Tíminn - 23.08.1970, Blaðsíða 8
s
TIMINN
_____________SUNNUPAGUR 23. ágúst im
Flokkar, sem fela
stefnu sína
Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði.
Voru árin 1967-68
kreppuár?
Stjórnarflokkarnir hafa mjög
kappkostað þann áróður, að ár-
in 1967 og 1968 hafi verið ein-
hver hin erfiðustu, sem yfir þjóð
ina hafi gengið, sökum verðfaUs
og aflaleysis. Ai'koma þjóðanbús-
ins hafi þá t. d. verið stórkost-
lega miklu lakari en 1958, þeg-
ar vinstri stjórnin hafði gefizt
upp. Núverandi rikisstjórn hafi
með mikilli ráðsnilld og dugn-
aði tekizt að sigrast á erfiðjeik-
um þessara tveggja ára, sem séu
einna lökust alllra ára í íslands-
sögunni, og fyrir það eigi hún
skilið traust og aðdáun ailþjóð-
ar.
í Vei-zlunartíðindum 1969 er
m. a. að finna skýrslu um út-
flutniug síðustu 12 ár, umreikn
að á núverandi gengi. Sam-
kvæmt henni hefur verðmæti út-
flutnings á árinu 1958—’69 orðið
sem hér segir, miðað við núver-
andi gengi öll árin, talið í millj
fer.:
1958 5.515
1959 5.467
1960 5.614
1061 6.006
1962 7.085
1963 7.896
1964 9.329
1965 10.865
1966 11.801
1967 8.223
1968 7.238
1969 9.466
Þessar tölur um útflutnings-
verðmætið á árunum 1958—’60
leiða það ótvírætt í ljós, að árin
1967 og 1968 hafa síður en svo
verið slík hörmungarár sem
stjórnarflokkarnir vilja vera
láta. >ær sýna þvert á móti, að
þau hafi verið góð meðalár, ef
miðað er við meðaltai síðustu
12 ára.
Ósannindin mestu
Það sést hezt, hvílík ósannin'li
það eru, að árin 191“ ■>
hafi verið stórfelld kreppuar, ef
gerður er samanburður á þeim
og árinu 1958. Samkvæmt fram-
an greindri skýrslu var útflutn-
ingsverðmœtið 1968 um 1723
millj. kr. meira en 1958 og árið
1967 er það 2708 miliij. kr. meira
en 1958. Stjórnarblöðin halda
því mjög fram eins og áður seg-
ir, að árið 1958 hafi verið gott
ár og er það rétt, ef miðað er
við næstu ár á undan. Samt voru
útflutningstekjur svona mikiu
minni þá en á árunum 1967 og
1968. Þau ár hafa því vissulega
verið góð meðalár, þótt þau væru
mun lakari en metárin 1965 og
1966.
Frekar þarf ekki a‘ö rökstyðja
það, að stjórnarflokkarnir beita
mestu ósannindum, þegar
heir eru að reyna að telja þjóð-
•ani trú um, að árin 1967 og
1968 hafi verið elnhver sérstök
hörmungarár og það sé eigin-
lega kraftaverk, að þjóðin hafi
komizt klakklaust yfir þau.
Tvi* sýr>'‘" hmsvegar fádæma
ráðieysi, aó ríkisstjórnin skuli
hafa gripið til tveggja stórra
gengisfelinga á árum, sem
voru óneitanlega góð meðalár.
Af þeirri óstjórn sýpur þjóðin
seiðið í dag, þar sem er hin
hömlulausa verðbólga.
Einsýn blöð
Andstæðingablöð Framsóknar
fiokksins haida enn áfram að
reyna að snúa út úr þeim um-
mælum Óiafs Jóhannessonar, for
manns Framsóknarflokksins, að
ræða hans um Efta-málið hefði
okki verið já, já eða nei. nei,
heldur hefði hann reynt að sjá
og segja á málinu bæði kost og
löst.
Raunar þarf þessi útúrsnúninga
herferð andstæðinga Framsóknar-
manna efcki að koma á óvart.
Það hefur löngum verið einkenni
Morgunblaðsins annars vegar
og Þjóðviljans og Alþýðubiaðs-
ins hins vegar að sjá aðeins eina
hlið á hverju máli — sjá annað
hvort eingöngu gallana eða ein-
göngu kostina. Framsóknarmenn
hafa reynt að hafa önnur vinnu-
brögð. Þeir hafa reynt að gera
sér grein bæði fyrir kostum og
göllum og byggt siðan afstöðu
sina á þeirri niðurstöðu, sem
þannig hefur fengizt.
Ekki kredduflokkur
Þessi afstaða Framsóknar-
manna hefur m. a byggzt á því,
að hann hefur aldrei verið
kredduflokkur. Hann hefur
aldrei játazt undir það, eins og
hinir flokkarnir gerðu í upp-
hafi, að til væri ein ákveðin
lausn á öllurn vanda. Sú var
tíðin, að Sjálfstæðismenn sögðu,
að ótakmarkað frelsi, skefjalaus
samkeppni og einkarekstur væri
lausn á öllum vanda. Ræða
þeirra um þetta efni var já-já
og já-já. Á löngum stjórnarferli
hafa þeir orðið að viðurkenna
margoft að víkja verður frá
þessum boðskap. Alþýðufilokks-
menn og kommúnistar sáu hins
vegar lengi vel ekkert nema
þjóðnýtinguna. Ræður þeirra
voru nei-nei og nei-nei gegn öllu
öðru. Nú hefur reynslan kennt
báðum að afneita í mörgum til-
feillum þessari gömlu nei-nei-
stefnu þeirra.
Raunhæft mat
Afstaða Framsóknarflokksins
hefur hins vegar frá upphafi ver-
ið sú, að beita ætti hinum þrem
ur i'ekstrarformum. einkarekstri.
samvinnurekstri og ríkisrekstri
eftir því, sem bezt hentaði á
hverjum vettvangi og sums stað-
ar gætu öll þessi form komið
til greina. Menn ættu ekki að
vera haldnir neinni ófrávíkjan-
legri nei-nei-stefnu fyrirfram í
þessurn efnum. Bezt væri a?
sönnu að hægt væri að tryggja
sem mest samstarf og samvinnu
og forðast þannig skaðleg átök
og deilur. en til þess að ná bvi
takmarki mætti ekki binda sig
við of þröng sjónarmið eða
form. í stað þröngsýnnar já-já-
stefnu eða nei-nei-stefnu ætti að
koma sem gleggst yfirsýn og
raunhæfast mat á því, sem bezt
hentaði j hverju einstöku til
felli.
Æskan hafnar
kreddum
Þannig hefur Framsóknarflokk
urinn unnið og mun halda áfram
að vinna. Hann mun ekki binda
sig við neina einsýna já-já-stefnu
eða nei-nei-stefnu, heldur kapp-
kosta að leggja raunhæft mat
frjálslynds umbótaflokks á
hin einstöku vandamái. Hann
mun leggja kapp á að vera víð-
sýnn og framsýnn, en binda sig
ekki við meira og minna úreltar
kreddur. Þessi stefna er í Mlu
samræmi við hinn nýja tíma og
nýja kynslóð, sem er á margan
hátt minna kreddubundin, óháð-
ari og frjálslyndari en fyrri kyn-
slóðir voru. Sú uppreisn æsk-
unnar, sem nú er á dagskrá,
heinist fremur öðru gegn kreddu
stefnum, eins og kapitalisman-
um og kommúnismanum. Æskan
vill ekki vera bundin i viðjar
einhverrar já-já- eða nei-nei-
trúar.
Flokkar í felum
Broslegt er að lesa áróðurs-
skrif þeirra Magnúsar Kjartans
sonar og Matthíasar Johannes-
sem um bað, að Framsóknar-
flokkurinn hafi ekki nógu skýra
stefnu vegna þess, að hann er
ekki kredduflokkur. Þetta er
einkum broslegt vegna þess, að
bað er ein höfuðiðja þeirra
Magnúsar og Matthíasar að reyna
að fela sem bezt þá stefnu, sem
flokkar þeirra hafa, og láta fólk
haida að þeir séu ®Ut annað en
þeir eru.
Það ber að meta þeim Magnúsi
og Matthíasi til frádráttar að
þeir eru ekki upphafsmenn þess
arar felustarfsemi. Þessi felu-
leikir hófust, þegar íhaldsmenn
töldu sér ekki lertgur henta að
kaMa flokk sinn íhaldsflokk og,
kommúnistar ekki að kalla sinn
flokk koanmúnistaflokk. Síðan
hefur þessi felustarfsemi sett
höfuðsvip á íslenzk stjómmál.
Grímuklædd íhalds-
stefna
Hin raunverulega stefna Sjálf
stæðisflokksins er íhaldsstefnan,
sem leitast við að haida í sérrétt
indi og fjáraflaaðstöðu hinna svo
nefndu sterku einstaklinga, en
samkvæmt íhaldskenningunni eru
þeir hæfastir til að drottna í at-
vinnuldfi og stjórnmálum og eiga
að gera það. í samræmi við
þetta er Sjálfstæðisflokkur stétt
arflokkur hinna fáu útvöldu og
hefur trúlega verið það. En
þetta má ekki lengur segjast,
eins og í tíð Jóns Þorlákssonar,
heldur verður að segja, að Sjálf
stæðisflokfcurinn sé flokkur allra
stétta og sé ákaflega frjálslynd
ur og lítið íhaldssamur. Þannig
verða Matthías og Eyjólfur að
keppast við að fela íhaldsstefn-
tma.
Hlutverk Magnúsar
Magnús Kjartansson gegnir
ekki ósvipuðu feluMutverki.
Flokkur hans var upphaflega ó-
grímuklæddur kommúnistaflokk-
ur. Það gafst illa, því að fsiend,
ingum geðjaðist ekki að komm,
únismanum. Þvi var ákveðið að
breiða yfir nafn og númer að
dæmi vissra veiðimanna j land
helgi. En þetta nýja nafn og
númer entist illla og þvi var
enn tefcið upp nýtt nafn og núm-
er fyrir tveim árum. Það er Mut
verk Magnúsar að halda við
þessu nafni og númeri, svo að
ekkj sjáist í það, sem á bak
við er. Þótt Magnús sé góður
feluleikari, reynist stundum,
ertitt að Ma hjartalagið, eiink-
um þó þegar penna viðkvæms og:
sanntrúaðs manns er beitt til
að skrifa um verk þeirra Maos
og Castros.
Margir hafa látið
blekkjast
Það er ótvírætt, að sökum þess
hve vel Sjálfstæðisflokknum og
kommúnistum hefur tekizt aS
leyna hinni raun^erulegu stefnu
sinni, hafa áhrif þessara aðila
orðið stórum meiri en edla. Fjöl
margir hafa snúizt til fylgis viS
Sjálfstæðisflokkinn vegna þess,
að þeir hafa látið glepjast af
felustarfseminnj og álitið flokk-
inn annan en hann er. Margir
hafa líka snúizt tM liðs við komm-
únista, sem ekki eiga þar helnja.
Það yrði mikil og ánægjuleg
breyting í íslenzkum stjómmál
um ef kjósendum tækist að sjá
við feluiðjunni og Sjálfstæð-
isflokkurinn og Alþýðubandalag
ið neyddust að koma til dyra f
réttum búningum. — Þ. Þ.