Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 13

Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 13
sem hægt er að framleiða úr steypu og ná þannig að spanna allan mark- aðinn. Í dag erum við nánast komnir að því marki og eigum aðeins eftir að vinna útfærsluatriði á innra skipu- lagi félagsins,“ segir Andrés. Krosstengsl eru á milli Loftorku og Steypustöðvarinnar í Hafnarfirði, en félögin eiga hlut hvort í öðru. Steypustöðin framleiðir m.a. steypt- ar hellur og skrautker, sem eru einu vörurnar á steypumarkaðinum sem ekki eru framleiddar í Borgarnesi. Andrés lætur vel af samstarfi fé- laganna og segir að það hafi virkað eins og vítamínsprauta á vöxt Loft- orku. Spenna á markaði og starfsmenn Aukin umsvif Loftorku sjást vel þeg- ar fjölgun starfsmanna í gegnum tíð- ina er skoðuð. Í lok níunda áratug- arins var meðalstarfsmannafjöldi 35–40 og árið 2002 voru rúmlega 70 stöðugildi hjá fyrirtækinu. Í dag starfa tæplega 190 manns hjá Loft- orku og hafa aldrei verið fleiri. Að- spurður segir Andrés að vissulega fylgi ákveðnir erfiðleikar jafn mikl- um vexti og verið hefur að und- anförnu. „Það eru nokkrir þættir sem hafa skapað mikla spennu á markaðinum hér á landi: Bankarnir fóru af stað með ný húsnæðislán; Kára- hnjúkavirkjun dregur til sín starfs- menn og aðföng; og stefna Reykja- víkurborgar í skipulagsmálum hefur keyrt upp lóðaverðið. Allt leggst þetta á eitt og skapar mikla spennu á vinnumarkaðinum þannig að verulegur skortur er á vinnuafli í landinu. Sem betur fer tók Impregilo að sér Kárahnjúkaverkefnið. Við stæð- um frammi fyrir mun alvarlegri vanda ef íslenskir verktakar hefðu tekið verkið að sér. Ég efast um að menn hafi hugsað þá hugsun til enda.“ Andrés segir að án erlendra starfsmanna hefði Loftorka ekki getað vaxið jafnhratt. Hann er sann- færður um að ekki sé verra að vera staðsettur í Borgarnesi en á höf- uðborgarsvæðinu þegar þrengir að á vinnumarkaðinum, nema síður sé. „Í dag starfa 65–70 erlendir starfsmenn hjá fyrirtækinu og þeir hafa reynst okkur vel í alla staði. Við erum svo heppnir að hafa stóran kjarna hjá fyrirtækinu, heimamenn sem hafa haldið tryggð við félagið og ekki flutt í burtu þegar að þrengdi. Hin mikla reynsla og þekking á framleiðslunni sem þessir starfs- menn búa yfir gerir það að verkum að vel gengur að þjálfa nýja starfs- menn. Satt best að segja veit ég ekki hvernig væri að standa í þessu í Reykjavík, þar sem miklu meiri sviptingar eru á starfsmannahaldinu og erfiðara að halda í góðan kjarna. Hér ríkir ákveðinn liðsandi hjá starfsmönnunum og menn eru fé- lagar fyrir utan vinnutíma. Þá sýnir samfélagið fyrirtækjunum ákveðna velvild hér. Við eigum t.d. í góðu samstarfi við verkalýðsfélagið um erlendu starfsmennina, þeir eru allir skráðir í félagið og við höfum ekki þurft að nýta okkur starfs- mannaleigur til að manna störfin. Að þessu leyti held ég að betra sé að reka fyrirtæki úti á landi en í Reykjavík,“ segir Andrés Framleiðslan tvöfölduð Andrés segir að eftir að nýja verk- smiðjuhúsnæðið verður tekið í notk- un sé ekki fyrirhugað að ráðast í frekari framkvæmdir. „Á næstunni munum við einbeita okkur að innra skipulagi félagsins, yfirfara alla ferla og leita allra leiða til að auka fram- leiðnina. Við sjáum fram á að á næstu tveimur árum muni eft- irspurnin halda áfram að vera mikil. Á næsta ári er t.d. 80% framleiðslu okkar lofuð, þó að við stefnum að því að tvöfalda hana á árinu. Verkefna- staðan er þannig mjög viðunandi og núna er stefnan að greiða niður skuldir og tryggja fjárhagsstöðu fé- lagsins. Þetta er fyrirtæki með mikla reynslu af byggingariðnaðinum og reynslan hefur kennt okkur að það eru ekki alltaf jólin í þessum bransa frekar en öðrum,“ segir Andrés að endingu. emur árum Verksmiðjan Búið er að reisa súlur við gafl og koma fyrir botnkeri og undirstöðum í nýja verksmiðjuhúsnæðinu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 B 13                                                !"      #      $                                                                      !"      # $% & % '("    )  !"       #    %   &                  *+,,      -,,,,  )      !    .     / 01'2% 2  % 3 % 455 6% 7 .  % ! 4 "  8 ". .  0    9':$ -,,;% $ ." < -,,;=                >  + ? @,A    ?   BB, C,,, ? DDD                                              

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.