Tíminn - 09.07.1970, Blaðsíða 13
ÍTIMMTUDAGUR 9. júlí 1970.
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
IÞROTTIR
13
Keflvíkingar „lukkunnar pamfílar" í Evrópubikarkeppninni:
Mæta Everton í 1. umferð!
- en Akureyringar mæta svíssneska li&inu Ziirich
Alf-Reykjavík. — í gær var dreg
13 um það í aðalstöðvum Knatt-
spymusambands Evrópu í Basel
hvaða lið leika saman í fyrstu um-
ferð Evrópubikarkeppni meistara-
liða og bikarhafa, en eins og
kunnugt er, þá taka Keflvíkingar
þátt í keppni meistaraliða og Ak-
ureyringar þátt í keppni bikar-
hafa.
Drógust Kefivíkingar á móti Eng
landsmeisturunum Everton og er
þetta í annað sinn, sem fslánds-
meistarar dragast gegn Englands-
meisturum, en KR-ingar léku gegn
Liverpool á sínum tíma. Everton
á rétt á heimaleik fyrst.
Akureyringar drógust á móti
svissneska liðinu Zurich, og eiga
rétt á heimaleik á undan. Verður
það í fyrsta sinn, sem íslenzkt og
svissneskt li'ð mætast á knatt-
spyrnuvelli.
Þegar við höfðum samband við
Hafstein Guðmundsson, formann
ÍBK, snemma í gær og færðum
honum tíðindin, varð hann glað-
ur við, enda má segja, að Keflvík
ingar hafi dottið í lukkupottinn a@
fá jafnfrægt lið og Everton, þó að
varla sé við því að búast, að þeir
sigri Englandsmeistarana. Er sér
stakt tilhlökkunarefni að fá að sjá
Everton með alla sina frægu leik-
menn, þ. á. m. Allan Ball, leika á
Laugardalsvelli.
Hermann Gunnarsson, þjálfari
Akureyringa, var ekki jafnhress og
Hafsteinn, þegar við sögðum hon
um tiðindin. „Við vorum satt að
segja að vona, að við fengjum
frægara lið sem mótherja, t. d.
Chelsea éða Benfica. Annars má
búast við því, að við getum veitt
Svisslendingum einhverja keppni.
Svissnesk knattspyrna er ekki á
ntijög háu stigi, t. d. hafa Danir
oftsinnis sigrað Svisslendinga í.
Evrópubikarkeppninni.“
Hermann sagðist búast við því,
a® fyrri leikurinn færi fram á
Akureyri, en ekki í Reykjavík.
Eftir því sem fþróttasíðan bezt
veit, þá á leikjum í'fyrri umferð
að vera lokið fyrir 15. september.
Fastlega má búast við því, að
Keflavíkingar reyni að semja við
Everton um að fyrri leikurinn fari
fram á íslandi.
Allan Ball, einn þekkfasti leikmaS-
or Everton.
Þau lið sem lenda saman í
spyrnu eru þessi:
1. umferð í Evrópukeppninni í knatt-
Iþróttafréttamanni utvarps-
ins meinaður aðgangur
- að útvarpsklefanum á Laugardalsvelli
Sá einstæði atburður átti sér
stað á Laugardalsvellinum í
fyrrakvöld, að íþróttafrétta-
manni útvarpsins, Jóni Asgeirs-
syni, var meinaður aðgangur að
útvarpsklefanum á vellinum,
sem er fyrir aftan blaðamanna
stúkuna. Gerðist þetta skönunu
áður en landsleikur íslands og
Danmerkur í knattspyrnu
hófst.
Þegar Jón kom að klefanum,
var hann læstur, og búið að
taka allar símaleiðslur úr sam
bandi. Var Jóni bent á að ræða
við Albert Guðmundsson, for-
mánn Knattspyrnusambands ís
lands, um þetta mál, en það
mun hafa verið að undirlagi
formanns KSf að 'þessar ráð-
stafanir voru gerðar. Fékk Jón
heldur loðin svör hjá formann-
inum — og fékk ekki aðgang
að klefanum. Hins vegar voru
gerðar ráðstafanir til þess að
koma á símasambandi við Dan-
mörku, sem danska útvarpið
hafði pantað, og tekið hafði
verið úr sambandi í algern
heimildarleysi.
Ástæðan fyrir þessum að-
gerðum formanns KSÍ má vafa
laust rekja til þess, að ekki
náðist samkomulag á milli
KSÍ og útvarpsins um lýsingu
frá leiknum, og mun formaður
inn hafa óttazt það, að Jón
lýsti leiknum á laun!
Atburður sá, sem átti sér
stað á vellinum, mun senni-
lega hafa einhver eftirköst —
og ekki ósennilegt, að Samtök
íþróttafréttamanna tald málið
upp við rétta aðila, því að
það er alvarlegt, að meina
fréttamönnum aðgang að vinnu
stað sínum, eins og gerðist í
þessu tilviki. — Klp.
Evrópukeppni deildarmeistara:
Undankeppni ( einn leikur) Leviski Spartak, Búlgaríu — Austría
Wien, Austurríki
1. umferð:
Atletico Madrid, Spáni — Sigurvegari úr Leviski/Austria
Spartak Moskva, Rússlandi — FC Basel, Sviss
Fenerbahce, Tyrklandi — Carl Zeiss Jena, Austur-Þýzkalandi
Standard Liege, Belgíu — Rosenborg, Noregi
Sportin, Portúgal — Floriana, Möltu
Slovan Bratislava, Tókkóslovakiu — B 1903, Danmörku
EOA, Kýpur — Borussia M, Vestur-Þýzkalandi
Feijenoord, Hollandi — Rapid, Rúmeniu.
Everton, Englandi — ÍBK, íslandi
Neunduri, Albaniu — Ajax, Hollandi ,
Göteborg, Svþjóð — Legia Warszawa, Póllandi
Ujpest Dozsa, Ungverjalandi — Rauða stjarnan, Júgóslavíu
Cagliari, ftalíu — St. Etienne, Frakklandi
Celtic, Skotlandi — Kokkala, Finnlandi
Panathinaikos, Grikklandi — Jeunesse, Luxemborg
Waterford, frlandi — Glentoran, Norður-frlandi
Evrópukeppni bikarmeistara:
(UndanSeppni, tveir leikir) Atvitaberg, Svfþjóð — Tiran, Albaníu.
Bohemians, írlandi — Gottwaldow, Tékkóslóvakíu
Wacker Wien, Austurríki — sigurvegari úr leik Tíran/Atvitaberg
PS Eindhoven, Hollandi — sigurvegari úr leik Bohemins/Gottwáldow
Manchester City, England — Linfield, Norður-frland
Benfica, Portúgal — Ljubljana, Júgóslavíu
Salonika, Grikklandi — Chelsea, Englandi
ÍBA, fsland — FC Zurich, Sviss
Cardiff, Wales — ???, Kýpur
Real Madrid, Spáni — Bikarmeistari V.-Þýzkal.
Berlin, Austur-Þýzkal. — Bologna, Ítalíu
Aberdeen, Skotland — Bikarm. Ungverjalands
Strömgodset, Noregi — Nantes, Frakklandi
Ismir, Tyrklandi — Union Sportiv, Luxemborg
Bikarm. Búlgaríu — Haka, Finnlandi
Bikarm. Rússlands — Bikarm. Rúmeníu
SUMARFERÐ FRAMSÓKNARFÉLAGANNA
í REYKJAVÍK 1970
Sunnudaginn 19. júlí — Farið verður kl. 8 árdegis frá Hringbraut 30. —
FARARSTJÓRI: EINAR ÁGÚSTSSON, alþingismaður.
Ekið verður um Hellisheiði, stanzað á Kambabrún, ef veður er gott, annars í Hveragerði. Þaðan um Selfoss, austur
yfir Þjórsá, austur Holt og upp Landsveit í Galtalækjarskóg og matazt þar. Síðan ekið að eldstöðvum Heklu og þær
skoðaðar. — Þá er farið um Þjórsárbrú hjá Búrfelli, niður Þjórsárdal, að Skálholti. Þaðan er ekið upp hjá Mosfelli að
Laugarvatni ,en frá Laugarvatni um Laugardalsvelli og stanzað þar. Þá er ekið um Gjábakkahraun til Þingvalla og
síðan til Reykjavíkur. (Sennilega verður stanzað víðar en hér hefur verið rakið, ef veður verður gott).
Farseðlar eru seldir á Hringbraut 30, símar 24480 og 16066. Einnig í afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, sími 12323.
Farseðlarnir kosta kr. 400,00. Fyrir böm innan 10 ára kr. 250,00. — Nesti þurfa menn að taka með sér. —
Nauðsynlegt er, að þátttakendur taki farseðla sína sem allra fyrst, því að torvelt getur orðið að fá bfla, nema samið
sé um þá með nokkurra daga fyrirvara.
i ' ! i i ’• ‘ '
í » •