Tíminn - 30.08.1970, Page 14

Tíminn - 30.08.1970, Page 14
14 TÍMINN SUNNUDAGUR 30. ágúst 1070 Náttúruverndarráðst. Framhald af bls. 1 til sín taka en verið hefur, vegna þesa bve alvarleg þau eru orðin á öllum Norðurlöndunum. Fjórir íd.endingar taka þátt í ráðstefn- unni: Ingvi Þorsteinsson, magist- er, Sigurður Blöndal, skógarvörð nr, Vilhjálmur Lúðvíksson, verk- fræðingur og Gunnar Ólafsson, bú- vísindamaður., Ingvi Þorsteinsson mun flytja er indi um náttúruverndarmál, sem lúta að uppblæstri og gróðureyð- ingu. Við höfðum tal af Inigva í dag, og kvað hann framlag okk- ar á ráðstefnunni fyrst og fremst verða á áðurnefndu sviði. Vanda- mál okkar væru annars eðlis en hinna Norðurlandaþjóðanna vegna sérstöðu okkar, svo sem legu lands ins, fámennis og atvinnuhátta, en enginn vafi væri á, að við mættum margt læra af þátttöku í ráðstefn unni, þar sem. tekin verða til með ferðar f jölmörg vandamál náttúru- og umhverfisverndar. Formaður Framsóknar- flokksins á fundum Ólafur Formaður Fram sóknarflokksins, Ólafur Jóhannes- : son. mætir á al- i| mennum stjórn- I málfundum á | Hólmavík 5. sapt || ember n.k. og á 1 Patreksfirði 8. september. Futidirnir hefj- ast kl. 9. í Rangár- vallasýslu Framsóknarmenn í Rangárvalla- sýslu lialda liéraðsmót að Hvoli iaugardaginn 5. sept. og hefst það M. 9 síðdegis. Ræður flytja al- þingismennirnir Jón Skaftason og Bjöm Fr. Björnsson. Skemmtiatr- jði annast þjóðlagatríóið Þrír und ir sama hatti, og Jörundur Guð- mundsson, sem fer með gaman- þætti. Hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar leikur fyrir dansi. Popphátíð Framhald aí bls. 1 teknir fyrir þjófnað og nokkrir fyrir að selja falska aðgöngumiða. Þá hefur fólk baðað sig þarna, án þess að hafa fyrir að fara í baðföt, en lögreglan hefur látið það svo til afskiptalaust, sagði aðeins við unga stúlku, klædda einni perlufesti, að hún skyldi ekki reyna að fara til bæj arins í þessum fatnaði. Guðrún frá Lundi Framhald af bls. 16. o. s. frv. Ljóst er, að hér er um mjög forvitnilega bók að ræða. Þá kemur út fjórða bindið af Það er svo margt, en eins og mörg um er kunnugt hefur ritsafnið að geyma fyrirlestra Gretars Fells, sem hann hefur flutt á ýmsum tímum. Er þar að finna margt fróð legt og athyglisvert sem Gretar hefur flutt. Þá kemur út öðru sinni Sjálfs- ævisaga Yoga eftir Paramahansa Yogananda. Fyrra útgáfa bókar- innar nefnist „Hvað er bak við myrkur lokaðra augna?“ Þetta er í fyrsta sinni sem raunverulegur indverskur jógi ritar ævisögu sína fyrir lesendur Vesturlanda. Lýs- ir hann Ijóslifandi og í smáatrið- um hinni andlegu fræðslu er hann naut, og höfundurinn varpar m. a. ljósi á lítt kunn þróunarsvið nútíma Indlands. íslenzk-ensk orðabók kemur út hjá forlaginu. Hún er eftir Arn- grím Sigurðsson BA, en þó munu fleiri hafa unnið að þessari bók. Bókin er heldur stærri en ensk- íslenzka orðabókin sem verið hef ur hér á markaðnum og tekin saman af Sigurði Bogasyni. Þá kemur út íslenzkir samtíða- menn 3 bindi. í þessari bók eru nefndir menn sem risið hafa upp úr fjöldanum frá því hin bindin tvö komu út, svo og þeir menn sem ekki náðist til þegar þau bindi voru skráð. Þá koma út tvö síðustu bindin af ritverkum Einars H. Kvarans. Það eru fimmta og sjötta bindið. Að lokum skýrði Gunnar blað- inu frá því, að eins og venjulega kæmi út töluverður fjöldi barna- og unglingabóka hjá forlaginu. Margar þeirra eru þegar tilbún- ar og aðrar komnar langt áleiðis. Kólera Framhald af bls. 16. þessum slóðum. Hitt er athyglis- verðara, að nú skuli kóleran hafa náð fótfestu í borgum, þar sem hreinlætisaðstæður eru mun betri, en í þeim löndum, þar sem veikin er algengust Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur gefið þær upplýsingar, að þegar E1 Tor fór að breiðast út vestur á bóginn, hafi sjöundi kólerufaraldurinn verið farinn að geisa þar með. Fyrir 1961 var veikin tabmörku® við norð- urhluta Indlands og héruð þar í grenndinni, og létust að jafn- aði 100 þúsund manns áríega úr veikinni. Þegar E1 Tor kom upp á Celebeseyjum, var álitið, að veikin myndi halda sig þar. En í ljós kom, að þessi kólera var nokkuð annars eðlis, en sú heimakæra, indverska og dróst .ljótlega inn í Austur Asíu. Al- þjóða heilbrigðisstofnunin kom bá til skja’anna og gerði sótt- varnarráðstafanir. Síðustu tíu árin hefur h;n sí- gilda kólera verið nokauð á umdanhaldi í heimahéruðum sín um, meðfram ánum Ganges og Bramaputra, en aftur á móti hefur E1 Tor kólera náð fót- festu. E1 Tor er mun ónæmari fyrir mótefnum og dvelur leng- Happdrætti Mána Keflavík Dregið var 17. ágúst. Upp kom no. 691. Jón Björn SSÍ 4-5 herb. íbúð eða einbýlishús á góðum stað óskast til leigu. Upp- lýsingar í síma 82939. l'ftl u6h° STIMPLAGERÐ FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR ÞAKKARÁVÖRP Innilega þakka ég öllum þeim er glöddu mig á 85 ára afmælinu, með skeytum og á annan hátt. Guð blessi ykkur öll. GuSrún GuðmundsdóHir, Svarðbæli. Þökkum samúð vlf/ andlát og iaröarför Sigríðar Einarsson. Elnar B. Pálsson Franz E. Pálsson Ólafur Pálsson Þórunn S. Pálsdóttir Árnl Pálsson Krlstín Pálsdóttir Jóntnna M. Pálsdóttir Anna S. Björnsdóttir Sigurbjörn Þorgeirsson ur í líkamauum. Einkennin eru þó hin sömu; eftir að maður hefur smitazt, fær hann mik- inn niðurgang í nokkra daga og þá fer allt að 15% af .’íkams- vökvanum, ásamt ýmsum nauð- synlegum efnum burt. Sé kólera látin afskiptalaus, deyija um 60% af sjúklingunum, en með mótefnum og sótthreins un vatns, er hægt að lækka þessa tölu niöur fyrir 1%. Sovét- ríkin segjast hafa náð tökum á kólerunni í landi sínu nú, og eft ir því, sem bezt er vitað, hefur enn enginn látið ’ífið þar. Kólera þrífst bezt, þar sem hreinlæti er ábótavant. Bakterí- an lifir góðu lífi í óhreinu vatni, það kom í Ijós árið 1855, þegar sálfræðingur nokkur gerði kort yfir sýktu svæðin í Lundúna- borg og sá, að veikin var tilþrifa mest umhverfis vatnsdæluna á Broad Street. Dælunni var lok- að og veikin hjaSnaði til muna. Hvað er .’íklegt, að kóleru- faraldurinn nú, breiðist mikið út? Svar við þessari spurningu er komið undir krafti þeirra ráðstafana, sem nú era gerðar til að hefta útbreiðsluna og að tilfelli séu tilkynnt heilbrigðis- yfirvöldum, undanbragðalaust. Litlar líkur eru ta.’dar á, að kóleran nái til Evrópu og ann- arra héraða, þar sem heilbrigð- isaðstæður eru með bezta móti. Samt sem áður er vert að hafa ‘í huga, að manneskja haMin kólerusmiti, getur hvenær sem er, komið til hvaða f’ugvallar í heiminum, sem vera skal, og þá geta bakteríur komizt í vatn þar, en hæpi'ð er, að úr því yrði fara.’dur, ef hreinlæti er nógu mikið á annað borð á staðnum. Hitt er öllu alvar- legra, að í Mið- og Suður-Afríku yrði faraldurinn óskaplegur. Þess vegna er alþjóða heil- brigðisstofnunin mjög uggandi yfir fréttum frá Guineu. sem herma, að þar sé „einhver ó- þekkt nifðurgangspest" að ganga. Þar og í nágrannalönd- unum hefur nú verið gripið til strangra sóttvarnaraðgerða. Samkvæmt síðustu fréttum, hafa 22 tilfelli fundizt í ísrael og enn er það aðeins Lýbía af Afríkulöndum, sem hefur til- kynnt, að þar hafi fundizt kól- erutilfelli. Nægt bóluefni er fyrir hendi enn og meðal þeirra landa, sem hafa beðið um bóluefni frá a’- þjóða heilbrigðisstofnuninni, má nefna Saudi-Arabíu, Congó, Jemen, Sierra Leone, Alsír, ísrael, Líberíu og St. Helenu. Framleiðsla bóluefnis hefur nú verið aukin til muna, ef svo skyldi f-ara þrátt tyrir allt, að kóleran breiddist út og næði hér uðunum sunnan Sahara. Þar eru hreinlætisaðstæður mjög slæm- ar og víða litlar sem engar. Menn og málefni Framhala af bls. 8 mörg byggðarlög illa komin. En þetta hefur einnig í för með sér, að rekstrarafkoma kaupfé- laganna er víða ekki eins góð og skyldi, og afkoma þeirra er ótryggust þar ,sem þátttaka í atvinnulífi og þjónustu er mest og fjölþættust. Á s.l. ári voru 18 kaupfélög á landinu með tap rekstur. Afkoma þessara mikil- vægu kjarabótastofnana almenn ings er því engan veginn eins trygg og æskilegt væri. Ómaklegar kröfur Kaupfélögin og önnur sam- vinnufélög eru einhver mikil- vægustu hagsmunasamtök al- mennings í landinu. Launþeginn og smáframleiðandinn eiga ekkj kost á betra félagskerfi til þess að tryggja sér sannvirði og láta sér verða sem mest úr launatekj- um. Lauþeginn á ekki sterkara varnarvirki gegn því, að of mik ið sé tekið af honum í viðskipt um, og það skilar honum aftur. ef of mikið er tekið til rekstrar. Það á engan eigin vasa, sem gróða er stungið í. Hagsbætur þær, sem samvinnu félögin hafa fært launþeganum, neytandanum, í þjóðfélaginu eru ómældar og bæði beinar og óbeinar. Minna má á samvinnu- tryggingamar, sem beinlínis hafa leyst tryiggingarstarfið úr læð- ingi, komið á fjöilda nýjunga, og ekki aðeins gert það réttlæti að meginreglu að láta þá, sem ekki valda tjóni, njóta þess að verðleikum, heldur endurgreitt tryggingatökunum milljóna- hundruð. Heildsalinn, SÍS, borgar kaupfélögunum til baka af venjulegri heildsöluálagningu margra vara milljónatugi á ári, þegar sæmilega gengur, og það gerir m. a. ýmsum kaupfélögum fært að veita afslátt og greiða arð til félagsmanna af viðskipt- um, eins og Reykvíkingar þekkja til að mynda úr starfi KRON. Samvinnufélögin hafa brotið nýj um og betri verzlunarháttum braut, svo sem kjörbúðunum, og þannig mætti margt telja. Þegar á alit þetta er Jitið má það undarlegt heita, hve þau sam tök og flokkar, sem telja sig málsvara hins almenna launa- manns og efnaminni stétta í kjara baráttu veita samvinnufélögun- um lítinn stuðning og nota ráð þeirra lítið til hagsbóta fólki sínu. Þvert á móti ber það ósjald an við, að málgögn þessara flokka hafa uppi andróður gegn samvinnufélögum og ófrægi þau við lesendur sína. Þessir flokkar og málgögn þeirra gera stundum þær kröfur, að sam- vinnufélögin gangi hiklaust að öllum kaupkröfum, sem fram eru settar og gerist þannig brim- brjótur í launastríðinu í land- inu. Með slíkum áróðri er villt um fyrir fólki. Eðli sínu sam kvæmt geta kaupfélög eða önn- ur samvinnufélög ekki beitt sér þannig og hefur aldrei verið ætlað áhrifahlutverk í þeim mál um á hvorn veginn sem er. Þeirra hlutverk er að greiðá launamanni sannvirði vinnu, vilji hann taka á sig eðlilega félags- ábyrgð á móti, og þó fremur að reyna að láta launamanninum verða sem mest úr því kaupi, sem hann fær. Þetta er mikil- vægasta hlutverk samvinnufé- laga fyrir launafólk, og með því að launamaðurinn beiti kaupfé- lagi sínu þannig fyrjr sig, færir það honum mestar hagsbætur. í stað þess að hafa uppi óeðli- legar kröfur í garð samvinnufé- laga ættu málgögn alþýðuflokka og alþýðusamtaka að hvetja fólk sitt til þess að fylkja sér sem fastast um samvinnufélögin, hafa þar félagsleg áhrif með atkvæð- um sínum á reksturinn og beita þessu hagsbótatæki almennings þannig á réttan hátt. Þessir flokkar ættu að styðja samvinnu félögin með sama hætti og bræðra flokkar þeirra í nágrannalöndum gera, þar sem óeðlilegt þykir að gera verkföll hjá samvinnufélög um nema í sérstökum tilvikum, og þeir hvetja fólfc sitt til þess að notfæra sér samvinnuúrræði í hagsbótas-kyni. Segjum til að mynda, að al- menningur j Reykjavík hefði fylkt sér eins fast um KRON í viðskiptum og fólk í mörgum öðrum byggðarlögum gerir um kaupfélög sín. Þá mundi KRON verða margeflt hagsmunafélag al- mennings og geta boðið enn betri verzlunarkjör en nú og greitt viðskiptafólki sínu til baka veru legar fjárhæðir. Þannig á launa fólkið að beita samvinnufélögun- um og ráða þeim sjálft en ekkj líta á þau sem brimbrjót í launs stríði. — AK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.