Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 41 UMRÆÐAN Notkunarsvi›: Paratabs inniheldur parasetamól sem er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. fia› er nota› vi› höfu›verk, tannpínu, tí›averkjumo.fl. Einnig vi› sótthita af völdum inflúensu og annarra umgangspesta eins og kvefs. Lyfi› inniheldur ekki ávanabindandi efni og hefur ekki sljóvgandi áhrif.Varú›arreglur: Fólk semhefur ofnæmi fyrir parasetamóli e›a erme› lifrarsjúkdómamá ekki nota lyfi›. N‡rna- og lifrarsjúklingumer bent á a› rá›færa sig vi› lækni á›ur enfleir taka lyfi›. Of stór skammtur getur valdi› lifrarbólgu.Aukaverkanir:Parasetamól veldursjaldanaukaverkunumogflolistyfirleittvel ímaga.Langvarandinotkun lyfsinsgeturvaldi›n‡rnaskemmdum. Skömmtun:Nákvæmar lei›beiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekkimá taka stærri skammta enmælt erme›. Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.05 Paratabs®– Öflugur verkjabani! meiri næring betri ending FIMMTUDAGINN 3. nóvember skrifar Hjálmar Árnason, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, grein í Morgunblaðið undir fyr- irsögninni Neyðaróp frá RÚV. Ég fæ ekki betur séð en Hjálmar Árnason sé með þess- ari grein að undirbúa svik Framsókn- arflokksins við eigin samþykktir um að Ríkisútvarpið verði ekki gert að hluta- félagi. Látum nú vera að Framsóknarflokk- urinn svíki eigin fyr- irheit. Það hefur því miður gerst áður – meira að segja alltof oft. Það er verra ef flokkurinn hyggst reyna að gera þetta á fölsk- um forsendum; að nú þurfi að hluta- félagavæða til að svara ákalli „starfsmanna og stuðningsmanna RÚV“ sem krefjist „tafarlausra að- gerða“. Framsókn hefur hindrað hlutafélagavæðingu RÚV Hjálmar fikrar sig varlega að nið- urstöðunni: Fyrir það fyrsta stað- hæfir hann að allir flokkar séu sam- mála um að selja ekki Ríkis- útvarpið. Ekki er ég viss um að landsfundir Sjálfstæðisflokksins skrifi upp á þetta. Þannig ályktaði landsfundur flokksins í mars árið 2003 um fyrstu skrefin í markaðs- væðingu RÚV: „Skylduáskrift að fjölmiðlum verði afnumin nú þegar. Íslenskir neytendur eiga sjálfir að ráða hvort og hvaða fjölmiðla þeir kaupa. Endurskoða skal hlutverk ríkisins á þessum markaði.“ Í tengslum við þennan sama lands- fund Sjálfstæðisflokksins var eft- irfarandi haft eftir þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæð- isflokksins í fréttum Útvarps 23.03.03.: „Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra segir Sjálf- stæðisflokkinn vilja afnema skylduáskrift að Ríkisútvarpinu ná- ist samkomulag um að breyta rekstrarfyrirkomulagi stofnunar- innar. Flokkurinn vilji gera Rík- isútvarpið að hlutafélagi en Fram- sóknarflokkurinn hafi hindrað það.“ Þess má einnig geta að 37. þing SUS ályktaði eftirfarandi: „SUS telur mikilvægt að hafist verði handa við að undirbúa einkavæð- ingu á Íslandspósti, Landsvirkjun, Rafmagnsveitu ríkisins, orkuveitum sveitarfélaga, Ríkisútvarpinu og að Rás 2 verði seld þegar í stað.“ Einnig ber að hafa í huga að nokkr- ir sjálfstæðismenn hafa lagt fram lagafrumvörp á liðnum misserum um einkavæðingu Rík- isútvarpsins. Þannig fer því fjarri að sátt sé um það að RÚV verði í almannaeign. Við erum mörg sem ekki viljum undir neinum kring- umstæðum teppa- leggja fyrir einkavæð- ingarsinnana með því að gera RÚV að hluta- félagi. Þegar ég segi við, þá veit ég að margir kjósendur Framsóknarflokksins taka það til sín, enda samþykktir flokksins í þessa veru. En hvað með það sem Hjálmar kall- ar „ákall starfsmanna og stuðnings- manna RÚV“ um tafarlausar að- gerðir? Hagsmunasamtök starfsmanna í Ríkisútvarpinu, sem leitað hafa til heildarsamtakanna BSRB og BHM í þessu efni hafa mjög eindregið varað við hluta- félagavæðingu. Þegar Hjálmar vís- ar í stuðningsmenn RÚV er vænt- anlega átt við Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins. Í fyrstu grein sam- þykkta þeirra samtaka segir að bar- ist skuli gegn því að Ríkisútvarpið verði gert að hlutafélagi. Hægt að breyta án hlutafélagavæðingar Þetta lætur þingflokksformaður Framsóknar ekki á sig fá en segir að menn hafi „eðlilega bent á að hvort RÚV verði sameignarfélag, sjálfseignarstofnun eða hlutafélag þá breyti það í sjálfu sér litlu hvað varðar stofnunina sem almennings- eign ef fyrir liggur pólitískur vilji um að halda RÚV í eigu ríkisins.“ Hvaða menn hafa bent á þetta? Ekki hagsmunasamtök starfs- manna, ekki Hollvinasamtök Rík- isútvarpsins og ekki Framsókn- arflokkurinn þar til nú að þingflokksformaðurinn rekur upp þetta neyðaróp sitt. Væri ekki betra og heiðarlegra að koma hreint fram, Hjálmar, og viðurkenna að til standi að svíkja gefin fyrirheit eina ferðina enn? Á stjórnkerfi Rík- isútvarpsins þarf að gera ýmsar breytingar til úrbóta. Fram hafa komið sannfærandi tillögur í því efni án þess að orðið verði við kröfu markaðssinna um að færa Ríkis- útvarpið upp á færiband til einka- væðingar. Væri ekki rétt að skoða þær? Neyðaróp frá Framsóknarflokknum Ögmundur Jónasson skrifar í tilefni greinar Hjálmars Árnasonar ’Ég fæ ekki betur séðen Hjálmar Árnason sé með þessari grein að undirbúa svik Fram- sóknarflokksins við eig- in samþykktir um að Ríkisútvarpið verði ekki gert að hlutafélagi.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.