Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 9. september 1970 Linden Grierson: UNGFRÚ SMITH 24 alls ekki með náttúruhamförum. Það leit helzt út fyrir, að hóp- urinn hefði þolað eins mikið og þau gátu og hún hálf kenndi í brjósti um Maynard, sem henni hafði alltaf verið vel við, Hins vegar leizt henni ekkert á Jeen og fannst hann minna meira á hnefaleikamann, en íögfræðing. — Það er víst bezt, að þið fá- ið ykkur bað, meðan hinir eru að borða, og svo lagar Anne eitt- hvað handa ykkur á eftir. Roddie leit forvitnislega á hana. — Er það satt, að Anne búi til matinn hérna? Maynard sagði það en ég hélt, að hann væri að fara eitthvað á bak við mig. — Anne er eldabuska hér, það er áreiðanlegt, að það er satt. — Það er nú samt ótrúlegt. — Roddie, hættu þessu kjaft- æði. Ég er rennandi blaut og mér er illt í fótunum, kvartaði Bar- bara. Ég er viss um, að ég get aldrei framar gengið almennilega. Komum okkur í bað og inn í almennilegt herbergi. Hvar eru töskurnar okkar? Einhver verður að sækja þær, því ég verð að hafa fataskipti. — Þess þurfum við öll, sagði Jean, — og við verðum að fá mat. — Hvar er ungfrú Carrington- Smythe? Hún á þó þennan stað, svo hún getur líklega sent mann eftir töskunum. i£4Meimirnir hafa' allir verið að þræla síðan snemma j morg- un, sagði frú Carrington-Smythe — svo þeir verða að borða og hvíia sig og veitir ekki af. — Við þurfom þess líka, greip Barbara fram í. — Eg verð að fá töskuna mína. — Ég veit ekki, hver þér eruð, og hef hefdur ekki áhuga á því, sagði Pat, sem í þessu kom í dyrnar, — en ég má til með að biðja yður að hætta þessu rausi um töskuna. Töskur koma bara illu af stað í þessum heimi. í fyrsta sinn fékk frú Carring- ton-Smythe tækifæri til að virða Pat almennilega fyrir sér, og hún gat gert sér i hugarlund, að þeg- ar hann hefði rakað sig og væri kominn í almennileg föt, yrði hann aðlaðandi og myndarlegur maður. Bæði blíður og hörkuleg- ur, einmitt eins og sá maður, sem Anne þyrfti á að halda. Hann myndi efcki láta hana vaða -yfir sig, en hann yrði líka tryggur lífs- förunautur. Hún var viss um, að þarna hafði Anne valið rétt og hún brosti ósjálfrátt til hans. Hann brosti aftur og virtist undr- andi, þegar hann gerði sér grein fyrir því, að þarna hitti hann fé- laga fyrir. — Það er engin ástæða fyrir svona athugasemdum, herra Kennedy, sagði Jeen. — Það verður að sækja tösk- urnar og það strax. Pat kinkaði kolli, því ef áin yxi meira, færi bíllinn í kaf yfir nóttina, og á Gum Valley voru alls ekki til föt handa öllu þessu fólki. — Ég skal bjarga þessu með töskurnar, lofaði hann. — Ég sæki þær sjálfur. — Það gerirðu ekki. — Það var Anne sem sagði þetta, um leið og hún kom inn. Hún var enn föf og það var af skömm, því Pat hafði séð, hvernig Roddie faðmaði hana. Þar að auki var Meynard kominn, svo hún var í tvenns konar vandræðum, því hvort tveggja varð hún að reyna að skýra fyrir Pat. — Enginn sækir neinar töskur fyrir ykkur i köld Barbara, Maynard og Jeen, reyndu að útskýra fyrir henni, að það væri lífsnauðsynlegt, að þau fengju töskurnar sínar í kvöld og Roddie sat og híustaði á orða- skiptin. —Ungfrú Carrington-Smythe ég ætla að sækja töskurnar, sagði [ Pat. — Bíllinn verður kominn ! kaf í fyrramálið. — Allt í lagi, svaraði Anne með ískuida í röddinni. — en þá fer ég með. — Enga vitleysu, sagði hann hranalega. i — Fyrst ég á bíiinn, sagði þá I Roddie rólega, — er ekki nema ; sjálfsagt, að ég fari með Kennedy. — Það er ágætis hugmynd, svaraði frú Carrington-Smythe og kinkaði kolli. Ekki var laust við að hún brosti með sjálfri sér, þeg- ar hún hugsaði um, hvernig þeim kæmi saman einum stundarkorn. — Barbara, ef bú gætir hreyft ! þig um nokkra metra, þá skal ég i útbóa baðið fyrir þeg. Aliir fóru og Anne og Pat urðu ; ein eftir. Allt í einu kom hann j auga á Joy, sem kúrði í stól úti j í horni. — Því ert þú ekki komin i rúmið ennþá? — Ég var að bíða eftir þér, sagði Joy og tárin komu fram í augu hennar, því henni fannst þessi maður ekki lengur vera hinn glaðlyndi og brosandi frændi hennar. — Pat frændi er þreyttur, skil- urðu, greip Anne fram í og gekk til hennar. Farðu bara að hátta og svo kem ég til þín. Anne rétti úr sér og sagði við Pat: — Þótt þú sért reiður við mig, er óþarfi að láta það koma niður á barninu. — Ég er ekkert reiður. Það var að vísu satt, því reið- ur var ekki rétta orðið. Hann var bitur og vonsvikinn oþar að auki útkeyrður af þreytu. Anne gerði sér grein fyrir því öllu og talaði rólegar þegar hún sagði því næst: — Það er bezt að þú fáir þér eitthvað í svanginn áður en þú ferð út aftur. Hvernig hef- urðu annars hugsað þér, að kom- ast út að bílnum? — Ég tek dráttarvélina — ef hún fer þá i gang. Þau gengu saman fram í eld- húsið og skömmu seinna komu vinnumennirnir inn og Anne tók til kvöldmatinn h.anda þeim. Pat lauk við að borða á udan hin- um og fór strax út og rétt á eft- ir heyrðust drunurnar í dráttar- vélinni. — Hvert er hann eiginlega að íara? spurði Dick. — Hann ætlar að sækja tösk- urnar út í bílinn, sem er fastur nðiurfrá svaraði Anne. — Sanv er mér. sagði Rusty, —- hvorki he.rií! né nokkur annar hefði getað úrt'gið mig út aftur í kvöld. Við ’nöfum unnið eins og þrælar í allan dag og þegar ég stakk upp á, að við færum svolít- ið fyrr en venjulega, hélt ég svei mér þá, að hann myndi ráðast á mig. Mér er hjartanlega sama, hvernig fer með þennan bannsetta stað. Hann mundi allt í einu, að það var eigandi staðarins, sem hann var að tala við og hneigði sig af yfirdrifinni kurteisi, um leið og hann fór. — Afsakið mig, ungfrú Carring ton-Smythe/ — Hann er þreyttur, sagði Anne við hina óg brosti — og látið sem ég komi þessum stað ekkert við, nema sem eldabuska. ao vero eg inta, pangau ui eiu- hvað annað kemur til. Ég ætla að láta ykkur vita það, að ég hef hugsað mér að setiast að hérna. — Það verður skemmtilegt, í-5 hafa eigandann hérna, sagði Pet- er og meinti það. Alan beið, þar til hinir voru farnir. Þá stóð hann á fætur. —■ Ég vissi ekki, að þér voruð eigandinn, þegar ég neitaði yður um að tína blómin. . . Anne brosti og lagði höndina á handlegg hans. —Þér megið trúa, að ég hef aldrei séð fallegri gerð. Mér þyk- ir mjög vænt um, hvernig þú hef- ur hugsað um garðinn og ég vona að þér eigið eftir að halda því áfram mörg ár henn. — Ætlið þér þá ekki að reka mig fyrir hvernig ég talaði við yður? — Auðvitað ekki. Þér igerðuð skyldu yðar. Mér þykir bara vænst um, að ég fékk að sjá garð- inn eins og hann var, áður en rigningin kom. Það lifnaði yfir öllu andlitinu á Alan. — Bíðið bara þangað til í vor. Þá er hanm fallegastur. — Ég hlakka sannarlega til þess, svaraði hún hlýleiga. — Góða nótt, ungfrú Carring- ton-Smythe. — Mér er farið að verða v.vwu lega illa við þetta nafn, tantaði Anne, þegar hún var orðin eln. — Það er allt of langt. Hún sneri gér síðan að ■ þvj að útbúa eitthvað heitt handa gest- unum og bar það yfir í aðalálm- una. Siðan fór hún að hugsa fyrir svefnplássi handa þeim, þegar hún loksins var búin að koma Joy í rúmið. Barbara var víst bezt geymd inni hjá mömmu hennar, því hún vildi ekki láta Pat víkja úr sínu herbergi. Lögfræðingarn- ir fengu annað saman og Roddie varð að sofa úti á veröndinni. Þegar hún var búin að finna rúm- fatnað, tók hún hlífarnar af nokkr um stólum inni í stóru stofunni, til að gestirnir gætu haft það huggulegt annað slagið, því ekki er miSvikudagur 9. sept. — Gorgonius Tungl í hásuðri kl. 20.12 Árdegisháflæði í Rvík kl. 11.44 HEILSUGÆZLA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið i Hafnarfirði. sími 51336. fyrir Reykjavík og Kópavog simi 11100. Slysavarðstofan i Borgarspíta inum er opin allan sólarhringinn. Að okis mótt: a slasaðra. Sími 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavíkur- Apótek ern opin virka daga kl. 9—19 laugardaga kl. 9—14. helga daga kl. 13—15 Almennar upplýsingar um lækna þjónustu 1 borginni eru gefnar í símsvara Læknafélags Reykjavík ur, sími 18888. Fæðingarheimilib i Kópavogi. Hlíðarvegi 40. simi 42644 Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virika daga frá fcl 9—7 á taugar dögum kl. 9—2 og á sunnudögum og öðrum helgidögum er opið frá fcl. 2—4. Tannlæfcnavakt er í Heilsvemd arstöðinni 'bar ser^ ot an var' og er opiu iaugardaga os sunnudaga kl. 5—6 e h Sími Kvöld eg helgidagavarzla apóteka i Reykjavík 5—11. sept. er i Ingólfs- apóteki og Laugarnesapóteki. Næturvörzlu lækna í Keflavík 9. september annast Kjartan Ólafs son. ÁRNAÐ HEILLA Dósóþeus Tímótheusson verður sextugur í dag, 9. september. Hann er staddur norður í Miðfirði í síma- vinnuf'okki hjá Brúarholti. TRÚLCFUN Þann 15. ágúst síðastliðinn opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Anna Salóme Halldórsdóttir Stóru-Seylu og Konráð Gíslason Sólheimagerði, Skagafinði. FÉLAGSLÍF “ Ferðafélagsferðir Á föstudagskvöld kl. 20 Landmannalaugar — Jökulgi?. Á laugardag kl. 14. Hlöðuvellir. Á sunnudagsmorgun kl. 9,30. Þingvellir — Botnssúlur (Haust- litir) Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, símar 11798 og 19533. FLU GÁÆTL ANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Gullfaxi fór til Glasgow og Kaup- mannahafnar k:. 08:30 í morgun og er væntanlegur aftur til Kefla- vikur kl. 18:15 í kvöid. Gullfaxi fer til Oslo og Kaup- mannahaf.nar k,’. 08:30 í fyrramál- ið og til Oslo og Kaupmannahafn- ar kl. 15:15 á morgun. DC-6B vél félagsins fer til Meist- aravíkur kl. 21:00 í kvö.'d og er væntanleg þaðan aftur til Reykja- víkur kl. 23:59 í kvöld. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga ti.’ Akur- eyrar (3 ferð:r) til Vestmannaeyja (2 ferðir) tii Isafjarðar, Sauðár- króks, Egilsstaða og Patreksfjarð- ar. A morgun er áætlað a'ð fljúga til Akureyrar (3 ferðir) til Vestmanna eyja (2 ferðir) ti? Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Egilsstaða, Raufar- hafnar og Þórshafnar. Loftleiðir h.f. Þorfirinur karlsefni er væntanleg- ur frá NY kl. 0730. Fer til Luxem- boi'gar kl. 0815. Er væntanlegur til baka k.’. 1630. Fer til NY kl. 1715. Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY kl. 0900. Fer til Luxemborgar kl. 0945. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer til NY kl. 1900 Leifur Eii'íksson er væntan’egur frá NY kl. 1030. Fer til Luxem- borgar kl. 1130. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer til NY kl. 0310. SIGLINGAR Skipadeild S.f.S.: Arnarfe,’1. er á Ilúsavík, fer haðan til Kungshavn og Svendborgar. Jökulfeil fer í dag frá Hull til Rvíkur. Dísarfell er í Svendborg, fer þaðan ti? Hornafjarðar. Litla- fell væntanlegt til Rvíkur í dag. Ilelgafell væntanlegt til Akureyr- ar 12- þ.m. frá Svendborg. Stapa- fe?l fór í gær frá Rvik til Eyjafjarð arhafna. Mælifell væntanlegt til Archangel 11. þ.m. Falcon Reefer væntanlegt til Hornafjarðar í dag- Skipaútgerð ríkisins: Hcki'a er á Akureyri. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 12.00 á hádegi í dag til Þorlákshafnar, það- an aftur kl. 1700 til Vestmanna- eyja. Frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Rvíkur. Herðu- breið fór frá Rvík kl. 20.00 í gær- kvö.'di austur um land í hringferð. Baldur fer til Snæfellsness- og Breiðafjarðarhafna í dag. ORÐSENDING Langholtsprcstakall. Vegna fjarveru séra Arelíusar Níelssonar mun undirritaður gegna störfum í hans stað, næstu vikur. Viðtalstími fimmtudag og föstu- dag að Só.’heimum 17 kl. 5—7. Sími 33580, heimasími 21667. Guðmundur Óskar Ólafsson. GENGISSKRÁNING Nr. 101 — 31. ágúst 1970 1 Bandar dollar 87.90 88.10 1 Sterlingspund 209,65 210,15 1 Kanadadollar 86,35 86,55 100 Ðanskar fcr. 1.171,80 L174.46 100 Norskar fcr 1.230,60 1.233,40 100 Sænskar kr. 1.695,00 1.698,86 100 Finnsk börk 2.109,42 2.11420 100 Fransklr fr 1.592,90 L596.50 100 Belg franfcar 177,10 177,60 100 Svissn. fr. 2.044,90 2.049,56 100 Gyllini 2.442,10 2.447,60 100 V -þýzk mörk 2.4" '■ 2.426.50 100 Lirur 14,06 14,12 100 Austurr sch 340,57 341,35 100 Escudos 307,00 307,70 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikntngskrrtnur — Vöruskiotalönd 99,86 10044 l ReiknlngsdoUar Vörusldptalðno 87,90 8840 l Reikningspund - Vörusldptalönd 210,95 2U.45 Lárétt: 1 Sjógangur. 6 Gata. 7 Rot. 9 Eins. 10 Æskumann. 11 Efni. 12 Frum- efni. 13 Svif,- 15 Frómt. Krossgáta Nr. 624 Lóðrétt: 1 Hafróts. 2 Tónn. 3 Svipur. 4 Guð. 5 Dræm- ast. 8 Kindina. 9 Til þessa. 13 Hvílt. 14 Eins. Ráðning á gátu nr. 623: Lárétt: 1 Þvingun. 6 Lag. 7 Ös. 9 FG. 10 Skaðleg. 11 Tý. 12 La. 13 Ana. 15 Ranglál. Lóðrétt: 1 Þröstur. 2 II. 3 Nauðung. 4 GG. 5 Nuggast. 8 Ský. 9 Fel. 13 An. 14 Al.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.