Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er föstudagsmorgunn og ég
mæni á dökkbrúna, ryðgaða
sprengju sem gerð hefur verið
óvirk. Ég vandræðast og veit
ekki hvernig ég á að haga mér
gagnvart gripnum, hvessi
bara á hann augun og blóta í
hljóði. Sprengjan er ein af átta
hundruð sem var í stórri
klasasprengju og skotið var úr flugvél fyrir
meira en þrjátíu árum. Klasasprengjur eru
stór hylki sem fyllt eru með mörgum minni
sprengjum. Þegar þeim er sleppt skjótast þær
minni út og dreifast yfir stór landsvæði. Þessi
klasasprengja var tonn að þyngd.
„Þetta er náttúrlega ofsalega sniðugt, með
þessu er hægt að eyðileggja heil ósköp í einu.
Voðalega hentugt,“ tauta ég ískalt og teygi mig
í ryðgaða kúluna. Það er eitthvað skrýtið við
það að handleika sprengjur sem eru eldri en ég
sjálf. Ég fæddist árið 1979. Stríðinu lauk 1975.
Bíddu við, valda jafnlöngu liðnir hlutir enn
skaða?
Hélt að sprengjan væri leikfang
Laos er það land sem er einna verst farið af
öllum löndum heims, af völdum sprengna.
Samtu eru margir sem hafa kannski ekki einu
sinni heyrt minnst á ríkið Laos hvað?
Í Laos búa 6 milljónir og landið er meira en
helmingi stærra að flatarmáli en Íslands. Víet-
namstríðið þekkja allir en færri vita að Laos
fékk hryllilega útreið í sömu átökum. Banda-
ríski herinn henti satt best að segja fleiri
sprengjum á Laos eitt og sér en hann gerði á
alheimsvísu í seinni heimsstyrjöldinni. Þar
kemur vitanlega til breytt hernaðartækni en
það magn sprengna sem dreift var yfir Laos
samsvarar engu að síður fullum flugvélafarmi
sem losaður er á átta mínútna fresti, allan sól-
arhringinn – í níu ár. Niðurstaðan er hálft tonn
af sprengjum á hvern heimamann. Víetnam-
stríðið var ekki bara í Víetnam.
Og hver segir svo sem að Víetnamstríðið
skuli endilega kallað það en ekki eitthvað ann-
að?
– Af hverju talarðu alltaf um Víetnamstríð-
ið? var ég spurð þegar ég kom til Laos.
– Ha, en ekki hvað? spurði ég og lyfti brún-
um.
– Nú, Bandaríkjastríðið. Voru það ekki
Bandaríkjamenn sem mættu á svæðið og fóru í
stríð?
Heimamaður bendir mér kaldhæðinn á að
bandaríska stjórnin hafi verið svo hrædd um
að kommúnistar myndu ná heimsyfirráðum að
þeir hafi þurft að sprengja fólkið í Laos upp
líka. Allt í nafni málstaðarins. Í Laos var upp-
gangur kommúnista eins og í Víetnam.
Annar lýsir furðu sinni yfir því að heimurinn
hafi ekki áttað sig á hvað átti sér stað í Laos á
sama tíma og barist var í Víetnam. Sá þriðji
segist hafa leikið sér með sprengju sem hann
fann sem barn. Hann hélt að hún væri leikfang.
Hann er steinhissa á að vera á lífi í dag.
11.000 dáið síðan stríðinu lauk
Á föstudegi í höfuðborginni Vientiane virði
ég sprengjurnar lengi fyrir mér og grandskoða
veggspjöld með myndum af ólíkum tegundum.
Ég er stödd í höfuðstöðvum samtakanna Uxo
Lao. Þetta eru ríkissamtök sem vinna að því að
hreinsa Laos af sprengjum. Mér er bent á að
vandamálið sé risavaxið og að það taki gríð-
arlegan tíma að sprengjuhreinsa svæði. Fara
þarf yfir það með þar til gerðum tólum og
tækjum og aðgerðin er óheyrilega dýr.
Síðan stríðinu lauk fyrir 30 árum hafa 11.000
manns látið lífið af völdum sprengna sem ekki
Asíuríkið Laos líður fyrir gríðarlegt
magn sprengna sem liggja grafnar í
jörðu. Þeim var kastað úr lofti í Ví-
etnamstríðinu fyrir meira en 30 ár-
um en sprungu ekki á sínum tíma.
Að jafnaði deyja 200 Laosbúar á
ári hverju af völdum sprengnanna
og margir ganga hungraðir til hvílu
vegna skorts á sprengjuhreinsuðu
svæði til akuryrkju. Sigríður Víðis
Jónsdóttir var í Laos og handlék
sprengjur frá því í Víetnamstríðinu
– sem heimamenn vísa reyndar til
sem Bandaríkjastríðsins.
Laos er það land sem er einna verst farið af öllum löndum heims, af völdum sprengna. Þar var barist í Víetnamstríðinu þrátt fyrir samninga sem bönn-
uðu það. Stríðið var svo mikið laumuspil að það var aldrei nefnt opinberlega í neinum talstöðvasamskiptum en sprengjum var látið rigna yfir landið.
30 ára gamlar sprengjur
Greinarhöfundur handleikur
margra áratuga gamla sprengju
sem kastað var yfir Laos á sama
tíma og barist var í Víetnam.
Drengur í munkaklæðum býst til að
baða sig í á. Börn eru algeng fórn-
arlömb ósprunginna sprengna.
„Varúð! Ósprungin sprengja.“
Skilti á skrifstofu Uxo Lao.
Götulíf í Laos. Laos er fátækt land þar sem sprengjur úr löngu liðnu stríði hindra alla framþróun.