Tíminn - 07.05.1970, Side 1

Tíminn - 07.05.1970, Side 1
101. tbl. — Fimmtudagur 7. maí 1970. — 54. árg. IGNIS HEimiUSTfEKI lÉMWWMlMIÍIWiiiTBf - '.TJ.,rii ,ú«in Gyffi lofar kaup- mönnum samþykkt verðgæzlufrumvarps- ins sáluga í haust TK-Rcykjavik, miðvikudag. A fundi, sem Kaupmannasam- tökin efndu til að Hótel Sögu í gærkveldi, sagði Gylfi Þ. Gíslason i'iðskiptam álar áðherra, að menn gætu treyst því, að verðgæzlu- frumvarpið sáluga yrði að lögum fyrir jól og skipulagsbreytdngin, er í því fælist, mundi taka gildi ekkert síðar en ráð hafði verið fyrir gert, þ. e. fyrri hluta árs 1971, .þrátt fyrir skrípaleikinn á Alþingi“, eins og ráðh. orðaði það sjálfur. En er Sigurður Magnússon, framkvæmdasitjóri Kaupanannasamtakanna, gekk á ráðherann og bað hann að skýra frá iþví hvernig ráðherrann ætl- aði að tryggja framigang frum- varpsins í haust, þegar það væri nýfallið með atkvæðum hans eig- in flokksmanna, sagði ráðherann, áð með orðum sínum hefði hann ekki átt við það, að þeir þrír þingmenn Aliþýðuflokksins, sem lýst ihefðu yfir andstöðu við frum- varpið, myndu fylgja því, heldur treysti hann því sjálfur að frum- varpið yrði samiþykkt fyrir jól, ef ríkisstjórnin legði það fram ó- breytt í haust. Fannst mönnum þetta skringi- leg yfirlýsing sumum, en Guðm. Garðarsson lýsti því yfir, að hann tryði á yfiriýsingu ráðherrans og kvaðst ekki í neinum vafa um, að ráðherrann mundi efna heit sitt og tryggja frumvarpinu framgang í haust Öðrum fannst 'helzt mega skilja yfiriýsingu ráðherrans svo, að hann treysti iþví að Framsóknar- flokkurinn samþykkti frumvarpið óbreytt. Kom það iþó spánskt fyr- sjónir, þar sem ráðh. notaði mikið af ræðutíma sínum til að rægja Framsóknarflokkinn. — Hafa andstæðingar frum- varpsinc í Alþýðuflokknum skipt um skoðun? Sjá Víðavang bls. 3. VINNINGASKRÁ SÍBS Á BLS. 18 VINNINGASKRÁ DAS Á BLS. 16 Dagskrá hljóð- varps og sjón- j varps fylgir blaðinu í dag Vegna vélarbilunar í prent- smiðju Tímans fylgir Sunnu- dagsblaðið, lesbók, ekki Tím- anum um helgina. FerSalangar á leiS niSur snjóskafl í áft aS tveim nýjum hrauntungum vlS Sölvahraun. Þarna má meS sanni segja aS otætist eldur cg á þremur EJ-Reykjavfk, miðvikudag. Fldgosin á Heklusvæðinn drógu að sér fjölda fólks í dag, enda hin tignarlegustu á að líta, þótt þau jafnist ekki á við Heklugosið 1947. Um er að ræða þrjú hraun- gos á Heldusvæðinu. Eitt þeirra er á svæðinu milli Rauðuskálar og Skjólkvía, og rennur hraunið þaðan í átt að Grænavatni, en myndirnar hér á síðunni eru einmitt frá því hraunflóði. Segir nánar frá því í frétt á blaðsíðu 13. Þá er anna'ð mikið hraungos suður af Heklu og streymir þaðan hraun niður að Trippa- fjöllum og meðfram þeirn. Blaðamenn Tímans flugu yfir þær eldstöðvar í gærkvöldi, og segir nánar frá því á bls. 13. Þriðja eldgosið er síðan í suðvesturhlíð Heklu, og renn- ur hraunstraumur þaðan ttl norðvesturs. Á blaðsíðu 3 er nánar sagt frá eldgosinu og þá einkum öskufallinu, sem fylgdi þvi, en á hls. 14 er sagt frá för fréttamanna Tímans að Búr- felli og víðar og myndir þaðan birtar. ÞUSUNDIR AÚSTUR í SVEITIR í GÆR Nýja hraunið hefur þarna brætt djópa gell I snjóskafl, og forvitnir áhorfendur virðasf ekki vera hredd- ir við hraunið, þar sem það sígur fram, og uppaf því stígur gufa. Flestlr þeirra sem fóru Inn að hraun- inu nýja voru með öryggishjálma, sem þeir fengu léða í Búrfelli. (Tímamyndir)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.