Tíminn - 09.07.1970, Blaðsíða 16
Flmmtudagor 9. fútí 1970.
Förum oftar í kvik-
myndahús en aðrir
Norðurlandabúar
GAFU FIMM AUSTURLENZKAR SMAMYNDIR
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Þótt mjög hafi dregið úr
aðsókn að kvikmyndahúsum
hér á landi síðan íslenzka sjón
varpið hóf starfsemi sína 1966,
þá fara íslendingar oftar í kvik
myndahús en t.d. aðrir Norður-
landabúar. Kemur þetta fram
í nýútkomnum Hagtíðindum,
þar sem áætlað er að hver
landsbúi hafi farið a® meðal-
tali 9,6 sinnum í kvikmynda-
hús árið 1968. Samsvarandi
tölur frá Norðurlöndum eru
5,5 í Danmörku, 2,4 í Finn-
landi, 4,0 í Noregi og 4,2 í
Svíþjóð.
Yfirlitið í Hagtíðindum nær
yfir starfsemi kvikmyndahúsa
árin 1967 og 1968, Kemur þar
margt fram, m.a. eftirfarandi:
★ Tala sýningargesta hefur
lækkað verulega, og er sjón-
varpinu kennt um. Sætanýting
f 11 kvikmyndahúsum í Reykja
vík, Kópavogi og Hafnarfirði,
hefur lækkað úr 29,3% árið
1965 í 26,4% árið 1968, og er
um lækkun að ræða hvert ár.
Hefur sætanýtingin haldið
áfram að lækka síðan. Sömu
sögu er að segja um kvikmynda
hús í öðrum kaupstöðum lands
ins. Fækkunin frá 1965 til
1968 er 23,7%.
HJUKRUNAR-
ÞINGINU
SLITIÐ í DAG
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Norrænu hjúkrunankonurnar
fengu gott veður í ferðalögum
þeim, sem þær fóru í um land
ið í dag. Efnt var til tveggja
ferða fyrir þátttakenduma i
hjúkrunarþinginu, setn hér
stendur yfir, annar hópurinn
fór upp í Borgarfjörð, en hinn
hþpurinn, sem var mun stærri,
fór að Gullfossi og Geysi og
á Þingvöll.
f gær fóru fram umræður
í hinum ýmsu umræðuhópum á
þinginu, og síðdegis fóm fram
háborðsumræður með innlend-
um og erlendum þátttakendum.
f gærkvöldi gafst þingfulttrú-
um kostur á að fara í okuferð
um borgina, einnig var haldin
tízkusýning á Hótel Loftleið-
um, þar sem kór um 30
finnskra hjúkrunarkvenna
söng, og að lokum var hægt
að sjá kvikmynd af Burtseyjar
gosinu. Fékk hver þáttfakandi
tækifæri til þess að taka þátt
f einhverju einu af þessu
þrennu. Höfðu konurnar mik-
inn á'huga á Surtseyjarmynd-
inni, og sömuleiðis sýnisferð-
inni um Reykjavík.
Þinginu lýkur á morgun,
fimmtudag. Fara fram þingslit
í Háskólabíói kl. 14.00, en
klukkan 17,00 verður móttaka
Reykjavíkurborgar fyrir þing-
futltrúa í Tónábæ.
★ Fjöldi langra mynda, sem
sýndar hafa veri/ð fyrrnefndum
11 kvikmyndahúsum, hefur
farið vaxandi, eða úr 451 árið
1967 í 473 1968.
★ Langflesrtar myndanna
eru bandarískar, en annars
skiptast þær milli framleiðslu
ríkja sem hér segir, árið 1968
Framhitd á bls. 14.
Skothríð
í íbúahverfi
í Kópavogi
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Lögreglan í Kópavogi hand
tók í gær tvo menn sem gerðu
sér leik að því. að skjóta af
riffli í húsasundi inni í miðj
um kaupstaðnum. Skutu þeir
úr sundinu inn í opinn bílskúr.
Þessa iðju hófu þeir um kl.
fimm en nágrannarnir, sem
voru furðu lostnir yfir þessu
uppátæki, kærðu til lögreglunn
ar, sem strax kom á vettvang
og handtók mennina.
Annar þessara skotglöðu
manna átti byssuna, sem þeir
notuðu til að æfa skotfimi sína
inni í íbúðahverfi. Er vopnið
16 skota rifill cal. 22. Var
byssan að sjáifsögðu tekin af
eigandanum og mun bæjar-
fógetinn í Kópavogi fjalla um
mál mannanna.
Úvíst hvenær
siðara strand
ferðaskipið
verður afhent
SB-Reykjavík, miðvikudag.
Verkföllin hafa tafið talsvert
smíði seinna strandferðaskips
Skipaútgerðar ríkisins. Sam-
kvæmt upphaflegri áætlun, átti
að afhenda skipið í haust, en nú
er áætlunin í endurskoðun og
ekki hægt að segja, hvenær af-
hendingin getur farið fram.
Hallgrímur Skaptason fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar
h. f. á Akureyri tjáði blaðinu i
dag, að nú væri verið að ganga
frá vélum skipsins og vinna
við innréttingar. Hann sagði
einnig, að þótt verkföll hefðu'
ekki komið til, hefði oft viljað
dragast á langinn, aið efni, sem
til smíðarinnar þyrfti, kæmi á
réttum tíma. Þessa stundina
væri þó ekki beðið eftir neinu
og vinnan við skipið í full-
um gangi. 8S
FB-GVA-Reykjavík, miðvikudag.
Listasafni íslands hefur borizt
mjög verðmæt gjöf frá sænsku
hjónunum Elsu Etzler og dr. All-
an Etzler. Er hér uir. að ræða
fimm austurlenzkar smámyndir,
frummyndir, sem dr. Etzler hef-
ur átt í einkasafni sínu og hafa
auk þess m. a. verið sýndar í
Ilollandi með öðrum austurlenzk
um myndum. Þrjár myndirnar
eru indverskar frá 18. öld, og
tvær eru persneskar og eru frá
16. öld.
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Á þessu ári enx komnir eða
koma hingað til lands samtals
32 erlendir vísindaleiðangrar frá
átta ríkjum til ýmiskonar rann-
sókna. Mikið af þessum leiðangr-
um eru hópferðir nemenda, eink
DRUKKNAÐI
í JÖKULSÁ
FB-Reykjavik, miðvikudag.
Sl. laugardag féll maður í Jök-
ulsá í Fljótsdal og drukknaði. Var
það Pétur Gunnarsson, starfsmað-
ur á Skriðuklaustri. Pétur hafði
v-erið í útreiðartúr með félögum
sínuin, og ætlaði yfir Jökulsá. Féll
hann af hesti sínum og í ána.
Ferðafélögupi Péturs tókst að ná
honuim og komast með hann í
land, en lífgunartilraunir báru
ekki árangur.
EB—Reykjavík, þriðjudag.
f dag fer fram fyrsta síldar-
söltunin á Djúpavogi á sumrinu.
en saltað er upp úr 1200 kössum
af ísvarinni síld sem Ljósfari kom
með þangað i morgun. Er það
söltunarstöðin Arnarey. sem rekið
er aí Kaupfélagi Berufjarðar, er
um söltunina sér, en Arnarey var
einmitt sú söltunarstöð er mest
saltaði af síld í fyrra, eða yfir sjö
þúsund tunnui'.
Etzler-hjónin gefa þessar mynd
ir í þakklætisskyni fyrir vinsemd
sem þeim hefur verið sýnd, er
þau hafa komið hingað, og góðar
móttökur, en þau sögðu í við-
tali við blaðamenn í dag, að
þeim þætti mjög vænt um fs-
land.
Myndirnar bárust Listasafninu
í maí s. 1. en þegar dr. Selma
Jónsdóbtir, forstöðumaður safns
ins talaði við gefendur. sögðust
þau mundu koma hingað nú í júlí
um frá Bretlandi, ásamt kennurum
sínum, en jafnframt fer fjö.lgandi
þekktum vísindamönnum, sem
hingað sækja að sögn Rannsóknar
ráðs ríkisins.
Flestir eru leiðangrarnir frá
Bretlandi, eða 14 talsins. Er hér
um náttúrufræðilegai rannsóknir
að ræða, en einnig ýmsar aðrar
rannsóknir. Nokkrir 'eiðangranna
rannsaka hér fugla, og þar á
meðal er tveggja manna leiðang
ur frá ,,The Wildfowl Trust,“ sem
koma nú í júní til að kanna fjölda
heiðargæsa í Þjórsárverum og
víðar í samráði við Dr. Finn
Guðmundsson.
Frá Bandairíkjunum eru 5
ieiðangrar, og er bar m. a. um
að ræða áframhaldandi infrarauð-
ljósmyndun af jarðhitasvæðum
hér á landi úr lofti.
Frá Þýzkalandi erú 7 leiðangr
ar, tveir frá Svíþjóð, en einn frá
þessum löndum: frlandi, Skot-
landi, Sviss og Frakklandi.
Næg vinna er nú á Djúpavogi.
Eru gerðir út j aðan 12 bátar til
handfæraveiða og fer afli beirra
til vinnslu í hraðfrystihúsinu þar.
Þá er Sunnutindur nú gerður út
til humarveiða. og fer afli hans
emnig allur í vinnslu á Djúpa-
vogi. en Sunnutindur hefur aflað
bærilega það sem af er humarver-
tjðinni. 1-á er nu í ráði að stækka
hraðfrystihúsið á Djúpavogi.
í tilefni af fundi norrænu sam-
vinnusambandsins hér, og var
þá ákveðið að fresta frásögn af
gjöfinni, þar til hjónin kæmu
hingað.
Dr. Etzler, sem hefur starfað
sem fangavörður i Svíþjóð, og
barizt mjög fyrir bættum aðbún
aði fanga, er mikill áhugamaðttr
um list, og á mikið safn austur
lenzkra listaverka,- og eru mynd
irnar úr safni hans, eins og fyrr
getur.
Einn látinn
og annar líflítill
í sama herbergi
OÓ-Reykjavik, miðvikudag.
Komið var að látnum manni f
húsi við Laugaveg í gær, í her-
berginu var annar maður sem var
mjög líflítill en hresstist við, er
hann var nuddaður. Ekki er vitað
um dánarorsök mannsins, þar sem
krufningarskýrsla liggur ekki fyr
ir. Maðurinn sem lézt var 33 ára
að aldri. Hinn maðurinn er 53
ára gamall, er hann heimilisfast-
ur í húsinu, en yngri maðurinn var
gestkomandi.
Móðir yngra mannsins átti leið
um Laugaveginn um kl. 3.30 í gær.
Vissi hún að hann kom oft til kunn
ingja síns í viðkomandi húsi og
fór þar inn til að athuga hvort son
ur sinn væri þar Var hann þá
látinn í herberginu og heimamað-
ur líflítill. Var lögreglunni þegar
gert viðvart. Þegar lögreglumenn
komu á staðinn sáu þeir að annar
maðurinn var líflaus, en hinn með
lífsmarki. Nudduðu þeir hann og
komst maðurinn að lokum til með-
vitundar.
Mennirnir höfðu setið að
drykkju um nóttina ásamt tveim
mönnurr. öðrum. Komu þeir ekki
allir -mtímis í húsið, en um morg
uninn yfirgáfu tveir gestanna stað
inn, en tveir urðu eftir, og fóru
að sofa eftir því sem næst verður
komizt. Svo virðist sem maðurinn
hafi látizt um morguninn.
0:IHI>1«SPÍ« .
- - S .........
Etzlerhjónin (fyrir miðju) með dr. Gylfa Þ. Gíslasyni og Selmu Jónsdóttur fyrir framan myndirnar fimm, {
Listasafninu í gær. Tímamynd Gunnar)
32 erlemlir visinda-
leiðangrar hingað 1970
SALTAD Á DJÖPAVOGI
I