Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 37 FRÉTTIR PUNKTAÐU NIÐUR FERÐALAGIÐ ERT ÞÚ AÐ SAFNA RÉTTUM PUNKTUM? Nú geta Vildarkorthafar VISA og Icelandair nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í hvaða flugfargjald sem er með áætlunarflugi Icelandair, fyrir hvern sem er. Fáðu nánari upplýsingar á www.vildarklubbur.is og punktaðu niður ferðina um 5.500 kr. GILDIR Í ÖLLUM ÁÆTLUNARFLUGUM ICELANDAIR Gildir til 15. des. 2005. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 30 03 6 1 1/ 20 05 HANDHAFAR VILDARKORTS VISA OG ICELANDAIR BOR númer 2, einn risaboranna sem notaðir eru við byggingu virkj- unarinnar við Kárahnjúka, er far- inn að bora á ný eftir nokkurra mánaða tafir. Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar segir að vonir standa til þess að borinn komist á eðlilegan vinnuhraða á næstu vik- um, en í síðustu viku boraði hann samtals sjö metra. Vinna við borinn stöðvaðist í mis- gengissprungum við Þrælaháls en Sigurður segir að um hafi verið að ræða 40 til 50 metra langan kafla og hafi misgengissprungurnar verið þrjár. Efnið í sprungunum hafi ekki verið samlímt heldur laust. Þessi tæki henti ekki í lausu efni og hafi þurft að líma það saman, en sú vinna hafi vinna reynst tímafrek. „Við vonum að við lendum ekki aft- ur í öðru eins í verkinu,“ segir Sig- urður. Sigurður segir að borinn sé kom- inn niður á hart berg og senn komi í ljós hvort borinn nái ekki fullum skriði að nýju á næstu dögum og vikum. „Menn fara varlega og kanna jarðlögin á undan honum,“ segir hann. Allir borar á góðum hraða í janúar Um aðra risabora á svæðinu seg- ir Sigurður að bor númer 1 hafi ver- ið á mjög góðum skriði að undan- förnu og hafi hann í langan tíma borað um 200 metra á viku. Sá bor sé kominn 7 til 8 kílómetra inn í fjallið og sé möl frá honum flutt út á færiböndum. Í síðustu viku hafi vinna við borinn tafist um nokkra daga vegna þess að lengja þurfti færibandið, en þetta hafi verið eðli- legur þáttur í verkinu. Þá segir Sig- urður að verið sé að sinna viðhaldi á þriðja risabornum, en hann eigi að fara í gang í desember. „Við von- umst til þess að í janúar muni allir borarnir þrír bora á góðum hraða,“ segir Sigurður. Risabor 2 farinn að bora við Kárahnjúka á ný eftir tafir SIGRÚN Lange líffræðingur MSvarði doktorsritgerð sína „Magna- kerfið í þroskunarferli þorsks og lúðu“, við læknadeild Háskóla Íslands 21. október sl. Andmælendur eru Prof. Kenneth Reid, MRC Immuno- chemistry Unit, Department of Bio- chemistry, University of Oxford, og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Dr.med.sci., ónæmisfræðingur á Tilraunastöð Há- skóla Íslands í meinafræði, Keld- um. Stefán B. Sigurðsson, for- seti læknadeildar, stjórar athöfninni sem fer fram í Öskju og hefst klukkan 13. Magnakerfið er mikilvægur þáttur í ónæmiskerfinu og tekur bæði þátt í rofi og áti utan- aðkomandi sýkla og í frumuáti eigin fruma sem fara í gegnum stýrðan frumudauða. Magnaþáttur C3 er lykilprótínið í öllum þremur ferlum magnakerfisins. Apolipoprotein A-I (ApoLP A-I), sem er aðalfituflutn- ingsprótín líkamans, hefur hindrandi áhrif á rofferli magnakerfisins og get- ur þannig átt þátt í að vernda frumur líkamans fyrir óæskilegu rofi. Meginmarkmið verkefnisins er að skoða umritun og tjáningu C3 og ApoLP A-I ásamt frumum í stýrðum frumudauða í þroskunarferli þorsks, og umritun og tjáningu magnaþáttar C3 í þroskunarferli lúðu frá eggi til fullvaxta lirfu. Niðurstöður verkefn- isins sýna að C3 og ApoLP A-I eru tjáð víða í mörgum líffærum, auk lifr- ar, frá yngstu stigum fósturþroskunar þorsks og finnast á sömu svæðum og frumur sem eru að gangast undir stýrðan frumudauða. Í lúðulirfum fannst svipuð dreifing á umritun og tjáningu C3 prótíns og í þrosk- unarferli þorsks. Niðurstöður verkefnisins styðja hugmyndir um að auk þess að vera mikilvægur þáttur ónæmisvarna, þá gegnir magnakerfið einnig hlutverki í myndun og viðhaldi líffæra í fóstur- þroskun. Þessar niðurstöður auka þekkingu á virkni magnaþátta í fóst- urþroskun og gætu nýst í forvörnum í þorsk- og lúðueldi. Leiðbeinandi verkefnisins er Berg- ljót Magnadóttir dýrafræðingur, M.Sc., Ph.D., yfirmaður veiru- og sameindalíffræðideildar Tilrauna- stöðvar HÍ í meinafræði, Keldum. Doktorsnefnd skipa Alister W. Dodds, D.Phil., MRC Immuchemistry Unit, Department of Biochemistry, University of Oxford, Ástríður Páls- dóttir, lífefnafræðingur D.Phil, Til- raunastöð HÍ í meinafræði, Keldum, Guðmundur J. Arason, Ph.D., Rann- sóknarstofu HÍ í ónæmisfræði, Land- spítala, og Valgerður Andrésdóttir, sameindalíffræðingur, Ph.D., Til- raunastöð HÍ í meinafræði, Keldum. Doktorsverkefnið er innlegg í Evr- ópusamstarfsverkefnið FISHAID um rannsóknir á ónæmiskerfum 5 eld- isfisktegunda (stjórnandi verkefnisins er dr. Roy Dalmo, Háskólanum Tromsø, Noregi). Hlutar verkefnisins voru unnir við Háskólann í Oxford, Englandi, (undir leiðsögn dr. Alister W. Dodds, MRC Immunochemistry Unit, University of Oxford), við Há- skólann í Wageningen, Hollandi (undir leiðsögn dr. Jan Rombout, Department of Animal Sciences, Cell Biology and Immunology Group, Wageningen University) og við Há- skólasjúkrahúsið í Basel, Sviss (í rannsóknarhópi Prof. Jürg-A. Schifferli, Immunonephrology, Department of research, University Hospital Basel). Sigrún Lange fæddist16 febrúar 1977. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, eðlis- fræðideild II, árið 1996. BS prófi í líf- fræði frá HÍ, júní 1999 og MS frá læknadeild HÍ í júní 2001 Hún vann sem fiskónæmisfræðingur á Til- raunastöð HÍ í meinafræði, Keldum í Evrópusamstarfsverkefninu FISHA- ID frá 2001 til 2002. Sigrún Lange var skráð í doktorsnám við lækna- deild HÍ haustið 2002. Doktor í líffræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.