Tíminn - 30.08.1970, Síða 2
I
I I ' I 1 1
1 ' 1
» 1 1
f I 1
I » M
TIMINN
SUNNUDAGUR 30. ágúst 197«
*
„GUOSRÍKIER HID INNRA I YNIR“
Fólk er oft svo furðulega
haldið af fjarstæðum viðvíki-
andi hugmyndum um Guð og
guðsríki. Það er eins og það
haldi að Guð sé einhver vera,
sem það geti skráð eða af-
skráð eftir eigin geðþótta til
dæmis með fullyrðingunni eða
spurningunni. „Ekki trúi ég á
neinn Guð“. Geturðu sannað
að Guð sé til?
Það finnur ebki, að þetta er
álíka gáfulegt (því svona full-
yrðingar eru frá fólki, sem álít
ur sig sérstaklega gáfað) og
það segði: Það er ekkert raf-
magn til. Þú getur ekki sann-
að, hvað það er, hvaðan það
kemur eða hvert það fer.
Væri ekki nær að viður-
ikemna Guð sem lífskraftinn
sjálfan. „Og í honum lifum,
erum og hrærumst vér“. Og
guðsrí'kið, sem ríki góðvildar
og gæzku. Það hefur engin
önnur lög, hvort eð er. Og öll
þessi ógnarmörgu orð um trú-
arsetningar, trúfræði og trúar-
játningar, jafnvel öll boð og
hönn trúarbragða og mannlifs
eru ekkert annað en misjafn-
lega gerðar umbúðir um perl-
ur og gu'li guðstrúarinnar.
Guðstrúin er nefnilega ekki
annað én viðurkenningin, vit-
undin um helgi og dýrð lífs-
ins. Og hin eina rétta og sanna
guðsþjónusta er ski.yrðislaus
hlýðni við lögmál þess, virð-
ingin fyrir margbreytni þess,
þakklætið til þess, sem gaf líf-
ið og auðmýktin gagnvart afli
Lengið
sumarið
ð! S
Tvær skemmtiferðir með m/s Guilfossi
til meginlands Evrópu
Fyríri ferð: Seinni ferð: FerSizt ódýrt - FerSizt meó Gullfossi
30. sept. til 19. okt. 21. okt. til 9. nóv.
UPPSELT
Reykjavík, Leith,
Amsterdam, Hamborg,
' Kaupmannahöfn,
Leith, Thorshavn.
Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS, SÍMI 21460
H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
hans, ást hans og dýrð. í
slíkri guðstrú er kærleikinn
eina lögmálið og grimmdin
eina syndin. Og æðsti tilgang-
ur slíkrar trúar er að gera
vilja Guðs, vera í samræmi við
hið eilífa, hið góða. fagra og
fullkomna, en vita um leið, að
allt þetta á fyrst og fremst að
efla í okkar eigin barmi — okk
ar eigin vitund.
„Guðsríki er hið innra í yð-
ur“, sagði Kristur við læri-
sveina sína. Þess vegna hefur
það aldrei verið handsamað í
gullskreyttum kirkjum né
turnkrýndum musterum, held
ur blikar Ijós þess úr barns-
augum og Ijómi þess af hálf-
slokknum brám göfugmennis-
ins eða sem ómur af bæn písl-
arvottsins.
En auk þess birtist þessi
dýrð Drottins í hverjum geisla
dagsins, hverjum regndropa
næturinnar, hverju blómi
grundar, hverjum krystalli
steinsins, hverri bylgju hafs og
hverri stjörnu á næturhimni.
En einkum bó hverri hugs-
un spekings og skálds, hverj-
um lit og tóni snillings og ei-
lífðarvitund og vissu, sem
augnablikin geta veitt í ein-
falda, opna sál og leitandi
hjarta.
í hinni frægu sögu nóbel-
skáldsins gríska Kazantzakis,
Leiktu á Zantorio Zorbas,
lætur höfundurinn söguhetju
sína, sem er spekingur hvers-
dagslífsins segja á bessa leið:
„Ég met þrjár kennisetning
ar mest. Sú fyrsta er þessi:
Þau form, sem biómin hafa,
verka á lit þeirra, og liturinn
aftur á eiginleika þeirra.
Þess vegna hefur hvert
blómstur sínar sérstöku verk-
anir á líkama okkar, og sem
afleiðingar þess á sáliná. Þess
vegna verðum við að ganga
með gætni um helgidóma
blómstrandi jarðar.
Önnur er þessi:
„Hver hugsun, sem hefur
raunveruleg áhrif, hlýtur einn
ig að hafa raunverulegt inni-
hald, kjarna.
Húin er eitthvað fast, en
ekki loftkennt og svífandi,
óáþreifanlegt. Slík hugsun er í
okkur hið innra og hefur sinn
líkama — augu, munn, fætur,
maga — og hún er karlkyns
eða kvenkyns. og getur ofsótt
menn eða konur. Því segir guð
spjallið: ..Orðið varð hold“.
Og þriðja kennisetning
mín er þessi, sagði Zorbas:
„Eilífðin er í okkar stund-
lega lífi. En við eigum erfitt
með að finna hana hjálpar-
laust.
Stundlegar sorgir og áhyggj
ur leiða okkur afvega. Svo bað
eru aðeins nokkrir útvaldir,
sem keppa eftir að eignast ei-
líft líf í þessum tímanlega
heimi. Ilinir svíkja sjálfa sig.
En Guð hefur einnig verið
þeim náðugur og gefið þeim
trúarbrögðin. Á vegum þeirra
getur jafnvel fjö.'dinn eignazt
og skynjað eilífðina".
Betur verður naumast i
nokkrum orðum lýst, hvað það
er að finna guSsríkið hið
innra í sjálfum sér.
í fyrsta Jagi helgar það um-
hverfið, svo að hvert strá og
blómstur verður opinberSé
Guðs dýrðar, lífið helgidómur.
í annan stað verður hver
frjáls hugsun lifandi og áhrifa
rík, eignast likama að hætti
hins guðlega táknmáls ritning
anna, þar sem orðið — það er
audinn — verður efni. Hugsjón-
in klæðist áþreifanleika fastra
hluta og verður þannig hluti
heimsins.
f upphafi var orðið — það
er að segja hugsunin. Guðsrík-
ið í mannssálinni, kraftur þess
gerir hugsjónina að veruleika.
Og í þriðja lagi er það ei-
lífðin sjálf, sem getur búið í
hverju augnabliki, sem helgað
er himinsins náð, það er að
segja kærleiksafli Guðs.
Eilífðin verður aldrei mæld
í mfnútum og stundum, enda
eru allar slíkar mælieiningar
aðeins tilbúningur. Ein mín-
úta algleymissælu og hrifning-
ar er dropi eilífðar og getur
ekki gleymzt, þótt ekki sé
hægt að lýsa því né ræða það
sem sæluna veitti. Og það er
naumast heldur hægt að segja
á eftir, hvort það var heldur
mínúta eða margar klukku-
stundir. Hins vegar getur heil
mannsævi orðið innihaldslaus,
ef hún eignast aldrei sín ei-
lífðaraugnablik. Þannig verð-
ur til það, sem kallað er til-
gangslaust líf og gleymt. Og
þannig verður, ef guðsríkið og
vöxt þess vantar í sálina.
Þá er troðið á blómunum,
hinu fagra misþyrmt, hið góða
fótumtroðið, og hið rétta einsk
ismetið.
Þá verður engin hugsun að
hugsjón og áhuginn, lífsundr-
ið dvínar og deyr, en lífsleið-
inn setzit að í tilgajngsleysi
bergmálslausrar sálar, þar sem
„aldrei skín framar í lífdags-
ins ljósi lokkbjarta sveinsins
vöggugjöf". Og eilífðin seitlar
aldrei inn í svo lokaða sál.
Hún verður að opna gluggann
og vita að hún á sjálf guðsríki
lífsins í sér búandi. Og það
þarf lífsloft af anda og frelsi
Guðs í alheimsgeimi til að
geta vaxið og veitt hina sönnu
hamingju, hið eina sanna líf
að gera vilja Guðs hið góða.
fagra og fullkomna.
Árelíus Níelsson.
ASAHI PENTAX myndavélar auðvelda fleirum að faka befri myndir
ggn jl ASAHI PENTAX
FÓTÓHÚSIÐ BANKASTRÆTI SÍMI 2-15-56
jl ASAHI ^PENTAX
i
i »
' » .