Tíminn - 24.06.1970, Síða 14

Tíminn - 24.06.1970, Síða 14
14 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 24. júnf 1970 1. t/g 2. júní voru gefin út bráðabirgðaíög, sem hafa mjög mikll áhrif á fiskverðið. Ég vil minna á, að hugmynd um stofnun áhafnardei'ldar varð til við undirhúning að gerð sacnninga í febr. ’69, sem voru að síðustu lögbundnir. Stofnun þessarar deildar var liður í lausn erfiðrar deilu, sem sjó- menn fengu ekki að leysa við samningaborðið. Aðilar að saimíkomulagi um gjaldstofn fyrir deildina og upphæð sú sem ákveðin var að greidd skyldi pr. dag var gerð af aðil um deilunni með fulltrúa frá efnahagsstofnuninni, sem skip aði oddamann í yfirnefnd Verð lagsráðs. Sjómenn stóðu í þeirri trú að oddamaður Verðlagsráðs h'efði verið fulltrúi Sjávarút- vegsmálaráðuneytisins og gegn ir furðu, að einn aðili þessa satnkomulags þ.e. sjávarútvegs málaráðuneytisins skuli rifta því samkomuilagi sem staðið hefur síðan lögin og, samning arnir voru gerðir. Á síðasta Aliþingi var breytt lögum Afla og fleira tryggingarsjóðs og aukin út- gjöld sjóðsins þrátt fyrir mót mæli samtaka yfirmanna. Ekki sá hið háa Alþingi ástæðu til að gerðar yrðu ráðstafanir í sambandi við áhafnardeildina til að auka tekjur hennar, af þei-m sökum álitu þeir sem laun taka úr aflaverðmæti, að ríkis sjóður yrði látinn standa undir þeim greiðslum sem af laga breytingunni hlytist. Á síðasta ári munu tekjur áhafnadeildar hafa verið um 90 milljónir kr. Nú hefur úitflutningsverð hækk að til muna svo að gera má ráð fyrir að það V2% sem nú er tekið geri að minnsta kosti 50 milljónir kr. Vísit'ölukostnaður 1 fertug- asti af þeirri upphæð sem greiða á eða tæplega það og samkvœmt því ætti kostnaður við vísilölubindingu fæðiskostn aðar að geta verið 4—5 millj. krónur. Ekki er sjáanlegt annað en teknar hafi verið margíaldar þær upphæðir sem til áhafna- deildar þarf vegna umsaminna kaupliða og hefði ekkert þurft að hækka, þar sem útfliutnings verðmæti er nú mikið hærra en á síðasta ári, eða sem nem ur að minnsta kosti 10% eftir sögn Morgunblaðsins. Ekki er annað sýnilegt en sjómenn þurfi í framtíðinni að binda við samningagerð fiskverð það sem gilda á yfir samningstíma bilið. Auk þess sem áður er tatið eru útflutningsgjöld hækk uð gífurlega, af freðfiski um 10% og öðrum lið 1%. hvert er ríkisstjórnin að fara með þessu móti? Á ennþá að taka við ranglætmu þegjandi og þakka stjórninni fyrir tillegg hennar til hátíðahalda sjómanna? Var stjórnin að þakka sjómönnum störfin á síðastliðinni vertíð með þessum ráðstöfunum? Ingólfur Stefánsson. Norska skipið Framhald af bls. 1 ákveðið. Hann sagðist hafa lent í svip uðu fyrir stríð. Þá var hann á norsku skipi, sem tepptist í San Fransisco.. Bestum er 2700 dw og á því er 16 manna áhöfn. Er fréttamaður kom frá borði, var Ingólfur Stefánsson framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins kom- inn á vettvang. Ingólfur sagði að Eimskip hefði verið til- kynnt um verkfallið og fyrir- komulag þess í fyrri viku, og hefði verið í lófa lagið, að haga hlutunum þannig, að ekki hef'ði þurft að koma til þess- ara árekstra út af Bestum. I dag óskaði Vinnuveitenda- sambandið eftir fundi með full trúum farmanna um málið og samkomulag varð um að leyfa skipinu að fara gegn því að ekkert yrði reynt til að brjóta þau ákvæði sem verkfallsmenn hafa sett og virtar þær reglur sem settar voru í upphafi. en þær voru meðal annars að skip yrðu ekki hreyfð i höfn- inni. Gullfoss kemur á morgun til Reykjavíkur. Leggst hann upp að gömlu uppfyllingunni, og hefur verið leyft að Laxfoss verði færður að Ingólfsgarði. í kvöld fer norska skipið frá Reykjavík og til Straumsvíkur. Áætlanagerð Nixons Framhald af bls. 9 fimm árum v;egna aukningar vinnuafls og framleiðnimögu- leika þess. í öðru lagi flytur skýrslan áætlun um þær kröfur, sem líklegt er að gerðar verði um afköst efnahagslífsins á þessum tíma, — og er þá átt við kröfur neytenda, kröfur athafnalífsins um fjárfestingu, kröfur um í- búðabyggingu og hvers konar kröfur hins opinbera. Kröfur hins opinbera stafa bæði af áætlunum, sem verið er að framkvæma, og nýjum áform- um, sem ríkisstjórnin hefir lýst. Einnig fylgir skrá um skatttekjur samkvæmt áætlun um skatta næsta fjárhagsár. VITASKULD er margt í ó- vissu um þessar áætlanir. Þrátt fyrir það leiðir samanburður á áætluðum heildarafköstum og heildarkröfum í ljós, a'ð mögu- leikar okkar eru ekki ótakmark- aðir, þrátt fyrir auðæfi Banda- ríkjanna. Kröfur, sem þegar eru kunnar, gleypa mjög mikinn hluta af framleiðslu þjóðarinn- ar fram til ársins 1975. Þetta táknar þó engan veg- inn að ríkisstjórnin geti ekki lagt fram nýjar áætlanir fram til ársins 1975. Hitt ætti að verða Ijóst við lestur skýrslunn- ar, að þjóðin verður að velja milli mismunandi áætlana. Flutningar Framhala af Ws 16. í bilum sínum ýfir blánóttina, til að tefja sem minnst. Vegir eru að verða alilgóðir um allt héraðið. Vaktoskipti eru á vegheflunum og hafa þeir aidrei stanzað allan sólarhringinn síðan verkfallinu lauk, og eru vegir að komast í gott horf vjðast hvai. Sumir bændur voru lítinn eða engan áburð búnir að fá og er nú unnið myrkranna á milli við að dreifa áburði á túnin. Kal er víða í túnum, en þar sem túnin á ann- að borð eru í góðri rækt hefur spretta tekið við sér síðustu daga. Hér neðarlega í sýsilunni er búið að sleppa kúm, en ver noaf ir í uppsveitunum. í Biskupstung um er tæpast hægt að setja út kýr ennþá, veikjast sumar og eru illa haldnar. Heimsfréttir Framhald af bls. 2 og berjast við Joe Frazier, nú- verandi heimsmeistara. Clay hefur ekki leyfi til að yfirgefa Bandaní'kin, því hann bíður eft ir úrskurði áfrýjunardómstóls um neitun við að gegna her- skyldu sinni. NTB-IIelsingfors. — Þegar íranskeisari og Farah Diba, kona hans komu í opinbera heimsókn til Helsingfors í gær, voru um 200 stúdentar fyrir ut an ráðhús borgarinnar. Þeir báru spjöld með áletrunum eins og: „Farið heim“ „Keisarinn svikur írönsku þjóðina" og „látið pólitíska fanga lausa“ 100 lögregluþjónar komu til skjalanna og handtóku 10—>15 af stúdentunum. Keisarahjönin verða í Finnlandi í 5 daga. fþróttir Framhald af bls. 12 ast aftur á sunnudag. Þar sigraði Sveinn Long Bjarnason á nettó 74 höggum, annar Kristján Tryggvason á 77, og þriðji Pétur Elíasson á 84 höggum. Beztum árangri náði hinn gamaikunni golf keppandi Jóhann Eyjólfsson, en hann fór á 84 höggum brúttó. ■fc f dag kl. 17,00 hefst hjá Golf klúbbi Reykjavíkur Coca Cola- keppnin, sem er 72 holu keppni, með og án forgjafa. Leiknar verða 18 holur í dag, og lýkur keppn- inni á laugardaginn. Coco Cola- keppnin er opin keppni, og ein sú stærsta og elzta, sem hér er haldin. Kvennasíðan Framhald at ois. 7 borðstofuhúsgögnin úr tekki, eins miikið og hægt var af tekki í sófasettinu, vegghillurnar úr tekki, sjónvarpið úr tekki, út- varpsfónninn úr tekki, öll smá borð úr tekki. og sem sagt allt, sem hægt var að koma því við að nota í tekk. Nú er tekkþreyt an farin að segja til sín, og ég veit þess dæmi, að hvítt málninganlag þekur þessar dýrindis tekkkommóður, sem áður voru svo eftirsóttar. Það gerist víðar en í bókum Lax- ness að harðviðurinn er málað- ur, en ’hann lét vörubílstjóra í Kristnihald undir jökli mála nýju palisanderin'nrétting- una sína með sinkhvitu. En ef til vill ættu þeir, sem eiga tekkhúsgögn að bíta á jaxl inn, og reyna að umbera þau í nokkur ár enn, þau eldast, og verða að dýrgripum eins og annað, sem hefur náð að verða gamalt. Ég leit inn í fornverzlun fyrir skömrnu, og þar var mér boðið sett borð- stofuhúsgagna, skenkur, an- réttuborð, dekkatauskápur, borðstofuborð og sex stólar, allt úr ei'k. Þessir hlutir hefðu selzt fyrir lítið til sfcamms tíma. eigendurnir ef til vill orðið þeirri stund fegnastir, ef einhver hefði viljað keyra þá á haugana fyrir litla borgun. Nú er annað uppi á teningn- um. Hlutirnir voru íalir fyrir 65 þúsund krónur. fcðems. Þvi segi ég það, tekkið hlýtur að vefða antik, eins 02 flest ann- að, ef nógu lengi er beðið. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim, fjær og nær, sem glöddu mig og heiSruðu 7. júní s.l. með heimsóknum, heiilaskeytum og gjöfum, færi ég innilegar þakkir. Lifið heil. Bjartmar Guðmundsson. Móðir okkar Sigrún Eiríksdóttir Hjartarson, lézt 22. þ.m. að Elliheimillnu Betel, Gimli Manitopa, Canada. Guðrún Guðmundsdóttir, Hjörtur E. Guðmundsson. Þökkum af alhug auðsýndan vlnarhug við fráfall, Herborgar Guðmundsdóttur, Tungu. Sérstaklega viljum við þakka Alfreð Gíslasyni Isekni og hjúkrunar- liðl á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir frábæra umönnun. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð vlð andlát og jarðarför, Guðmundar Kristins Kristinssonar, Jaðri, Dalasýslu. Slgríður Guðjónsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson og aðrir ættingjar. Eiginmaður minn og faðir okkar, Sigfús Kr. Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, Hvassaleiti 139, lézt i Borgarsiúkrahúsinu 22. júni. Ragnhildur Eyja Þórðardóttlr og börnin. TILKYNNING Samkvæmt samningum milli Vörubílstjórafélags- ins Þróttar í Reykjavík og Vinnuveitendasambands íslands, og samningum annarra sambandsfélaga, verður leigugjald fyrir vörubifreiðar frá og með 19. júní 1970 og þar til öðruvísi verður ákveðið, eins og hér segir: Dagv. Eftirv. Nætur- og helgid.v. Fyrir 2V2 tonna bifr. 242,90 278,10 313,30 — 2V2-.3 t. hlassþ. 269,40 304,60 339,80 — 3 —3j/2 + hlassþ. 295,90 331,20 366,40 — 3V2—4 t. hlassþ. 320,20 355,40 390,70 — 4 —4V2 t. hlassþ. 342,30 377,60 412,80 m i 1 + L. hlassþ. 360,10 395,30 430,60 — 5 —5V2 t. hlassþ 375,50 410,70 446,00 — 51/2—6 t. hlassþ. 391,00 426,30 461,50 — 6 — 61/2 t. hlassþ. 404,20 439,50 474,70 — 6V2—7 t. hlassþ. 417,50 452,80 488,00 1 <1 ! <1 £ t. hlassþ. 430,80 466,10 501,30 co i i t. lilassþ. 444,10 479,30 514,60 Iðgjald atvinnuveitenda til Lífeyrissjóðs Landssam bands vörubifreiðastjóra innifalið í taxtanum. Landssamband vörubifreiðastjóra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.