Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 2
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 9. september 1970 Kristnihaldiö frumsýnt í Iðnó á laugardaginn Eeíkár Leikfélags Reyijavíkur híífet laugardagirm 12. september 1070 meS frumsýningu á Kristni- haldi undir jökli eftir Halldór Laxness. Sem kunnugt er voru tvær forsýningar á Kristnihaldi undir jökli í vor á vegum Lista- hátíðar. Leikritið er byggt á sam- nefndri bók Laxness, en Sveinn Einarsson hefur búið til sviðs- flutnings og er jafnframt leik- stjóri. Kristnihald undir jökli er þriðja leikrit Halldórs Laxxness, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir. Straumrof var sýnt 1934 en Dúfna- veizlan 1966. Leikmynd við Kristnihaldið hef ur Steinþór Sigurðsson gert, en leikendur eru alls 15. Umboðs- mann biskups, Umba, leikur Þor- steinn Gunnarsson. Kennimanninn og þúsundþjalasmiðinn séra Jón Prímus leikur Gísli Halldórsson, en Úa er leikin af Ilelgu Bach- mann. Aðrir leikendur eru Jón Sigur- björnsson, sem leikur dr. Sýng- mann Goodman, Brynjólfur Jóhann esso-n, sem Tumi safnaðarformað- ur, frk. Hnailþóru leikur Inga Þórðardóttir, Fínu Jónsen Margrét Ólafsdóttir, Þóra Borg leikur konu Tuma safnaðarformanns, Karl Guð mundsson leikur Lángvetninginn, Steindór Hjörleifsson Jódínus, Jón Aðils leikur brytann James Smith en beitarhúsmenn eru Helgi Skúlason, Kjartan Ragnarsson og Jón Hjartarson. Von er á leikritagerð Kristni- haldsins í bók nú í haust og nefn- ist hún Úa, en eins og fcunnugt er, er einnig von á nýrri skáldsíigu frá hendi Laxness nú einhvern næstu daga. Þá er verið að æfa Dúfnaveizluna í Árósum og verð- ur frumsýningin í október. Leik- stjóri verður Asger Bonfils. Frumsýning á Kristnihaldinu verður eins og áður segir á laug- ardagskvöld og hefst klukkan 20.30, en önnur sýning verður síð- an á sunnudagskvöld á sama tíma. Fastir frumsýningargestir hafa for gangsrétt að miðum sínum til fi nmtudagskvölds, en á þeim verð ur sama fyrirkomulag og í fyrra og greiðast þeir fyrir allan vetur- inn í einu. Líklegt er, að hægt verði að bæta við nokkrum föst- um frumsýningargestum nú í haust. Sýningar á Þið munið hann Jör- und hefjast 24. sept. og Það er kominn gestur verður sýnt að nýju 10. október. Þá er og í æfingu brezkt nútíma leikrit, Hitabylgja. Það verður frumsýnt I októberlok. Dönsk hljómsveit til Islands Mánudaginn 8. sept. kom 10 Bvanna hljómsveit frá Danmörku til fslands. Hingað kom hljóm- sveitin frá Grænlandi, en þar hafði hún efnt tii hljómleika á ýmsum stöðum, síðustu þrjár vikurnar. Hér er um að ræða „Vestjysk kammerensemble“ frá Esbjerg. Hinigað til lands kemur hl jómsveit- in fyrir atbeina borgarstjórnarinn ar í Esbjerg og á vegum bæjar- stjórnarinnar í Neskaupstað. en Esbjerg er vinabær Neskaupstað- ar í Danmörku og er heimsóknin þáttur í vinabæjarstarfinu. Áður hefur hljómsveitin heimsótt vina- bæi Esbjeng- og Neskaupstaðar- í Norégi og Finnlandi. Sama daginn og hljómsveit- kom til íslands, hélt hún til Nes- kaupstaðar og efnir þar til hljóm leika í kvöld. Auk þess efnir hún til hljómleika á tveim stöðum hér á landi, á Húsavik föstudags- kvöldið 11. sept. og í Nórræna húsinu í Reykjavík 12. september og verða þeir hljómleikar auglýst ir síðar í blöðum og útvarpi. Þá mun hljómsveitin og leika fyrir útvarpið. Á Vestur-Jótlandi stendur tón- listarlíf á gömlum merg, en með mestuim blóma í hinni ört vax- andi borg Esbjerg og menningar- bænum Ribés-amt. Rekinn er þar voldugur tónlistarháskóli og sin- Danska hljómsveitin Vestjysk kammerensemble. 18 punda fiskur úr Stóru-Laxá Á öðru og þriðja veiðisvæði Stóru-Laxá veiddust fjórir lax- ar á tvær stangir á laugardaginn og sunnudaginn. Frú Ingunn Sveinsdóttir var með aðra stöng- ina og fékk hún 18 punda lax á spón í svonefndum Gagnslausum, þar sem Stangaveiðifélagsmenn veiddu alls fimm laxa í fyrrasum- ar. Veiddi Ingunn laxinn á sunnu- daginn. Þá má geta þess að Óli J. Ólafsson fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur fékk daginn áður einn 11 punda í ánni. — Veiðin i ánni hefur verið oieð betra móti í sumar — og það er að öllum líkindum töluvert af laxi á veiðisvæðinu fyrir fram- an Laxárdalinn, sagði Guðmundur fóníuhljómsveit er starfandi. Vest ur-józka sinfóníuhljómsveitin. En hinir Vestur-józku hljómlist armenn hafa eigi' látið sér nægja þennan starfsgrundvöll. Stofnun Vestur-józku kammerhljómsveit ariffiar er glöggt vitni þess. En stofnun hennar og starfsemi er nýjung í dönsku tónlistarlífi og raunar í norrænu tónlistarlífi einn ig. Tónlistarmennirnir hafa á þennan hátt fengið tækfæri til að helga sig kammertónlist meir en ella, þjálfa sig í hljómlistarleik og kenna. Þá leika þeir einnig í Vestur-józku sinfóníuhljómsveit- inni og stjórna þar ákveðnum hóp um. En þeir einskorða sig engan veginn við kammertónlist, heldur fást við margskonar verk. Þeir kynna tónlist mikið í skólum æðri sem lægri og skólatónleikar þeirra eru taldir áhrifamiklir og athygl isverðir. Hin fiölbreytiilega hljóðfæraskip- an hljómsveitarinnar er eftirtekt arverð og skapar henni óteljandi tækifæri til síbreytilegrar túlk- unar. Skoðanakönnun í Reykjaneskiördæmi 26.-27. september Frestur ti! að setja menn á fram boðslista fyrir skoðanakönnunina er til 15 september. Skoðanakönn- un fer fram helgina 26.—27. sept- ember. Yfirkjörstjórn tilkynnir síðan hversu marga daga sjálf skoðana- könnunin stendur, hvar kjörstaðir verða og fleiri framkvæmdaatriði varðandi skoðanakönnunina. Verð- ur nánar sagt frá þeim atriiðum í blaðinu síðar. J. Kristjánsson í viðtali við Veiði- hornið í gærkvöldi, en Guðmund- ur var einn þeirra veiðimanna er renndi í Stóru-Laxá um helgina. Veiðinni í Stóru-Laxá lýkur þann 20. september. í fyrra veiddu veiði menn á vegum Stangaveiðifélags Reykjavíkur 63 laxa í ánni á maðk, 41 á spón, 13 á minno, 11 á flugu, 7 á Toby — ónafngreint 16. — EB Þorsteinn Gunnarsson og 'Helga Bachmann í hlutverkum sínum i Kristni- haldi undir jökli. Krufningsskýrslan ekki komin til lögreglunnar OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Rannsóknalögreglunni hefur enn ekki borizt krufningsskýrsla vegna láts Gunnars Gunnarssonar, sem létzt s.l. laugardag, eftir að hafa lent í handalögmáli við ölv- aðan mann. Maðurinn, sem handtekinn var skömmu síðar, er 22 ára að aldri. Segist hann hafa lent í harki við konuna á miðhæð hússins Ránar- götu 9, eins og sagt var frá í Tím- anum í gær. Hefði Gunnar þá kom ið þar að og skipað sér að fara út, og er hann lét sér ekki segj- ast hafði Gunnar á orði að kalla á lögregluna. Þá segist ölvaði mað urinn hafa ætlað að koma sér út, en þá hafi Gunnar og konan, sem býr í íbúðinni, ætlað að hefta för sína og kom þá til handalögmáls. Urðu þá nokkur átök. Konan hlaut nokkra áverka og þegar lög- reglan kom að nokkru síðar lá Gunnar meðvitundarlaus á gólf- inu. Var hann fluttur á Slysavarð- stofuna og var látinn þegar þang að kom. Engir ávrekar sáust á lík- inu. Mennirnir þungt haldnir OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Mennirnir tveir sem slösuðust er bíll valt ofan við Sandskeið í gærkvöldi, liggja báðir á Borgar- spítalanum og eru mikið meir’íiir. en þó ekki lífshættulega. Mennirnir voru tveir í bílnum þegar hann valt. Ökumaðurinn er 75 ára að aldri, en farþeginn 77 ára. Konan, sem varð fyrir bíl ; Skipholti í s.l viku, liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Gunnar Gunarsson var 75 ára gamall og er iíklegast talið að hann hafi orðið fyrir mikilS geðs- hræringu, en um dánarorsök er að sjálfsögðu ekkert hægt að full yrða fyrr en krufningsskýrsla ligg ur fyrir. Maðurinn sem öllu þessu um- stangi olli var úrskurðaður í 30 daga gæzluvarðhald s.l. sunnudag. Stúlkunum í sóttkvínni líður vel OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Ekki hafa fleiri íslendingar ver- ið settir í sóttkví, en þeir sem sagt var frá : blaðinu í gær. Líð- an stúlknanna fjögurra sem nú eru í sóttkví á Vífilsstöðum er ágæt. Grunur leikur á að bólusóttar- tilfelli hafi komið upp í Noregi. B.nedikt Tómasson læknir, sagði Tímanum : dag, að sá maður sé búinn að vera í sóttkvi í Noregi, en áður hefði hann verið með Norðmanninum. sem liggur veik- ur í Kaupmannahöfn í herbergi dagana 26. og 27. ágúst s.l. Var hann settur í sóttkví strax eftir að tilfellið kom upp í Höfn. Ekki er búið að staðfesta að það sé bólu- sótt sem að þessum manni geng- ur, og þótt svo sé er ekki ástæða t;i að óttast að veikin eigi enn eftir að breiðast út, þar sem til- fellin eru vel einangruð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.