Tíminn - 09.07.1970, Side 8

Tíminn - 09.07.1970, Side 8
8 TIMINN FIMMTUDAGIJR 9. júlí 1970. Samþykkt 21. fulltrúaþings ísl. barnakennara: Lýsa yfir vanþóknun á aðgerðarleysi í bygginga- málum Kennaraskólans Myndirnar eru teknar austur á Miklaholtsvelli s. I. þriðjudag, er Þór h.f. sýndi þar notkun búvinnuvélanna. Á efstu myndinni er verið að slá með sláttuþyrlunni. Á næstu mynd fyrir neðan er svo verið að dreifa heyinu með Fjölfætlunni, þá er því rakað saman með múgavélinni, og á neðstu myndinni er verið að setja heyið upp í vagninn, er siðan setur það i heyblásara eða beint í hlöðuna með færibandi. ÞÓR HF. SÝNIR NOTKUN NÝTlZKU BÚVINNUVÉLA Ályktun um kennara- menntunina. I. a) 21. fulltrúaþing S.Í.B. haldið í Melaskólanum dagana 5.—7. júní 1970, telur brýna nauð- syn á því, að menntun kennara sé tekin til gagngerðrar endur- skoðunar. Þingið fagnar því, að nefnd hefur verið skipuð til að vinna að endurskoðun laga um Kennaraskóla íslands, en minnir jafnframt á, að sam hliða því starfi þarf að endur skoða lög annarra skólastofn- ana, sem mennta kennara til starfa í skólum landsins, svo að æskileg verkaskipting og samvinna verði tekin upp og eðlilegt samræimi skapist á þessu sviði. b) Þingið ieggur áherzlu á, að það grundvallarsjónarmið verði viðurkennt, að allt kennaranám skuli vera sér- nám á háskólastigi. c) Þingið lítur svo á, að lengd námstímans þurfi að vera þrjú ár að minnsta kosti. Það telur rétt, að sameiginlegur náms- kjarni verði fyrir öll kennara- efni, en síðan velji nemendur sér kjörsvið og valgreinar. d) Þingið leggur á það höfuð- áherzlu, að starfsþjálfun kenn araefna sé stóraukin frá því, sem nú er. Jafnframt telur þingið brýnt, að kennurum, sem annast æfingakennslu kennaranema, sé gefinn kostur á framhaldsnámi og þeim sköp u« viðunandi starfsskilyrði. II. Þingð krefst þess, að undinn verði bráður bugur að skipulagn- ingu viðtækrar endunmenntunar starfandi kennara og skorar á mennitamálaráðuneytið að beita sér fyrir því, að árlega verði varið ríflegri fjárhæð í þessu skyni. Ennfremur, að starfandi kennurum séu opnaðar fieiri leið- ir hér innanlands til framhalds- menntunar og sérhæfingar á ýmsum sviðum skóla -og uppeldis mála. Ályktun um byggingarmál Kennaraskóla fslands 21. fulltrúaþing Sambands ísl. barnakennara, haldið í Melaskól- anum 5.—7. júní 1970, lýsir yfir megnri vanþóknun á aðgerðarleysi rfkisvaldsins í byggingarmálum Kennaraskóla fslands. Skorar þingið á Alþingi og rík- ^astjórn að veita svo ríflegt fé til nauðsynlegs kennslurýmis í bók- iegum og verklegum greinum, svo og íþróttum, að unnt verði að hefja framkvæmdir þegar á næsta sumri. 21. fulltrúaþing Sambands ísl. barnakennara, haldið í Melaskól- anum dagana 5.—7. júní 1970, fagnar þeirri hugmynd að taka upp kennslu í eðlisfræði og er- lendum málum á barnafræðslu- stigi. Jafnframt átelur þingið þau vinnubrögð, ef ætlazt er til, að bessum greinum verði bætt inn á 'ullskipaða námskrá, án þess að etla aukinn tíma til kennslunn- ar. En verði þessum greinum bætt við núverandi stundaskrá, mun vafi á, að endurgreiðsla fáist úr rikissjóði vegna þessarar kennslu, ef skólinn hefur þegar fultnýtt kennslukvóta sinn skv. skólakostn- aðarlögum. Þingið vill vekja sérstaka at- hygli kennsluyfirvalda á því, að ekki verður mögulegt að taka upp nýjar kennslugreinar að neinu marki, nema skólar verði einsett- ir hér á landi, eins og gerist hjá fiestum öðrum menningarþjóðum. Vill þingið beina því til mennta- málaráðuneytisins, að nú þegar verði gerð áætlun um, að einset- inn skóli verði orðinn að veru- leika á íslandi eigi síðar en 1980. 21. fulltrúaþing Sambands ísl. barnakennara, haldið dagana 5. —7. júní 1970, beinir þeim tilmæl- um til nefndar þeirrar. sem vinn- ur að endurskoðun fræðslulög- gjafarinnar, að hún beiti sér fyr- ir því, að í lögin verði sett skýr ákvæði, sem komið geti í veg fyrir það, að unnt sé að ákveða með reglugerð (námsskrá), að nemendur á skyldunámsstigi fái mismunandi kennslu eftir kynj- um í verklegum námsgreinum, eins og nú á sér stað. Jafnframt beinir þingið þeim eindregnu tilmælum til nefndar þeirrar, sem vinnur að endurskoð un laga um Kennaraskóla íslands og á að gera tillbgur um ' nýskip- an kennaranámsins, að hún hlutist til um það. að gerð venði sú breyting á menntun handa- vinnukennara, að kennslan, sem þeir síðar munu veita f verkleg- um námsgreinum á skyldunáms- stiginu, geti jafnt orðið fyrir drengi oe stúlkar. 21. fulltrúaþing SÍB, haldið 5. —7. júní 1970, bendir á þann gífurlega mun, sem er á aðstöðu ungs íólks til langskólanáms, eftir því hvar það er búsett í landinu. Langtum færra ungt fólk utan þéttbýlissvæðanna getur sakir kostnaðar stundað slífct nám. Þing ið krefst þess, að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að skapa ungu fólki úr dreifbýlinu jafn- góð skilyrði til framhaldsnáms og ungu fólki af þéttbýlissvæðun- um. Þingið bendir sérstaklega á, að er kennaranámið verður gert sérnám á háskólastigi eykst enn langskólanám í landinu og um leið fækkar kostum ungs fólks úr dreifbýlinu til náms, er veitir stöðuréttindi. Slík ráðstöfan gerir því þörfina fyrir námsaðstoð við fólk úr dreifbýlinu enn brýnni en ella. Vísindamönnum kemur saman um, að samfélagið sé höfuðorsök fyrir síversnandi geðheilsu fólks. Nægir hér að nefna dr. med. Viktor E. Frankl. í Vín og dr. med. William Glasser í Kaliforn- íu, sem báðir eru brautryðjendur í geðlækningum. Þar sem orsaka þessa er að leita í samfélaginu, og uppeldi þess, verður að einbeita kröftunum til hjálpar í þá átt. Hér verður að bregðas' fljótt við, því að tíminn er naumur, og vandamálið vex hröðum skrefum. Skólinn er sú stofnun, sem fyrst og fremst verður að hlýða þessu neyðarkalli á hjálp samfélaginu til handa. Hann er hins vegar ekki fær um það, vegna þess að kenn- aramenntunin er ekki við hæfi. Af þessutn ástæðum einum er knýjandi nauðsyn, að kennara- menntunin verði stóraukin nú þegar, og starfandi kennarar verði einuig endurhæfðir á kostnað rík- isins til þess að tnæta þessum vanda áður en hann er orðinn óviðráðanlegur, sem hlýtur að verða mjög bráðlega, ef ekkert er að gert. Störf skólanna verða því aðeins leyst á viðunandi hátt, að þar sé starfað á vísindalegum grundvelli. 21. fulltrúaþing SÍB skorar því á fræðsluyfirvöld að bregðast fljótt við þessum vanda og draga það ekfci lengur en til haustsins að hefjast handa. 21. fulltrúaþing SÍB, haldið í Reykjavík dagana 5.—7. júní 1970, telur að stefna beri að fimm daga skólaviku. Því mælist það til þess við skólastjóra, að þeir reyni að haga gerð stundataflna þannig næsta skólaár ,að sem flestir nem endur fái notið fimm daga skóla- viku. 21. fulltrúaþing SÍB, haldið i Reykjavík dagana 5.—7. júní 1970, skorar á menntamálaráðuneytið að beita sér nú þegar fyrir setn- ingu lagaákvæða um skólabóka- söfn. Verði allúr kostnaður við uppbýggíngu slíkra safna greidd- ur af oþinberj fé í sama hlut- falli og önnur kennslutæki. Sam-| kvæmt reglum, er ráðuneytiðl setji í samræmi við stærð skólá, i verði ákveðnum kennara hvers skóla falin bókavarzla, og verði hún hluti af starfsskyldu hans Jafnframt gefist bókavörðunum kostur á vissri starfsmenntun, áð ur en þeir taka við starfi. Hlutverk skólabókasafna eru einkum þessi: a) Að vera virkur þáttur í fræðslu og uppeldisstarfi skólans. b) Að kenna nemendum að nota bækur og bókasöfn sér til gagns og æfa þá i sjálfstæðri heimildasöfnun af bókum. c) Að veita nemendum kost á gagnlegu og þroskandi lesefni til tómstundalestrar. Bókakost skólabókasafna ber að miða við, að þau séu fær um að rækja þær skyldur, sem um er rætt hér að framan. f bókakost- inum sé að finna: a) Hentug uppsláttar- og fræðirit í þeim greinum, sem kenndar eru í skólanum, sum þeirra I nokkrum eintökum, — b) önnur rit, skáldrit og fræði- rit, sem hentug geta talizt nem endum til tómstundalestrar og sjálfstæðrar heimilda- og þekk ingaröflunar Þingið telur að stefna beri að því, að kennarar með sérmenntun til bókasafnsstarfa í skólum skuli ráðnir til þessara starfa á sama grundvelli og aðrir kennarar skól anna. 21. ful'ltrúaþing SÍB krefst þess. "'ð námsstjóri verði ráðinn fyrir Suðurland, eins og lög mæla fyrir. í stað þess, sem lét þar af störf- um fyrir tveimur árum. Þingið felur stjórn SÍB að fylgja þessu máli fast etfir í sam ráði við kenn arasamtbk viðkom- andi svæðis. Framhald á hls. 15. EB-Reykjavík, þriðjudag. Þann 2. júlí s. 1. föru menn frá Þór h. f. í Reykjavík, austur að Miklaholtshelli í Hraungerðis- hreppi og sýndu þar notkun ný- tízku búvinnuvéla, er fyrirtækið hefur umboð fyrir hér á landi, en þær eru framleiddar af FAHR í Þýzkalandi. Vorj bændur úr flest- um hreppum Árnessýslu þar mætt ir og fylgdust með því, hvernig unnið var með vélum þessum, sem nú eru að ryðja sér mjög til rúms hér á landi, enda nær um gjörbylt ingu að ræða á sviði heyvinnslu í landinu með notkun þessarra véla- Er hér um að ræða svonefndar sláttuþyrlur er auka mjög afköstin við slátt, en vinnslubreidd þeirrar sláttuþyrlu sem Þórs-menn sýndu á Miklahotshelli er 1,65. Er mjög auðvelt að stilla hana af, eftir lög- un túnsins sem slegið er, og hægt er að slá með henni svo hratt sem dráttarvélin kemst, og veldur hún engum töfum í beygjum og slær mjög vel. Þá hefur hún mjög auð- velda hnífaskiptingu og enga hnífa brýnslu. Einnig hreinsar sláttuþyrl an sig fullkomlega og þarfnast ekki cnikils viðhalds. Þá var þar til sýnis ný Fjöl- fætla er dreifir vel úr múgum og tætir vel úr heyinu þannig að miklu skemmri tíma tekur að þurrka heyið en áður, Er þessi nýja gerð Fjölfætlu einfaldari en aðrar tegundir hennar, og einkar auðvelt að gera breytingu á henni. milli flutnings- og vinnslustöðu Telja þeir bændur sem reynslu hafa af Fjölfætlunni að hún borgi sig strax fyrsta árið. Að lokum var svo sýnd notkun múgavélar og heyvagns frá FAHR, og sem fyrr sagði hefur Þór h. f. umboð fyrir allar þessar búvinnu vélar hér á landi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.