Tíminn - 06.05.1970, Síða 10

Tíminn - 06.05.1970, Síða 10
10 TÍMINN MIÐVIKUDAGUK 6. maí 1970. Maysie Greig ÁST Á VORI 33 þessum stellingum, sem er vanur að gera það sjálfur. Ég gleymi því víst alltaf, að þú ert enskari en þú ert jap- anskur, dr. Frank. Mér skildist, að ungfrú Rainer óskaði eftir að koma til þess lands til þess að læra, ekki aðeins málið, heldur líka um lífsvenjur okkar. —Þrátt fyrir það, sagði hann hlæjandi, — vilt þú ekki, að líf- ið verði 'blessaðri stúlkunni ein- tóm þjánfng. Það er kollur í eld- húsinu, leyfðu mér að ná í hann fyrir ungfrú Rainer. —Mér dettur það ekki í hug. Og viltu vera svo góður að muna, að í þessu húsi gef ég skfpanir, dr. Frank. Ég fyrirbýð þér að blanda þér í mín mál. Rödd hennar var ekki einungis hvöss, heldur fann Beth votta fyrir hatri í henni.' Hún hvessti augun á laglega, unga lækninn, sem vel hefði gecað ver- ið reinæktaður E nglendingur, ef ekki hefði komið til austur- lenzkur augnsvipur hans. Hataði frú Ito hann vegna þess, að hann tilbað Michiko, og hún hafði hugs að sér framtíð fórsturdóttur sinn- ar einhvern veginn öðru vísi. Beth varð enn ákveðnari en fyrr, að hún skyldi ná Michiko út af iheimili Ito-hjónanna. — Elsku mamma, leyfðu mér að ná í kollinn handa Elizabeth- san? sagði Michiko biðjandi. — Ef við neyðum hana til þess að sitja i allt fcvöld, eins og við gerum, getur hún ekki staðið upp á morgun. Andlitssvipur japönsku konunn ar blíðkaðist. — Jæja þá, Michiko, ef þú villt það endilega, þá get- urðu farið og náð i koliinn fyrir ungfrú Rainer. Michiko hneigði sig. — Þakka þér fyrir mamma-san, sagði hún auðmjúklega. Það, sem um var að ræða, var eins konar eldhússtóll, sem mátti með lítilli fyrirhöfn breyta i tröppur. Vel gat verið, að það væri einmitt ástæðan fyrir því, að stóllinn fyrirfannst á þessu jap- anska heimili. Beth lét sig falla þakklátlega niður á stólinn, þótt henni find- ist mjög óþægilegt að vera svona HJÚKRUNARKONUR Hjúkrunarkona óskast tir starfa við heimahjúkr- un. Nánari upplýsingar hjá forstöðukonunni í síma 22400. Heilsuvemdarstöð Reykjavrkur. hátt yfir alla aðra hafin, sem í herberginu voru. — Þú þarft kannski að siíina einhverjum verkum í kvöld, dr. Frank, sagði frú Ito heldur hvat- skeytlega. Hann hristi höfuðið og brosti. —Nei, Maki-san, það er ekkert á stofunni í kvöld. Þetta er eitt af fríkvöldunum mínum. Ég var að velta því fyrir mér, hvort þú myndir leyfa Michiko-san að ganga ofurltíið út með mér. Hann sagði þetta kæruleysislega, en samt mátti heyra, að honum stóð ekki á sama. Beth leit til stúlkunnar, og sá, að í augum hennar mátti íka lesa ákafa löngun. —Því miður ekki, sagði frú Ito ákveðin. — Þér hafið búið of 1 lengi í Englandi, dr. Frank. Ungu stúlkurnar okkar hérna fara ekki út með mönnum, án þess að einhver þriðji aðili sé með í för- inni. —En sú vitleysa, Maki-san. Ungi læknirinn hló stuttlega til þess að dylja vonbrigði sín. — Ungir menn og ungar stúlkur, meir að segja í Japan, ex-u miklu nýtízkU'legri en þetta. Þau fara út saman að vild. — Ekki fólk fi'á góðum, japönsk um heimilum, sagði frú Ito reiði- lega. — Ég vil ekki hafa það. að þú sért að ti'oða þessum vest- rænu 'hugmyndum inn í höfuðið á dóttur minni. Michiko ætlar að leika á samisen og sj’ngja fyrir okkur í kvöld. Ef Yaizu Seki kem- ur aftur, leikur hann undir á tai- ko. Þegar svo frændi hennar kom. sagði hún honum upp á hverju hún hafði stungið. Beth vissi ekki, hvað taiko var, en komst að raun um, að það líktist mest mjög litlum tromm- um. Yaizu sló taktinn með kjuð- um, um leið og Michiko lék á samisen, furðulega útlítandi banjo og söng með hárri undarlegri sópranrödd, Beth var ekki aðeins hrifin af því, sem fram fór, held- ur tók hún mjög vel eftir ástinni, sem lýsti úr augum unga læknis- ins, þegar hann hoi'fði á Miehiko. Hinir stúdentarnir komu ekki inn aftur, og þegar Michiko og Yaizu höfðu leikið nokkur lög, sagði frú Ito, að tírni væri til kom inn fyrir stúlkui'nar tvær að fara í rúmið. Beth var skemmt. Frú Ito var sýnilega mjög stjórnsöm. Þetta var öllu líkara að vera í heima- vistarskóla heldur en að vera hér gestur, sem borgaði fullt fyrir allt, sem af höndum var látið. En hún var ánægð með að fá nú aftur tækifæri til þess að tala við Michi- ko. Dr. Frank hafði orðið fyrir nxiklum vonbrigðum yfir því, hve stutt kvöldið vai'ð, og Beth komst að því, að hann átti frí aðeins tvisvar í viku frá sjúkrahúsinu, sem bann vann á. Stúlkurnar fóru upp í herberg ið, þar sem Hanako, sem helzt leit út fyrir að gera hér alla skap- aða hluti, þar á meðal annast alla matseld. þvotta, hreingerningar og þjónustu bæði við borðið og annars staðar, hafði þegai' búið um þær á gólfinu. Michiko leit stríðnislega til Beth. — Éa vona, að þú hafir skemmt þér þetta fyrsta kvöld þitt hjá okkur, og þér hafi ekki liðið allt of illa, þegar þú varðst að sitja svona við matborðið. — Það var fallega gert af þér að blanda þér í málið og fá mér stólinn. — Mamma-San getur verið mjög slæm, sagði Michiko. — Stundum held ég helzt, að hún hafi gaman af að láta öðrum líða llla. Ég vildi óska, að hún væri ekki svona. Hún stuncli við. — Ég vildi að hún hefði aðrar skoð. . . . . hún hikaöi, . . . um sumt fólk. Beth vissi, að hún var að hugsa um dr. Frank. Hún fann til með- aumkunar og reyndi að brosa hug hreystandi. — Stundum er erfitt fyrir mann, ef hjaid-að segir eitt, en samvizkan býður annað, hélt stúlk an áfram lági'i röddu. — En Ito-hjónin eru ekki þínir raunverulegu foi'eldrar sagði Bet-h ákveðin. — Nei, en þau hafa vei'ið mér mjög 'góð. Frænka mín vildi ekki að ég byggi hjá henni vegna skammarinnaf. Móðir mín giftist aldrei föður mínum. Hann yfir- gaf hana, áður en ég fæddist. —Hann yfirgaf hana ekki, Mic- hiko, sagði Beth áköf. — Hann var ekki orðinn fullveðja, og hann var í hernum. Áður en bann var nægilega gamall til þess að kvæn- ast móður þinni, var hann sendur aftur til Bandaríkjanna. Síð- ar kom hann til þess að finna hana, en þá var hún dáin, og hann gat með engu móti komizt að því, hvað hafði orðið um þig. Frænka þín sagði honum, að þú hefðir dáið í hvii'filvindinum, sem varð móður þinni áð bana. Michiko starði á hana, og vipr- ur komu í andlitið. — Hvei’nig veiztu þetta, Elizabet'h-san? ÁRÍÐANDI FUNDUR Fulltrúaráðsfundur Framsóknar- félaganna í Reykjavik, verður hald inn í Framsóknarhúsiinu við Frí- kirkjuveg, fimmtudaginn 7. maí kl. 3 síðd. Mætið vel og stundvíslega Trúbrot Framhald af bls. 3. ið, sem dælir þessu yfir fólkið. En ensk áhrif séu iíka til, og það eru eingöngu enskar hljóm- sveitir, sem komið hafa til ís- lands í hljómleikaferðir. er miSvikudagur 6. maí — Jóhannes fyrir borgrhl. Txmgl í hásuðri kl. 14.09. Árdegisliáflæði í Rvík kl. 6.41 HEILSUGÆZLA SLÖKKVILIBIÐ og sjúkrablfrelðli S.IÚKKABIFREIÐ t Bafnarflrin stma 51336. fyrlr Reykjavík og Kópavop Simj 11100 SLYSAVARÐSTOFAN l Borgar spftalannm er opln allan sólar hrlnginn. Aðelns móttaka «Ia» aðra. Sími 8121» Kópavogs-APótek og KeQavikui Apóteb eru opln virka daga fcl i—19 laugardaga kL 9—14 belga daga kl. 13—15. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu í borginni eru geinar I símsvara Læknafélags Reykjavik ur, sími 18888 F’æðingarlieimilið i Kópavogi. Hiíðarvegi 40. slmi 42644 Apótek Hainarfjarðai er opið alla virka daga frá kl 9—7 a laug ardögum kL 9—2 og á sunnudög- um og öðrum helgidöguro er op- ið frá kl. 2—4. Kópavogs-apótek og Keflavíkui apóteb eru <>"' virka ''aia kl. 9. —19 laugardaga kl 9—14. helgi- daga kl. 13—15 Tannlæknavakt er í Heilsuvernd arstöðinnx (þar sem slysavarðstof an varl og er opin laugardaga og sunnudaga kL 5 — 6 e.h. Sími 22411. Kvöld- og helgidagavörzlu apó- teka í Reykjavík vikuna 2.—8. mai annst Ingólfs-Apótek og Laugar- nes-Apótek, Næturvörzlu í Keflavik 6.5. annast Kjartan Ólafsson. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir h. f. Guðríður Þorbjarnardóttir er væntanleg frá NY kl. 10.30. Fer til Bi’ussel kl. 11.30. Er væntan leg ti'l baka kl. 02.15. Fer til NY kl. 03.10. SIGLINGAR Skipaútgei'ð ríkisins. Hekla er á Austurlandshöfnum á norðurleið. Hei'jólfur fer frá Reykjavík kl. 21.00 í kvöid til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Herðubreið er á Vestfjarðahöfnum á norðurleið. KIRKJAN llallgrimskirkja. Guðsþjónusta. uppstigningardag, (fimmtudag) kl. 11. Ræðuefni: Að hvaða marki er stefnt. Dr. Jakob Jónsson. Kvenfélag Langholtssóknar heldur kökubazar 9. maí kl. 2. Laugarneskirkja. Messa á morgun uppstigniugar- dag kl. 2 e. h. Séra Ingþór Indriða son, Hveragerði, prédikar. Að guðs þjónustunni lokinni hefst kaffisala kvenfélags Laugarnessóknar í Klúbbnum við Lækjarteig. Sóknarprestur. Dómkirkjan. Uppstigningardagur. Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns. Neskirkja. Barnasamkoma uppstigningar- dag kl. 10.30 Guðsþjónusta kl. 2. Séra Jón Thorarensen. FÉLAGSLÍF Ferðafélagsferðir. Á uppstigningardag. 1. Skarðsheiðx. 2. Þyrill og nágrenni. Lagt af stað kl. 9.30 frá Arnar- hóli. Kvenfélagið Seltjörn. Fundur miðvikudaginn 6. mai kl. 8.30 í andyri íþróttahússins. Ahugamaður um garðyi'kjustörf. Skemmtiþóttur. Munið bollana. Stjórnin. Ljósmæður. Ljósmæði-afélag íslands heldur kökubazar sunnudaginn 10. maí n. k. Ljósmæður sem ætla að gefa kökur komi þeim til Steinunnar Guðmundsd., Bergstaðasti'æti 70, sunnudaginn 10. niaí milli kl. 10— 12 f. h. Nefndin. Kvemiadcild Borgfirðingafélagsins þakkar öllum þeim sem sýndu hlý hug og hjálpsemi i sambandi viö kaffisöluna 3. maí s. 1. Fundiu' verður í Sálarrannsókna- félagi Hafnarfjarðar fimmtudagskvöld kl. 8-30 i Alþýðu húsinu. Dagskrá: Ræða. séra Sviinn Víking ur og séra Jakob Jónsson flytur erindi er hann nefnir: Trúræn og raunvísindaleg skynjun. Félags- menn athugið breyttan fundardag. Tóixabær — Tónabær — Tónabær. Félagsstarf eldri borgara- Á miðvikudaginn 6. maí, verður opið hús frá 1,30 — kl. 5,30. Auk venjulegra dagski'ái'liða verður kvikmyndasýning. Kaffisala Mæðrafclagsins til ágóða fvi’ir Katrínarsjóð, verð- ur sunnudaginn 10. maí kl. 3 að Hallveigai'stöðum. Konur sern vilja gefa köbur eru vimsamlegast beðn ar að koma með þær fyrir hádegi á sunnudag. Nefndin. Kveitfélag Laugarnessóknar. Heldiur sína árlegu kaffisölu í Klubbnum fimmtudaginn 7. maí, uppstigningardag. Félagskonur og aðrir velunnarar félagsins eru beðn ir að koma kökum »g fl. i Klúbb- inn frá fcl. 9—12 uppstigningar- dag. Uppl. hjá Guðrúnu s. 15719. Styrkið félagsheimiMsjóð. ORÐSENDING Minningai'kort Blindravinafélags íslands, Sjúkrahússjóðs Iðnaðarmanna- félagsins Selfossi, Selfosskirkja, Helgu ívarsdóttur Vorsabæ, Skálatúnsheimilið, Sjúkrahús Akureyrar. S.F.R.Í. Maríu Jónsdóttur flugfreyju, Styi'ktarfélagi Vangefinna, S.Í.B.S. Barxxaspítalasjóður Hringsins, Slysavarnafélagi Islands, Rauðx Kross Islands, Akraneskarkja, Kapellusjóðiu’ .lóns Steingrímssonar, Borgarneskirkja, Hallgrímskirkja, Steiniars Ríkarðs Elíassonar, Ái'na Jónssonar kaupmanns, Sjálfsbjörg, Helgu Sigurðardóttur, Líknarsjóður Kvenfélags Kefla- víkur, Kvenfélag Háteigssóknar fást í Minningarbúðinni Lauga- vegi 56 sfmi 26725. Oiðseiiding fiá byggingarnefxid Þykkvabæjarkirkju, Djúpárlireppi Drætti í happdrætti byggingasjóðs Þykkvabæjarkirkju er frestað til 17. júní. ÁRNAÐ HEILLA Bragi Jónsson. skáld, frá Hoftún urn á Snæfellsnesi, verður 70 ára 6. maí. Hann er löngu landskunn- ur fyrir kveðskap sinn, og þó einkum ferskeytlurnar, seiu flogið hafa víða og hlotið miklar vin- sældir. Hann þefur gefið út 9 l'jóðabækur. Hann er að heiman i dag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.