Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 25
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is
Þurfti mamma
endilega að hringja
þegar ég var að láta
renna í baðið?
Fasteignatrygging TM
Dæmi um vatnstjón sem
Fasteignatrygging TM bætir:
// Fasteignatrygging TM bætir tjónið þegar
pípulagnir hússins fara að leka, hvort sem um er
að ræða vatnsleiðslur eða frárennslislagnir.
// Ef vaskar og önnur hreinlætistæki heimilisins
yfirfyllast og flæða yfir, færðu tjónið bætt.
// Þú færð líka tjónið bætt þegar frysti- eða
kæliskápur heimilisins byrjar skyndilega að leka.
Dæmi um vatnstjón sem
Fasteignatrygging TM bætir ekki:
// Ef vatn berst inn í hús utan frá, t.d. vegna
úrkomu eða snjóbráðar, og veldur tjóni, færðu
það ekki bætt.
// Tjón sem verður vegna stíflu í lögnum fyrir utan
grunninn á húsinu þínu færðu ekki bætt.
// Fasteignatrygging TM bætir ekki tjón sem rekja
má til þess að frárennslislögnin í grunni hússins
gefur sig vegna aldurs eða eðlilegs slits.
Við sumum spurningum fást bara engin svör.
Óhöpp henda okkur og við því er ekkert að gera.
En þú getur brugðist við strax með því að tryggja hjá tryggingarfélagi sem gefur þér skýr
svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála.
Alltaf skal það koma okkur jafnmikið á óvart þegar blessað vatnið rennur aðra leið en því
er ætlað. Afleiðingin er tjón sem oft er ansi þungt fyrir budduna.
Fasteignatrygging TM er ekki flókinn hlutur og það tekur enga stund að ganga frá henni.
Fasteignatrygging TM veitir víðtæka vernd fyrir tjóni á fasteignum, t.d. af völdum vatns,
óve›urs e›a innbrota.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
M
I
28
60
5
1
1/
20
05
Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á.
Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör.
Stofan hans Sigi var mjög eftirsótt og
hann var frábær kennari. Kennsla
hans og upplýsingar frá kærastanum
mínum, sem tekið hafði þátt í mörg-
um keppnum sem módel, hjálpuðu
mér til að fóta mig á keppnisvettvang-
inum. Á röskum tveimur árum náði
ég árangri sem tekur flesta miklu
lengri tíma.
Kærastinn minn var bara einu sinni
módel hjá mér, það var hagkvæmara
að hann ynni hjá öðrum, hann hafði þá
mjög góð laun sem módel en svo dró
úr því með árunum. Ég flutti fljótlega
til hans og lífið var mjög spennandi,
nýtt umhverfi og kærasti.
Mikill árangur í hárgreiðslukeppnum
Þótt ég sé skilin við þennan mann
nú þá get ég ekki annað sagt en ég
hafi lært mikið af samvistum við
hann, þær samvistir gáfu mér innsýn í
allt annan og framandi heim. Ég
skildi þó ekki strax hve framandi
þessi heimur er, ég fór að skilja það
betur síðar. Við vorum saman alls í
átján ár. Við byrjuðum að vera saman
1986 og giftum okkur 1991. Þá ákvað
ég að opna eigin stofu. Um það leyti
var ég búin að ná því sem hægt var á
keppnisvettvangi án þess að borga
þjálfurum undir borðið svo þeir hefðu
áhrif á dómarana, slíkt tíðkast hér.
Ég komst inn í þýska landsliðið á
Evrópumóti og varð meistari á CAT-
móti, sem er alþjóðlegt mót sem fram
fór í Darmstadt sem er ekki langt hér
frá, fjarlægðin skiptir máli, það er
dýrt að taka þátt í svona mótum. Á
umræddu móti kom að máli við mig
eldri maður og sagði mér að ég þyrfti
að vera í fagfélagi til þess að eiga
möguleika á að vinna en ef ég gengi í
félagið á staðnum yrði ég þýskur
CAT-meistari. Ég gekk í félagið og
vann titilinn og fékk marga bikara,
einn risastóran.
Þetta skipti miklu máli og eins hitt
að á þessum tíma voru fáar konur í
herrahárgreiðslu. Um titil minn var
mikið talað í því mikla karlaveldi sem
þessi grein var þá. Þátttakan í keppn-
um var mjög skemmtileg og gagnleg,
hún kennir fólki að greiða fólki hratt
og vel á stuttum tíma. Eigi að síður
hætti ég að keppa, ég hafði ekki efni á
að borga undir borðið.
Til að ná á toppinn t.d. í dömu-
greiðslum þarf að borga háar fjár-
hæðir, ég hef heyrt allt upp í fimmtíu
þúsund evrur en tek ekki ábyrgð á að
þessi upphæð sé rétt.
En reynslan af keppnum hefur
nýst mér vel í sambandi við sýningar
sem ég hef í ríkum mæli tekið þátt í
síðari árin og stóru hárvörufyrirtækin
standa fyrir. Þeir sem annast hár-
greiðslu á þessum sýningum kynna
nýjustu tísku og nota um leið vörur
frá viðkomandi fyrirtæki.“
Skilnaðurinn var erfiður
En hvernig verður hártískan til?
„Tískan verður til út á götu, í flest-
um tilvikum spretta upp hugmyndir
hjá krökkum á götunni, þær eru svo
útfærðar og mótaðar betur í hópi leið-
andi hárgreiðslufólks – það er mjög
gaman að vera í þeim hópi. Það er
með tísku í hárgreiðslu eins og aðra
tísku, á sýningum er allt nokkuð yf-
irdrifið, – en sýnir línuna. Eldri dóttir
mín hefur kynnt mér margar góðar
hugmyndir. Einu sinni kom hún t.d.
inn í stofu til mín, þá sex ára, með
mynd af prinsessu með kórónu, upp
úr kórónunni var eldgos. Ég var að
fara á heimsmeistaramót í hár-
greiðslu í Berlín og tók þessari hug-
mynd tveim höndum, bjó til risakór-
ónu með köldum flugeldum upp úr,
þetta vakti gífurlega athygli á sýning-
unni. Ég hef farið víða um heim á
keppnir og sýningar.“
Íris á tvær dætur með fyrrverandi
manni sínum. Þegar hún ákvað að
skilja höfðu bæði ættingjar og vinir
áhyggjur af að erfiðleikar myndu
koma upp vegna forræðis barnanna.
„Ég kveið fyrir að segja frá þeirri
ákvörðun minni að vilja skilnað.
Tengdaforeldrar mínir höfðu um ára-
bil búið hjá okkur hjónunum, vissu-
lega var það á margan hátt gott en
líka slæmt, rýmið verður lítið.
Þar kom að ég staldraði við og fann
að ég var orðin æði þreytt á að vera
aðalfyrirvinna fyrir okkur hjónin,
börnin okkar og tengdaforeldrana,
þannig hafði þetta þróast með tíman-
um. Ég átti mörg góð ár með þessu
fólki en þar kom að mér fannst eins og
ég væri komin í þá stöðu að vera bara
sú sem gaf. Góðar samvistir ganga jú
út á að vera bæði gefandi og þiggj-
andi.
Ég fór til Íslands og í þeirri ferð tók
ég ákvörðun sem hafði smám saman
verið að mótast innra með mér, ég
ákvað að skilja við manninn minn.
Þegar ég kom út úr flugvélinni tók
maðurinn minn á móti mér. Ég hugs-
aði: „Mig langar ekki að verða gömul
með þessum manni.“ Á leiðinni til Ma-
inz sagði ég manninum mínum að ég
vildi skilnað. Ég bjóst við hinu versta
og vissulega brá honum mjög, en
hann tók þessum tíðindum þó betur
en ég hefði þorað að vona.
Þetta er erfitt fyrir hann, ég veit
það. Vegna módelstarfa sinna hafði
hann ekki notfært sér menntun sína
sem vélaverkfræðingur og ef fólk fer
ekki strax í það fag sem það menntar
sig til hér í Þýskalandi er erfitt að
komast inn síðar.
Hann hafði kosið að vinna að mód-
elstörfum og hjálpa mér við resktur
hágreiðslustofunnar. Niðurstaðan
varð að hann héldi hárgreiðslustof-
unni og þremur starfsmönnum en ég
stofnaði nýja stofu. Við ákváðum að
hafa sameiginlegt forræði með börn-
unum og það hefur gengið enn sem
komið er, ég er með stelpurnar á
mánudögum, þriðjudögum og mið-
vikudögum og aðra hvora helgi.
Versti tíminn í skilnaðarferlinu var
meðan við þurftum að búa undir sama
þaki, mér fór að líða betur eftir að ég
flutti ég út af heimilinu. Það hjálpaði
mér í þessu ferli öllu að hafa góðan
lögfræðing.
Ég hef kynnst íslenskum manni
sem ég bý með nú en um það vita
tengdaforeldrar mínir fyrrverandi
ekki, maðurinn minn fyrrverandi vill
ekki segja þeim það. Þess ber að geta
að skilnaðurinn er ekki alveg frágeng-
inn, fjármálin eru enn í skoðun.
Margir hafa undrast að ég skyldi
taka þessa ákvörðun, maðurinn minn
fyrrverandi á fimm systkini, þau
halda vel saman og þetta fólk tók því
ekki vel að missa „gullkálfinn“. En ég
vona að ég komist frá þessu án þess
að lenda í illindum við fyrrverandi
eiginmann minn og tengdafólk, um
það er þó of snemmt að spá ennþá.
Mig langar til að flytja heim til Ís-
lands en það getur orðið erfitt út af
börnunum, mig langar ekki að lenda í
álíka máli og Sophia Hansen. En ein-
hvern tímann flyt ég heim, – hvenær
sem það getur orðið.“
Íris er ein vinsælasta uppgreiðslu-
kona Þýskalands.
Nú eru krullur í aðalhlutverki.
Glæsileg uppgreiðsla eftir Írisi.
gudrung@mbl.is