Tíminn - 24.06.1970, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. júní 1970 ___________TIMINN 9
—fiwttnt —
Ötgcfandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FraMkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórannn
Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Anglýsingastjóri: Steingrlmui Gislason Ritstjómar-
sikrifstofur I Edduhúsinu slmai 18300—18306 SkrifstofuT
Bankastraeti 7 — AfgreiBslusimi: 12323 Auglýsingaslml: 19523
Affrar skrifstofui símJ 18300 Áskrifargjald kr 165.00 a mán-
uBl, innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint Prentsm Edda hl
Forsætisráðherrann
og verkföiiin
Þótt það þyki sjálfsögð regla í lýðræðisríkjunum, að
ríkisstjórnir grípi ekki fram fyrir hendur viðsemjenda
í kaupdeilum, nema komið sé í algert óefni, er það eigi
að síður skylda þeirra að fylgjast vel með þessum mál-
um og stuðla að sáttum, eftir því, sem unnt er. Ríkis-
stjórn hefur á margan hátt þá aðstöðu, að hún getur
auðveldað samkomulag deiluaðila og komið þannig í veg
fyrir verkföll og átök, sem verða til tjóns fyrir alla aðila-
Þegar þetta er haft í huga, hlýtur það að vekja furðu,
að í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 21. þ.m., sem ber
augljós höfundareinkenni forsætisráðherra, er komizt að
orði á þennan hátt:
„Hinum víðtæku verkföllum er nú lokið. Raunin
varð sú, sem fyrirsjáanlegt var, að samið var um
þær kauphækkanir, sem hægt hefði verið að ná verk-
fallalaust. Allt annað mál er, hvort samningarnir
eru hyggilegir eða ekki. En eins og aðilar bjuggu
mál sitt strax um hvítasunnu, þá gat hvert manns-
barn séð, að endirinn yrði þessi eða mjög svipaður."
Sú spurning hlýtur að vakna í framhaldi af þessu:
Fyrst forsætisráðherrann sá það strax fyrir um hvíta-
sunnu, hver endirinn myndi verða, hvers vegna beitti
hann og ríkisstjórnin sér þá ekki strax fyrir því, að
samið væri á þeim grundvelli? Hvers vegna eru atvinnu-
rekendur látnir bera fram tillögu urn skertar vísitölu-
bætur, þegar fyrirsjáanlegt var að samið yrði um fullar
vísitölubætur? Hvers vegna bjóða þeir ekki nema 10%
grunnkaupshækkun, þegar fyrirsjáanlegt var, að samið
yrði um 15%? Hvers vegna er verið að tefja samninga
og knýja fram þriggja vikna stórfellt verkfall með til-
boðum, sem fyrirsjáanlegt er, að ekki verður samið um?
Það er vafalítið rétt hjá forsætisráðherra, að hefði
15% grunnkaupshækkun verið boðin strax, ásamt full-
um vísitölubótum, myndi aldrei hafa komið til verkfalls.
En fyrst ríkisstjórnin sá þetta fyrir, hvers vegna beitti
hún sér þá ekki strax fyrir slíkri lausn?
Þótt ekki sé vitað um allt, sem gerðist að tjaldabaki
í þessu máli, bendir flest til þess, að ríkisstjórnin hafi
gert allt annað en að beita sér fyrir slíkri lausn. Hún hafi
þvert á móti hvatt atvinnurekendur til að vera trega
í samningum. Hvernig á t.d. að skilja það á annan veg,
að Gylfi Þ. Gíslason, sem hefur ekki kvatt Hagráð saman
í mörg misseri, kallar saman skyndifund, þegar samn-
ingaviðræður eru að hefjast, til að leggja þar fram
skýrslu Efnahagsstofnunarinnar, er felur í sér tillögur
um skertar vísitölubætur, svipaðar þeim, sem atvinnu-
rekendur báru fram? Og hvernig á að skilja það, að
gérfræðingar ríkisstjórnarinnar leggja fram að bæjar-
stjórnarkosningunum loknum, nýja útreikninga, sem eiga
að sýna, að atvinnuvegirnir geti alls ekki risið undir þeim
kauphækkunum, sem endanlega var um samið?
Af þessu tvennu verður sannarlega ekki dregin sú
ályktun, að ríkisstjórnin hafi viljað greiða fyrir þeirri
lausn, sem varð, og sem forsætisráðherra segir nú, að
hafi verið fyrirsjaanleg áður en verkföllin hófust.
Og nokkuð er það, að ríkisstjórnin gerði ekkert til
að greiða fyrir þeirri lausn- Það eitt að sjá lausnina
fyrir og gera samt ekkert til að koma henni strax
fram og afstýra þannig verkföllum, myndi hvarvetna
annars staðar þykja sönnun um, að viðkomandi ríkis-
stjórn væri orðin óhæf til að stjórna. Stjórn, sem ekki
gerir sitt ýtrasta til að tryggja sættir í kaupdeilum og
vinnufrið, hefur glatað tilverurétti sínum. Þ.Þ.
PAUL W. McCRACKEN:
Nixon byggir efnahagsstefnuna
á mjög fjölþættri áætlanagerö
Vandinn er að þræða hinn rétta meðalveg.
Hurbert Humphrey, sem ný-
lega hefur gefið kost á sér sem
frambjóðanda demokrata
við öldungadeildarþingkosning-
arnar í haust, hefur látið svo
ummælt, að efnahagsmálin
verðj aðalmál kosninganna.
Hann reiknar þá með því, að
Nixon verði búinn að kveðja
bandaríska herinn frá Kambod-
íu og nýr skriður verði kominn
á heimflutninga frá Suður-Viet-
nam. Svo vir'ðist líka, sem al-
menningur í Bandar. hafi nú
enn meiri áhyggjur af verð-
hækkunum, sem hafa átt sér
stað að undanförnu, en af Víet-
namstríðinu. Nixon gerir sér
þetta líka ljóst. Ilann hefur
nýlega haldið ræðu um efna-
hagsmálin, þar sem hann hvatti
framleiðendur og launþega til
hófsemi í kröfum sínum, en
kvaðst ekki myndu grípa til
neinna óvenjulegra ráðstafana
að sinni.
Eftirfarandi grein er eftir
PeihI W. McCracken, sem er
formaður sérstakrar ráðgjafa
nefndar, sem Nixon hefur skip-
að til að f jalla um efnahagsmál.
Eins og fram kemur i grein-
inni, reyna Bandaríkjamenn að
áætla langt fram í tímann,
hvernig einstakir þættir efna-
hagsmálanna muni þróast. og
byggir ríkisstjórain svo endan-
legar ákvarðanir sínar á þeim,
a.m.k. að meira eða minna leyti.
Hefst svo grein McCrackens:
EFNAHAGSVANDINN, sem
Bandaríkjamönnum ber að
höndum á þessu ári, er að einu
leyti erfiðari viðfangs en hann
var í fyrra.
í fyrra var aðal vandinn fólg
inn í verðbólguhneigð, sem staf
aði af of mikilli eftirspurn. A0-
halds í efnahagsmálum var þá
sýnilega þörf. í lok ársins 1969
var greinilega tekið að kyrra
vegna þeirra ráðstafana, sem
gerðar höfðu verið, en ekki var
til fulls ljóst, hve verð’bólgu-
hneigðin hafði minnkað mikið,
og af þeim sökum þurfti enn
að hafa vara á árið 1970.
Annars vegar verður að hafa
í huga, að allt eða flest, sem
áunnizt hefir til þessa, verður
að engu, ef aðhaldið er ekki
nægilega mikið. Hins vegar
verður að gæta þess, að aðhald-
ið má ekki verða svo mikið, að
afturkippur komi í efnahags-
lffið.
AUÐVELT er að finna mörg
dæmi þess á liðinni tíð, að of
skjótlega og of miki'ð var slak-
að á, þegar verðbólguöldurnar
tók að lægja, og af þessu leiddi
einmitt það ástand, sem ætlun-
in var að koma í veg fyrir í upp
hafi. Markmið stefnunnar. á ár-
inu 1970 er að finna hið rétta
hóf í örvun eftirspurnar svo að
verð hætti að hækka eins ört
og áður, en ágóðavonin sé eigi
að síður stöðug og tryggi
grósku.
Á miðju ári 1970 hefir banda
rískt efnahagslíf lítilli hækkun
skilað í hagnaði þrjá ársfjórð-
Paul W. McCracken
unga í röð og framleiðsluhæfn-
in því ekki verið nýtt til fulls.
Af þessum sökum ætti síður að
koma til verðhækkana, þegar
á árið ’'5ur.
Fjárlögin, sem forsetinn und-
irbjó fyrir fjárhagsráðið, sem
lýkur 30. júní 1970, ættu —
ásamt viðeigandi stefnu í pen-
ingamálum — að leiða til
minni aukningar verðbólgunnar
en áður og eigi að síður að leyfa
aukinn arð. Afrakstur var lítili
fyrrj hluta ársins en ætti að
aukast seinni hluta þess, og er
gert ráð fyrir, að verg þjóðar-
framleiðsla nemi 985.000 mill-
jónum dollara á almanksár-
inu 1970, eða 5,5% aukning frá
árinu 1969.
Jafnframt ber að leggja á
það áherzlu, að 8 til 9% árlega
aukningu vergra þjóðartekna,
ásamt 5% verðbólgu, ætti ekki
að líða. Bandaríkjamenn verða
að forðast þær öfgar, ef kom-
ast á hjá stefnusveiflunum,
sem spilltu mjög á liðinni tíð.
VERÐBÓLGUVARNIR ríkis-
stjórnarinnar koma fram í áætl-
un um hagstæðan greiðslujöfn-
uð um 1300 milljónir dollara í
gildand; fjplögum saman bor-
ið við 1500 milljónir dollara á
fjárhagsárinu 1970 Fjárveiting
ar samríkisins á næsta fjárhags
ári eiga aðeins að aukast um
1,5% frá áætlun ársins 1970.
Árið 1969 kom í ljós, að ríkis
stjórnin átti erfitt um vik að
breyta greiðslum af opinberu
fé vegna eldri skuldbindinga og
ákvarðana, sem búið var að
taka áður en hún tók við -völd-
um. Fjárlagaákvæði nú geta á
sama hátt valdið allþungbærum
skuldbindingum í framtíðinni.
Ríkisstjórnin verður ð velja
milli mismunandi áforma og
liggur því í augum uppi, að ó-
hjákvæmilegt er að sera sér
grein fyrir framtíðaráhrifum og
afl-eiðingum fjárveitinga, ef
takast á að haga opinberum
málum af hófsemi og raunsæi.
Valið milli mismunandi áætl-
ana ríkisstjórnarinnar hefir á-
hrif á fleira en fjárlögin, þar
sem heildar eftirspurn eftir
vörum og þjónustu verður a!S
falla að afkastagetu efnahags-
iífsins. Verði efnahagslífið kraf-
ið um meira en það framleiðir
á gildandi verði, hlýtur verðið
að hækka. Þetta hefir sannazt
á liðnum árum, þegar miklar
nýjar kröfur voru gerðar til
efnahagslífs, sem framleiddi
þegar fast a® því eins mikið og
því var mögulegt.
AFSSKÝRSLA efnahagsráðu
nauta ríkisstjórnarinnar hefir
að þessu sinni að geyma þá nýj-
ung, að hún flytur skýringar,
sem ættu að auðvelda þjóðinni
að kveða á um forgangsatriði
næstu fimm ár. Skýrslan birtir
í fyrsta lagi áætlun um, hvað
efnahagslífið ætti að geta fram
leitt á þessum tíma. Afkastageta
efnahagslífsins eykst á naestu
FramhaLd á bls. 14.
J