Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 9
undai framleiðendum eins og
Skoda, Volvo, Honda og Mazda.
Kia státar af 63,5% söluaukningu
á markaðssvæðinu. Kia er þó ekki
hálfdrættingur á við Ssangyong
sem jók söluna um 180%. Það eru
reyndar ekki sérlega háar tölur á
bakvið vöxtinn. Ssangyong seldi
fyrstu sjö mánuðina í fyrra 5.000
fólksbíla en 14.000 á þessu ári.
Daewoo, sem nýlega varð að
Chevrolet, stóð í stað á milli ára.
Fyrstu sjö mánuðina seldust 95.000
bílar, eða álíka mikið og á þessu ári.
Fróðlegt verður hins vegar að sjá
hvort þessi umtalaða breyting úr
Daewoo í Chevrolet auki söluna
þegar til lengdar lætur í Evrópu. Í
lok júlí var merkið í 22. sæti, rétt á
undan Mitsubishi.
Skoda og lúxusmerkin þýsku
Skoda frá Tékklandi, sem er í
eigu Volkswagen, hefur, eins og
kóresku framleiðendurnir, beitt fyr-
ir sig slagorðinu „mikill bíll fyrir
lítið verð“ í markaðssetningu sinni.
Það virðist hafa skilað árangri.
Skoda seldi 178.000 fólksbíla fyrstu
sjö mánuðina, eða 22.000 fleiri en á
sama tíma í fyrra.
En það eru greinilega fleiri að-
ferðir til við að auka bílasöluna. All-
tént hefur BMW og Audi ekki verið
þekkt fyrir það í gegnum tíðina að
selja ódýra bíla. Aukning í bílasölu
hjá þessum framleiðendum er engu
að síður athyglisverð. Best gengur
hjá BMW sem seldi 392.000 bíla í
Vestur-Evrópu fyrstu sjö mánuð-
ina, sem er 60.000 bílum meira en á
sama tíma í fyrra. Þar með er
BMW orðið tíundi söluhæsti fram-
leiðandinn í Vestur-Evrópu. Audi
hefur á sama tíma selt 375.000 bíla,
42.000 bílum meira en í fyrra.
Aðalkeppinautur bæði BMW og
Audi í lúxusbílaflokknum er auðvit-
að Mercedes-Benz, sem enn sem
fyrr er söluhæsti lúxusbílaframleið-
andinn í Vestur-Evrópu með
410.000 bíla fyrstu sjö mánuðina.
Engu að síður ríkir óánægja með
frammistöðuna því þetta er 13.000
bílum minni sala en á sama tíma í
fyrra þrátt fyrir að nýir bílar hafi
streymt frá Mercedes-Benz á þess-
um tíma. Porsche er minnsti fram-
leiðandinn á lista yfir 38 söluhæstu
merkin í Vestur-Evrópu. Engu að
síður er árangurinn afar athygl-
isverður. Porsche seldi 31.000 bíla
sem er 24% söluaukning frá árinu
áður.
Þetta þýðir að Porsche er núna
stærri en Jaguar í Vestur-Evrópu.
Það vekur kannski ekki lengur
athygli að Toyota selur stöðugt
fleiri bíla í Vestur-Evrópu en þó
hefur hægt á söluaukningunni.
Fyrstu sjö mánuðina jókst salan
um 4,3%. Opel getur líka státað af
lítilsháttar söluaukningu, 0,7%, á
sama tíma og 3,4% samdráttur er
hjá Ford. Volvo, sem er innan vé-
banda Ford, gengur hins vegar vel
og söluaukningin var 2,6% á tíma-
bilinu á sama tíma og Saab mátti
stríða við 4,2% samdrátt. Volvo er
núna 3,4 sinnum söluhærri en Saab
í Vestur-Evrópu.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
BMW er dæmi um evrópskan framleiðanda sem á velgengni að fanga. Hér sést BMW 6.
Morgunblaðið/Golli
Hyundai seldi fyrstu 7 mánuðina 195.000 bíla. Myndin er af Tucson-jepplingi.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 B 9
bílar