Tíminn - 28.08.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.08.1970, Blaðsíða 6
TIMINN FÖSTUDAGUR 28. ágúst 1970. Ingólfur Daviftsson: „Gefjun dró frá Gylfa” „Guð má eiga himnaríki, ef ég fæ að halda Gurre“, er haft eftir Valdemar Danakonungi fyrr é tíldum. Valdemar var veiðimaður mikill — og svo áfjáður, að hann var stundum í veiðiferðum um hámessutím- ana, en það þótti stórsynd á þeim tímum. Þess vegna lætur þjóðsagan hann ganga mjög aftur og fá ekki frið í gröfinni. Sást afturgenginn kóngurinn oft í trunglsljósi, venjulega á þeysireið, eltandi refi og hjart- ardýr, með veiðihunda sína gjammandi á hælunum. — G'jrre var nafntoguð veiðihöll úti á Sjálandi, ekki mjög langt frá Helsingjaeyri, en liggur nú í rústum. Eru hallarrústirnar friðaðar og fýsir marga að skoða þær. Við sáum Gurre á fögru, hlýju kvöldi og komum líka til Villingarjóðurs (ViH- ingeröd). Mun nafnið hið sama og Viliingadalur og Villinga- holt hér heima. Svo er uni mörg fleiri nöfn. Vanlöse heitir eitt úthverfi Kaupmannahafn- ar, en er það ekki sama og Vatnsleysa á íslandi og merkir sennilega stað, þar sem vato vellur upp úr jörð. Uppsprett- ur munu til á Vatnsleysu og á Vatnsleysuströnd og i bænum Eldieysu eystra hefur líklega kviknað, þ.e. eldur orðið laus. — Skammt frá Villingarjóðri liggur Listasafn Tegners sál- uga (Tegners Museum), sem margir ferðamenn skoða. Safn- húsið var lokað um 'kvöldið, pu við gengum um hina öldótto landareign og litum á htigg- rnyndir, sem úti standa, sumar wppi á hóium og sjást langt að. Þarna eru bæði einstakar lfkneskjur og hópmyndir, flest ar úr grískri goðafræði — og er mjög gaman að virða þær fyrir sér. Heiðalandið umhverf is gefur þeim sérstakan blæ. Nökkrir krakkar voru að klifra í einni líkneskjunni, en lögðu á flótta er við nálguðumst, nema einn, sem þorði ekki að stökkva niður. — Við hliðið stendur steinn með þessari áletrun: „Sá, sem fleygir papp- ír og rusli er“ — og svo kem- ur teikning af svíni! Æði spöl utan við Kaup- Litla hafmeyjan. mannahöín Iiggur Lyngbær (Lyngby), en þar eru tilrauna stöðvar á sviði ræktunar og jurtasjúkdóma. Þar dvaldist ég stondum á skólaárum mínum og fylgdist með tilraunum og tók þátt í skoðunarferðum. Kom þangað í sumar til að líta á starfsemina, enda er þar ætíð eitthvað nýtt á prjónun- um. Gekk Mka Prinsessustíg- inn fram með Lyngbæjarvatai og út að eikinni eins og í gamla daga. „Undir skógareikum há, oft var gott að dreyma. En aldrei fyrnast fjöllin blá á Fjóni gamla heima“. Til eru eikartré 500—1000 ára gömul, td. kouungseikin og storka- eikin í Norðurskógi, nálægt Hróarskeldufirði; og viðar vaxa ævaforn tré. „Ég vatt mér út í veiðigarð, voldug eik þar fyr- ir mér varð. Sú hefur lengi viðrað sín völd, vaxin úr grasi á Sturiuöld". „Árbæjarsafn" Sjálands (Frilandsmuseet) í Lyngbæ er sannarlega verðugt heimsó'kn- ar. Þarna standa aldagamlir bæir á allstóra landsvæði á víð og dreif í eðlilegu um- hverfi, þ. e. vestorjózki bær- inn stendur á senduu heiðar- landi, en smjör drýpur af hverja strái umhverfis hina fjónsku og sjálenzku. Gömul vindmylla gnæfir yfir svæðið, en við læk niðri í lægðinni er aldin vatnsmylla í gangi, sam- byggð malarahúsinu, sem er fremur ríkmanulegt. Fróðlegt er að svipast um í lækninga- jurtagarðinum. Þar gefur að líta tegundir, sem almennt voru notaðar til heimalækn- inga í Danmörku og sumar einnig á íslandi, t. d. vallhum- allinn; hver kann að sjóða hann í bjargar — eða Tjaruar- plástur lengur? Gömlu bæirnir dðnsku eru furðu forvitnilegir. einnig fyrir íslending. f ein- um sást eldgróf á miðju gólfi, þar sem viðareldurinn var kynt ur. Sfcógur var nógur í Dan- mörku svo lengur mun hafa verið setið við langelda þar en á íslandi. Sumir bæir voru að mestu eitt stórt gímald, að- eins grind, eða hálfveggur að- skildi fólk og fénað, sbr. fjós- baðstofurnar gömlu, sem ein- staka maður man eftir hér heima. Viða hafa húsbændur hvílt í velbúnum lokrekkjum, en vinnufólfc sofið á hálmflet- um; stundum þá í nánd við bakaraofninn mikla, svo að yl- Gefjunar gosbrunnur. ar var sæmilegur. Sums staðar hefur verið fagurlega málað, sterkum litum, en víðast voru viðir og þiljur brúnar af reyk og ómálaðar, eu oft með út- skurði, bæði þil og stoðir. líkt og sennilega hefur verið í skál unum á fslandi til forna. Efna- menn munu og hafa tjaldað hibýlin til hátíðabrigða. Svo var t. d. um skálann á Hólum í Eyjafirði, sem var hlaðinn úr torfi og stendur víst enn. Móð ir mín sagði, að á unglingsár- um sínum hefði sfcálinn verið tjaldaður innan, er veizlur voru haldnar þar. — Skip- stjórahúsin dönsku eru skraut- leg og búin munum frá ýms- um löndum og stinga mjög í stúf við fiskimannakofana frá Jótlandssíðu. Ég man vel sjó- mannabúðir, sem grafnar voru að hálfu í mel, veiðarfæri geymd niðri og breitt þar, en búið allt árið á loftiuu. Fær- eyjabærinn gamli líkist mest hinum íslenzka, sem roskið fólk þekkir v.el, en þó er sinn siður í landi hverju — og sjón sögu rífcari. Þjóðbúningar eru margir til í Danmörku; má segja að sérhver landshluti eigi sinn sérstaka búning. Eru ýmsir þeirra næsta fagrir — og öðru hvoru má sjá fólk dansa í þeim, t. d. hér í Lyng- bæ. Framreiðslufólk í veitinga húsum víða um lönd þykir mjög laða að gesti, ef það Klæð ist þjóðbúningum. Örlög furðu margra íslend- inga hafa verið ráðin við Eyr- arsund. Enn sækir fjöldi til Hafnar, bæði til náms og skemmtunar, enda eru þeir ekki eins miklir útlendingar þar og í öðrum borgum. í gamla borgarhlutanum, innan hinna fornu „veggja“ eða víg- garða, geymir að kalla annað Framhaiio á bls. 10. Sámseyjarstúlka í þjóðbúningi. i !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.