Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 9
MEÐVIKUDAGUR 9. september 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auiglýsingastjóri: Steinigrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu, sfmar 18300—18306. Skrifstofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði. innaniands — í lausaisölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Skýr stefnumunur Á síðasta þingi urðu hörð átök milli stjórnarflokk- anna annars vegar og Framsóknarflokksins hins vegar, í sambandi við þá breytingu á tekjuöflun ríkissjóðs, sem hlauzt af EFTA-aðildinni. Vegna EFTA-aðildarinnar varð að lækka innflutningstolla mjög verulega og afla ríkis- sióði nýrra tekna í staðinn. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir því, að ríkissjóður fengi tollalækkunina bætta með ein- hliða hækkun söluskattsins. í tilefni af þessu reis mikil deila milli stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins um tvö meginatriði: í fyrsta lagi töldu Framsóknarmenn það ranga stefnubreytingu ,að ætla að vinna upp lækkun tolla, sem leggjast mishátt á vörur, með hækkun söluskatts, sem leggst jafnt á allar vörur. Þetta bitnar einkum ranglega á þeim, sem hafa lágar tekjur og þunga framfærslu. Framsóknarmenn lögðu því til, að hér yrði dregið úr mestu rangindunum með því að undan- þiggja nokkrar helztu nauðsynjavörur söluskatti og auka fjölskyldubætur um 20%. Þetta hefði bætt nokkuð hlut þeirra launalægstu og þeirra, sem hafa þyngsta framfærslu. í öðru lagi vöruðu Framsóknarmenn við þeirri dýrtíðaraukningu, sem myndi hijótast af söluskatts- hækkuninni, og nýjum víxlhækkunum þar á eftir- Framangreindar tillögur Framsóknarmanan höfðu ekki aðeins þann kost, að þær réttu hlut þeirra, sem efna- minni eru, heldur hefðu þær komið í veg fyrir þriggja stiga hækkun á vísitölunni, en hvert eitt vísitölustig eykur útgjöld atvinnurekstrarins í iandinu um 110 millj. kr. Þessar tillögur miðuðu þannig að því að draga úr verðbólgunni og bæta þannig stöðu atvinnu- veganna. Þær hefðu gert atvinnuvegunum auðveldara að rísa undir þeirri grunnkaupshækkun, sem þá var fyrirsjáanleg. Stjómarflokkarnir höfnuðu tillögum Framsóknar- manna og er nú auðvelt að síá afleiðingarnar. Sölu- skattshækkunin hækkaði vísitöluna nær strax um 2—3 stig. Sú hækkun leiddi til tilsvarandi dýrtíðaruppbóta, og þær uppbætur hafa svo leitt til nýrra verðhækkana. Það er því ekki ósennilegt að með þessum víxlhækkun- um, nemi bein og óbein verðhækkun, sem söluskatts- hækkunin hefur valdið, brátt 5—6 vísitölustigum. Það er með slíkum aðgerðum hins opinbera, sem verðþenslan og dýrtíðin er að verulegu leyti búin til. Þetta mál sýnir glöggt muninn á stefnu Framsóknar- flokksins og stjórnarflokkanna í efnahagsmálum. Fram- sóknarmenn báru fram raunhæfar tillögur um að draga úr dýrtíðar- og verðbólguvextinum. Þeir telja það undir- stöðu heilbrigðs atvinnurekstrar og batnandi afkomu almennings. Stjórnarflokkarnir halda áfram sömu verð- bólgustefnunni, sem hefur leitt til fjögurra gengisfell- inga á áratug. Það styttist óðum til fimmtu gengisfell- ingarinnar, ef þeir fá að ráða. T raustsyf irlýsing Alþýðuflokksmenn í Norðurlandskjördæmi eystra samþykktu fyrir nokkru eftirfarandi ályktun undir stjórn Gylfa, sem sat þingið: „Kjördæmisþingið telur, að ástandið í réttarfari, dómsmálum og fangelsismálum þjóðarinnar sé þjóðar- skömm og átelur þingið harðlega stjórn þeirra undanfar- in ár. Gylfi formaður fylgdi þessari ályktun flokksmanna sinna fram með því að tryggja dómsmálaráðherranum embætti forsætisráðherra næsta missirið- Eftirminnileg traustsyfirlýsing. — AK TIMINN MARK HATFIELD svarar Agnew: Bandaríkjamenn mega ekki láta æsilegar ásakanir skeifa sig Bandarísku vaidi verður að beita af mannlegri gát. Mark Hatfield og George B. McGovern í gær birtist hér í blaðinu útdráttur úr ræðu Agnews, varaforseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi Hat- field-McGovern-tillögurnar svonefndu, en samkvæmt þeim ættu Bandaríkjamenn a'ð hafa flutt her sinn frá Vietnam fyrir árslok 1971. — Hér fer á eftir útdráttur úr svarræðu, sem Mark Hatfield öldungadeildarþingm. flutti í deildinni degi síðar, til að svara ásökunum Agnews. VARAFORSETI Bandaríkj- anna ræddi í gær um frum- varp, sem ég og 24 aðrir öld- ungadeildarþingmenn flytja. Frumvarpi þessu er ætlað að tryg'gja ábyrga brottför hers okkar frá Indó-Kína. Ef frutn varpið fæli í sér það, sem vara forsetinn heldur fram, skyldi ég verða manna fyrstur til að snúast gegn því. Þeir sem frumvarpið styðja hér í þinginu og óbreyttir borg arar í milljónatali víðs vegar um land, láta ekki ósannar og áesilegar ásakanir skelfa sig. Varaforsetinn ræddi um hásk ann af hernaðarósigri Banda- ríkjamanna og „að^ leiða bar- áttuna til lykta“. Á þetta að tákna, að hann sér að boða nýja stefnu í Vietnam, stefnu, sem gangi í berhögg við fyrri yfirlýsingar forsetans? Nixon forseti sagði 14. maí 1969: „Við höfum horfið frá því að knýja fram hernaðar- lega lausn á vígvöllunum". Og 20. apríl 1970 sagði hann: „Stjórnmálalausn er megin kjarni málsins“. Nú er ráðizt með dylgjum og tilfinninga- hita að ábyrgum áætlunum um brottför hers okkar og meðal annars rætt um að „bíða auð- mýkjandi ósigur á orrustuvöll- :num í Suð-austur Asíu“. Þessi orð vekja grun um við- leitni til að koma fram hern- aðarlausn á vandanum og end- urspegla gömlu glappaskotin, sem stuðiað hafa að því, hve styrjöldin hefur dregizt hryggi lega á langinn. ÉG treysti því að þingmenn gegni skyldu sinni samkvæmt stjórnarskránni, hvers sem varaforsetinn kann að óska og hvernig sem orð hans falla. Ræða hans torveldar þetta þó, þar sem orð hans fólu í sér villandi umsagnir og ályktan- ir, sem ekki hafa við nein rök að styðjast. Hann sagði meðal annars: „Verði umrætt frumvarp að lögum, o" öllum hernaðarat- höfnum Bandaríkjamanna hætt í lok þessa árs, hlýtur allur ofurþungi styrjaldarinnar þegar í stað að lenda á herðum Suð- ur-Vietnama einna". í fyrsta lagi hefði samþykkt frumvarpsins alls ekki þessar afleiðingar. Það heimilar allar þær hernaðaraðgerðir, sem nauðsyulegar eru til þess að vernda hersveitir okkar meðan á brottflutningi stendur. í öðru lagi takmarkar frum- varpið ekki framhald hernaðar aðstoðar á nokkurn hátt, jafn- vel ekki eftir að her okkar er á brott. Varaforsetinn gaf ennfremur í skyn, að frumvarp okkar stofnaði lífi bandarískra manna í voða. Sannleikurinn er hins vegar sá, að samþykkt þess yrði til þess að bjarga lífi bandarískra manna. MEGINTILGANGUR frum- varpsins er verndun mannslífa, jafnt Bandaríkjamanna sem Suður-Vietnama. Bandaríkja- menn og Suður-Vietnamar hljóta að halda áfram að deyja meðan bandarískar hersveitir dvelja í Vietnam, og meðan við erum skuldbundnir til að halda áfram að vera þar um óákveðna framtíð. Varaforsetinn rangfærir frumvarpið gersamlega, þegar hann telur það fela í sér „al- gerða og skjóta brottför Banda ríkjamanna frá Vietnam". — Frumvarpið gerir ráð fyrir að dreifa brottflutningi banda- rískra hersveita á marga mán- uði í samræmi við yfirlýst áform Nixons forseta, og veit- ir því fullt svigrúm til verndar bandarískum þegnum með öllu mögulegu móti og tryggir raunar minna mannfall en ella yrði. Auk þessa hefði ríkis- stjórnin í Suður-Vietnam, — ef eftir frumvarpinu yrði farið, — kappnógan tíma til að afla sér aukins fylgis og ætti sam- þykkt frumvarpsins raunar að hvetja leiðtoga henar til að ná samkomulagi við alla flokka í landinu. Þá kaus varaforsetinn einnig að láta ógetið ákvæðisins í frumvarpinu um framlengingu brottfarartímans, ef á þyrfti að halda. Komizt forsetinn að þeirri niðurstöðu, að aðstæður hindri skipulegan og ábyrgan brottflutning bandaríska hers- ins á þeim tíma, sem tilsettur er, þarf ekki annað en að þingið samþykki þann frest, sem á þarf að halda. Þetta gef- ur naumast tilefni til þess að tala um „algerða og skjóta brottför”. ÞÁ HELDUR varaforsetinn einnig fram, að samþykkt frum varpsins spilli möguleikunum á umsaminni lausn, en fyrirfram ákveðinn tími til brottflutnings hersins gæti einmitt leitt til þess, að loksins færi aitthvað að ganga í þráteflinu í París. Þegar ljóst væri, að Banda- ríkjamenn væru staðráðnir í að binda endi á styrjöldina, hlytu leiðtogarnir í Hanoi og Saigon einnig að verða að horfast í augu við staðreyndirnar og binda einnig endi á styrjöldina sín í milli. Þegar varaforsetinn segir, að frumvarpið sé „dauða dómur yfir friðarviðræðunum í París' er sem hann vilji gefa í skyn, að þær hafi leitt til einhvers jákvæðs árangurs. En hvað hefur áunnizt þar annað en samkomulao um, hvernig samningaborðið skuli vera i laginu? Varaforsetinn ber fram blóð- baðskenninguna svonefndu og segir, að hundruð þúsunda Framhald á 14. siðu. « ..................... j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.