Tíminn - 23.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.08.1970, Blaðsíða 9
TIMINN ; STOVNUDAGUR 23. ágúst 1970. 9 Útgefandh FRAMSÓKNARFLOKKURINN fYamfcvæmdastjórl: Kiístján BenedUctsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. FUtstjómar : sfcrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Banikastræti 7 — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasíml 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði. , innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Sjálfstæðlsflokkurinn og „þjóðarhagsmunir" Um allt land hlæja menn — allir nema Sjálfstæðis- \ menn. Þeir eru æfareiðir. ; Broslegum leik er lokið. Alþýðuflokkurinn hefur ; beygt •„eindreginn vilja forystuliðs“ Sjálfstæðisflokksins til haustkosninga. Alþýðuflokkurinn sagði nei og við það : situr. ■ Síðan í byrjun júní hafa heyrzt kröfur úr stjórnarher- • búðunum um haustkosningar og þetta kosningatal varð : æ háværara eftir því sem á sumarið leið. Allur hugur i ráðherra og stjórnarþingmanna var bundinn þessum ! kosningaspekúlasjónum á meðan dýrtíðarholskeflur riðu i yfir þjóðina. Morgunblaðið varð kampakátt og skrifaði | hvern leiðarann af öðrum um það, hve stjórnarandstað- • an væri hrædd við kosningar nú og hún ætti nú aldeilis ; eftir að finna fyrir því í haustkosningum. Út voru gefn- i ar ótvíræðar yfirlýsingar í Morgunblaðinu frá ábyrgum ? mönnum um að það væri „eindreginn vilji forystuliðs“ I Sjálfstæðisflokksins að láta kjósa í haust og öll kosninga- i vél Sjálfstæðisflokksins var sett í gang. í yfirlýsingu, sem Jóhann Hafstein, forsætisráðherra í og formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf í fyrrakvöld, er • sú niðurstaða lá fyrir, að litli flokkurinn hafði beygt ' „eindreginn vilja forystuliðs" stóra flokksins og ekkert ; yrði úr haustkosningum, kom það meðal annars fram, i að Sjálfstæðismenn hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að ’ þjóðarhagsmunum væri bezt þjónað með því að efrta • til kosninga í haust og þjóðinni gefið tækifæri til að kveða upp sinn dóm. En Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti • stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, fengi bara ekki að þjóna • þessum þjóðarhagsmunum vegna þess að forystumenn i minnsta stjórnmáiaflokksins í landinu vildu ekki leyfa ' þjóðinni að kveða upp dóm yfir sér í haust. í þessari ; yfirlýsingu felst það tvennt, að afstaða Alþýðuflokksins ; sé að áliti Sjálfstæðisflokksins andstæð.þjóðarhagsmun- um og tekin út frá annarlegum og eigingjörnum sjónar- miðum og í öðru lagi, að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins teiji, að þegar þjóðarhagsmunir — að áliti Sjálfstæð- isflokksins — og hagsmunir krata rekast á, skuli þjóðar- hagsmunir víkja en farið að vilja krata! En auðvitað er ætlazt til þess að Alþýðuflokkurinn greiði þessa fórn þjóðarhagsmuna einhverju verði og það má sjá á forystugrein Morgunblaðsins í gær, að sú greiðsla verði í því fólgin að Alþýðuflokkurinn verði í vetur enn meiri íhaldshækja í landsstjórninni en nokkru sinni fyrr og var það þó álit margra góðra Al- þýðuflokksmanna í vor, að aðaláhyggjuefni Alþýðuflokks- manna hlyti að vera það, að almenningur í landinu væri hættur að greina á milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins og stefnumála þessara flokka! Þessi staðreynd er orðuð þannig í leiðara Mbl. í gær: „Hitt er Ijóst, að þar sem Alþýðuflokkurinn hefur nú lagzt gegn því, að kjósendur fái tækifæri til þess að láta i Ijós skoðun sina á flokkum og frambjóðendum og þeim málefnum, sem hæst ber um þessar mundir, hlýtur ábyrgð Alþýðuflokksins að vera þeim mun meiri þann tíma, sem eftir er af kjörtímabilinu-" Sjálfstæðisflokkurinn uppsker hins vegar háð og spott hins almenna kjósanda, reiði flokksmanna og „harð- vítuga valdabaráttu innan flokksins“ sem Jóhann Haf- stein, forsætisráðherra, viðurkennir í viðtali við Mbl. í gær að sé hafin. — TK r1"--■■■■" ■■■ ■■■ » RÆÐA WILLY BRANTS KANSLARA: Samningurinn við Rússa afsalar ... ...... engu, sem ekki var áður tapað En hann markar merkileg spor til bættrar sambúðar í Evrópu Ræðu þá, sem hér f«r á eftir, flutti Willy Brandt í Moskvu í sambandi vi'ð und- irritun þýzk-rússneska griða sáttmálans, en henni var síðar sjónvarpað í Vestur- Þýzkalandi. UNDIRSKRIFT samnings Sovétríkjanna og Sambands lýðveldis Þýzkalands markar mikilvæg tímamót í sögu okk- ar frá stríðslokum. Tuttugu og fimm ár eru lið- in síðan þýzka ríkið, sem Hitl- er eyðilagði, leið undir lok, og 15 ár síðan Konrad Adenauer var hér staddur og féllst á stjórnmálasamskipti. Er því kominn tími til að miða sam- skipti okkar viö þjóðir í austri við ný grundvallarsjónarmið, þar sem valdbeitingu er aiger- lega hafnað af beggja hálfu og að öðru leyti gengið út frá gildandi stjórnmálaástandi í Evrópu. Ríkisstjórn Sambandsiýð- veldisins hefur með samningi þessum náð takmarki, sem hún setti sér í stefnus'krá sinni. Þar stóð: „Þjóðarhags- munir okkar leyfa ekki að við séum sem veggur milli Aust- urs og Vesturs. Þjóð obkar i þarfnast samræmis og sam- vinnu við Vesturlöndin og skiln ings í skiptum sínum við Aust- urveldin. Þýzka þjóðin þarfn- ast friðar í fyllstu merkingu þess orðs, einnig friðar við þjóðir Sovétríkjanna og þjóð- ir ríkjanna í Austur-Evrópu Þetta var og er stefna okkar og hinn nýi samningur þjón- ar friðarhlutverkinu. ÉG veit að ég er laus við óskhyggju, eins og þið eruð flest. Einkenni þessarar aldar a eru blóð, tár og strit, og hún 1 hefur kennt okkur að viðhafa S gát. Þessi gætni verður ein- H mitt að sanna ágæti sitt þeg- i ar við stöndum andspænis og g erum aðilar að sögulegum um- i skiptum. Við megum ekki held I ur láta liggja í láginni, þegar R við höfum ástæðu til ánægju 5 eða bjartra vona, eða höfum £ ástæðu til að lýsa ánægjuleg- @ um árangri — og ég hika ekki 6 við að nota það orð. Þessi nýi samningur við g Sovétríkin sýnir ánægjulegan g árangur þeirrar stefnu, sem | Þjóðverjar hafa fylgt eftir að | styrjöldinni lauk. Hann mark- « ar mikilvægt skref tií bættra samskipta okkar og Sovétríkj- anna og nágrannaríkja okkar í austri, einmitt aldar- fjórðungi eftir að þær hörm- ungar gerðust, sem kröfðust miklu dýrari og þungbærari fórna af hálfu þjóðanna i austri en þjóðanna í vestri. BÆTT sambúð einmitt við Sovétrikin er í þágu þýzku þjóðarinnar allrar. Sovétríkin eru ekki einungis eitt af stór- veldum heims, heldur bera þau sin hluta sérstakrar ábyrgð- ar gagnvart Þýzkalandi öEu og | Berlín sér í lagi. Á morgun eru iiðin níu ár síðan Berlínarmúrinn var reist ur. Ég vona og treysti, að við höfum nú stigið fyrsta skrefið í þá átt að vinna gegn þeirri skiptingu, svo að fólk þurfi ekki framar að láta lif sitt á gaddavír og skipting þjóðar okkar verði úr sögunni einn góðan veðurdag. Endimörk Evrópu eru hvorki við Saxelfi né austur- landamæri Póllands. Rússland er tengt Evrópu órjúfanlegum söguböndum, ekki aðeins sem andstæðingur og ógnvaldur, heldur og sem samherji, — sögulega, menningarlega, efna- hagslega og í stjórnmálum. Við getu-m ekki samræmt hags munina og komið þeim í jafn- vægi fyrri en við Vestur-Ev- rópumenn beinum athygli okk ar að þessari hluttöku og þjóð- ir Austur-Evrópu gera sér hana einnig ljósa. KÆRU samborgarar! Þessi samningur afsaiar engu, sem ekki var sólundað fyrir æva- löngu. Við höfum haft hug- rebki til að fletta við blaði í sögunni. Þetta ætti sér í lagi að vera hinni ungu kynslóð hagfellt, en hún hefur alizt upp í friði og ber ekki ábyrgð á fortíðinni, en hún verður eigi að síður að þola afleið- ingar styrjaldarinnar, þar sem enginn getur umflúið sögu þjóðar sinnar. Þessi samningur raskar ekki á nokkurn hátt stöðu Sam- bandslýðveldisins eða frjálsri aðild þess að hinu vestræna bandalagi. Traust hluttaka með Bandaríkjunum er jafn óhagganlega tryggð og áður, alveg eins og sættin við Frabka. Við erum enn sem fyrr staðráðnir í að tengja fleiri og fleiri Evrópuríki æ nánari böndum með stjórn- málasamfélag fyrir augum. Samningurinn veldur engum háska og stofnar engu í voða. Hann á að auðvelda lagningu brautarinnar fram á við. og ef hann gerir það er hann í þágu friðarins, Evrópu og okkar allra. Ég heilsa ykkur öllum heima í Þýzkalandi. WPfifl-Vfr .i, ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.