Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 7
orðna sem sitja lítið eitt hærra en
ökumaður og farþegi í framsæti. Í öft-
ustu sætaröð er hins vegar varla
hægt að bjóða fullorðnum að sitja
nema í stuttum ferðum. Aðgengið er
þröngt og þegar þar er sest finnst að
höfuðrými hefur minnkað enn frekar.
Þessi hækkun á sætastöðu því aftar
sem í bílinn dregur skapar betra út-
sýni fyrir aftursætisfarþega en kem-
ur líka niður á útsýni bílstjóra um
baksýnisspegilinn.
Afturhlerinn er opnanlegur í
tvennu lagi; annaðhvort eingöngu
gluggahlutinn eða allur hlerinn. Far-
angursrýmið er afar takmarkað ef öll
sjö sætin eru í notkun en stækkar
verulega þegar aftasta sætaröðin er
felld niður. Varadekkið er óvarið und-
ir bílnum.
Bíllinn á uppboði Islandus.com er
með 3,7 lítra, V6 vél sem skilar 220
hestöflum. Þetta er kröftug vél sem
er vinsamlegri við buddu eiganda síns
en V8 vélarnar sem bíllinn er líka boð-
inn með. Það kom undirrituðum á
óvart hve ljúfur Commander er í
akstri innanbæjar og meðfærilegur.
Vissulega er hann langur sem getur
skapað dálítil óþægindi í þröngum
bílastæðahúsum en hann er léttur í
stýri og leggur nægilega vel á til þess
að vera þokkalega lipur í bæjarsnún-
ingum.
Það að bíllinn er með sítengdu ald-
rifi og spólvörn ásamt fremur lítilli
veghæð setur honum hins vegar viss-
ar skorður þegar komið er út af mal-
bikinu. Þannig settist hann fastur á
kviðinn þegar reynt var að aka upp
slóðann að Úlfarsfelli þar sem tals-
verðir snjóruðningar voru. Það þurfti
nokkrar tilraunir til að losa hann aft-
ur og komast í gegnum slóðann og
meðan á því stóð vildi spólvarnarkerf-
ið svolítið flækjast fyrir. En þá er
bara að slökkva á því og nudda bíln-
um fram og til baka þar til hann
kemst í gegnum fyrirstöðuna. Fast á
eftir komu Suzuki Grand Vitara og
Nissan Terrano og fóru þennan sama
slóða vandkvæðalaust.
Commander er m.ö.o. ekki fullvax-
inn í þessari gerð til þess að takast á
við erfiðustu aðstæður en hann er
liprari og þægilegri í borgarakstri en
undirritaður átti von á. Hann leggur
sig t.a.m. furðu lítið í beygjum miðað
við hve hábyggður hann er.
gugu@mbl.is
Opnanlegir þakskjáir eru ofan við miðjusætisröðina. Vel búinn með rafstýrðum leðursætum, sóllúgu og skriðstilli. Frágangur og efnisval er gott í nýjum Jeep Commander.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 B 7
bílar
!
!! "
#
$
"
%
&
%
"
!"# $% &'()
$*+, -
! " !
!#
$ *+, #
$ ! " !
!#
.' !"# $% &'() %&' ($) )
Vél: V6, 3.701
rúmsentimetri.
Afl: 210 hestöfl við
5.200 snúninga á mínútu.
Tog: 319 Nm við 4.000
snúninga á mínútu.
Skipting: Fimm þrepa
sjálfskipting.
Drif: Quadra-Trac 1
sítengt aldrif.
Lengd: 4.787 mm.
Breidd: 1.900 mm.
Hæð: 1.826 mm.
Eigin þyngd: 2.170 kg.
Dekk og felgur: 245/
65R17, álfelgur.
Jeep Commander 3,7
Quadra-Trac 1