Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 3
MBEÐVIKUDAGUR 9. september 1970. Kaffisala og skemmtanir til styrktar lömuðum HeyþurrkirnarhúslS, sem byggt var í HveragerSi. Á þaki hússins er sterk vifta, sem sýgur loftiS upp í gegnum heyiS, en undir þvi eru pípur, sem hitaSar eru upp meS gufu. Ný heyþurrkunaraðferð talin gefa góða raun SJ—Reykjavík, þriðjudag. Næsta sunnudag efnir Kvenna- deild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til kaffisölu í Tónabæ tif íágóða fyrir starfsemi fétagsins. Á kaffisölunni, sem stendur frá 2,30 til 6 e.h., verða fjölbreytt skemmtiatriði, m.a. koma fram Ómar Ragnarsson, hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, Áge Lorange og hópur úr Þjóðdansafé'laginu. Um 150 konur eru í Kvennadeild inni, og hafa þær einkum unnið að fjáröffun tiL kaupa á nauðsynleg- um búnaði í þjálfunarstöið félags- ins og þeirra framkvæmda þess, sem þarfastar eru hverju sinni. Lítið um framkvæmdir í vitamálum EB—Reykjavík, fimmtudag. — Það er lítið um nýjungar hjá okkur og varla tímabært að segja frá þeim. Hefur lítið verið um framkvæmdir í vitamálum í sumar og einu endurbætumar sem nú eru í framkvæmd, eru á radiostöð- inni á Skarðsfjörum. Þetta hafði vitamáiastjóri að segja Tímanum í dag, er blaðifð spurðist fyrir um framkvæmdir í vitamálum í landinu. Þá fét vita- málastjóri í það skína, að eitthvað væri á döfinni í vitamálum á næst- unni, en áleit ekki tímabært að skýra almenningi frá því að svo Btöddu. Þjálfun-arstöðin hefur verið starfrækt undanfarin tvö ár í nýju húsnæði félagsins að Háaleitis- braut, sem enn er ekki að fuilu frágengið. Senn verður lokið við æfinga- sal, sundfaug er uppsteypt en að öðru leyti ólokiið. Ætlunin var að hún yrði tilbúin um næstu' áramót, en svo verður sennilega ekki, enda vantar mikið fé til að ijúka bygg- ingarframkvæmdum við þjálfun_r- stöðina, sem er á einni hæð 700 fermetrar að f-JatarmáM. Þangað koma að jafnaði 70 sjúklingar á dag. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðr,a rekur heimavistarskóla í Reykj-adal í Mosfellssveit á vetr- uim, en þar er barnaheimili á sumr- in. í vetur voru þar 26 börn, sköfa- stjóri er Svanhildur Svavarsdóttir e,n með henni starfar annar fast- ráðinn kennari, auk stundiakennara, og sjúkraþjálfarar aðstoða börniin þrisvar í viku. 55 börn voru á barnaheimilinu í sumar, en þau injóta sjúkraþjálfunar og sund- kennslu á staðnum. Þórey Ingvars- dóttir stýrði bamah-eimilinu í sum ar. Mikili skortur er á íslenzkum sjúkraþjáffurum og þarf félagið ávallt að fá erlenda starfskrafta hingað til 1-ands. Um 22 innlendir sjúkraþjálf-arar starfa nú hér á landi. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra nýtur 17 þúsund kr. styrks á ári frá rikinu, sem einnig greiðir la-un kennara skólans, ráðskonu og starfsstúLku að hálfu. Reykjavíkur- borg leggur fram 35 þús. á ári. Þá hefur félagið fengið barnia-heimilis- styrk. Einnig hefur félagið iy2 mi-illjón kr. tekj-ur á ári af sölu eldspýtnastokka, og símahapp- Framhald á bls. 14. OÓ—Reeykjavík, mánudag. Hafnar eru í Hveragerði tilraun ir við heyþurrkun í þar til gerðu húsi. Eru þessar tilraunir byggðar á hugmynd Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi, sem áður hefur ver- ið sagt frá í Tímánum. Þótt þess- ar heyþurrkunartilraunir séu enn rétt á byrjunarstigi, virðist að- ferðin gefa mjög góða raun og tekur aðeins nokkrar klukkustund ir að fullþurrka heyið. Sérstakt hús var byggt eftir fyrirsögn Benedikts, og stóð Gísli Sigurbjörnsson straum af beim kostnaði. Er húsið 3x3 metrar að flatarmáli. Á botninum eru píp- ur sem 130 sti-ga heitri gufu er hleypt í gegnum. Á þakinu er vifta, se-m sý-gur heitt loft gegnum heyið, dregur hún 12 þús. metra af lofti á klukkustund. Ofanvið hitapípurnar er vírnet, sem heyið er látið á. f fyrra var gerð svip- uð tilraun á Hvanneyri, en sú vifta, sem þá var notuð, hafði ekki nema fjórðung afls á við þá sem nú er notuð. Karl Ómar Jónsson. verkfræð- ingur, veitir verkfræðilega aðstoð við þessar tilranuir. Kristján Jónsson í Hveragerði, sér um þurrk-unina, og var fyrst sett hey í þurrkunarhúsið s.l. föstudag. Hefur Kirstján síðan þurrkað allmikið magn með ágæt- um árangri. Er reiknað með að hægt sé að fullþurrka um 30 hesta af heyi á dag í þessu húsi. Síðar í haust verða gerðar tilraunir með áð þurrka -grænfóður, og síðar ef til vill fisk. Benedikt segir, að það sé mikið atriði við þessa heyþurrkunarað- ferð að viftan sem dregur loft- ið gegnum heyið sé nægilega kraft mikil, og þarf þá hitinn undir heyinu ekki að vera eins mikill. Þar sem jarðhiti er þykir sjálf- sagt að nota hann við heyþurrk- un, en allt eins má hita pípurnar með olíukyndingu, þar sem jarð- hiti er ekki tiltækur. Framhald á 14. síðu. Bezti skeiðhestur Evrópu - utan islands - er af óþekktum uppruna FB—Reykjavík, þriðjudag. Fyrir sex árum fór flugvél hlaðin íslenzkum hestum til Sviss, þar sem selja átti hest- ana. Þegar til Sviss kom höfðu skilríki eins hestsins glatazt, og fór svo, að hann seldist ekki, heldur var stungið inn í svína- stíu og geymdur þar um sinn. Dag nokkurn rakst ung stúlka, Barla Maissen inn í svínastíuna og sá hestinn, og ákva® að kaupa hann þrátt fyrir það að ætt og uppruni hans voru öll- um ókunn. Á Evrópumeistara- keppninni í Aegiedienberg i Rínarlöndum á sunnudaginn fór þessi óþekkti hestur með sigur af hólmi í 200 metra skeiði, og er því bezti ísleiizki skeiðhesturinn utan fslands. Blaðamaður Tímans, sem staddur var á Evrópumeistara- mótinu ræddi stuttlega við Barla Maissen, sem er um tví- tugt. Hún var yfir sig glöð yfir sigri Víkings, en svo hefur hún nefnt hestinn sinn. Fyrr um daginn hafði Víkingi ekki geng Svissneska stúlkan meö Víking sinn, sem reyndist bezti skeið- hesturinn. (Tímamynd FB) ið efns vel í öðrum keppnis- greinum, og hafði Barla þá sézt gráta fögrum tárum yfir óförunum. Barla sagðist hafa rekizt á Víking í svínastíu, eins og fyrr getur, og keypti hann þegar í stað. Hún og fjölskylda hennar, sem búa í Grisons kan- tonu í Sviss, eiga nú fimm ís- lenzka hesta. Hún sagði að Vík- ingur mundi vera 12 vetra, og sagði hann einstakan hest, og spurði, hvernig íslendingum dytti í hug að selja jafn góða hesta úr landi. Barla sagði, að erfiðlega hefði gengið að temja Víking í upphafi, en eftir tveggja ára erfiði, hefði árang urinn farið að koma verulega í ljós. Undanfarið hálft ár, hef ur hún þjálfað Víking af mikl- um krafti, en framundan hjá honum er nú hálfs árs hví-ld. — Það þýðir ekki að halda áfram að nota hann næstu mán uði, sagði Barla, ef ég ætla mér að taka þátt í móti næsta ár. Til þess að það geti borið góð- an árangur verður hesturinn að fá góða hvíld. Barla Maissen hefur mikla löngun til þess að fá einhverj- ar upplýsingar um ætt og upp- runa Víkings, og sagði hún að þýzki hestamaðurinn Walter Feldmann hefði lofað að að- stoða sig við að fá einhverjar upplýsingar um hestinn á næst unni. Eins og fyrr segir reyndist Víkingur bezti skeiðhestur Evrópu, utan íslands. Hann rann 200 meti'a vegalengdina á 1« sekúndum. í öðru sæti varð Hvellur, einnig frá íslandi á 18.6 sekúndum. Þriðji varð Blakkur frá Austurríki á 23.3 sek., fjórði Jarpur frá Hollandi á 23.9 sek. og Glöð frá Austur- ríki og Logi frá íslandi urðu ‘jöfn í fimmta sæti á 24.1 sek. Víkingur varð einnig í fyrsta sæti í þriggja kílómetra þol- hlaupi. Fór hann það á aðeins 6.27.2 mínútum, en í öðru sæti varð Stjarni frá íslandi á 7.35, í þriðja sæti varð Vörður frá Þýzkalandi á 7.10.3, í fjórða sæti Börkur frá Þýzkalandi á 7.25.6 og í fimmta sæti Funi frá Þýzkalandi á 7.47.6. Þew má geta, að Funi og Vörður eru báðir í eigu Walter Feld- manns, sem stjórnaði Evrópu- meistarakeppninni, og á búgarð inn, þar sem keppnin fór fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.