Morgunblaðið - 10.11.2005, Page 2
2 B FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda
fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur
er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus
til útborgunar.
10,4%
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
17
5
9
5
P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R
Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og
fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur
telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s
er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i.
Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins
í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
* Nafnávöxtun á ársgrundvelli fyrir tímabili› 30/9/05-31/10/05
– kraftur til flín!
*
Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang
vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri,
bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun
Prentsmiðja Morgunblaðsins
EIMSKIP, dótturfélag Avion
Group, hefur fest kaup á stórflutn-
ingaskipi sem ber nafnið Laxfoss.
Skipið er sérhæft flutningaskip til
flutninga með fóðurvörur og aðra
stórflutninga og verður í flutn-
ingum milli Íslands og Evrópu.
Í tilkynningu félagsins segir að
stórflutningar hjá Eimskip hafi
aukist mikið að undanförnu og
Laxfoss sé annað flutningaskipið
sem Eimskip kaupi á skömmum
tíma. Fyrir átti Eimskip skipið
Trinket sem hefur fengið nafnið
Írafoss. Laxfoss er 82 metrar að
lengd og hefur 2.500 tonna burð-
argetu ogvar smíðað í Þýskalandi
árið 1995. og hét áður Stroom-
bank. Stórflutningaskipin sinna al-
þjóðlegum verkefnum á N-Atlants-
hafi, þar á meðal flutningum á
fóðri til Íslands og útflutningi á
fiskimjöli frá Íslandi. Eimskip hef-
ur notast við leiguskip til að ann-
ast þessa auknu flutninga hingað
til.
Í flota Eimskips eru nú 29 skip
og að auki eru fjögur í smíðum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eimskip kaupir stórflutningaskip
HEILDARVIÐSKIPTI í Kaup-
höll Íslands í gær námu um fjórum
milljörðum króna. Mest viðskipti
voru með hlutabréf fyrir um 1,5
milljarða en næst mest með íbúða-
bréf fyrir um 1,3 milljarða. Mest
hlutabréfaviðskipti voru með bréf
Straums-Burðaráss fyrir um 374
milljónir króna.
Mest hækkun varð á bréfum
Hampiðjunnar, 10,26%, og næst
mest á bréfum Kögunar og Flögu,
1,83%. Mest lækkun varð á bréfum
Össurar, eða 1,5%.
Úrvalsvísitala aðallista hækkaði
um 0,41% og er hún nú 4.694,32
stig.
Mest viðskipti
með Straum-
Burðarás
ÞÝSK-íslenska viðskiptaráðið
(ÞÍV) heldur í dag upp á tíu ára
amæli ráðsins með fundi á Nordica
hóteli frá kl. 8 til kl. 9.30.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ÞÍV, fer þar stutt-
lega yfir sögu ráðsins. Að því loknu
verða pallborðsumræður undir yf-
irskriftinni: Þýskaland í dag, hvað
er framundan? Þar taka þátt þeir
Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi
sendiherra, Halldór Guðmundsson,
rithöfundur, Gunnar Páll
Sigurfinnsson hjá Icelandair og
Páll Kr. Pálsson, formaður ÞÍV.
Karl Blöndal, aðstoðarritastjóri
Morgunblaðsins, stýrir pallborðs-
umræðunum.
Þýsk-íslenska
viðskiptaráðið 10 ára
FRÁ vetraráætlun 2005
fjölgar Icelandair Cargo
verulega ferðum með frakt-
vélum til og frá Íslandi.
Ferðum til og frá Liege í
Belgíu fjölgar úr átta í ell-
efu á viku og er fjölgunin
sérstaklega til að mæta auknum inn-
flutningi. Liege hefur byggst upp
sem helsti innflutningsflugvöllur fyr-
ir Ísland í Evrópu en einnig sem
dreifistöð fyrir íslenskan fisk. Allt
flug til Liege er frá Íslandi að kvöldi
og koma er snemma morguns til
Keflavíkur.
Þá verður ferðum til og frá New
York, JFK-flugvelli, fjölgað úr fimm
í sex á viku. Viðbótarferðin er á laug-
ardegi með viðkomu í Halifax í baka-
leið á sunnudagsmorgni. Fram kem-
ur í tilkynningu félagsins að innflutn-
ingur hafi farið vaxandi frá Banda-
ríkjunum auk þess sem mikil spurn
sé eftir kanadískum humri í Evrópu.
Þá bætist við fjórða ferðin í viku til
Humberside auk einnar ferðar á Ed-
inborg og East Midlands og er þá
fraktflug til Bretlands alla daga
nema sunnudaga.
Icelandair Cargo
fjölgar ferðum
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
ég hef áður fengist við. FlyMe er mikið frum-
kvöðlafyrirtæki. Hjá því er mjög vönduð flug-
rekstrardeild með sex flugvélar í rekstri.
Reksturinn hefur reyndar skilað tapi, sem er
ekki óeðlilegt enda er fyrirtækið ungt og í
uppbyggingu. Reksturinn hefur verið end-
JÓHANNES Georgsson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Iceland Express, hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri hjá sænska lágfar-
gjaldafélaginu FlyMe.
Jóhannes hefur undanfarna tvo mánuði
unnið að endurskipulagningu leiðakerfis og
markaðsmála FlyMe. Í gær var tilkynnt að
hann hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri
hjá fyrirtækinu, við hlið Fredrik Skanselid,
sem er stofnandi og aðalframkvæmdastjóri
félagsins og hefur flugrekstur þess á sinni
könnu.
Sem framkvæmdastjóri hjá FlyMe ber Jó-
hannes ábyrgð á öllum markaðs- og sölu-
málum fyrirtækisins, leiðakerfi og verðlagn-
ingu.
Í samtali við Morgunblaðið segist Jóhannes
afar ánægður með að fá að takast á við þetta
verkefni. „Þetta er á margan hátt líkt því sem
urskipulagður og ég er mjög bjartsýnn fyrir
hönd félagsins,“ segir Jóhannes.
FlyMe tók til starfa í mars 2004. Félagið
hefur fjórar Boeing 737-300 þotur í rekstri og
fær að auki tvær til viðbótar á leigu frá flug-
félaginu Falcon á háannatímum. FlyMe flýg-
ur innanlands í Svíþjóð, milli Stokkhólms,
Gautaborgar, Malmö og Östersund. Ennfrem-
ur sinnir félagið áætlunarflugi milli Stokk-
hólms og Helsinki. Félagið flýgur að jafnaði
fimm ferðir á dag á milli áfangastaðanna. Að
auki sinnir FlyMe leiguflugi fyrir ferðaskrif-
stofur. Á þessu ári er áætlað að félagið flytji
500 þúsund farþega. Höfuðstöðvar FlyMe eru
í Gautaborg.
Áður en Jóhannes kom til starfa hjá FlyMe
var hann ráðgjafi Fons eignarhaldsfélags við
endurskipulagningu og samþættingu Sterling
og Maersk. Fons er hluthafi í FlyMe og ræð-
ur, með vinveittum fjárfestum, um 30% hlut í
félaginu.
Jóhannes var einn af stofnendum Iceland
Express og framkvæmdastjóri þess frá stofn-
un til ársins 2004. Hann var þar áður fram-
kvæmdastjóri SAS á Íslandi.
Í tilkynningu FlyMe um ráðningu Jóhann-
esar til félagsins kom fram að í dag, fimmtu-
dag, verði sagt frá nýjungum í rekstri þess.
Ráðinn framkvæmdastjóri hjá FlyMe
Frumkvöðlafyrirtæki FlyMe er með sex flugvélar í rekstri.
Morgunblaðið/Ásdís
Jóhannes Georgsson
Eftir Helga Mar Árnason
hema@mbl.is