Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Að undanförnu hafa ýmsir innflytjendurhafið samkeppni við hefðbundin bílaum-boð í ríkara mæli en áður. Ýmist eru þá
boðnir notaðir bílar eða ónotaðir, og rétt að hafa
í huga að bíll sem nýskráður hefur verið í öðru
landi telst notaður bíll við skráningu hér þó
hann megi heita óekinn. Ekki eru þetta allt held-
ur nýir bílar, þó ónotaðir séu, heldur hafa sumir
staðið einhvers staðar óseldir, svokallaðir eft-
irársbílar – jafnvel fleiri en eitt ár aftur í tímann.
Nú sjáum við að iðulega eru þessir bílar aug-
lýstir hérlendis með tveggja ára verk-
smiðjuábyrgð. Þó liggur fyrir að svokölluð
verksmiðjuábyrgð – það er loforð um að verk-
smiðjan sem framleiddi bílinn taki á sinn kostn-
að á þeim vandamálum sem upp kunna að
koma, öðrum en eðlilegu sliti og því sem aug-
ljóslega stafar af óhöppum eða vondri meðferð –
tekur gildi frá þeim degi er bíll er seldur úr sölu-
kerfi framleiðanda. Þegar neytandi tekur við
bílnum hérlendis er mismunandi langt liðið á
upprunalegan ábyrgðartíma, auk þess sem selj-
andi ótengdur framleiðanda hefur enga verk-
smiðjuábyrgð að selja.
Verksmiðjuábyrgð talin frá fyrsta söludegi
Bílaumboð, sem hefur samning við bílafram-
leiðanda, er hluti af sölukerfi hans. Þannig byrjar
tveggja ára – 730 daga – verksmiðjuábyrgð að
telja niður þegar nýr bíll er seldur frá umboði,
hvar sem það er í heiminum, og verður aðeins
rakin til framleiðanda fyrir milligöngu þess um-
boðs sem seldi bílinn í upphafi, enda fylgi bílnum
ábyrgðarbók frá umboðinu.
A kaupir nýjan bíl erlendis, flytur hann til Ís-
lands og selur hann hérlendis til B. Þar með ber
A tveggja ára ábyrgð á því sem annars myndi
falla undir verksmiðjuábyrgð gagnvart B. A get-
ur afturámóti átt endurkröfu á þann sem hann
keypti af, og svo koll af kolli.
Almennur verslunarréttur – seljandaábyrgð
Gagnvart B hefur þetta ekkert með verk-
smiðjuábyrgð að gera heldur almennan versl-
unarrétt – seljendaábyrgð, en samkvæmt ís-
lenskum kaupalögum hafa kaupendur vöru
(neytendur) rétt til að bera fyrir sig galla næstu
tvö ár eftir að þeir hafa veitt söluhlut viðtöku,
sama hvort það er bíll eða laserprentari eða hár-
þurrka.
A getur hins vegar átt endurkröfu til verk-
smiðjuábyrgðar á þann sem hann keypti bílinn
af, ef hann er fyrsti kaupandi. Hann er engu að
síður beint ábyrgur gagnvart B sem hann seldi
bílinn en það hefur ekkert með verksmiðju-
ábyrgð að gera.
Þar að auki getur umboðsaðili sem kaupir bíl
beint frá framleiðanda og selur til neytanda
samið sig frá verksmiðjuábyrgð. Þá fær hann
bílinn á lægra verði en tekur sjálfur á sig þann
kostnað sem hugsanlega hlýst af fram-
leiðslugalla. Þetta mun til dæmis ekki vera óal-
gengt með hollensk bílaumboð.
Aðeins DaimlerChrysler (Mercedes Benz) er
með svokallað Global Warranty sem felur í sér
að eigandi Mercedes Benz getur gert kröfu til
viðgerðar sér að kostnaðarlausu hjá hvaða þjón-
ustuumboði sem er ef bíll hans reynist sann-
anlega með verksmiðjugalla innan ábyrgðartím-
ans, sem er tvö ár frá fyrsta skráningardegi
hvar í heimi sem er. Þó er sá varnagli sleginn að
tveggja ára ábyrgðin tekur að tifa þegar 18
mánuðir eru liðnir frá því bíllinn fór frá verk-
smiðju, hafi hann enn ekki verið nýskráður inn-
an þess tíma og er að fullu úr sögunni þegar 3½
ár eru liðin frá framleiðsludegi.
Þjónustuverkstæði ekki ábyrgt
Sá sem sjálfur kaupir bíl erlendis frá, þó nýr
sé, tekur þannig sjálfur á sig áhættuna af hugs-
anlegum smíðagalla. Formlega séð á hann þó
endurkröfu á seljandann, en vegna fjarlægðar og
sönnunarbyrði getur það reynst óhægt um vik,
svo ekki sé meira sagt.
Algengt er að þeir sem keypt hafa nýja bíla
hérlendis af öðrum en viðkomandi umboðum
komi síðan með bilaða bíla og geri kröfur um
bætur frá framleiðanda – þeir hafi keypt bílinn
með verksmiðjuábyrgð – enda halda sumir inn-
flytjendur því fram að svo sé. Þó í flestum til-
vikum reki umboðin þjónustuverkstæði fyrir
viðkomandi framleiðanda og séu skuldbundin að
þjónusta þær tegundir eiga þau ekki að gera það
fyrir ekki neitt. Þau geta augljóslega ekki unnið
verkið öðru vísi en krefja bíleigandann um
greiðslu fyrir það, sem hann verður síðan að
innheimta af þeim sem seldi honum.
Fara verður rétt að öllu
Að vísu eru til svokölluð kröfuhafaskipti (su-
brogation) sem gera mögulegt að hlaupa yfir
þann sem næstur er í seljendaröðinni, í þessu
tilviki hugsanlega seljandann hér á landi, og leita
réttar síns og endurgreiðslu allt aftur til fyrsta
seljanda. En það er erfitt ferli, tímafrekt og
kostnaðarsamt. Í öllum tilvikum verður líka að
gæta þess að rétt hafi verið farið að öllu, gallinn
hafi verið tilkynntur tafarlaust og staðfestur og
að seljanda hérlendis fyrst gefinn kostur á að
bæta gölluðu vöruna – og frumskilyrði er að
hægt sé að sanna að bilunin sé í raun af galla
eða sviksemi seljanda.
Af þessu má ljóst vera að auglýsingar bílainn-
flytjenda, annarra en bílaumboða, um tveggja
ára verksmiðjuábyrgð eru með einni undantekn-
ingu í besta falli markleysa og fela ekkert meira í
sér heldur en almennan, íslenskan verslunarrétt
sem kveður á um tveggja ára ábyrgð seljanda.
Sá sem kaupir bíl af öðrum en umboði framleið-
anda á því aðeins kröfurétt á ókeypis viðgerð á
þjónustuverkstæði framleiðandans hér að bíll-
inn sé innkallaður vegna verksmiðjugalla sem
framleiðandi hefur ákveðið að bæta með þeim
hætti.
Tveggja ára verksmiðjuábyrgð – hvað þýðir það?
Verksmiðjuábyrgð tekur gildi frá þeim
degi er bíll er seldur úr sölukerfi fram-
leiðanda. Sigurður Hreiðar fjallar hér
um ábyrgðarmál og segir að seljandi
ótengdur framleiðanda hafi enga
verksmiðjuábyrgð að selja.
Í
lok júlí höfðu selst 9.219.000
fólksbíla í Vestur-Evrópu. Á
sama tíma í fyrra höfðu selst
9.258.000 bílar. Samdrátturinn
í sölunni er því 39.000 bílar, eða
0,4%.
Þetta þýðir með öðrum orðum að
lítil breyting er á bílasölunni á milli
ára en það sem vekur meiri athygli
er breytingin á markaðnum. Þegar
horft er á hin einstöku merki kem-
ur í ljós að smekkur evrópskra bíl-
kaupenda er að breytast í grund-
vallaratriðum. Færri hallast að
ítölsku merkjunum Fiat og Alfa Ro-
meo. Í lok júlí höfðu selst 434.000
Fiat bílar, en á sama tíma í fyrra
var salan 523.000 bílar. Í lok júlí
höfðu selst 84.000 bílar, sem er
samdráttur upp á 19.000 bíla miðað
við fyrstu sjö mánuðina 2004.
En það er ekki einungis Fiat-
samstæðan sem þarf að hafa
áhyggjur. 35.000 færri Peugeot-
bílar seldust á þessu markaðssvæði
á tímabilinu, 28.000 færri Ford og
27.000 færri Renault.
Fjórðungs samdráttur
hjá Jeep og Jaguar
Hlutfallslega er samdrátturinn
þó ekki mestur hjá Fiat-samstæð-
unni heldur hjá Jeep og Jaguar.
Þar á bæ hljóta menn að naga sig í
handarbökin því sala á báðum
merkjunum dróst saman um fjórð-
ung, 25%. Einungis 29.000 Jaguar
seldust í Vestur-Evrópu fyrstu sjö
mánuðina en 38.000 bílar á sama
tíma í fyrra.
Breskur bílaiðnaður er einnig í
vandræðum. Reyndar er óbreytt
staða hjá Land Rover á milli ára en
bílasala dróst saman um helming á
bæði MG og Rover.
Það eru hins vegar kóresku
framleiðendurnir sem standa með
pálmann í höndunum. Hyundai
seldi fyrstu sjö mánuðina 195.000
bíla, 9.000 fleiri en á sama tíma í
fyrra og er nú 14. mest selda merk-
ið í Vestur-Evrópu. Þar skákar Hy-
Breytingar á bíla-
smekk Evrópubúa
Renault og Volkswagen hafa í
gegnum tíðina verið sölu-
hæstu bílarnir í Evrópu og eru
áfram vinsælustu merkin en
vinsældirnar hafa samt dvín-
að. Þau merki sem sækja mest
á eru BMW, Kia og Audi.
AP
Skoda kemur á óvart. Hugmyndabíllinn Yeti var sýndur í Frankfurt í september.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Næstum þriðjungi meiri sala var hjá SsangYong. Myndin sýnir Rexton.
Gríðarleg söluaukning er á Kia í Evrópu. Hér sést lúxusgerðin Opirus.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
24% söluaukning var hjá Porsche. Myndin sýnir Cayman.
Alfa Romeo 159 verður kynntur í janúar á næsta ári.