Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 B 11
bílar
lagfært sprungin dekk á innan við
einni mínútu og fimmtíu og fimm
sekúndum. Nákvæmt var það.
Þessi skiptimöguleiki skipti sköp-
um. Gömlu Michelin-harðdekkja
reiðhjólin voru nánast ónýt ef
dekkin beygluðust.
Nýju loftfylltu dekkin mátti
bæta á innan við tveimur mín-
útum. Sigurinn var i höfn. Michel-
in hafði fundið lausnina.
Markaðssetning nýju, loftfylltu
dekkjanna hófst með
látum – eins og Frökkum er ein-
um lagið – um miðjan síðasta ára-
tug 19. aldar. Michelin-bræður
voru sannfærðir um að þeir væru
búnir að finna upp framtíðarlausn
– og voru sannspáir. Þeir hikuðu
ekki við að nota sterkustu lýsing-
arorð á vörusýningum, en fannst
samt sem nýju dekkin fengju ekki
strax þá athygli sem þeir töldu að
þau ættu skilið. Og bráðgáfaðir
bræðurnir lögðu nú enn á ný höf-
uðin í bleyti.
Bibendum verður til
Færum okkur til ársins 1897.
Bræðurnir eru sagðir hafa staðið
andspænis stafla af misstórum
dekkjum og annar sagði: „Ef við
bættum nú aðeins höndum á þenn-
an stafla, yrði til maður.“ Já, mað-
urinn sem þá vantaði. Þeir kölluðu
á sinn fund einn kunnasta auglýs-
ingateiknara Frakka á þessum
tíma, Marius Rossilon, sem notaði
listamannsnafnið O’Galop – og
báðu hann að útfæra hugmyndina
frekar. O’Galop þótti afar áræðinn
í sinni sköpun, ekki ólíkur bræðr-
unum.
Hann sýndi þeim að gamni
hressilega fígúru sem hann var að
þróa á teikniborðinu, nokkurskon-
ar bjórgoð, feitlaginn fýr sem veif-
aði orðunum „Nune est bibend-
um!“. Það er latína og merkir að
nú sé tímabært að drekka! Fíg-
úruna ætlaði O’Galop að nota fyrir
þýskt brugghús, en það hafði neit-
að að nota svona ögrandi persónu
til að laða fólk að legi sínum.
Bræðrunum var hins var skemmt.
Þeir sáu strax að þó að bjór og
dekk ættu ekkert skylt, þá væri
þarna komin sálin í þeirra sölu-
mennsku.
Karlinn var í fyrstu kallaður
Bibendum, en oftast á seinni árum
Michelin-maðurinn. Hann fékk út-
lit sitt af uppstöfluðum dekkjum,
en innrætið var ofurlítið kennt.
Þessi ótrúlega samsetning varð
fullkomnuð þegar götuleikari var
fenginn til að túlka þennan táp-
mikla túttukarl. Götuleikurum er
tamt að láta í sér heyra, jafnvel
freklega og gera lítið úr áhorf-
endum sínum. Drukkinn, kjaftfor
og uppáþrengjandi! Jafn fáranlega
og það hljómar, byrjaði almenningi
að líka við þennan leiðindagaur.
Ögrun og áræðni
„Nú drekkum við, drekkum allar
hindranir úr vegi!“ Þetta urðu og
eru einkennisorð Michelin-manns-
ins. Hann varð til um aldamótin
síðustu í öllum mögulegum mynd-
um, enda O’Galop óhemju afkasta-
mikill teiknari og bræðurnir ákafir
í markaðssetningu sinni. Þetta var
lykill að nýstárlegri ef ekki bylt-
ingarkenndri markaðssetningu þar
sem fremst fór lifandi táknmynd,
svo ólík öllu öðru, að menn gátu
ekki annað en tekið eftir – og ým-
ist hrifist eða hrist hausinn.
Nú er á að giska öld frá því
Michelin-maðurinn lifnaði við og
færði samnefndum dekkjum það líf
sem líklega skipti sköpum á sinni
tíð. Auglýsingagerð og markaðs-
fræði hefur vissulega breyst mikið
á þeim tíma sem liðinn er, en gam-
ansami gúmmíkarlinn hefur samt
sem áður staðið tímans tönn. Enda
orginal. Og enn engum líkur.
Michelin-maðurinn í dag – hér í þýskri auglýsingu.
Þýtt og endursagt úr bókinni
One hundred years of Michelin man eftir Oli-
ver Darmon,
útg. af Hoebeke í París 1997.
HÁ
MA
RKS
GÆ
‹I
Á F
RÁ
BÆ
RU
VER
‹I!
REYKJAVÍK · HAFNARFIR‹I · AKUREYRI · REY‹ARFIR‹I · EGILSSTÖ‹UM
AUTOMAN LOFTPRESSUR
Pústþjónusta BJB ehf.
Flatahraun 7 - 220 HAFNARFIRÐI - Sími 565 1090
Sala, smíði og ísetning á pústkerfum
580 80 80
Vilt þú auglýsa!
Þetta svæði er laust núna
hringdu í síma
midlun@midlun.is
BÍLAR