Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar VW JETTA hefur leyst VW Bora af hólmi sem áður leysti Vento af hólmi sem þá leysti Jetta af hólmi. Flókið? Tíðar nafnabreytingar á bílnum eru reyndar dálítið sér- kennilegar en nú er sem sagt aftur sótt til upphafsins. Um leið bætist í raun í flóru VW fólksbíla alveg nýr bíll, sem þó er glettilega skyldur Golf, alveg eins og Bora var. Báðir hafa þó vaxið, Golfinn og bíllinn sem tekur við af Bora. Jetta er gamalgróið nafn í Evrópu og hefur reyndar verið notað sleitulaust á Bandaríkjamarkaði. Ekki er ná- kvæmlega vitað hvað réð nafn- breytingunni hjá VW, annað en kannski að bíllinn gekk aldrei sem skyldi í Evrópu. Á markaði hér- lendis var nafnið hálfneyðarlegt, jafnvel þótt bíllinn væri alls ekki jafn borulegur og nafnið gaf til kynna. Reyndar streittist umboðið hérlendis lengi við og taldi sem flesta á að bera heitið fram með er- lendum framburði. Bóra skyldi það vera. Það breytti því samt ekki að nafnið bauð upp á skemmtilega orðaleiki fyrir þá sem hafa gaman af slíku. Í óræðum stærðarflokki Nú hefur Hekla frumkynnt nýjan Jetta sem er glettilega líkur Passat en minni í öllum málum. Passat er t.a.m. 21 cm lengri en Jetta og 4 cm breiðari. Jetta er hins vegar 35 cm lengri en Golf. Af þessu ætti að vera ljóst að Jetta fellur í flokk mitt á milli C-bílsins Golf og D- bílsins Passat. Jetta er því í sama óræða stærðarflokknum og Skoda Octavia – svona mitt á milli stærð- arflokka. Engu að síður er Jetta að stærsta hluta Golf. Hann er með sama grillið og Golf GTI en með meira af krómi í grillinu og allt er samlitt bílnum, bæði stuðarar, úti- speglar og hurðarhandföng. Það sem aðgreinir bílana er að sjálf- sögðu stallbakslagið og talsverð notkun á krómi til skreytinga. Jetta verður ekki borinn saman við Bora, svo ólíkir eru bílarnir. Prófaður var Jetta í Sportline-út- færslu, sem er betur búinn en Trendline og Comfortline. Tekinn var bíll með 2ja lítra forþjöppudís- ilvélinni, sem er líka að finna í Golf og Passat, 140 hestafla og 320 Nm í togi, og með fimm gíra handskipt- um kassa. Hann verður reyndar einnig boðinn með DSG-gírkassa, sem er afar athyglisverður raf- eindaskiptur gírkassi með tveimur kúplingum sem virkar eins og sjálf- skipting. Feiknarskemmtileg dísilvél Áður hefur verið fjallað um þessa skemmtilega togmiklu dísilvél í grein um Passat (26/8 2006). Það er feiknarmikið afl í þessari dísilvél sem gerir Jetta að sportleg- um valkosti þar sem öll millihröðun í bílnum er mikil. Bíllinn er kannski ekki sá fljótasti á fyrstu metrunum, er t.d. 9,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða, en millihröðunin er þeim mun ánægjulegri enda vélin öll stillt upp á mikið tog. Þetta er samt mjög fínleg dísilvél og þótt það heyrist vissulega dísilglamur í lausagangi dettur allt í dúnalogn þegar ekið er af stað. En ef menn gæta sín ekki á inngjöfinni og eru með ESP-kerfið óvirkt, er hætt við því að þeir spóli með látum í upptakinu. Það er nánast ekkert þjöppuhik að finna og vinnslan er þétt og jöfn á breiðu snúningssviði, eða alveg frá um 1.800 snúningum upp í um og yfir 3.000 snúninga. Jetta er er sem sé 35 cm lengri en Golf og með 6,5 cm meira hjól- hafi sem skilar sér m.a. í mun meira plássi í aftursætum. Þar er ágætt fótarými fyrir tvo fullorðna en það kárnar gamanið ef þrír full- orðnir eiga að sitja þar vegna þess að stokkurinn er fyrirferðarmikill og bíllinn ekki sérstaklega mikill á breiddina. Ford Focus er t.a.m. 6 cm breiðari en sömuleiðis 6 cm styttri. Sömuleiðis er lofthæðin í aftur- sætum í það tæpasta ef menn eru mikið yfir 185 cm á hæð. Það er vel búið að ökumanni í hæðarstillan- legu framsætinu og hann finnur fljótt góða kjörstöðu undir stýri. 2.550.000 fyrir dísilbílinn Athygli vekur, að þrátt fyrir tals- vert vel útilátinn búnað, eru ekki stjórnrofar í stýri fyrir hljómtæki og aksturstölvu. Þetta er búnaður sem undirritaður er farinn að venj- ast að sé í bílum, sérstaklega í þessum verðflokki. Þeir mörgu sem hafa látið heillast af nýjustu kynslóð dísilvéla í fólksbíla búa við þá kvöð að dís- ilbílar eru dýrari en bílar með bensínvélum. Þannig kostar ódýr- asta gerð Jetta, sem er Trendline með 1,6 l bensínvél 1.990.000 kr. með beinskiptingu, en Jetta 2,0 TDI í Sportline með beinskiptingu kostar 2.550.000 kr. Búnaðurinn er vissulega orðinn vel útilátinn í Sportline; m.a. 16" álfelgur, sport- sæti, leðurklætt stýri, gírstöng og handbremsa fyrir utan grunnstað- albúnaðinn sem er líka vel útilátinn. Morgunblaðið/Þorkell Jetta er alveg nýr bíll frá VW, mitt á milli Golf og Passat. Jetta – eins og Golf með skotti REYNSLUAKSTUR VW JETTA eftir Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Þorkell Jetta er hefðbundinn stallbakur og valkostur við Golf sem er eingöngu fáan- legur sem hlaðbakur. Einfalt er snoturt; blá baklýsing í mælum gefur þægilega birtu. 2ja lítra dísilvélin er 140 hestöfl og skilar 320 Nm togi. Morgunblaðið/Þorkell Farangursrýmið er allstórt, eða sam- tals um 525 lítrar. gugu@mbl.is Vél: Fjögurra strokka dís- ilvél, forþjappa, 16 ventla. Afl: 140 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 320 Nm við 1.750 snúninga á mínútu. Gírskipting: Sex gíra handskipting. Hröðun: 9,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 207 km/ klst. Eyðsla: 6,9 lítrar innan- bæjar, 4,7 lítrar í þjóð- vegaakstri, 5,5 lítrar í blönduðum akstri (samkv. tölum frá framleiðanda). Lengd: 4.554 mm. Breidd: 1.781 mm. Hæð: 1.459 mm. Eigin þyngd: 1.393 kg. Farangursrými: 527 lítrar. Hemlar: Diskahemlar, kældir að framan. Hjólbarðar og felgur: 205/ 55 R16, álfelgur. Verð: 2.550.000 kr. Umboð: Hekla. VW Jetta TDI 2.0 Sportline

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (04.11.2005)
https://timarit.is/issue/262592

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (04.11.2005)

Aðgerðir: