Tíminn - 23.08.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.08.1970, Blaðsíða 1
Nýr bókabíll væntanlegur Þarf sérstakan bíl fyrir börnin SB-Reykjavík, laugardag. Bókabíll Borgarbókasafnsins nýt- ur sívaxandi vinsælda og nú er í ráði, að fá annan slíkan. Mun þá væntanlega annar bíllinn verða fyrir fullorðna fólkið, en hinn ein- göngu fyrir börnin, því að þau lesa geysilega niikið, að sögn Eiríks Hreins Finnbogasonar, borg arbókavarðar. Eiríkur sagði, að frá því bóka- bíllinn tók til starfa 11. júlí í fyrra og fram að áramótum hefðu úr honum verið lánuð út 67.716 ein- tök. Nokkrar tafir urðu þó á ferð- um bí'sins í mestu kuldunum í i vetur, því í ljós kom, að mið- stöðin þoldi ekki kulda. Nú er hins ! vegar búið að gera svo vel við mið I stöðina, að ekki á að vera hætta á þessum töfum aftur. Af þessum sökum fór rekstrarkostnaður bíls- ins nokkuð fram úr áætlun. Eiríkur kvað ekki enn ákveðið, hvenær nýi bókabíllinn kæmi, en þegar það yrði, mundi hagkvæm- ara að hafa annan bílinn eingöngu fyrir börn, því að þau þyrftu greinilega mikið að lesa og væru fljót að því. Mundi þá barnabifl- inn jafnvel koma oftar við á við- komustöðunum en hinn. í bókasafni bílsins eru 20.674 eintök og þar á meðal nokkuð af erlendum bókum. Við safnið og í ■bílnum starfa 6 manns. Hægt er að panta bækur í bilnum, sem ekki eru þar og fá þær síðan með •næstu ferð. Jóhann Hafstein Geir Hallgrímsson Verður Geir 4. Sjálfstæð- isráðherrann í stjórninni? Leynileg atkvæðagreiðsla um forsætisráðherra og fjórða ráð- herra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn stendur nú yfir. Hætt við að boða til Landsfundar. Harðvítug valdabarátta hafin í Sjálfstæðisflokknum- Mikil rfeiði Sjálfstæðismana um land allt vegna ákvörðunar ráðherra að hætta við haustkosningar. TK—Reykjavík, laugardag. í viðtali Morgunblaðsins við Jóhann Hafstein, forsætisráð- herra, í dag kemur m. a. fram, að yfir stendur nú leynileg at- kvæðagreiðsla í þingflokki Sjálf- stæðismanna um það, hver skuli verða forsætisráðherra út kjör- tímabilið og síðan muni verða myndað formlega nýtt ráðuneyti og ákveðið hver skuli verða fjórði ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni. Er talið víst, að Jóhann Hafstein hafi þegar tryggt sér meirihluta í þingflokknum og verði honum falið að mynda nýtt ráðuneyti, en óstaðfestar sögur herma, að sá meirihluti sé bund- inn því skilyrði, að liann afhendi Magnúsi eða Ingólfi formennsk- una í þingflokknum. Menn virðast helzt tala um Geir Hallgrímsson, borgarstjóra. sem fjórða ráðherr- ann í ríkisstjórnina til að taka við embætti iðnaðar- og dómsmálaráð herra til vors. En margir áhrifa- menn halda því fram, að Geir Hall grímsson muni ekki þyggja það að taka við ráðherraembætti við þessar aðstæður, þar sem búið sé að fresta því að kalla saman Lands fund til kjörs nýs formanns flokks- ins og hann vilji ekki setjast undir Jóhann í vetur. Geir Hallgrímssyni verður hins vegar vafalaust boðið ráðherraembætti og talið er ör- uggt að flokksfundur Sjálfstæðis- flokksins muni velja hann í embætti varaformanns til bráða- birgða þar til næsti Landsfundur verður haldinn. Hafni Geir hins vegar ráðlierraembætti nú og telji sig hafa sterkari stöðu í valdabar- áttunni með því áð standa utan við ráðuneyti Jóhanns Hafsteins, virðast mestar líkur eins og nú horfir bcnda til þess, að Jóhann kjósi að fá Mattliías Á. Matthiesen sem iðnaðar- og dómsmálaráð- herra, verði ekki mjög sterk and- staða gegn því í þingflokknum. í viðtali Mbl. við Jóhann Haf- stein í dag, segir hann m. a.: „Áður en þing kemur saman, er talið eðlilegt, að fyrir liggi ■venjuleg skipun forsælisráðherra, auk þess sem Sjálfstæðisflokkur- inn fái nýjan ráðherra i ríkisstjórn ina. Um þetta mun þingflokkur Sjálfstæðisflobksins fjalla o.g taka ákvörðun innan tiðar. Ég hef ósk að eftir því, að leynileg kosnirig fari fram tneðal þingmanna Sjálf- stæðisflokksiris um það, hver mynda skuli nýtt ráðuneyti og stendur sú kosning yfir, en nokkr ir þingmenn voru ekki á þing- flokksfundinum í gær vegna eðli legri forfalla. Þegar þau úrsilit liggja fyrir, verður tekin ákvörð un um fjórða ráðherra Sjálfstæð isflokksins. Að því búnu tel ég, að viðræður hefjist milli stjórnar flokkanna um framgang mála á næsta þingi og lausn annarra við- fangsefna. Að þessu brýna verk- efni verða flokkarnir að ganga með oddi og egg“. „Hver verður þessi fjórði ráð- herra Sjálfstæðisfilokksins?" Framhald á bls. 14. í gær kom skyndilega sumarblíða og sól, og myndin hér að ofan, sem tekln var niðri við Tjörn, er táknræn fyrir góða veðrið. Vonandi helzt það um helgina, og er þá ekki að efa að fjöldi fólks notar tækifærið til þess að aka úr borginni eitthvað út á landið. (Tímamynd—GE) Fargjaldastríð í leiguflugi Símon Spies hefur lækkað verð á ferðum til suðrænna landa og aðrar danskar ferðaskrif- stofur fylgja hans fordæmi. Reynt að dreifa leiguflugi á lengra tímabil Nú er hafið fargjaldastríð í leiguflugferðum milli ferðaskrif- stofa í Danmörku. Fyrir rúmri viku tilkynnti hinn sérkennilegi ferðaskrifstofueigandi, Símon Spies, að hann hefði lækkað ferðir sínar um sem svarar 600.—750.00 ísl. kr. og séra Krogager, sem kunn ari er undir nafninu Tjæreborgs- presturinn. og ferðaskrifstofa Bangs Rejser AS. fylgja hans for- dæmi. Þessi fargjaldaíækkun er liður í viðleitni til að fá fólk til að fara í orlof á veturna og ennfremur að hefja þau í miðri viku. Símon Spies byrjaði með að gefa 750 00 kr. afslált með Conair DC-7 f.'ugvélum til Mallorka og Torre- molinos á Spáni. Um leið lækkaði hann fargjöld til fjölmargra ferða mannastaða og bauð hagstæðari kjör, hvað fæði snertir á Gran Canaria og Tenerife. Hann hefur lýst því yfir, að aukinn ferðamanna f.löldi hafi gert kleift að lækka orlofsíerðirnar frá 29 október. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti síðan Bangs Rejser A.S., að Mafl- orkaferðir lækkuðu frá 1. október um það bil um 850 kr. og til Torre molinos um 1100,00 kr. Bangs Rejser er þrið' s4 'sta ferðaskrif stofan í Danmörku og búizt er við að seldar ferðir hennar verði 75.000 á þessu ári en á næsta ári 80—90.000. Ferðaskrifstofan gef- ur afslátt með þotum af Sterling Airways Super Caravelle gerð. í viðtali við Berlingske Tidende segir forstjóri Bangs Rejst ;.ð leiguf.'ugið hafi gengið afbragðs vel i marz, apríl, maí og júlí. Júní var síðri og telja sumir, að orsök- in hafi verið gott veður í Dan- mörku, en aðrir, að margir hafi haldiö ð skattur væri ekk; tekinn af fólki í júní eins og áður tiðk- aðist. Útlit er fyrir góða sölu í ágúst. Óvenjulega margir Danir hafa pantað ferðir allt fram að páskum og uppse’t er í margar jólaferðann.;. Aukin sala liefur einnig gert Bangs Rejser kleift að 'ækka vt: ' á u.’of',r ðum. Tjærel esturinn kvaðst ekki vita, hvort til raunverulegs fargjaldastríðs kæmi. Hann segir, að um mismunandi fargjöfd sé að ræða en ekki beinar fargjaldalækk anir. Fargjaldið hjá skrifstofu hans er lægra leggi fólk af stað í miðri viku en ef það fer um helgi. Um nokkra allsherjar lækkun er að ræða en fólki er ráðlagt að kynna tár vel tækifærin, sem fyr- ir hendi eru og bera þau saman vi@ eigin óskir, því að þá er hægt að fá mjög hagkvæmar ferðir. Það er munur á verði eftir því, hvort ferðin hefst á miðvikudegi eða um helgi, að nóttu eða degi o. s. frv. Sætanýting hjá feriðaskrifstofu Tjæreborgsprestsins hefur verið á Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.