Tíminn - 24.06.1970, Page 5
•flÐVIKUDAGUR 24. júní 1970
TÍMINN
5
MEÐ MORGUN
KAFFINU
Pasesturinn var í heimsókn í
þorpsskólanum og nú var hann
að fara. Að lokum sagði hann
við börnin:
— Þið hafið nú verið dugleg
og svarafð fjölda spurninga, svo
það er ekki nema sanngjarnt,
að þið spyrjið mig svolítið.
Friðrik litli var ekki seinn
á sér, að rétta upp hendina.
— Hvað vilt þú spyrja um,
litli vinur?
— Mig langar bara til að
vita. hvort, ef þér stæðuð fast-
ur upp að höku í kviksyndi og
einhver kastaði stórum steini
í áttina til y@ar, þér mynduð
stinga höfðinu ofan í líka?
— Stillturðu vekjaraklukkma, elskan?
Nemanda var vísað frá
stúdentsprófi eftir skriflega
stærðfræði. Faðir hans fór
fokreiður til rektors, og spurði.
hver meiningin væri.
— Hann svindíaði!
— Getið þér sannað það?
— Það er auðvelt. í prófinu
sátu nemendurnir tveir og
tveir við borð. Hér eru svör
sessunautar sonar yðar. Eitt
þeirra er svona: Þessu get ég
ekki svarað. Sonur yðar svaraði
sömu spurningu á þessa leið:
Ekki ég heldur.
Skólastjórinn var í heimsókn.
— í dag ætla ég að spyrja
ykkur tveggja spurninga, sagði
hann við nemendurna og sneri
sér að þeim fyrsta. — Ef þú
getur svarað þeirri fyrri rétt,
sleppurðu við að svara þeirri
síðari. — Hvað eru mörg hár
á svörtum hesti?
Drengurinn hugsaði sig um
stundarkorn en svaraði svo:
— 87421.
— Hvernig geturðu svarað
því svona nákvæmlega spurði
skólastjórinn hissa.
— Þú sagðir, að ég slyppi
við að svara fleiri spurningum.
DENNI
DÆMALAUSI
Ó, Ó. Guð sprcngdi annaö
öryggi.
\
i
<
(
(
Veronica Collen-Smith heitir
hún þessi og starfar fyrir
brezka flugfélagið B.O.A.C.,
hún gerir ekki anna'ð en fljúga
með vélum félagsins baðstrand-
anna á milli og lætur mynda sig
á bikini, síðan sendir B.O.A.C.
myndir af henni út um víða ver
öld og reynir að tæla mig og
þig til að skreppa með til suð-
rænna landa.
Veronica segist vera mikill
aðdáandi baðstr(anda, og safna
skeljum á öllum þeim strönd-
um : sem hún tyllir tánum á.
Hún segir að skelijarnar megi
ekkj vera stórar, því hún megi
ekki fara með nema vissan
þunga með sér í flugvélina, en
samt á hún dáfallegt safn úr
öllum heimshornum, t. d. frá
Hongkong, Sydney, Honolulu,
Beirut, Kýpur og San Francisco,
„og þá fæ ég líka mikið af
skeljum í Bombay. Bombay er
góður skeljastaður, þar er svo
mikið af litlum skeljum sem
auðvelt er að taka rtieð sér. Þær
eru dásamlega fallegar, litskrúð
ið svo mikið,“ eða svo segir
hún Veroniea sem er 26 ára
gömul og hefur starfað fyrir
B.O.A.C. um nokkurra ára
skeið. í þessari viku verður hún
komin til Vestur-India, „mér
er sagt að baðstrendur á Mart
inique séu sérlega fagrar.“
Fjögur dönsk ungmenni léto
lífið fyrir skömmu, eftir að
hafa stokkið út af þriðju og
fjórðu hæð fjölbýlishúss eins,
en ungmenni þessi voru undir
áhrifum fíknilyfja, þ.e. LSD í
þessu tilfelli. Þessir unglingar
voru allir óvanir að taka LSD,
og er áhrifin svifu á þau, fannst
þeim skyndilegá, að þau gætu
flogið. í fréttinni er greinir frá
þessum óhugnanlega afburði
segir, að þetta slys sé aðeins
eitt af mörgum dæmum er
greini frá misnotkun lyfja sem
LSD í Danmörku.
★
Tveir sprengjusérfræðingar
þurftu að beita öllu sínu and-
lega jafnvægi er þeir voru
kallaðir til áð gera óvirka
sprengju sem fannst á akri ein-
um skammt frá Kent, Englandi.
Auðvitað er það fremur hvers
dagslegt starf fyrir sprengju-
sérfræðinga að möndla við
sprengjur, en hér kom annað
til. Er þeir voru ikomnir út á
akurinn og farnir að bardúsa
við sprengjuna, dreif að þeim
múgur manns sem hreinlega
virtist spretta þarna upp úr
grasinu. Og hjarlsláttur sér-
fræðinganna jókst mjög er þeir
sáu, að hver einasti áhorfandi
var kviknakinn. Sérfræðingarn-
ir höf'ðu nefnilega ekki hug-
mynd um að þeir höfðu verið
sendir til að gera óvirka
sprengju frá því í síðasta stríði,
en þar sem sprengjan féli, er
núna sólbaðsstaður strípalinga.
Eftir að sérfræðingarnir
höfðu unnið sitt starf, sagði
ritari strípalingaklúbbsins:
„Mennirnir unnu frábært verk
undir erfiðum kringumstæ'ð-
um“
*
Á myndinni til vinstri er hann
Nikki Elverson, 21 árs piltur
úr London að kyssa brúði sína,
Sallý Locke, en hún er bara 17
ára.
Á myndinni til hægri er svo
frændi hans Nikka, Tekki Tilly,
56 ára að kyssa brúði sína, en
hún er móðir hennar Sally litlu
Locke og heitir Eunice Locke.
Þau létu dómara einn í
Aldersholt gefa sig saman og á
eftir héldu þau mikla veizlu
sem Sally litla sá algjörlega um.
Þau sögðu að húsið væri svo
fulit af brúðargjöfum, að engu
væri líkara en verið væri að
halda þar uppboð.
-sí