Tíminn - 23.08.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.08.1970, Blaðsíða 14
14 TÍNÍÍNt^' ' rl«Pr - SUNNUDAGUR 23. ágúst 1970.1 Hér birtum við mynd af fallegum \ 3ja vetra stóðhesti, Fannari frá Reykjavík, sem vakti mikla eftir- tekt á Landsmóti hestamanna í sumar. Fannar er vel ættaður, und- an „Flugu“, sem fékk 1. verðlaun á Landbúnaðarsýningunni 1968 (Eiríksstaðaætt) og Léttfeta frá Árbæ, Árnessýsi'u, hestakyn Sveins heitins Jónssonar. — Eigandi Fannars er Sigurgeir Magnússon, Reykjavík. Leiðbeiningarbók um leturgerð og ieturskrift AK, Reykjavík, laugardag. Komin er út leiðbeiningarbók um leturgerð og leturskrift eftir þá Björgvin S. Haraldsson og Torfa Jónsson, og er þetta fyrsta kennslu bók í þessari grein. Leturskrift Frumsýningar Framhald af bls. 16 ath. á mengunarvandamálinu. Einnig er haft í huga að setja upp verk til sýningar eingöngu í skólum á höfuðborgarsvæð- inu. Sagði Sveinn Einarsson að ef þessi viðleitni1 tækist vel, rnundi LeikféJagið hiklaust halda áfram með ájfka starf- semi. Þá hefur Leikfélagið í huga að ferðast meira á sjálfu leik árinu og eins og fyrr sagði, frumsýna verk utan Reykja- víkur. Að lokum skal þess getið, að hálft annað ár er nú til 75 ára afmælis Leikfólagsins. Er þegar hafinn undirbúningur afmælishátíðarinnar. Sérstæður messudagur Á fyrra sumri gengust vígslu- biskup Skálholtsstiftis, séra Sig- urður Pálsson og fleiri fyrir sér- stæðum messudegi í S'kálholti. Stóð þá helgihald í kirkjunni frá morgni til kvölds, og voru alls haldnar þar sjö guðsþjónustur satndægurs. Er nú fyrirhugað. að áþekkur messudagur verði í Skál- holti n.k. sunnudag, 23. ágúst. Barnaguðsþjónusta mun hefjast í kirkjunni kl. 10 árdegis eins og aðra sunnudaga á sumrum, en síðan hefst fyrsta almenna mess- an kl. 11.30. Aðrar messur verða kl. 1 e,h„ kl. 2.1S, 3.30, 5.00 og 6.15. Við allar messurnar verðúr alt- VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm xbreidd: 240 sm 210 - x - 270sm Aðrar stærðir. smíðaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 arisganga og predikun, en að öðru leyti verða þær ekki allar með sama sniði. Sumar messurnar verða svokallaðar lesmessur. Er þá messa 611 lesin af presti og söfuuði, en aðeins sálmar sungn- ir. Við messurnar kl. 2.16 og 5.00 verður hins vegar meiri söngur. Sú fyrri verður væntanlega með líku sniði og verið hefur á mess- um á Skálholtshátíð, en hin síðari verður með hefðbundnum hætti. Fjölmennt starfslið mun þjóna að messunum. Organisti verður Jón Ólafur Sigurðsson, dómorgan- isti við Landakotskirkju, En auk sóknarprests mun sr. Arngrímur Jónsson, sr. Magnús Runólfsson, sr. Magnús Guðjónsson, Valgeir Ástráðsson, stud. theol. og sr. Jón- as Gíslason væntanlega predika og þjóna að þessu helgihaldi. Til- gangurinn með messum þessum er sá sami og ávallt: Kristin boð- un og guðsdýrkun, en jafnframt vilja þeir, sem leggja hönd að verki, með þessum hætti vekja athygli á því, að kirkjan í Skál- holti er guðshús, en ekki sýning- argripur eingöngu. Allir þeir, sem taka vilja þátt í athöfnum í Skál- holti þennan dag, eru þangað mjög velkomnir, en aðrir gestir eru vinsamlega beðnir að reyna að valda ekki ónæði í kirkjunni eða á staðnum. (Frá Skálholti). Útför systur okkar, Sigríðar Guðmundsdóftur frá Efri-Brú, verður gerS frá Búrfellskirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 14.00. Guðmundur Guðmundsson, Tómas Guðmundsson. Gæzla á afréttum Framhald af bls. 16. þeir Gestur Steinþórsson og Sveinn Ágústsson gegnt fyrir þá Gnúpverja, og má búast við að þeir og gæzlumenn Hruna- manna fái ærinn starfa núna þegar tekur að hausta, og féð fer að renna suður í átt til byggða. Og það eru fleiri en Hruna- menn og Gnúpverjar, sem hafa þurft að horfa upp á ósjálf- bjarga fé í öskunni, því að Landmenn og Rangvel.'ingar hafa ekki farið varhluta af þessu. í Iíeklugosinu 1947 var j þetta einnig mikið vandamál i hjá Rangæingum, og nú er ver-, ið að girða af öskusvæðið fyrir verlður brýnni námsgrein í gagn- fræðaskólum, og raunar barnaskól um líka, með hverju ári. Fremst í bókinni er stutt ágrip letursögu, og fjalfað um hinar helztu letur- gerðir í Evrópu á fyrri öldum, en síðan er ýtarlegri saga íslenzkrar leturgerðar og hefst á rúnaletri en síðan lýst í orðum og myndum helztu gerðum skrifleturs á ýms- um öldum. Þá koma leturæfingar, og er þar sýnd ýmis stafagerð og rætt um gerð hvers stafs og fjöldi skýringarmynda. Þessi bók virðist eð.'ileg hand- bók í skólum þar sem leturskrift er kennd sem teiknun eða viðbót við venjulega skriftarkennslu. Bók in er prentuð í prentsmiðjunni Odda. í formála segja höfundar m. a.: „Segja má, að á s. 1. áratugum hafi ritleikni almennings farið mjög aftur. Skólarnir hafa ekki megnað að hamla á móti þeirri breytingu. Það er því greinilegt, að kennsluaðferðum þarf að breyta. Hinn sveigjanAgi penni 19. aldarinnar hefur orðið að víkja fyrir stál- og kúlupennum þeirrar Verður Geir sá fjórði? Framhald aí bls. 1 „Nú er spurt djarflegar en svo, að til svars geti verið ætlazt". „Verður boðað til Landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins í haust?" „Á fundinum í gær var ákveð- ið að boða ekki til Lándsfundar á næstunni. Ég mun, eðli máls- ins samkvæmt, gegna for- mennsku í flokknum fram að næsta Landsfundi, sem þá kýs að venju bæði formann, vara- formann og miðstjórn. Frá 1961 hafa bæði formaður og varafor- maður verið kosnir almennri, ó- bundinni kosningu á Landsfundi og þeirri reglu verður að sjálf- sögðu haldið. Ég treysti á að- stoð og samstarf samherja minna við stjórn flobksins. Ég geri mér Ijóst, að margir Sjálf- stæðismenn óskuðu eindregið eftir þingkosningum í haust og míðstjórnin hafði ákveðið, að Landsfundur yrði haldinn fyrri hluta september, ef svo færi, en ég treysti því, að góður skiln- ingur sé fyrir hendi á þeim nýju viðhorfum, sem við blasa.“ „Nú segja margir, að harð- vítug valdabarátta sé hafin inn- an Sjálfstæðisflokksins. Hvað erúm það að segja?" „Það væri íasinna að gera sér ekki grein fyrir því, að þáð er ekki vandalaust verk að s>kipa forystu Sjálfstæðisílokksins eft- ir hið skyndilega og sviplega frá- fall jafn mikilhæfs foringja og Bjarni Benediktsson var. Sum- ir telja eðlilegt að dreifa byrðinni eða jafna hana meira á forystuna, en verið hefur. Ég felli mig veL við þá hugsua. en slíkt verð-ur að íhuga vel og ákvarða með eðlilegum hætti.“ ■tuttugustu. Það verður því að móta einfalda leturgerð, sem betur hæf ir þessum nýju skriftaráhöldum. Einnig þarf að auka skriftar- kennslu með því að taka upp mark vissa kennslu í leturgerð á gagn- fræðastigi og einnig í æðri skól- um“. Fargjaldastríð Framhald af bls. 1 milli 95 og 96% að undanförnu, og mikil eftirspurn er eftir ferð- um. — Ferðalöngunin er meiri en nokkru sinni, segir séra Krogager, — og þessi hagstæðu kjör eru fyrst og fremst að þakka stórrekstri. Utlit er fyrir að 1,5 milljónir farþega muni fara með leiguflug- véi'um á þessu ári, og búizt er við að sú tala hækki um 300.000 1971. Með ungu fólki Framhald af bls. 3. Allt í einu víkur sögunni heim til varganna sjö. Mallhít er komin í mikið uppáhald hjá þeim, því hún er svo prúð og du.gleg við hús- verkin. „Gamla góða Mallhít“ segja allir vargarnir. „Gamla góða Mallhít er uppáhaildið okkar allra“. „Og mér þykir líka vænt um ykbur, grislingarnir mín- ir“, segir Mallhít. Skyndilega heyra þeir ráma rödd fyrir utan húsið væla eitt hvað um epli til sölu. „Ný epli í staðinn fyrir göm ul“, vælir röddin. „f guðanna bænum reynið þessi nýju epli“. Grettir snýr sér að sölu- konunni og spyr: „Hvers vegna", en allir hinir vargarnir horfa hvumsa á hann. Nokkrum dögum seinna kom sama röddin og bauð eplin, en í þetta sinn mun ákveðnari: „Þessi epli eru önigglega til söilu“, hvæsir hún — og í þetta sinn verður Mallhít forvitin og stingur hausnum út um glugg ann. Hvað um það — hún beypti eitt epfli, sem hefur varla hjálp að mikið upp á söluna þann daginn. Hún hafði ekki hugmynd u-m að epiið væri eitrað, en sölukonan (sem var ekkert annað en drottning í grímu- búningi) trítlaði heim hröðum, skrefum, og var að springa úrj hlátri. j Nú kemur fagri prinsinn til; sögunnar, en hann var raun-J verulega enginn annar en son-j ur kóngsins. Speglahjal stjúpu! hans var farið að fara svo j mikið í taugarnar á honum ,að j hann mölvaði spegilinn henn-; ar. Að því búnu fór hann í • heimsókn til varganna sjö og fór að búa með þeim. Hann neitaði algerlega að giftast Mallhít, þar sem búið var að eitra hana m-eð eplinu og allt það, en þau gerðu með \ sér samning, sem hneykslaði • þá Slumma, Gretti, Ljótan, ■ Seppa, Glám, Lísu?, Þjófgeir' — og Vamba alveg hroðalega. Vargarnir fóru aftur að vinna í demantsnámunni og, Kevptu ekki nýjan spegil handa; drottningunni — en sungu somt alltaf sarna asnalega söng inn á leiðinni heim úr vinn- unni. Svo lifðu þau öill í friði og sekt -iloka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.