Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 1
* ~'í' n ~ „ ». FRYSTIKISTUR * q FRYSTISKÁPAR l«b.lesers1 BATTERIES Lindu- sukkulaði á franska sýningu FB—Reykjavík, þriðjudag. Nýlega sendi súkkulaðiverksmiðj an Linda á Akureyri hálft tonn af átsúkkulaði til Danmerkur, og hefur það verið á boðstólum í stórverzluninni Magazin du Nord í Kaupmannahöfn, að sögn Eyþórs Tómassonar forstjóra verksmiðj- unnar. Hefur dönskum kaupend- um líkað súkkulaðið vel, og von- ir standa til, að áframhaldandi sala geti orðið á súkkulaðinu í Danmörku. Til Danmerkur voru sendar fimm tegundir af átsúfckulaði, en nú fyrir nokkru var einnig sent nokkurt magn af súkkulaði til New York. Þangað hafa áður far- ið þrjár sendingar, og sjá tveir bandarískir aðilar um söluna vestra. í haust hyggst Linda taka þátt í matvælasýningu, sem halda á í París, og víðar hefur súkkulaði verksmiðjunnar verið kynnt, m. a. hefur sending farið til Fær- eyja. Icelinda, eins og súbfculaðið er kallað, er selt í vélum Flug- félags fslands, og í fríhöfninni á Kefl'avikurflugvelli, svo nofckrir staðir séu nefndir, og hefur mikið selzt þar syðra. Bílamál saka- dómaranna enn í ólestri OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Mánuður er nú liðinn síðan bflar þeir sem sakadómarar og fulltrúar yfirsakadómara Reykjavík hafa til umráða voru merktir sem „ríkisbi.freiðar“ og hafa bflarnir staðið ónotað- ir síðan, en um það leyti gengu í gildi nýjar reglur um bfla- styrki og lán til bflakaupa op-1 inberra starfsmanna. Fyrr- j greindir embættismenn höfðu j bfla til afnota í vinnutíma og | til einkaþarfa, en eftir breyt- í inguna voru bílarnir merktir > og ætlazt til að sakadómarar og fulltrúar yfirsakadómara notuðu þá eingöngu í vinnu- tíma. Þetta vildu þeir ekki sætta sig við og kröfðust bfla- styrkja og fyrirgreiðslu til bfla kaupa til jafns við aðra opin- bera starfsmenn sem hofðu bfla til umráða áður en nýju reglurnar gengu í gildi. Til að undb'strika þessar kröfur sínar hafa þeir, sem hlut eiga að máli, gefið sér rúman tíma til að sinna þeim málum sem þeir hafa á sinni könnu. Og vist er, að fólk hefur ekki verið sótt á merktum bílum frá saka dómi til að sinna boðunum og kvaðningum. Sakadómarar og fulltrúar yf- Framhald á bls. 14. 197. tbl. — Fimmtudagur 3. sept. 1970. — 54. árg. BWTÆXJADEILD, HAFHAMTRÆTl 23, SlUI 18385 Þannig var umhorfs á Vaðlaheiðinni i gærmorgun og náði snjórinn í miðja heiði. (Tímamynd Kári). Fjallvegir á Norður- og Austurl. lokuðust I gær EB—Reykjavík, miðvikudag. f dag voru Breiðadalsheiði og Þorskafj.heiði ruddar og munu þær nú vera færar öllum bílum. Nú er hálka á lieiðunum og því æskilegt að leggja á þær með var færni. Hefur í dag birt til á Vest- fjörðum og útlit fyrir þurrt veð- ur þar á næstunni. Á Norðurlandi og talsvert suð- ureftir Austfjörðum hefur hins vegar verið úrkoma í dag — rign- ing á láglendi en snjókoma til fjalla. Fjallvegir í þessum lands- hlutum, hafa því spillzt verulega síðasta sólarhringinn og sumir hverjir voru að lokast síðdegis í dag. Á Öxnadalsheiði var í dag mik- il hálka og einnig á Vaðlaheiði. Lágheiði varð í dag ófær öllum bifr. og Öxarfjarðarheiði þung- fær. Þá var vegurinn um Hellis- heiði eystri orðin ófær minni bif reiðum um miðjan daginn, og veg urinn um Jökuldalsheiði var að lokast síðdegis í dag. Á Fjarðar- heiði og í Oddsskarði var komin mikil hálka. Sunnar á Austfjörð- um var ekki um úrkomu að ræða. Hjá Veðurstofunni aflaði Tím- inn sér þeirra upplýsinga að held ur sé nú farið að draga úr norð- anáttinni, en samt útlit fyrir að hún verði ríkjandi enn um sinn. Þá gerði Veðurstofan ráð fyrir því, að næsta sólarhringinn mundi birta til norðan- og austanlands. Trausti Friðbertsson fréttarit- ari á Flateyri, sagði blaðinu að nú væri að birta til og því hætta á frosti. Snjór er niður í byggð við Önundarfjörð. Forsetahjónunum vel fagnað í Danmörku FB—Reykjavík, miðvikudag. í morgun héldu forsetahjónin, herra Kristján Eldjárn og Hall- dóra Eldjárn áleiðis til Danmerk ur í opinhera heimsókn. Fóru þau með Gullfaxa, þotu Flugfélags ís-1 Iands. Gullfaxi lenti á Kastrup- flugveUi um klukkan 11, og þar tóku dönsku konungshjónin á móti forsetahjónunum. Forsetalijónin eru í boði konungshjónanna til föstudagskvölds, en síðan verða þau gestir dönsku stjórnarinnar til þriðjudags. Auk konUngslijónanna voru á flugvellinum, þegar forsetahjón- in komu þangað, Margrét prin- sessa og Hinrik prins, Knútur ei-fðaprins, ráðherrar, borgarstjóri Kaupmannahafnar, og amhassador íslands í Danmörk, Sigurður, Bjarnason. Síðdegis í dag fóru forsetahjón- in í heimsókn til Hróarskeldu, þar sem forsetinn lagði blómsveig á gröf Kristjáns X og Alexanderínu drottningar hans. Eftir heimsókn ina til Hróarskeldu var haldið aft ur til Fredensborgar, þar sem for- setahjónin dveljast, og þar tók forsetinn á móti sendimönnum er- lendra ríkja í Danmörku. Á morg un fara forsetahjónin i heimsókn tilOdense. í kvöld efndi Friðrik Danakon- ungur tii veizlu í Fredensborgar- höl’. í tilefni af forsetaheimsókn- inni. Bauð fconungurinn forseta- hjónin velkomin til Danmerfcur, og sagði að það gleddi fconungs- hjónin mikið, að taka á móti fuli- trúum norrænu bræðraþjóðanna. Hann sagði einnig, að heimsóknin væri konungshjónunum kærkomið tækifæri til þess áð minnast heim sóknar þeirra til íslands, sem hefði verið þeim tii hinnar mestu ánægju. Með þeirri heimsókn hefði þeim hjónum veitzt enn dýpri skilningur á fortíðinni, sem er þjóðunum sameiginleg, og hinni gömlu menningu, sem er sarneig- j inlegur arfur Norðurlandaþjóð- anna. Konungurinn sagði að lok- um: — Ég skála fyrir forseta ís- lands og frú hans, og fyrir ham- ingju og velferð íslenzku þjóðar- innar í framtíðinni. Þá tók forseti íslands til máls, og sagði m. a.: „Yðar hátignir, Ég þakka þau hlýju ávarpsorð, sem yðar hátigu hefur beint til konu minnar og mín og innileg orð yðar og góðar óskir íslenzku þjóðinni til handa. Síðan við stig um á danska grund í morgun, höf um við alls staðar fundið streyma á móti okkur þá hlýju og vin- semd sem einnig hefur skýrt kom ið fram í orðum yðar hátignar. Ég þakka boð yðar hátignar að koma í opinbera heimsókn til Dan merkur á þessu sumri. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn mín til útlanda síðan ég tók við embætti mínu fyrir tveimur árum, og ég fagna því að_ sú heimsókn er til Danmerkur. Ég veit að það gleð- ur íslenzku þjóðina, á sama hátt og það vakti einlæga gleði á ís- landi að Danmörk var fyrsta land- ið, sem íslenzkur forseti heim- sótti eftir að lýðveldið var stofn- að. Það var staðfesting þess, að það væri vilji beggja þjóðanna að varðveita vináttuböndin og efla þau og allt gott sem vaxið hefur þjóðanna í milli á hinum langa sambandstíma. Mér er gleðiefni að hugsa til þess, að heimsókn mín nú megi á sama hátt vera sýni- legt tákn um vináttu og skilning milT þjóða vorra.“ Að lokum sagði forsetinn: „Ég vil láta í ljós djúpa virð- ingu mína fyrir dönsku þjóðinni, háþróuðu þjóðfélagi hennar og gamalgróinni menningu hennar sem um leið er svo opin fyrir nýj- Dauðadóraar í S-Afríku — bls. 8 ungum og ber í sér hæfileikann til yngingar og vaxtar, hvort sem er á sviði þjóðfélagsmála, visinda eða lista. Eg óska Danmörku og dör.sku þjóðinni bjartrar framtíð ar í friði og farsæld. Ég skála fyrir yðar hátignum, dönsku konungsfjölskyldunni og allri dönstou þjóðinni.“ Langur samninga- fundur prentara EJ-Reykjavík, miðvikudag. Samningafundur prentara og at- vinnurekenda þeirra hófst klukfcan tvö í dag, og stóð hann enn þegar blaðið fór í prentun. Á fundinum var áfram rætt um kröfur prent- ara vegna nýrra vinnubragða í prentiðn. Ekfci verður rætt um fcaupkröf- ur prentara fyrr en þetta mál er til lykta leitt, en prentarar leggja á það mjög mikla áherzlu í þess- um samningum. Stjóra Hins íslenzfca prentara- félags hefur, sem kunnugt er, afl- að sér verkfallsheimildar, en hafði efcki boðað verkfall svo vitað væri í kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.