Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 4
4 B FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
!"# $%&
'!
(!
) !
*#!
+!
*! # %
+!
" ,%&&-%. !
/001 ' 2
,%0
3
4
4
4
4
4
4
4
! " #
#
!"# '
56
7!0
8
+7!0
,'7!0
,97!0
87
:
; " <8" <+'!
9
= $:,
$ !!%&"
>!
)?@A
BC; ,E$@
(=A
*
F
D' 'G#
$0 ( *.
E .
E .
E .
E .
0 .
B
=
=
4
3
3
B
=
=
4
3
3
B
=
=
4
3
3
B
=
=
4
3
3
0 .
0 .
0 .
HAGNAÐUR SAS nam 529 millj-
ónum sænskra króna á þriðja árs-
fjórðungi, tæpum fjórum millj-
örðum íslenskra króna, en var 133
milljónir sænskra króna á sama
tímabili í fyrra. Ástæðan fyrir betri
afkomu er aukin farmiðasala og
minni kostnaður.
Jørgen Lindegaard, forstjóri
SAS, segir afkomuna vera í takt við
væntingar og í samræmi við áætl-
anir um þá arðsemi sem félagið
stefni að.
SAS flaug með 9,3 milljónir far-
þega á ársfjórðungnum, sem er
8,9% aukning, og sölutekjur jukust
um 7,4% og námu 16,6 milljörðum
sænskra króna.
Þegar horft er til fyrstu níu mán-
aða ársins nam tap SAS þó liðlega
1,1 milljarði íslenskra króna fyrir
skatta. Í tilkynningu SAS segir að
óvissa um þróun flugrekstrar gefi
tilefni til varkárni en verði ekki
óvæntar breytingar á rekstr-
arumhverfinu eigi að verða hagn-
aður á rekstrinum á árinu öllu.
Afkoma SAS
í takt við
væntingar
ÞEIM fjölgar dag frá degi sem
vilja að dregið verði úr yfirburða-
stöðu stærstu keðjanna á smásölu-
markaðinum í Bretlandi. Útlit er
fyrir að þeim verði að ósk sinni
innan tíðar, að því er fram kemur í
grein í breska blaðinu Observer
um síðustu helgi.
Í Morgunblaðinu síðastliðinn
mánudag var greint frá frétt í Ob-
server þar sem sagði að þingmenn,
samkeppnisaðilar stóru verslana-
keðjanna í Bretlandi og ýmsir aðr-
ir þar í landi, kalli eftir því að
stjórnvöld grípi í taumana til að
hægt verði að draga úr yfirburða-
stöðu Tesco og annarra smásölu-
keðja.
Í greininni í Observer um síð-
ustu helgi segir að Tesco, sem er
stærsta keðjan af fjórum sem hafa
yfirburðastöðu og er með um 30%
markaðshlutdeild á smásölumark-
aði, standi nú frammi fyrir stærri
vandamálum en nokkru sinni áður.
Hvert sem litið er, þar sé and-
stæðinga keðjunnar að finna, hjá
þingmönnum allra flokka, birgjum,
samkeppnisaðilum og fleirum. Þá
segir í greininni að það kunni að
hljóma út í hött að efast um hver
framtíð öflugustu smásölukeðju
Bretlands verður, þegar haft er í
huga að neytendur verja þar einu
af hverjum átta pundum sem þeir
eyða. Hins vegar megi ætla að á
næstu sex mánuðum verði gripið
til aðgerða sem muni koma til með
að draga úr áhrifum Tesco.
Áhyggjur af ójafnvægi
Observer segir að í næsta mánuði
sé væntanleg skýrsla frá þing-
nefnd, sem falið var að kanna stöð-
una á smásölumarkaðinum í Bret-
landi. Segir blaðið að líklegt sé að
þingnefndin, sem í eiga sæti
fulltrúar þeirra flokka sem eiga
sæti á breska þinginu, muni m.a.
leggja til að verslanakeðjum verði
ekki heimilt að bjóða helstu
neysluvörur á verði undir kostn-
aði. Einnig verði settar hömlur á
það að stóru keðjurnar, og þá sér-
staklega Tesco, geti keypt upp
fleiri verslanir af samkeppnisað-
ilum.
Gerry Sutcliffe, sem fer með
málefni iðnaðar- og viðskipta í rík-
isstjórn Tonys Blair, sagði í síð-
ustu viku, þegar hann mætti hjá
þingnefndinni, að hann hefði mikl-
ar áhyggjur af því ójafnvægi sem
sé á smásölumarkaðinum. Þar sé
verk að vinna.
Aðgerðir gegn Tesco
innan sex mánaða
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
SÆNSKUR verðbréfamiðlari hef-
ur verið áminntur af aganefnd
kauphallarinnar í Stokkhólmi fyrir
að hafa í ágúst haft milligöngu um
að 945 þúsund hlutir í Skandia
yrðu seldir fyrirtæki og síðan
keyptir strax aftur af söluaðil-
anum, á sama verði. Verðmæti
hlutafjárins er um 40 milljónir
sænskra króna og segir í frétta-
tilkynningu frá nefndinni að
markmið viðskiptanna hafi ekki
verið að bjóða hlutina til sölu
heldur eingöngu að búa til við-
skiptafærslur í bókunum fyr-
irtækjanna. „Þess háttar atferli
stríðir gegn reglum kauphall-
arinnar,“ segir í tilkynningunni.
Jafnframt bendir nefndin á að
viðskipti sem eiga sér stað utan
kauphallarinnar skuli tilkynnt inn-
an fimm mínútna en þessi við-
skipti voru ekki tilkynnt fyrr en
daginn eftir.
Áminntur
fyrir viðskipti
með Skandia
EASYJET flaug með tæplega 14%
fleiri farþega í október, miðað við
sama mánuð í fyrra, eða liðlega 2,7
milljónir farþega. Sætanýtingin
reyndist vera heldur minni eða 85,6%
á móti 87% í október í fyrra, að því er
kemur fram í tilkynningu félagsins.
Fjölgun farþega easyJet er þó enn
meiri þegar horft er til síðustu tólf
mánaða eða 20,4%. Félagið flaug þá
með hátt í 29,9 milljónir farþega og
sætanýtingin var 85,1% sem er held-
ur betri nýting en tólf mánuðina þar
á undan. Heildartekjur félagsins á
fjárhagsári þess frá október 2004 til
loka september 2005 jukust sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri um
21,8% í nálega 1,36 milljarða punda,
jafngildi um 144 milljarða íslenskra
króna. Áður höfðu stjórnendur easy-
Jet fært upp áætlanir sínar um hagn-
að félagsins og gefið upp að hann yrði
svipaður og í fyrra eða í kringum 6,5
milljarðar króna.
Ray Webster, forstjóri easyJet,
sem láta mun af störfum í næsta
mánuði, segir bráðabirgðauppgjör
vegna nýliðins fjárhagsárs verða
kynnt 22. nóvember næstkomandi.
Hagnaður írska lágfargjaldaflug-
félagsins Ryanair fyrir skatta frá 1.
apríl til loka september jókst um 18%
miðað við sama tímabil í fyrra og nam
237 milljónum evra eða nær 17 millj-
örðum íslenskra króna, að því er
kemur fram í tilkynningu félagsins.
Heildartekjur félagsins jukust um
þriðjung í 67,8 milljarða króna og
farþegum Ryanair fjölgaði um 29% í
18 milljónir talsins. Tekjur á hvert
flogið sæti jukust því um 3% á milli
ára.
Aukinn hagnaður Ryanair er til
kominn vegna vaxandi umsvifa og
strangs kostnaðareftirlits en hins
vegar hækkaði eldsneytiskostnaður
félagsins um 108% á milli tímabila.
Af hálfu félagsins er þó tekið fram að
90% af eldsneytiskaupum vegna síð-
ari hluta fjárhagsársins til loka mars
séu tryggð með framvirkum samn-
ingum sem geri um 49 dali á tunn-
una.
„Við erum áfram varfærnir í áætl-
unum okkar fyrir síðari hluta fjár-
hagsársins. En spá okkar um hagnað
ársins alls er óbreytt,“ sagði forstjóri
Ryanair, Michael O’Leary, en sam-
kvæmt þeim mun hagnaðurinn
aukast um 10% í liðlega 21 milljarð
króna.
„Við gerum ráð fyrir að það verði
áframhaldandi hörð samkeppni á
flugmarkaðinum í vetur og að lágfar-
gjaldafélögum muni fækka vegna
hækkandi verðs á eldsneyti,“ sagði
O’Leary.
Í samtali við Berlingske Tidende
sagði O’Leary að það kæmi honum á
óvart ef SAS skilaði hagnaði í ár.
Greinilegt var af ummælum hans að
hann hefur ekki mikla trú á SAS: „Ef
SAS verður rekið með hagnaði í ár
verður það tilviljun. Það eina sem
SAS-menn eru góðir í er að tapa pen-
ingum.“
Farþegum easyJet
fjölgar um fimmtung
Farþegum Ryanair
fjölgaði um fjórar
milljónir
AP
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Góður gangur Mikill vöxtur hefur verið hjá Ryanair og þannig jukust tekjur félagsins um þriðjung á tímabilinu.