Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 12
12 B FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar FYRSTA íslenska útgáfan af Land Rover G4 Challenge hefur litið dags- ins ljós. Útgáfan er að grunni til 38" breyttur Range Rover árgerð 1985, en að sögn Davíðs Garðarssonar, eig- anda bílsins, er lítið eftir af honum að boddíinu undanskildu. G4 Challenge er alþjóðleg rall- keppni sem Land Rover stendur að og er hún talin ein sú kröfuharðasta sem um getur fyrir farartæki jafnt sem ökuþóra. Sérleiðir reyna veru- lega á torfæruhæfni keppnisbílsins, auk þess sem keppandinn verður einnig að sanna hæfni sína í m.a. klettaklifri, torfæruhjólreiðum og kajakróðri. Davíð, sem er bifvélavirki hjá B&L og einn frammámanna Ís- landrover, segist lengi hafa haft það á stefnuskránni hjá sér að koma upp ís- lenskri G4 útgáfu. Ástæðan sé þó ekki sú að hann stefni á þátttöku í G4. „Þetta er nú bara fyrir sjálfan mig gert og aðra áhugamenn um Land Rover, en G4 bílarnir eru hreinrækt- uð torfærutröll og verkefnið spenn- andi með hliðsjón af því. Ég er jafn- framt svo heppinn að nokkrir starfsfélaga minna sýndu þessu verk- efni mikinn áhuga. Þeir höfðu síðan frumkvæðið að því að klára breyting- arnar með mér í sjálfboðavinnu, þann- ig að þetta er ekki síður þeirra verk, en breytingarnar krefjast þess að bíll- inn sé tekinn í sundur nánast í frum- einingar. Svona vinnufélagar eru ekki á hverju strái,“ segir Davíð. Mest áberandi við G4 bílana er appelsínu- guli liturinn, en hann er eitt af þeim skilyrðum sem þeir verða að uppfylla. „Önnur skilyrði lúta síðan að torfæru- hæfninni, en þessir bílar verða að geta tekist á við nánast öll hugsanleg akstursskilyrði.“ G4 Challenge er virkilega duglegur við erfiðar aðstæður. Gerður úr fjórum bílum og breyttur fyrir 38" dekk. Fyrsta íslenska G4 Challenge-útgáfan Íslenska G4 Challenge-útgáfan er með uppgerða 5 strokka 160 hestafla dísilvél úr Discovery, gírkassa úr Defender árg. ’99, millikassa úr Discovery árg. ’97 og drif úr Land Rover ’75 árg. G4 vísar til fjögurra gerða Land Rover, þ.e. Defender, Freelander, Discovery og Range Rover, en Range Rover Sport var að sjálfsögðu ekki kominn á markað þegar rallkeppnin hóf göngu sína fyrir um áratug. Hópurinn sem stóð að fyrstu íslensku útgáfunni af Land Rover G4 Chal- lenge. Davíð Garðarsson er fjórði frá vinstri. MITSUBISHI kynnir um þessar mundir nýjan og gjörbreyttan L-200 pallbíl sem kominn verður á almenn- an markað fyrri helming næsta árs. Horfið verður nú frá hinu sterklega eða verklega útliti vinnubílsins og í staðinn koma ávalar og mjúkar línur sem fleyta eiga bílnum meira inn á markað útilífs og ferðalaga og stækka með því kaupendahópinn. Talsmenn Mitsubishi segja þó að eftir sem áður sé L-200 kjörinn vinnubíll, hann er áfram með blað- fjöðrum að aftan og ber áfram eitt tonn. Oliver Soell, sem starfar í pallbíladeild Mitsubishi, einn þeirra er unnu við hönnun bíls- ins, segir að pallbílamarkaðir séu mjög ólíkir í t.d. Evrópu og Ameríku. Vestra sé hann hluti af lífsstíl en í Evrópu séu pallbílar einkum notaðir sem vinnutæki. Hann segir að meðal þess sem nýr L-200 hafi upp á að bjóða sé gjörbreytt útlit, ný fjöðrun, nýtt mæla- borð og aukið rými að innan. Farþegarýmið er 15 cm lengra, 2,5 cm hærra til lofts í framsætum og 1,3 í aftursætum. Þá staðhæfir hann að beygjuradíus bílsins sé skarpari en keppinautanna eða 5,9 metrar og hefur hann lagast með tilkomu nýrrar fjöðrunar. Markaður fyrir pallbíla í Evrópu er einungis rúmlega 100 þúsund bílar og gert er ráð fyrir að hann stækki örlítið næstu árin, kannski upp í um 120 þúsund bíla 2010. Mjög er misjafnt hversu mikla hlutdeild L-200 hefur í einstökum Evrópulöndum og sagði Soell að t.d. í Bretlandi hefði salan aukist um 33% eftir að skattareglum var breytt sem gerði pallbílakaup fýsilegri. Því hefði hins vegar verið öfugt farið í Portúgal. Stefnt er að um 35 þúsund bíla sölu í Evrópu með nýju gerðinni. L-200 verður fáanlegur með einföldu húsi, svonefndu Club-húsi sem er með tveimur smásætum aftan við framsætin en það rými nýtist nú einkum sem geymslupláss. Þriðja gerðin er fullvaxið fimm manna og fjögurra dyra hús. Heildarlengd þessara gerða er hin sama en á lengri gerðunum er pallurinn sem því nemur styttri. Vélin er 2,5 lítrar og 136 hestöfl og togið er 314 Nm við 2.000 snúninga. Bíllinn er m.a. fáanlegur með sams konar drifkerfi og í Pajero, svonefndu Super Select kerfi sem er sívirkt en hægt er einnig að fá hann með eldra kerfinu og mun það fara eftir óskum markaðanna hvað í boði verður. L-200 er smíðaður í Taílandi eins og verið hefur síðustu árin og er framleiðslugetan um 180 þúsund bílar á ári. Þar í landi er hlutdeild bílsins einna sterkust. Mitsubishi stát- ar af nærri sex áratuga sögu um pallbíla. Gjörbreyttur Mitsubishi L-200 á næsta ári Morgunblaðið/Jóhannes Tómasson Mitsubishi L 200 hefur tekið mjög miklum breytingum eins og sjá má. Farþegarýmið er 15 cm lengra, 2,5 cm hærra til lofts í framsætum. Mælaborðið er frísklegt og líflegt. joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (04.11.2005)
https://timarit.is/issue/262592

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (04.11.2005)

Aðgerðir: