Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 9
#IMMTUDAGUR 3. september 1970. TÍMINN 9 Úí^-Asndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FraTn'kvæmd'a'stjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Krisitj ánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steinigrímur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur í Bdduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bamkastræti 7 — Afgrei'ðsliusími 12303. Auglýsingasími 19523. Aðrar sikrifsitofur sími 18300. ÁskriftargjaM kr. 165,00 á mánuði, innaiiilands — f lausiasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Samstarf íhalds- andstæðinga Það fór eins og vænta mátti, aS Mbl. kipptist við, þegar birt var sú ályktun nýlokins aðalfundar Sam- bands ungra Framsóknarmanna, að „Framsóknarflokk- urinn beiti sér fyrir myndun víðtækrar vinstri hreyfingar og ræki kröftuglega það grundvallarhlutverk sitt að vera höfuðandstæðingur íhaldsaflanna í landinu.11 Mbl. gerir sér að sjálfsögðu vel ljóst, að hið óeðlilega vald Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ekki nema 37% kjós- enda að baki sér, byggist á því öðru fremur, hve sundr- aðir andstæðingar hans eru. Gleðimerkin voru líka aug- ljós í Mbl., þegar nýr flokkur íhaldsandstæðinga bættist við fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík og styrkti þannig þær vonir þess, að Sjálístæöisflokkur- inn héldi meirihluta sínum í borgarstjórninni, eins og líka varð- Af svipaðri ástæðu dökknar líka ásjóna Mbl. í hvert sinn, sem það þykjist sjá einhver merki þess, að íhaldsandstæðingar kunni að efla samstarf sitt. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar á síðari árum til að samfylkja hinu klofna liði íhaldsandstæðinga. Slík til- raun var gerð 1956, þegar Framsóknarfloikkurinn og Al- þýðuflokkurinn mynduðu kosningabandalag. Fyrir nokkr- um misserum fóru fram viðtöl milli Framsóknarflokks- ins og þeirra þingmanna, sem nú hafa stofnað nýjan stjórnmálaflokk, en þeim var slitið af hinum síðarnefndu. Vitanlega er sjálfsagt að hafa augun opin fyrir öllum slíkum möguleikum, en meðan þeir eru ekki fyrir hendi, hafa íhaldsandstæðingar ekki aðra betri leið til a'ð fylkja sér saman en að efla þann flokk umbótamanna, sem stærstur og áhrifaríkastur er, Framsóknarflokkurinn. Hann er líka sá flokkurinn, sem bezt hefur staðið af sér ásókn íhaldsaflanna. Alþýðuflokkurinn, sem einu sinni hafði 5 fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur þar nú ekki nema einn, og Alþýðubandalagið, sem einu sinni hafði þar fjóra fulltrúa, hefur þar nú ekki nema tvó. Framsóknarflokkurin hefur hins vegar bætt þar við sig tveimur fulltrúum á síðasta áratugnum og er nú annar stærsti flokkurinn í höfuðhorginni. Svipaða sögu er að segja víða um land. Að sjálfsögðu hefðu Framsóknarmenn kosið að ná betri árangri. En þetta sýnir, að Framsóknarflokkurinn er sá íhaldsandstöðuflokkurinn, sem bezt hefur haldið stöðu sinni, og hefur styrkt hana á margan hátt meðan aðrir hafa tapað. Þess vegna er það leið íhaldsandstæðinga til að sameinast að fylkja sér um Framsóknarflokkinn meðan möguleikar skapast ekki til enn víðtækara sam- starfs. Einmennings- kjördæmi f hinni athyglisverðu stjórnmálayfirlýsingu nýlokins þings Sambands ungra Framsóknarmanna. er /n a lagt til, að „könnuð verði viðhorf annarra stjórnmálaflokka til breytinga á kjördæmaskipunirmi i þá átt að koma á einmenningskjördæmum.“ Hér er vlssulega um eitt allra mesta stórmál þjóðarinn- ar að ræða. Það myndi gerbreyta alU'i stjórnmála- starfseminni og skapa crandvöll nýrra stjórnarhátta, ef einmenningskjördæmi væru tekin upp. Og þá dyggði íhaldsandstæðingum ekki lengur að vera sundraðir, ef þeir ætluðu að halda hlut sínum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Samningamennirnir þrír, sem Gunnar Jarring ræðir mest við Öll ríkin hafa valið mjög hæfa fulltrúa Múhamed el-Zayyat og Jarring. Josef Tekoah og Jarring. GUNNAR JARllING hefui nú hafið sáttatilraunir í deilu fsraels annars vegar og Egypta la.ids og Jórdaníu hins vegar. Enn hafa þessar viðræður þó gengið hægt, þar sem ísraels- stjórn hefur kvatt fulltrúa sinn heim vegna átaka í stjórninni um það, hvort halda eigi þess- um viðræðum áfram. Innan stjómarinnar á sú stefna vax- andi fylgi að fagna, að ísrael eigi alls ekki að semja, og vilja fylgismenn þessarar stefnu nota það sem tylli- ástæðu til að hætta við ræðuni, að Egyptar styrki varn ir sínar við Suezskurðinn, en það sé ekki íeyfilegt samkvæmt vopnahléssamningnum. Egypt- ar mótmæla þessu og ekki eru heldur fyrir hendi fullnægjandi sannanjr um þessar staðhæfing ar ísraelsmanna. Viðræður milli Gunciars Jarr ings og fulltrúa umræddra ríkja, fara fram í New York Ocr ræðir hann aðeins við einn þeirra í einu. því að Arabarík- in vilja ekki að sinni setjast beint að samningaborði, þar sem ísraelskur fulltrúi er. Hvert ríki hefur tilnefnt einn mann af sinni hálfu til að ræða við Jarring og verður stuttlega sagt frá þeim hér á eftir. MUHAMED EL-ZAYYAT er fulltrúi Egypta. Hann er 55 ára gamall, kominn af ætt efnaðra landeigenda. Hann stundaði málanám við háskólann í Kairo og lauk síðar doktorsprófi við háskóla í Oxford. Hann er mik ill málamaður og talar t.d. ensku, fiýinsku, persnesku og urdu reiprennandi. Hann varð að nám inu loknu málakennarj við há- skólann í Alexandriu. Árið 1950 gekik hann í utanríkisþjónust- una og hefur verið þar síðan. Starf hans hefur einkum verið bundið við Arabalöndin. Þó var hann sendiherra í Indlandi um 9 mánaða skeið 1965. Eftir styrjöldina 1967 gerði Nasser hann að sérstökum blaðafull- trúa sínum. Á síðastl. hausti var hann skipaður aðalfulltrúi Egyptalands hjá Satneinuðu þjóðunum. Zayyat er sagður hæglátur og vingjarnlegur i framgöngu og flytja mál sitt skipulega og öfgalaust. Hann er kvæntur og á þrjú börn. Kona hans er dóttur þekkts Iegypzks rithöfundar. _ JOSEF TEKOAH er fulltrúi ísraels. Hann er 45 ára. Hann fer dult með uppruna sinn, en hann mun annað hvort fæddur í Rússlandi eða Mansjuriu. Hann ólst upp í Shanghai, þar setn faðir hans stundaði við- skipti, og þar lauk hann laga- prófi, tvítugur að aldri, við franskan háskóla í borginni Næstu tvö árin stundaði hann nám við Harvardháskóla, og tók þar meistarapróf í lögunn Hann geklk strax i utanríkis- þjónustu ísraels, er rikið var satt i fót, og var f fyrstu sendi Abdul Hamid Sharaf og Jarring. nefnd þess hjá Sameinuðu þjóð unum 1948. Siðan hefur hann lengstum starfað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og verið aðalfulltrúi ísraels þar síðustu árin. Tekoah er harður mála- fylgjumaður og oft snjall i svörum, enda hefur hann þurft á því að halda, þar sem hann hef ur verið helzti talsmaður ísra- els á fundum Öryggisráðsins um alllangt skeið, í framgöngu er hann annars kurteis og held hlédrægur. Hann er kvæntur maður og á þrjú börn. ABDUL HAMID SHARAF er fulltrúi Jórdaníu. Hann er 31 árs, frændi Husseins kon' ungs, fæddur í Bagdad. Hann lauk laganámi við ameríska há- skólann í Beirut 21 árs gamall og hefur síðan starfað á vegum utanríklsþjónustunnar. 1965— 67 var hann upplýsingamálarið herra. Eftir styrjöldina 1967, var hann skipaður sendiherra Jórdaníu í W'ashington og hef- ur gegnt því starfi síðan. Jafa- hliða hefur hann verið sendi- herra Jórdaníu í Kanada. Sharaf þykir mjög snjall mál- flytjandi, hvort heldur er í samræðum eða á fundum. Hann forðast öfgar í málflutm- ingi sínum og skírskotar meira til sl.fisemi en tilfinniaga. Hann og kona hans þykja einnig ágætir gestgjafar. Hann er sagður vinsælasti fulltrúi, sem Arabaríkin hafa haft í Bandaríkjunum um lanat skeið. Jafnhliða sendiherra- starfinu hefur hann lagt stund á áframhaldandi laganám oh er í þann veginn að ganga undir doktorspróf við Georgetown University, og þykir fullvíst, að hann muni þjúka því með sóma, Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.