Tíminn - 30.08.1970, Side 13
M . ' <
i I I I
I
SUNNUDAGUR 30. ágúst 1970.
TÍMINN
Línurnar að skýrast
Þó að línurnar í 1. deild séu
nokkuð farnar að skýrast, er
erfitt að spá um úrslit keppn-
innar. Að vísu liggur ljóst fyr-
ir, hvaða lið munu bítast um
efsta sætið — íslandsmeistara-
titilinn — en það eru Kefla-
vík, Akranes og Fram, en lið-
in þar fyrir neðan eru öll í
meiri eða minni falihættu. Vik
ingar eru neðstir á blaði og
er staða þeirra óneitanlega
verst.
Áður en tengra er haldið,
skulum við líta á stöðuna i
deildinni, eins og hún er fyr-
ir leikina um heigina, og hve
mörg stig liðin geta enn þá
náð, miðað við, að þau vinnl
leikina, sem eftir eru:
Kefiavík 15 — getur náð 23
Akranes 15 — getur náð 23
Fram 12 — getur náð 20
KR 10 — getur náð 16
Akureyri 9 — gatur náð 17
Valur 8 — getur náð 16
Vestm. 7 — getur náð 15
Víkingur 6 — getur náð 12
Til nánari skýringar, skai
það tekið fram, að öll liðin,
nema KR og Víkingur eiga eft
ir að leika 4 leiki, en KR og
Víkingur 3.
í fljótu bragði virðist keppn
in um íslandsmeistaratitilinn
standa eingöngu á milli Kefl-
víkinga og Akurnesinga, þar
sem þau hafa þriggja stiga for
skot, en sarnt þarf ekki mikið
að gerast til að Fram komist
í spilið. Vinni Fram Akranes
í leik liðanna, sem fram fer
á Akranesi 5. september n.k.,
en á undanförnum áratug hef-
ur það verið nær óbrigðul
regla að Fram vinni Akranes
á útivelli, og Akranes vinni
síðan Keflavík í „úrslitaleik“
mótsins, þ. e. í síðari leik lið
anna, sem fram fer í Keflavílk
12. september, skilur ekki
nema 1 stig á milli þriggja
efstu liðanna. í þessu dæmi er
reiknað með, að Keflavík,
Akranes og Fram vinni sína
leiki nú tun þessa helgi. En
ef úrslit þeirra leikja verða á
annan veg (Akranes-Valur,
Akureyri-Keflavík og Fram-
Vestm.), t.d. að Keflavík og
Akranes tapi stigum, getur
baráttan orðið enn tvísýnni.
En tapi hins vegar Fram —
og Akranes og Keflavík sigri,
þá mun baráttan standa ein-
göngu á milli tveggja síðast-
töldu liðanna um fslandsmeist
aratitilinn.
Eyleifor Hafsteinsson í leik gegn KR. Hann hefur ekkl sízt átt þátt í velgengni Akranes-liðsins í sumar.
Háþrýstar 1”
Miðstöðvardælur
fyrirliggjandi á
hagkvæmu verði.
S M Y R I L L, Ármúla 7, sími 84450.
Veljið yður í hag * Úrsmíði er okkar fag
OMEGA
Mvada
©lHgnjl
JUpina.
PIERPOflT
Magnús E. Baldvlnsson
Laugavegi 12 - Simi 22804
VÉLAVERKSTÆÐI
HARÐAR
SIGURÐSSONAR
HÖFÐATÚNI 2
Annast viðgerðir á:
Utanborðsmótorum
Vélsláttuvélum
Vélsleðum
Smábátamótorum
o. fL
Slípum ventla og sæti.
Einnig almenna jámsmíði.
SÍMI 25105.
Til þess að gera mönnum
gleggri grein fyrir hvernig
stáða efstu liðanna er, birtist
hér tafla yfir leiki, sem bau
eiga eftir:
Keflavík.
Akureyri 30. ágúst (úti)
KR 8. september (úti)
Akranes 12. sept. (heima)
Valur 20. september úti)
Akranes:
Valur 30. ágúst (heima)
Fram 5. sept. (heima)
Keflavík 12. sept. (úti)
Vestm. 19. sept. (úti).
Fram:
Vestm. 29. ágúst (heima)
Aíkranes 5. sept. (úti)
Akureyri 13. sept. (heima)
KR 19. september
Látum þá útrætt um efstu lið
in, en víkjum aðeins að fall-
baráttunni. Þegar litið er á
töfluna, er greinilegt, að staða
nýliðanna, Víkinga, er verst,
þó að bsir hafi bætt stöðu
sína með því að vinna KR á
fimimtudagskvöld. Helzta von
Víkinga er sú, að þeim takist
að sigra Vestmannaeyinga í
_____________________________13
siðari leik liðanna, sem fram
fer í Reykjavík 5. septenlber.
Sá leikur þarf ekki endilega
að ráða úrslitum, en verður þó
að öllum 'íkindum, þýðingar-
mesti liður fallbaráttunnar.
Víkingar eiga auk þess eftir að
leika gegn Val á Laugardals-
veili og Abureyri fyrir norðan,
en Eyjamenn eftir að leika
gegn Fram á Laugardalsveili
(í gær) og gegn KR og Akra-
nesi heima. Getur því margt
gerzt enn þá. Enn þá eru Vai-
ur, Akureyri og KR einnig í
fallhættu, þó að staða þeirra
sé skárri. En staðan ætti að
skýrast enn betur eftir leikina
nú um helgina.
Hver svo sem úrslitin verð'a,
þá er eitt Ijóst. Knattspyrnan
er með betra móti þessa dag-
ana, hver úrvalsleikurinn á fæt
ur öðrum. Það er orðið virki-
lega gaman að fara á völlinn
og sjá knattspymu, sem býður
upp á góðan samieik og
skemmtileg augnablik, ólíkt
því, sem var fyrri hluta sum-
ars.
alf.
þegar annimar eru
mestar er gott aö hafa
Malta
viö hendina
Það er fátt eins hressandi og góður
svaladrykkur og Malta súkkulaðíkex.
Atmars mælir Malta með sér sjálft.
Bragðið er svo miklu betra.
H.F. SÚKKULAÐIVERKSM1ÐJAN SÍRÍUS