Tíminn - 09.07.1970, Side 9
JHMMTUDAGUR 9. júlí 1970.
1
TIMINN
9
■1
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediiktsson. EUtstjórar: Þórarinn
Þórariinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnar-
skrifstoiur í Edduliúsiniu, símar 18300—18306. Skrifstofur
Banikastræti 7 — AfgreiSslusími 12323. Auglýsin'gasími 19523.
AfSnar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði,
innanlands — f lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Norrænt
samvinnustarf
DR. KATHARINA FOCKE:
Staðreyndirnar ráða úrslitum
um stefnu stjórnarinnar í Bonn
Tyllivonum og gömlum, úreltum blekkingum hefur verið varpað fyrir
borð. Reynt er að miða að bættri sambúð þýzku ríkjanna tveggja í
bráð og haga stefnunni yfirleitt í samræmi við veruleikann.
Þessa dagana er haldinn hér í Reykjavík aðalfundur
Norræna samvinnusambandsins, og í tengslum við fund-
inn efnt til fróðleikssýninga um samvinnustarfið á Norð-
urlöndum, bæði í hverju landi fyrir sig og sameigin-
lega. Norrænt samvinnusamstarf hefur farið sívaxandi
Wn síðustu ár, og er það almennt álit samvinnumanna,
að það hafi þegar borið góðan ávöxt, en enn meiri
árangurs sé að vænta.
NAF — Samvinnusamband Norðurlanda — hefur um
árabil annazt sameiginleg stórinnkaup fyrir norræn kaup-
félög á ýmsum almennum neyzluvörum, svo sem kaffi
og ávöxtum. Á seinni árum hefur vettvangur samstarfs-
ins stækkað og nær nú í vaxandi mæli til framleiðslu
á samvinnugrundvelli og félagsmála. Síðasta ár var
gróskumikið í starfi samtakanna, heildarumsetning óx
um 17% eða jafnmikið og árið áður. Sameiginleg vöru-
kaup uxu að mun, og nýjar umboðsskrifstofur voru sett-
ar á laggir. Loftflutningar á vörum fara mjög vaxandi.
Starfsemi sameiginlegra verksmiðja óx stórlega.
Sambandið færir sífellt út kvíarnar með nýjum um-
boðsskrifstofum víða um heim. En nýjasta samstarfs-
greinin sem norrænir samvinnumenn einbeita sér nú að,
er norrænn samvinnuiðnaður, og við hann eru bundn-
ar miklar vonir. Við íslendingar hljótum að gefa því
máli sérstakan gaum og vænta mikils af slíkri samvinnu,
enda eru hér á landi hin ágæfustu skilyrði til þess. Slíkar
samvinnuverksmiðjur, sem norrænir samvinnumenn eiga
sameiginlega, hafa þegar risið í Finnlandi, Svíþjóð og
Noregi, og á Samband ísl. samvinnufélaga hluta 1 þeim.
Stjorn Norræna samvinnusambandsins hefur á prjónun-
um ýmsar ráðagerðir í þessu efni, og Erlendur Einars-
son, forstjóri SÍS hefur hreyft við stjórnina hugmynd um
norræna samvinnuverksmiðju í niðursuðu, og fengið
ágætar undirtektir.
Hér er um að ræða hið merkasta mál, sem við hljót-
um að binda miklar vonir við. Norrænu samvinnufélögin
ráða yfir miklu og öflugu dreifingarkerfi, og með þátt-
töku í Fríverzlunarbandalaginu, ætti þeim að reynast
auðveldara að brjótast saman inn í þann stóra markað,
en fyrirtækjum hverrar þjóðar fyrir sig.
íslendingar hafa betra hráefni en aðrir til niðursuðu
sjávarafla. Norræn niðursuðuverksmiðja samvinnu-
manna á íslandi, fullkomin og stórvirk, gæti því orðið
íslenzku atvinnulífi mikilvæg lyftistöng.
Sjálfsagt er einnig, að íslenzkir samvinnumenn séu
þátttakendur í samvinnuverksmiðjum í öðrum Norður-
löndum eftir því sem geta leyfir, og þar með virkir aðilar
í norrænum samvinnuiðnaði.
Annað norrænt N samvinnusamstarf er einnig mjög
mikilvægt, svo sem meiri samvinna til aukinnar hag-
kvæmni um markaðsmál, flutninga, tryggingar, fjármál
og fleira, og í þeim efnum fer norrænt samvinnustarf
stöðugt vaxandi. Sama er að segja um félagsmálin, sam-
eiginlegt upplýsingastarf og fjölmargt annað. Verkefnin
á akri norrænna samvinnumanna eru mörg, og í fáum
efnum getur norræn samvinna borið eins ríkulega ávexti,
sé rétt á haldið.
Um þessar mundir á Alþjóðasamband samvinnumanna
75 ára afmæli. Starfsemi þess beinist nú öðru fremur að
því, að greiða fyrir aðlögun samvinnustarfs að hröðum
efnahagslegum og félagslegum breytingum í hinum þró-
uðu löndum, og beina þjálfun og reynslu samvinnumanna
til hjálpar hinum nýfrjálsu þjóðum, sem skammt eru
á veg komnar. — AK
Dr. Katliarina Focke er
ráðherra í vesturþýzku
stjórninni og fylgist með ut-
anrfkismálum í þinginu.
Ræðuna, sem hér fer á eft-
ir, flutti hún í New York
17. júní s.l. í tilefni af af-
mæli austurþýsku bylting-
arinnar árið 1953. Fjallar
hún um hina nýju afstöðu
vesturþýzku ríkisstjómar-
innar til Austur-Þýzkalands
og ríkjanna í Austur-Evrópu
yfirleitt.
, HÆTT er að tala um 17.
júní 1953 á sama hátt og gert
var fyrir tíu eða jafnvel fimm
árum. Atburðirnir eru það
löngu liðnir, bæði í tíma og
þó einkum í stjórnmálum. Meg
inbreytingin kemur fram í
frumvarpi til laga, sem liggur
fyrir þinginu í Bonn. Þingið
leggur ekki til, að dagurinn
verði framvegis haldinn hátíð-
legur, heldur verði venjulegur
virkur dagur. Rökrætt verður
um ástandið í Evrópu. meðal
annars afstöðu ríkisstjórnar
Sambandslýðveldisins til
Þýzkalands og austurveldanna.
Að undanförnu hefir þeim
fjölgað ört, sem efast um, að
rétt sé að halda áfram að
halda 17. júní hátíðlegan eins
og gert hefir verið.
Þessi afstaða þingsins táka-
ar ekki að við Vestur-Þjóðverj
ar séum hættir að vera þakk-
látir þeitn, sem hættu lífi sínu
fyrir seytján árum í baráttu
fyrir frelsi og sjálfsákvörðun-
arrétti, eða höfum gleymt dáð
um þeirra.
MINNINGIN um uppreisn-
ina 17. júní mun halda áfram
að flytja okkur sinn ákveðna
boðskap, en sá boðskapur er
nú orðinn nokkuð annar en
hann var x upphafi.
Árið 1953 vorum við enn
sannfærðir um, að hin lítt vin-
sæla og valta ríkisstjórn i beim
hluta Þýzkalands, sem var
handan járntjaldsins, hlyti þá
og þegar að hrökklast frá völd
um. Við vonuðum og trúðum,
að innlenda krafan um frelsi
yrði máttugri valdinu, sem
vildi afneita henni.
Atburðirnir 17. iúní voru í
senn tákn slíkra vona og
merki um þær. Við gerðum
meira að segja ráð fyrir. að
valdhafarnir í Ráðstjórnar-
ríkjunum þreyttust smátt og
smátt á að halda landsvæði
jafn tregra og uppreisnar-
gjarnra íbúa og hlytu einn
góðan veðurdag að sleppa af
því hendi og veita því frelsi,
svo að það gæti sameinast
Sambandslýðveldinu að nýju.
Þessar vonir hafa reynzt
blekking ein og að engu orð-
ið hver af annarri þau seyti-
án ár, sem liðin eru
HÉR kemur einnig til. að
atburðirnir 17. iúnj 1953 eru
hættir að vera einstæðir Udd-
reisnin í Ungver.ialandi 1956
fylgdi í kjölfarið og hún var
brotin á bak aftur með rússn-
enskri innrás, eins og þýzka
uppreisnin þremur árum áður.
Við sáum einnig, hvernig
„vorinu í Prag“ lyktaði árið
1968. Þar var þó ekki um
neina uppreisn að ræða, held-
ur fjölþættar umbætur, sem
ríkisstjóm Tékkóslóvakfu og
kommúnistaflokkur landsins
stóðu að, og höfðu greinilegt
meirihlutafylgi íbúanna að
baki sér. Þrátt fyrir það beittu
Dr. Katharina Focke
Sovétmenn afli til að grípa i
taumana og breytta þar sam-
kvæmt kenningu. sem kveð-
ur á um, hvar skuli vera tak-
mörk fullveldis annarra komm
únistaríkja.
Frelsishreyfingar hafa þann
ig verið bældar niður þrisvar,
eða í Austur-Berlín. Budapest
og Prag, og leiðtogar vestur-
veldanna — sér í lagi forustu-
menn Bandaríkjanna, — hafa
jafn oft sýnt svart á hvítu, að
þau geta enga aðstoð veitt þeg
ar valdi er beitt á áhrifasvæði
Sovétríkjanna. Komið hefir í
Ijós, að Sovétmenn geta farið
FYRRI HLUTI
með völdin á umráðasvæði
sínu eins og þeim sjálfum sýn
ist án þess að þurfa að óttast
að Bandaríkjamenn grípi til
gagnráðstafana.
ATBURÐIRNIR 17. júni
1953 geta ekki gerzt að nýju
fremur en uppreisnin 1956 í
Ungver.ialandi. Sú breytine
hefir einnig orðið, að ríkis-
stjórn Austur-Þýzkalands hef
ir elfzt svo. að nú gæti hún
ráðið niðurlögum innlendrar
uppreisnar. jafnvel án þess að
aðstoð 20 rússneskra herfylkja
kæmi til. Austurþýzka rjkið
var veikburða í upphafi. en
hefir elfzt svo. að bað er nú
í hópi átta mestu iðnaðarríkja
heims, lífskiörin i landinu eru
tiltölulega rúm og íbúar þess
eru stoltir af bessum afrekum.
Þrátt fyrir þetta er ríkis-
stjórn landsins miður ástsæl f
margan hátt. íbúarnir eru eigi
að síður farnir að sætta sig
við staðreyndirnar eins og þær
eru, bæði af margra ára vana
og vegna mjög bætts efnahags
ástands. Hér kemur einnig til,
að hlutlausa beltið og gadda-
vírsgirðingarnar á landamær-
um Austur-Þýzkalands og
Berlínar-múrinn hafa gert
möguleikana á flótta til Vest-
ur-Þýzkalands ákaflega litla.
VESTUR-ÞJÓÐVERJAR
vildu ekki viðurkenna þessar
breytingar árum saman. End-
urtekið var hvað eftir ann-
að, að hin eina rétta stefna
V-Þjóðverja væri að keppa
að endursameiningu eins þjóð-
ríkis. Þessari stefnu fylgdi að
sjálfsögðu alger afneitun og
höfnun austur-þýzka ríkis-
ins, og var raunar aðeins rök-
rétt miðað við gildandi af-
stöðu. Tilveruréttur ríkisins
var dreginn j efa. nafn þess
var.að jafnaði sett innan til-
vitnunarmerkja og jafnvel um
það rætt sem „hernámssvæði".
Stjórn Sambandslýðveldis-
ins í Bonn krafðist þess, .að
henni leyfðist að mæla fyrir
munn allra Þjóðverja. einnig
þeirrar sem byggju í Austur-
Þýzkalandi. Hallstein-kenn-
ingin var einnig í hávegum
höfð, en samkvæmt henni
hafnaði ríkisstjórn Sambands
lýðveldisins öllum stjórnmála-
samskiptum við þau ríki. sem
viðurkenndu austur-þýzka rík
ið. Stjórnmálasamband Sam-
bandslýðveldisins og Ráð- B
stjórnarríkjanna var árum §
saman eina undantekningin 1
frá þessari reglu.
ÞESSI stefna var óbreytt
allt þar til Jafnaðarmenn
gengu til samstarfs um ríkis-
stjórn árið 1966, en þá urðu
á henni nokkrar breytingar.
Þá var til dæmis farið að tala
um „hinn hluta Þýzkalands“
begar átt var við Austur-Þýzka
land. Sjórnmálasamband var
einnig tekið upp við Júgó-
slavíu og Rúmeniu. Hallstein-
kenningin var eigi að síður
enn í fullu gildi i meginatrið-
um, nema begar í hlut áttu
ríki austan járntjalds. og ríkis
stjórnin f Bonn hvarf smám
saman frá kröfunm um að
hún væri viðurkennd sem
hinn eini málsvari Þjóðverja.
Á dögum samsteypustjórn-
arinnar hefst rrátt fyrir betta
sú þróun, sem verður að telja
aðdraganda beirrar stefnu.
sem nr. er fylgt fram
Að afstöðnum kosningum
1969 var mynduð ríkisstjórn
þeirra Brandts og Scheel. Þá
fyrst var unnt að marka og
fylgja fram stefnu. sem ekki
byggðist á bleKkingum heldur
staðrevndum. bæð! gagnvart
Austurveldunum og í málefn-
um Þýzkalands.