þar var
vandinn, þá sem nú – og andstæð-
ingar þessarar uppfinningar fóru
mikinn í fyrstu: Loftfyllt dekk eru
lífshættuleg.
Gegnheil gúmmídekk springa
ekki – en þar með eru kostir
þeirra svo gott sem upp taldir.
Frönsku bræðurnir, André og
Edouard Michelin, erfingjar gam-
als iðnfyrirtækis í borginni Cler-
mont-Ferrant í miðju Frakklands,
sáu að við svo búið mátti ekki
standa. Um 1880 voru þeir á þrí-
tugsaldri og sáu að gamla firmað
sem þeir höfðu nú fengið í hendur
var heldur framlágt. Það fram-
leiddi meðal annars bremsuklossa í
hestvagna, gerða úr gúmmíi, en
þess utan var eftirspurn eftir
vörum þess lítil.
Enginn veit sína ævina…
Michelin-bræðurnir voru að
sönnu ólíkir, en báðir afburða
greindir. André var menntaður
verkfræðingur og það orð fór af
honum að hann gæti hannað hvaða
tæki sem væri á skömmum tíma.
Yngri bróðirinn, Edouard, þótti
fjölgáfaður og efnilegur listmálari
og afar uppátækjasamur. Þessum
bræðrum var ætlað að bjarga fjöl-
skyldufyrirtækinu, heiðri þess og
framtíð – og svo rækilega tókst
þeim það, að nafn þeirra stendur í
dag fyrir stærsta hjólbarðafram-
leiðanda í heimi.
Þeir ætluðu sér þó allt annan
frama en að sinna gamla fjöl-
skyldufyrirtækinu. Þeir voru báðir
fluttir til höfuðborgarinnar á
Signu-bökkum og búnir að koma
sér þar vel fyrir þegar kallið kom
að heiman; nú væri herinn heima
höfuðlaus. Þeir létu til leiðast – en
sögðu báðir að heimferðin væri
tímabundin; André ætlaði sér mik-
inn frama í byggingahönnun sem
þá var í blóma í Frans og Edouard
sá fram á frægð á umbrotatímum í
franskri myndlist. En öðruvísi fór.
Fyrirtæki bræðranna flutti inn
mikið af gúmmíi til nota í bremsu-
klossa. Sú staðreynd vísaði veginn
til frekari dáða. Og reyndar verður
það að teljast alger tilviljun að
bræðurnir fór að bjástra við að
blása lofti í gúmmíið. Dag einn
snemma árs 1891 lenti hjólreiða-
maður í vandræðum með fák sinn
á götu skammt frá verksmiðju
bræðranna. Hann rakst á Edou-
ard, verklegan til fara og spurði
ráða. Edouard, uppátækjasamur
sem fyrr, steig á reiðhjólið. Jú, það
var eitthvað að.
Byrjað að grufla
Framhjólið hafði gefið sig, líkast
til hafði það lent á steini og beygl-
ast. Edouard, sem var nánast að
stíga í fyrsta sinn á reiðhjól, sem
þá voru fágæt faratæki, ályktaði
sem svo að reiðhjól yrðu að vera
búin dekkjum sem gæfu eftir. Veg-
ir voru fráleitt sléttir á þessum
tíma og heldur þótti verksmiðju-
stráknum vont að hossast á þessu
laskaða hjóli á steinlögðum veg-
inum í Clermont-Ferrant. Hann
leit á þunnt, mjótt og gegnheilt
gúmmíið sem fest var utan um
hjólgjörðina – og byrjaði að grufla.
Niðurstaðan var gúmmíslanga
sem hringaði sig um gömlu gjörð-
ina – og nóg var af lofti í Frans
sem fyrr. Á næstu mánuðum
þróuðu bræðurnir fjölmargar út-
gáfur af hjólbörðum úr misjafn-
lega þykku gúmmíi. Það var ekki
síst fyrir hvatningu ungra manna
sem lögðu stund á kappreiðar á
hjólum sem hjólin fóru að snúast í
þessum geira. Sýnt þótti að reið-
hjól næðu meiri hraða á loftfylltum
dekkjum en þessum gömlu hörðu
sem gáfu ekkert eftir. Og hraði
skiptir máli.
Tvennt var þó fyrst og fremst í
vegi: Í fyrsta lagi reyndist erfitt að
búa til nógu slitsterkar slöngur í
byrjun svo dekkin þyldu álag,
þunga og erfiði. Í öðru lagi voru
reiðhjól á þessum árum ekki þeirr-
ar náttúru að hver sem var gæti
skipt um dekk á þeim. Það var að-
eins á færi laghentra verkamanna.
Hjólreiðamaður með sprungið
dekk á víðavangi gerði því fátt
annað en að blóta Michelin-bræðr-
um og saknaði sáran gömlu hörðu
gúmmídekkjanna sem gátu ekki
sprungið!
Féll – og sprakk – úr keppni
Þetta var reynsla Charles Ter-
ront, eins kunnasta hjólreiðakappa
Frakka seint á síðustu öld. Michel-
in-bræður fengu hann til að taka
þátt í kunnustu hjólreiðakeppni
Frakklands fyrr á tíð, París-Brest-
túrnum – og takmarkið var að
sýna Frökkum og Evrópumönnum
öllum að loftfylltir hjólbarðar væru
framtíðin. Terront náði strax for-
ystu í keppninni og hélt henni nán-
ast til enda. Hann hvarf hinsvegar
skyndilega skammt frá endamark-
inu. Það hafði sprungið hjá honum.
Niðurlægingin var alger.
Þetta var 6. september 1891. Ári
síðar töldu Michelin-bræður sig
vera komna með nógu sterkleg
dekk á markað og hitt aukinheldur
að hvaða maður sem væri gæti
Michelin-maðurinn – eitt kunnasta vörumerki heims
Saga eins furðulegasta fyr-
irbrigðis markaðsfræðinnar
Kokhraustur og klunnalegur
gúmmíkarl er kominn á annað
hundraðið – í árum talið. Upp-
blásinn orðhákur, sem á sér
vart hliðstæðu – altént ekki í
viðskiptum, en ef til vill í leik-
húsi. Hér er verið að skrifa um
eitt kunnasta vörumerki Evr-
ópu sem á sér lengri sögu en
venja er til um síðari tíma
sölumennsku.
Michelin-bræður virða fyrir sér stafla af dekkjum: Hugmyndin að Michelin-manninum kviknar.
Michelin-maðurinn fullmótaður árið 1912.
André Michelin.
Unnið að þróun á fyrstu loftfylltu gúmmídekkjunum.
Edouard Michelin.
Ein af fyrstu teikningunum af Michel-
in-manninum á síðasta áratug 19.
aldar.