Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þau voru ljós á leiðum okkar Á allra heilagra messu, sunnudaginn 6. nóvember, er látinna minnst. Vitjum leiða ástvina okkar með hlýhug og þakklæti. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma verður til leiðsagnar í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallagarði við Suðurgötu frá kl. 14-16. Boðið er upp á samfellda dagskrá í Fossvogskirkju á sama tíma, með helgri stund við kertaljós, tónlistarflutning, bæn og ritningarlestur. Gestir garðsins eru hvattir til að ganga í kirkju og eiga innihaldsríka stund í minningu ástvina. 14.00 –14.30 Ritning og bæn: Sr. Bára Friðriksdóttir Kórsöngur: Skólakór Kársness Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Undirleikur: Marteinn H. Friðriksson 14.30 –15.00 Ritning og bæn: Sr. Bára Friðriksdóttir Tónlist: Ellen Kristjánsdóttir Undirleikur: Eyþór Gunnarsson 15.00 – 15.30 Ritning og bæn: Sr. Miyako Þórðarson Kórsöngur: Kór Bústaðakirkju Organisti: Marteinn H. Friðriksson. 15.30 – 16.00 Ritning og bæn: Sr. Miyako Þórðarson. Kórsöngur: Kór Áskirkju Organisti: Kári Þormar Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar eru til sölu í Fossvogsgarði, Hólavallagarði og í Gufuneskirkjugarði. Kyudo: Bogfimi þar sem skotið er á mark af 28 metra færi. Kennari: Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi 6. dan. Kendo: Skylmingar í búningi Kennari: Sölvi Tryggvason, 2. dan. Þessar greinar eiga sér einstaka menningarlega hefð og eru stundaðar af miklum fjölda fólks á öllum aldri í Japan og annars staðar. Upplýsingar í síma 553 3431. Japönsk bogfimi - japanskar skylmingar UM 4.000 manns í Bretlandi kunna að vera smitaðir af afbrigði Creutz- feldt Jakob-heilarýrnunarsjúkdóms- ins sem greindist fyrst þar í landi fyrir um 10 árum. Þetta mat er byggt á rannsóknum á vefjasýnum úr fólki sem gengist hefur undir að- gerðir þar sem botnlangar eða háls- kirtlar hafa verið fjarlægðir. Engin meðferð hefur enn verið fundin við sjúkdómnum að sögn Roberts Wills, prófessors í taugalækningum við Edinborgarháskóla. Will flutti fyrir skömmu erindi á ráðstefnu um príon og hæggengar veirur, en hún var haldin til heiðurs tveimur fyrrverandi forstöðumönn- um tilraunastöðvarinnar á Keldum, læknunum Guðmundi Péturssyni veirufræðingi og Guðmundi Georgssyni meinafræðingi. Will segir að Creutzfeldt Jakob (CJS), riðusjúkdómur í mönnum, hafi verið þekktur frá því á þriðja áratug 20. aldar. Sjúkdómurinn sé afar sjaldgæfur en orsök hans sé óþekkt. Árið 1990 hófst vöktun á riðusjúkdómum í mönnum í Bret- landi í kjölfar kúariðufaraldurs þar í landi, en nokkrum árum síðar hóf- ust sambærilegar rannsóknir í öðr- um Evrópulöndum. Markmið rann- sóknanna var að fá úr því skorið hvort kúariða í nautgripum hefði valdið sjúkdómi í mönnum. Árið 1996 fannst nýr sjúkdómur sem kallaður er afbrigði CJS. Afbrigðið reyndist frábrugðið hinum hefð- bundna CJS-sjúkdómi, meðal annars vegna þess að á þeim tíma var það einungis þekkt í Bretlandi og vegna þess að sjúkdómurinn lagðist einkum á ungt fólk. 158 tilfelli í Bretlandi „Það leit út fyrir að nýr sjúkdómur hefði greinst í Bretlandi og að hann orsakaðist af kúariðu. Frá þeim tíma höfum við aflað ýmissa gagna sem staðfesta að kúariða orsakaði þetta nýja afbrigði CJS,“ segir Will. Sér- fræðingar telji nú líklegast að fólk hafi smitast af sjúkdómnum við að neyta nautgripaafurða sem hafi ver- ið sýktar af kúariðu. Alls hafa 158 tilfelli afbrigðis CJS greinst í Bretlandi en flestir fórust af völdum sjúkdómsins þar í landi árið 2000. Sjúkdómurinn hefur einn- ig greinst í Frakklandi, Japan, Ír- landi, Bandaríkjunum, Kanada og fleiri löndum. Ekkert tilfelli hefur greinst á Íslandi. Will segir að vísindamenn geti enn ekki skýrt hvers vegna fleiri smitist af sjúkdóminum en veikist af honum. „Það er hugsanlegt að erfðafræðilegir þættir hafi áhrif á það hvort sjúkdómurinn kemur fram í fólki. Sumir geta lifað heil- brigðu lífi í mörg ár án þess að veikjast og verða jafnvel aldrei veik- ir,“ segir hann. Will bætir við að talið sé að það fólk sem greinst hefur með sjúkdóminn eftir að afbrigði CJS fannst hafi smitast af honum seint á níunda áratugnum eða í byrj- un þess tíunda. Smit hugsanlegt við blóðgjafir Hann segir að um þessar mundir hafi menn áhyggjur af hugsanlegu smiti milli manna við blóðgjafir. „Við gerðum rannsókn á þessu fyrir tveimur árum og fund- um einn einstakling sem smitast hafði af afbrigði CJS eftir að hafa fengið blóðgjöf frá öðrum ein- staklingi sem smitaður var af sjúk- dóminum. Í öðru tilfelli leikur grun- ur á að einstaklingur hafi smitast eftir að hafa verið gefið blóð. Gripið hefur verið til mikilla aðgerða í Bretlandi í því skyni að reyna að minnka hættuna á því að sjúkdóm- urinn berist milli manna í gegnum blóðgjafir,“ segir Will. Will segir að marga vinna að því um þessar mundir að reyna að finna meðferð við sjúkdóminum. „Mjög margt fólk vinnur að þessu en enn hefur ekki tekist að finna árangurs- ríka meðferð,“ segir Will. Þá segir hann unnið að því að þróa aðferðir til þess að greina sjúkdóminn í blóði. Sú vinna virðist þokast í rétta átt. Robert Will hélt erindi um afbrigði Creutzfeldt Jakob Um 4.000 manns kunna að vera smitaðir í Bretlandi Robert Will Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HRAFNHILDUR Hrafnkelsdóttir hreppti aðalvinning hjá Happdrætti DAS nýlega. Var um að ræða for- láta Ford Mustang ásamt þremur milljónum króna. „Ég er í skýjunum, þetta er flott- asti bíll sem ég hef séð, algjört æði. Ég er bara búin að vera úti að aka í allan dag, mátti ekki vera að því að vinna eða neitt. Ég er búin að eiga þennan miða í fjörutíu ár, mamma gaf mér hann þegar ég var sjö ára. Ég ætla að halda bílnum eins og miðanum. Ég hef tvisvar fengið smávinninga á þetta númer áður þannig að það heldur betur kom þegar það kom,“ sagði Hrafnhildur. Happdrætti DAS mun draga út fjórar Ford Mustang-bifreiðar til viðbótar í nóvember. Morgunblaðið/RAX Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS, afhendir Hrafn- hildi Hrafnkelsdóttur lyklana að Ford Mustang-bílnum. Með þeim á mynd- inni eru Ragnhildur Björgvinsdóttir, móðir Hrafnhildar, Dalmar Ingi Daðason, sonarsonur hennar, og Ingileif Friðriksdóttir, dóttir Hrafnhildar. „Ég er í skýjunum“ TILNEFNINGAR til knapa ársins liggja nú fyrir. Hópur sem samanstendur af fulltrúum þeirra fjölmiðla er fjalla reglu- bundið um hestamennsku, fulltrúum gæðinga- og íþrótta- dómara og hrossaræktarráðu- nauti Íslands tilnefnir þá knapa sem hér eru taldir upp. Viður- kenningar verða svo veittar í hverjum flokki á uppskeruhátíð hestamanna 12. nóv. nk. Tilnefndir eru (í stafrófsröð): Efnilegasti knapi ársins: Bylgja Gauksdóttir Fanney Dögg Indriðadóttir Rósa Birna Þorvaldsdóttir Sigurður Straumfjörð Pálsson Þórunn Hannesdóttir Kynbótaknapi ársins: Atli Guðmundsson Daníel Jónsson Erlingur Erlingsson Lena Zielinski Þórður Þorgeirsson Íþróttaknapi ársins: Hulda Gústafsdóttir Jóhann Skúlason Sigurbjörn Bárðarson Sigurður Sigurðarson Styrmir Árnason Viðar Ingólfsson Gæðingaknapi ársins: Atli Guðmundsson Árni Björn Pálsson Berglind Rósa Guðmundsdóttir Eyjólfur Þorsteinsson Þórarinn Eymundsson Skeiðknapi ársins: Atli Guðmundsson Bergþór Eggertsson Sigurbjörn Bárðarson Sigurður Sigurðarson Sigurður Straumfjörð Pálsson Knapi ársins: Jóhann Skúlason Sigurður Sigurðarson Styrmir Árnason Viðar Ingólfsson Þórður Þorgeirsson Tilnefningar til knapa ársins 2005 SUMIR kunna að velta fyrir sérhvort gamli æfingaturn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafi verið leystur af hólmi með ennþá hærri spíru á lóð Björgunarmiðstöðvar- innar í Skógarhlíð. Svo er þó ekki því spíran gegnir hlutverki fjarskipta- masturs fyrir björgunarmiðstöðina sem hýsir alla viðbragðsaðila þegar slys eða vá ber að höndum. Mastrið er 30 metra hátt, eða nærri helmingi lægra en Hallgríms- kirkja og vekur athygli fyrir mikinn sverleika sem gæti fengið einhverja til að halda að slökkviliðsmenn æfi sig í að klifra upp mastrið og noti það jafnvel til að líta yfir höfuðborg- ina úr veglegri hæð í leit að brunum. Svo er þó ekki. Engin stög í mastrinu Hinn mikli sverleiki mastursins helgast einkum af því að engin stög eru í því eins og oft er með há möst- ur, heldur stendur það eitt og sér án staga, svert og verklegt. Verklegt fjar- skiptamastur Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.