Tíminn - 26.06.1970, Qupperneq 9

Tíminn - 26.06.1970, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 26. júní 1970 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR Víkingur gerði jafntefli við Speldorf 3:3 klp-Reykjavík. Ungu ljónin úr Víkingi náðu jafn tefli við þýzka áhugamannaliðið FfB Speldorf í hörkuspennandi og skenimtilegum leik á Laugardals vellinum í gærkveldi. Þýzku áhugamennirnir höfðu yfirhöndina í mörkum, lengst af, en Víkingur í tækifærum. Þcgar 15 mín. voru til leiksloka var stað an 3:2 Speldorf í vil, en þá jöfn uðu Víkingar 3:3, og lyktaði leikn um þannig. Bbki voru Iiðnar nema 5 mín. af léi'knum, þegar vinstri útherji Speldonf, Hentsdhke skoraði. en Hafliði Pétursson jafnaði 1:1 úr vítaspyrnu, þegar skammt var eftir af hálfledfcnum. Ekki voru heldur liðnar nema 5 mín. af síðari hálfleifc, er Þjóð verjarnir skoruðu aftur, ag var Edehlhiolz (nr. 10) þar að verki. Bétt á eftir komust Þjóðverj arnir í 3:1 er þefcktasti leikmaður þeirra, og sá beztd, Klogner (nr. 9) stóð allt í einu aleinn. fyrir opnu marki. og renndi í netið. Víkingarnir stilltu knettinum upp á miðjunnd og eftir nokkrar sefcúndur lá hann í netinu hinum megin, eftir gott skot frá Eiríki Þorsteinssyni. Eftir það áttu Víikingarnir all an ledkinn og þeir jöfnuðu 3:3 þegar 15. mín voru eftir með glæsileigu skaUamarki Jóns Karls sonar. Víkingur átti tneira í leiknum sérstaklega í síðari hluta beggja hálfleikjanna og pressuðu meir. Þjóðverjarnir sýndu þó meiri leikni og hraða, og eru mjög áþekk ir okkar beztu 1. deildarliðum. Dómari í leiknum var Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdi vel. Danmörk - Svíþjóð 1:1 Danska landsliðið í knattspyrnu sem á a'ð leika hér eftir rúman mánuð, lék í gærkvöld við HM- lið Svóþjóðar, sem nýlega er kom- ið lieim frá Mexíkó. Leikurinn fór fram í Gautaborg, og var 71. lands leikur þcssara a'ðila, og lyktaði honum með jafntefli 1:1. Sænska liðið var áherandi betra i fyrri hálfleik, en tókst ekki að skora. Eftir 3 mín. leik í síðari hálfleiik skoruðu þeir þó gott mark, en þá tóku Danir við sér, og náðu mjög góðum leik — og tókst að jafna á 73. mín. og voru nálægt því að skora annað mark á síðustu mín. leiksins. Beztu menn Danmerkar í leikn um voru Kaj Poulsen markvörður, svo og Jan Larsen, Finn Vitoorg og Kjeld Pedersen. Met þátttaka í 3. deildarkeppninni 26 lið taka þátt í keppninni klp-Reykjavík. Fyrir skömmu hófst í þriðja «inn hér á landi keppni í 3. deild I knattspyrnu. Með tilkomu 3. deildar hefur aukizt verulega áhugi á þessari fþrótt, sérstaklega úti á landsbyggð- inni, og eru nú í þetta sinn 26 lið í keppninni, en það er mesti fjöldi, sem verið hefur til þessa. Fyrirkomulagi keppninnar verð ur breytt þannig, að leikin verður svæðiskeppni, og er landinu skipt í 7 svæði, en þetta sparar mikið allan kostnað félaganna við þátt- töku í deildinni. Sigurvegararnir á hverju svæði leika til úrslita sín á milli í haust, og er ekki að efa að þar verður mikil keppni, eins og áreiðanlega verður á hverju svæði. Liðin, sem taka þátt í keppninni í ár eru þessi: A-riðill: Reynir, Sandgerði Víðir, Garði UMFN, Njarðvík Grindavik. B-riðill: Hrönn, Reybjavík Stjarnan, Garðahreppi Freyr, Stokkseyri Hveragerði. C-riðill: K.S., Siglufirði Leiftur, Ólafsfirði Tindastóll, Sauðárkróki H.S.Þ., Suður-Þingeyjarsýslu U.M.S.S. D-riðill: Reynir, Hellisandi U.M.S.B., Borgarfirðí U.M.F. Vík, Ólafsvík E-riðill: II.V.Í., Suðureyri Bolungarvík. F-riðill: Leiknir, Fáskrúðsfirði Spyrnir, Héraði Hrafnk. Freysgoði, Stöðvarfirði. Hornafjörður. G-ri@iIl: Þróttur, Neskaupstað Hugin, Seyðisfirði Austri, Eskifirði Valur, Reyðarfirði. Uwe Seeler — hin „aldna“ kempa í liði Vcstur-Þýzkalands sést hér skora f HM. „Leikur aldarinnar“ sýndur Sjónvarpinu i i kvöld Klp-Relykjavík. í kvöld kl. 21,20 sýnir sjón- varpið leik Ítalíu og Vestur- Þýzkalands í úndanúrslitum heims meistarakeppninnar í knattspyrnu. Leikur þessi hefur verið nefnd ur „leikur aldarinnar" enda mun hann vera frábær í alla staði, eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum. Mikill áhugi er meðal íþróttaunnenda hér fyrir þessum leik, enda ekki á hverjum degi, sem okkur gefst tækifæri á að sjá jafn góðan og umtalaðan leik í sjónvarpinu, og þennan. í kvöld átti að fara fram á Melavellinum leikur í 2. deild í knattspyrnu, milli Þróttar og Ár- ast kl. 20,30. Leikmenn beggja liðanna sáu fram á að þeir gætu ekki séð leikinn í sjónvarpinu, og fengu því til leiðar komið, að leik þeirra yrði flýtt, þannig að hann myndi hefjast kl. 10,30, — og tókst þeim að fá það í gegn. Enn ein útgáfa af lands- liðinu Klp-Reykjavfk. Það fór eins og við bjuigg- umst við, að ekki v-oru allir sammála um val „ebrvaldamna 10“ á landsliðinu í knatbspymu, sem við birtum í blaðinu á miðvikudag. Hér í miðborg ReykjavBcur er veitingahús eitt, sem toer nafinið TRÖÐ. Þar koma saman í hádeginu á hverjum degi, nema á laugardögum og stmoa dögum, — íþróttamenn úr flest um félögum borgarinnar, sem viima í miðtoorginni. Hafa þeir komið þarna saman á hverjum virkum degi undanfarin ár, og ræða aSallega um íþróttir þeg ar þeir koma saman, í hádeginu í gær tófcu þeir „einræðisvöldin“ úr höndum Hafsteins Guðmundssonar og völdu næsta landslið, Valið grundvallaðist á því, að leifcið yrði á grasi, og að leikaðferðin v®ri 4-3-3. Með það í huga völdu þeir lands- liðið þannig: Sigurður Dagsson, Val, Jó- hannes Atlason, Fram, Guðni Kjai-tansson, ÍBK, EUert Schram, KR, Gunnar Austfjörð ÍBA, Skúli Ágústsson, ÍBA, Eyleifur Hafsteinsson, ÍA, Ás- geir Elíasson, Framj Friðrik Ragnarsson, ÍBK, Hermann Gunuarsson, ÍBA, og Matthías; HaUgrímsson, ÍA. r Ef hægt yrði að fá Elmar Geirsson heim frá Þýzkalandi, kæmi hann inn í liðið fyrir Matthías. Þeir rökstuddu valið með þvi að segja að Sigurður Dags son væri okkar bezti markvörð ur, væri leikið á grasi. Vömin væri „pottþétt" en því miður væri ekki hægt að koma Ein- ari Gunnarssyni fiBK þar fyrir, því hanm ætti að leika á miðj- unni, en þar væru góðir menn fyrir, og ekki pláss fyrir hann. Tengiliðirnir væru allir sterk- ir og góðir sóíknarmenn, sem gætu skorað mrk. Útherjarnir fljótir og lagnir með bolta, og Hermann markaskorari af beztu tegund. Að lokum sögðu þeir að ef hinn eini og sanni „ekivaldur" myndi velja næsta landslið þannig — álitu þeir það vera trauistsyfirlýsinga á ^ þeirra störf. Borðtennis hjá KR Nýlega flutti borðtennisdeild KR starfssemi sína úr Laugar- dalshöll, í félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg, þar sem aðstaða til borðtennisæfinga er hin bezta og standa vonir til að deildin fái rnanns, og átti leikurina að hefj það húsnœði til framibúðar. Deild- in æfir á mánad. UcsL 17—20 og föstud. kL 20—22 og eru þessir tímar jafnt ætlaðir bonum sem körlum. Fréttatilkynning isd eild KR. frá Borðtenn- —----1,-*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.