Morgunblaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn getur átt von á ýmsu í dag;
láttu berast með straumnum, viðhorfið
skiptir öllu máli. Ef þú neyðir þig til þess
að vera glaður í bragði, finnur þú eitt-
hvað til þess að gleðjast yfir. Ef nei-
kvæðnin nær tökum á þér, finnur þú leið-
ir til þess að halda henni við líka.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að
fara eða misskilja þig alfarið. Ekki láta
rugling koma í veg fyrir að þú þorir að
tjá þig í framtíðinni. Ef fyrirætlanir þín-
ar eru heiðarlegar, verður engin viðleitni
til einskis.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Annríki þitt kallar á tíma fyrir slökun.
Reyndu að fara eitthvert upp í fjöllin ef
þú mögulega getur. Farðu þangað sem
útsýnið er. Það er fátt sem ekki er hægt
að leysa meðan maður virðir fyrir sér fal-
lega náttúru.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn á erfitt með að ná sambandi
við ástvini sína vegna ólíkra áherslna og
tímaskorts. Ekki reyna að neyða ráða-
gerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlut-
unum að ráðast.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið gerir dags daglega tilveru að
nokkurs konar listformi, hvort sem það
raðar púðum á sófa eða tekur þátt í líf-
legum samræðum við vin. Haltu sköp-
unargáfunni við með því að umgangast
þá sem kunna að meta hana.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vertu djarfari svona almennt séð. Settu
markið nógu hátt svo þú getir gortað af
mistökunum síðar. Það er betra að hafa
næstum því náð háleitu markmiði, en að
monta sig af einhverju lítilræði.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Félagslífið getur tekið sinn toll, ef maður
sinnir því með tilþrifum. Þú þarft hugs-
anlega á uppörvun að halda síðar í dag.
Farðu eitthvað þar sem þú verður
örugglega huggulegasta manneskjan á
staðnum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert ekki beint sléttur og felldur. En
hey, ef maður teygar lífið í botn, má allt
eins búast við því að maður sulli niður á
sig. Gerðu þig ánægðan með stöku bletti,
þeir eru merki þess að þú hafir verið til.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn hefur yfirleitt mikið sjálfs-
traust. En óöryggi þitt tekur skyndilega
völdin í stutta stund í kvöld og skýtur
þér skelk í bringu. Þú jafnar þig um leið
og þú áttar þig á því hvað þú átt að segja
við manneskjuna sem sló þig út af laginu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú kemur svo sannarlega miklu í verk,
þessa dagana. Til allrar óhamingju hefur
þú lítinn eða nánast engan tíma til þess
að laga það sem betur mætti fara,
tryggðu þér því svigrúm til þess að gera
vel í fyrstu atrennu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma
dags móta það sem eftir er vikunnar. Ef
þær eru sagðar upphátt hafa þær svo
gott sem ræst. Þú færð tækifæri til þess
að minna einhvern á að þjáningu má
stundum forðast en eymdin er val.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Viðkvæmnin ræður ríkjum. Fortíð og
nútíð renna saman í eitt. Færðu frá það
sem þér er unnt. Það kann ekki góðri
lukku að stýra að taka ákvarðanir á al-
mennum forsendum. Láttu hreinskilnina
ráða för, annars festistu í fari.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Þegar tungl er í steingeit
kemur listinn með hlut-
unum sem við „ætlum“ að
gera „einhvern tímann“ út úr skúma-
skotum hugans. Á þessari bylgjulengd á
maður að gera og vera meira og stundum
kemur upp skömmustutilfinning sem hvet-
ur okkur til dáða. Nýttu meðbyrinn og
tæklaðu hindranirnar. Þannig eykst sjálfs-
traustið. Það kostar ofurmannlega fyrir-
höfn að vera ánægður með sjálfan sig.
Hinn breski ashtangajógakennariHamish Hendry er á leið til Íslandsog ætlar að halda námskeið fyrirmörlandann næstu helgi 11.–13.
nóvember í Jógastöðinni Heilsubót Síðumúla
15. Hjónin Guðmundur Pálmarsson og Talya
Freeman eiga frumkvæðið af því að fá Hamish
hingað til lands, en þau eru bæði dyggir jóga-
iðkendur og kenna einnig jóga reglulega.
„Hamish rekur eitt vinsælasta ashtangajóga-
stúdíó í London en hann byrjaði að iðka
ashtangajóga árið 1990 og hann fór reglulega til
Indlands til að iðka þetta jóga með einum
helsta meistara ashtangajóga. Árið 1995 byrjaði
Hamish að kenna þessa tegund af jóga og þá er
hann orðinn viðurkenndur kennari í ashtanga-
jóga, sem þýðir að hann er búinn að fullkomna
hinar sex seríur ashtanga, en auk þess er hann
mjög andlega sinnaður maður. Aðeins um þrjá-
tíu manns í heiminum öllum hafa fengið þann
titil að vera viðurkenndir kennarar í ashtanga-
jóga,“ segir Guðmundur Pálmarsson.
En hvað er ashtangajóga?
„Ashtangajóga er mjög kraftmikill stíll, þetta
er jóga sem byggist á líkamsstöðum. Þetta eru
sjötíu og fimm stöður sem eru alltaf gerðar í
sömu röð. Helsta einkennið í þessu jóga er
flæði, eða sambandið milli öndunar og hreyf-
inga. Þessi tegund af jóga er því fyrir alla, en
alls ekki aðeins fyrir þá sem eru andlega leit-
andi. Þetta er svo kraftmikið að með tíð og tíma
þegar fólk hefur lært alla seríuna, þá hefur það
öðlast mikinn líkamlegan styrk og mikinn
sveigjanleika. Þetta hentar því ekki síður þeim
sem hafa brennandi áhuga á hreyfingu,“ segir
Guðmundur og leggur áherslu á að til að stunda
ashtangajóga þá þurfi fólk ekki að vera andlega
sinnað. „Þetta er fyrir alla og Hamish vill
gjarnan fá byrjendur á námskeiðið. En það hef-
ur verið svolítill misskilningur með ashtanga-
jóga, því margir halda að það sé allt of erfitt, af
því að myndir af fólki í þessum jógastöðum geta
virkað mjög flóknar, þar sem líkaminn er
sveigður til og frá. Sama er að segja um mjög
kraftmiklar handstöður, þar sem einhver stend-
ur til dæmis á höndum með fæturna í lótus, það
getur virkað fráhrindandi á suma, en þetta er
ekki eins flókið og það sýnist,“ segir Guð-
mundur og ítrekar að það sé ekkert dularfullt
tengt þessari jógaiðkun og að fólk þurfi ekki að
vera andlega sinnað til að mæta á námskeiðið.
„Ashtangajóga snýst fyrst og fremst um lík-
amsæfingar og öndun.“
Nánari upplýsingar um námskeiðið er að
finna á www.yoogaheilsa.is og skráning er í
síma 517-4565.
Jóga | Hamish Hendry heldur námskeið um ashtangajóga
Fyrst og fremst líkamsæfingar
Guðmundur Pálm-
arsson er smiður og
jógakennari. Hann lagði
stund á sálfræði við
Háskóla Íslands í tvö og
hálft ár. En jóga er fyrst
og fremst hans nám þar
sem allt hans líf snýst
um iðkun yoga og að
leggja stund á þau
fræði. Hann hefur búið
á jógamiðstöðvum í
Frakklandi í sjö mánuði, iðkaði og lagði stund á
jógafræði í tvo og hálfan mánuð á Ítalíu og
einnig gerði hann hið sama í þrjá mánuði á Ind-
landi.
Guðmundur er giftur Talyu Jane Freeman og
eiga þau eina dóttur sem er eins árs.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 vextir, 4 ný, 7
hitann, 8 þjáist, 9 reið, 11
mýrarsund, 13 hugboð, 14
ættarnafn, 15 vatnsfall, 17
atlaga, 20 bókstafur, 22
sori, 23 krapasvað, 24
nauða á, 25 þjálfi.
Lóðrétt | 1 raunveruleiki,
2 synja, 3 fífl, 4 fjall, 5 fer
á hesti, 6 húsdýrið, 10 fim-
ur, 12 lofttegund, 13 á lit-
inn, 15 ánægð, 16 örlaga-
gyðja, 18 huglausum, 19
skarni, 20 espa, 21 skrif-
aði.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 gaumgæfir, 8 þolls, 9 dauða, 10 sói, 11 gutla, 13
rengi, 15 sekks, 18 endur, 21 lof, 22 Eldey, 23 nýtni, 24
gangbraut.
Lárétt: 2 atlot, 3 messa, 4 ældir, 5 Iðunn, 6 óþæg, 7 vani, 12
lok, 14 enn, 15 skel, 16 kodda, 17 slyng, 18 efnir, 19 duttu,
20 reið.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 6. nóvem-ber, verður sextug Olga B.
Magnúsdóttir. Hún er stödd í faðmi
eiginmanns á Kúbu. Heimilisfang:
Crta. de las Morlas, sími: 00 (5345) 66
7013, fax: 00 (5345) 66 7012.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is