Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 16
16 B FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
H
lutskipti tveggja
nafntoguðustu
rússnesku ólíg-
arkanna eru æði
ólík. Roman
Abramovich fékk
fyrir skömmu 13
milljarða dollara, ríflega 790 millj-
arða króna, inn á reikninginn sinn er
hann seldi hlut sinn í olíufélaginu
Sibneft. Í sömu viku var félaga hans,
Mikhail Khodorkovsky, fyrrum
stærsta hluthafi Yukos olíufélagins,
þess stærsta í Rússlandi, stungið í
tugthúsið í Chita, alræmdustu fanga-
búðum í Síberíu.
Það eru ekki nema tvö ár síðan
þeir félagar, Abramovich og Khodor-
kovsky, lögðu á ráðin um að búa til
eitt stærsta olíufélag í heimi. Hefði
samruni Yukos og Sibneft orðið að
veruleika hefði sameinað félagið
staðið fyrir um þriðjungi af olíuút-
flutningi Rússa. Uppi voru áætlanir
um að selja ExxonMobil eða Chevr-
onTexaco umtalsverðan hluta félags-
ins. En ráðamenn í Kreml voru á
öðru máli. Rússneska ríkið ræður nú
lögum og lofum í bæði Yukos og Sib-
neft og Khodorkovsky afplánar átta
ára dóm fyrir skattsvik og fjársvik.
Á þessum tveimur árum hafa rúss-
nesk stjórnvöld því algerlega snúið
taflinu sér í vil. Gríðarlegar breyt-
ingar hafa orðið á eignarhaldi í rúss-
neskum olíu- og gasiðnaði, líklega
þær mestu síðan olíu- og gasfélögin
voru einkavædd um miðjan 10. ára-
tuginn og hinir nýríku auðkýfingar,
svonefndu ólígarkar, urðu til.
Breska blaðið Financial Times
greinir frá því að hin nýja skipan hafi
orðið til svo að segja í þremur áföng-
um. Fyrst leystu stjórnvöld upp Yuk-
os og seldu stærsta hlutann til Ros-
neft, olíufélags í ríkiseigu, í afar
vafasömum viðskiptum að margra
mati. Rosneft framleiðir um þriðjung
af olíuútflutningi Rússlands. Þá
vörðu stjórnvöld 7,5 milljörðum doll-
ara til að auka hlut sinn í Gazprom
sem er stærsta fyrirtæki Rússlands
og ráða þar nú 51% hlut. Loks heim-
iluðu stjórnvöld Gazprom að kaupa
meirihlutann í Sibneft, fimmta
stærsta olíufélagi landsins. Gazprom
framleiðir um 20% af gasframleiðslu
heimsins.
Spurning um þjóðarstolt?
Stjórnvöld hafa með öðrum orðum
töglin og hagldirnar í rússneskum ol-
íu- og gasiðnaði sem er mikilvægasta
stoðin í efnhagslífi landins. Samhliða
þessu hafa stjórnvöld hert reglur um
eignarhald útlendinga í olíu- og gas-
iðnaði. Þetta þykir mörgum misráðið
og telja að framganga stjórnvalda
geti haft neikvæð áhrif á efnahag
landins. Og aðgerðir rússneskra
stjórnvalda eru heldur ekki bara inn-
anbúðarmál. Allar breytingar á olíu-
framleiðslu Rússa hafa áhrif á heims-
markaðsverðið. Rússar eru enda
næststærstu olíuframleiðendur
heims og engin þjóð framleiðir og
flytur út annað eins af gasi. Það
skyldi þó engan undra að rússnesk
stjórnvöld skuli vilja hafa fulla stjórn
á þessum auðlindum. Þannig vilja
þau minna á mikilvægi þessa forna
stórveldis, ekki síst þegar Rússar
taka við leiðtogahlutverki átta helstu
iðnríkja heims, G-8 ríkjunum svoköll-
uðu, á næsta ári. Rússar munu þar
setja orkumál á oddinn.
Erlend olíufélög hafa ætíð átt erf-
itt uppdráttar í Rússlandi en ef eitt-
hvað er hefur róðurinn heldur þyngst
að undanförnu. Útlendingum er nú
yfirleitt ekki heimiluð meiri en 20%
eignarhlutur í rússneskum olíufé-
lögum. Stjórnvöld hafa auk þess tak-
markað olíuleit erlendra fyrirtækja í
Rússlandi. Flestir eru þó á einu máli
um að rússnesk olíuleitarfyrirtæki
hafi enga burði til að standa ein að
verkefnum af þessari stærð. Það er
aftur á móti deginum ljósara að
stjórnvöld munu takmarka þátttöku
erlendra félaga til að tryggja rúss-
neska stjórn á verkefnunum.
En það eru ekki aðeins erlend olíu-
félög sem hafa áhyggjur af vaxandi
umsvifum rússneska ríkisins í olíu-
iðnaði landins. Einkareknu olíufélög-
in í landinu mega sín lítils í sam-
keppni um borleyfin sem stjórnvöld
úthluta sjálf.
Hagfræðingar hafa varað stjórn-
völd við að afskipti þeirra af olíuiðn-
aðinum geti skaðað efnahag landsins,
líkt og gerðist í Venesúela á 6. áratug
síðustu aldar þegar þarlend stjórn-
völd þjóðnýttu olíuauðlindir landsins.
Og tölurnar í Rússlandi eru ekki
beinlínis upplífgandi, að því er fram
kemur í Financial Times. Dregið hef-
ur úr framleiðslu og fjárfestingu í
rússneskum olíuiðnaði, vöxturinn er
nú innan við 3% en hefur verið um og
yfir 9% á ári síðustu fimm ár. Fram-
leiðsluaukning undanfarinna ára var
drifin áfram af einkafyrirtækjum og
samkvæmt skýrslu OECD er hæpið
að ríkisrekin olíufélög hefðu getað
staðið undir slíkum vexti. Ríkisreknu
olíufélögin þykja einfaldlega ekki vel
rekin, allra síst Gazprom. Launa-
kostnaður félagsins jókst um 30% á
síðasta ári en veltan aðeins um 24% á
sama tíma. Markaðsvirði félagsins
miðað við hverja tunnu er eitt það
lægsta sem þekkist í iðnaðinum.
Framleiðsla Rosneft jókst aðeins um
3% á árunum frá 2000 til 2004 en á
sama tíma jók Sibneft framleiðslu
sína um 26%. Arðsemi heildareigna
er lægri hjá bæði Gazprom og Ros-
neft en hjá innlendum og erlendum
keppinautum.
Ásakanir um spillingu
Sumir sérfræðingar segja í Financial
Times að breytingar í rússneskum
olíuiðnaði hafi ekki verið gerðar í
þágu ríkisins, heldur séu embættis-
menn í Kreml einungis að skara eld
að eigin köku. Þannig er Rosneft nú
stjórnað af Igor nokkrum Sechin,
háttsettum yfirmanni í Kreml sem
talinn er hafa verið hugsuðurinn í að-
förinni að Yukos og Khodorkovsky.
Stjórnarformaður Gazprom heitir
Dmitry Medvedev, starfsmanna-
stjóri Pútíns forseta. Talið er að Pút-
ín sjálfur hafi augastað á stórnunar-
stöðu hjá Gazprom þegar seinna
kjörtímabili hans lýkur árið 2008.
Hann hefur þó sjálfur þvertekið fyrir
spillingu og segir ekkert óeðlilegt að
embættismenn stjórnvalda sitji í
stjórnum ríkisrekinna fyrirtækja.
Þeir eigi ekki hluti í fyrirtækjunum,
heldur séu aðeins að gæta hagsmuna
ríkisins. Margir spá því hinsvegar að
innan fárra ára verði rússnesku rík-
isolíufélögin komin aftur í einkaeigu
fárra útvaldra.
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í rússneskum olíuiðnaði á síðustu tveimur árum. Rússnesk stjórnvöld
hafa þar nú aftur töglin og hagldirnar, ráða stærstu fyrirtækjunum, hafa takmarkað eignaraðild erlendra fyrirtækja og
hafa þannig orðið veruleg áhrif á heimsmarkaði. Helgi Mar Árnason las í breska blaðinu Financial Times að margir eru efins
um að aukin afskipti Kreml af olíuiðnaðinum séu af heilindum og eru stjórnvöld sökuð um spillingu.
Kreml seilist í olíuna
Reuters
Olíurisi Rússar eru næststærsta olíuframleiðsluþjóð heims á eftir Sádí-Arabíu. Um þriðjungur af olíunotkun Evrópu er framleiddur í Rússlandi.
Roman Abramovich Flúði land
með olíugróðann og lifir nú í
vellystingum.
Mikhail Khodorkovsky Afplánar
nú dóm fyrir fjársvik og skattsvik
í fangabúðum í Síberíu.
hema@mbl.is
ÞAÐ ER fátt heillandi við refsinýlenduna
JaG 14/10 í útjaðri Krasnokamensk, þar
sem Mikhail Khodorkovsky mun dveljast
næstu árin. Hún er í 6.500 km fjarlægð frá
Moskvu, rétt við landamæri Rússlands, Kína
og Mongólíu, enda var Khodorkovsky heila
sex daga að ferðast þangað með lest. Fyrr á
öldum voru andstæðingar keisarans sendir í
þennan útnára og áttu sjaldnast aft-
urkvæmt. Á veturna fer hitastigið oft niður
fyrir -30°, göturnar bera engin nöfn og allar
byggingarnar eru gráleitar. Kirkjugarð-
urinn er sagður óvenju stór. Í útjaðri þorps-
ins var úrannáma sem nú er verið að loka.
Einu sinni var geislamælir í þorpinu en hon-
um var að sögn stolið og nú verða menn að
reiða sig á yfirlýsingar yfirvalda um að
geislavirknin sé undir eðlilegum mörkum.
Presturinn Sergej Taratuchin fullyrðir við
Süddeutsche Zeitung að mennirnir sem
vinna í námunni verði aðeins 52–54 ára. En
hann kvartar líka undan því að fólkið trúi
að snafs vinni gegn geislavirkninni og segir
hann gera illt verra.
JaG 14/10
refsinýlendan