Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 16
MtSvilcudagur 9. september T970; Vinningaskrá SÍBS bls. 12 Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga hófst í gær Reynir Aðalsteinsson knapi á Stjarna frá Svignaskarði, sem er dýrasti hestur. sem seldur hefur verið frá íslandi til þessa- Gunnar Bjarnason, sem dæmdi fyrir íslands hönd í mót- inu, sést lengst til vinstri. (Tímamynd FB) Héraðsniót Framsóknarmanna í ísafjarðarsýslu verður haldið í Bolungarvík laugardaginn 12. sept ember og hefst kl. 9 síðdegis. Ræður flytja Steingrímur Her- mannsson og Halldór Kristjáns- son. Skemmtiatriði annast Jör- undur Guðmundsson og Jón Krist jánsson- Hljómsveit Ásgríms Sig- urðssonai’ og Kolbrún leika. EB—Reykjavik, þriðjudag. Páll Líndal formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga setti ní- unda landsþing þess í morgun í Súlnasal Hótel Sögu. — En meðal þeirra sem auk þess fluttu þar ávörp voru þeir Magnús Jónsson fjármálaráðherra, Hjálmar Vil- hjálmsson ráðuneytisstjóri og Ól- afur Davíðsson hagfræðingur. í erindi fjármálaráðherra kom m. a. fram að enn væri ekki grundvöllur fyrir því, að koma á staðgreiðslukerfi skatta. Hins veg- ar taldi ráðherra, að þegar fast- eignalGgin nýju tækju gildi, sem þau munu gera um áramót, gæti skapazt grundvöllur fyrir hækkun á fasteignamati, en minni áherala yrði lögð á aðstöðugjöld. Nefndi ráðherra erindi sitt >rNy viðhorf í; skattamálum.“ Þá flutti Ólafur Davíðsson er- indi um hlutdeild fasteignaskatta f tekjuöflun sveitarfélaga. — Að erlndi Ólafs laknu hófust umræð- ur á þinginu. Ræitt var um laga- breytingar og kom tillaga fram um að fella niður bein: árgjöld sveitarfélaga til sambandsins. Sið- an hófust umræður um mál, sem stjórn sambandsins og einstakir fulltrúar lögðu fram og þeim síð- Framhald á 14. sfðu. rra serningu lanaspings samcanas isi. sveirartelaga I gær. (Timamynd — GÆJ Bandarískur barnamatur skaðlegur fyrlr sveinbðm Nautakjöt og nautalifur inn ihalda östrogen-hormóna SJ—Reykjavík, þriðjudag. Svíar hafa fyrir skömmu stöðv að innflutning á nautakjöti og innmat frá Bandaríkjunum, bæði djúpfrystum og niðursoðnum. Or- sök þessa er sú. að margir banda- rískir nautgripaframleiðendur gefa gripum sínum hormónalyfið, östrogen, til að fá meiri fallþunga og meyrara kjöt, en lyf þetta get ur valdið ófrjósemi hjá ungum drengjum neyti þeir þess í of miklu magni. Efni þetta hefur einnig áhrif á kynþroska drengja almennt- Östrogenið safnast eink- um fyrir í lifur dýranna. Tals- vert af bandarískum barnamat úr lifur og nautkjöti er flutt hingað til lands og er ástæða til að ætla, að hann geti haft inni að halda östrogenhormón. Landlæknisskrif stofan hefur leita'ð til sænskra heilbrigðisyfirvalda um hvaða að- gerðir eru hafðar frammi í Sví- þjóð hvað þessar vörur snertir. en engin ákvörðun hefur verið tekin um mál þetta hér á landi ennþá. Svíar hafa frá 1953 flutt inn mörg þúsund lestir af nautalifur á ári frá Bandaríkjunum, og enn er lifur til sölu í veitingahúsum og matvörubúðum í Svíþjóð. Far- ið var að tala um þá hættu, sem fylgdi östrogeninnihaldi lifrarinn Metverð á íslenzkum hestum í Þýzkalandi Dýrasti hesturinn á 214 þúsund - meðalverðið var 140 þúsund kr. FB—Reykjavík, þriðjudag. íslenzkir hestaeigendur fengu metverð fyrir hesta sína á upp boði, sem haldið var í bæn- um Aegiedienberg í Þýzkalandi á sunnudaginn. Uppboðið var haldið að aflokinni Evrópu- meistarakeppni íslandshesta, en í þessari keppni tóku þátt nokkrir hestar héðan að heim- an. Hestar þessir voru boðnir upp og seidir í keppnislok, þar sem ekki er leyfilegt að flytja þá hingað heim aftur. Meðal- verð þeirra sjö hesta, sem þarna voni seidir var um 140 þúsund krónur. en hæsti hest- urinn fór á tæp 214 þúsund og sá lægsti á tæp 89 þúsund. Hrossauppboðinu stjórnaði Walter Feldmann, eigandi bú- garðsins, þar sem Evrópumeist arakeppnin fór fram, og einn af helztu áhugamönnum um íslenzka hesta í Þýzkalandi. Seljendur hestanna voru mjög ánægðir með verð þeirra, enda hefur aldrei fengizt jafn hátt verð fyrir hesta, sem seldir hafa verið héðan til útlanda, ekki einu sinni graðhesta, en allir hestarnir, sem þarna voru seldir voru geldingar. Þýzkur iðjuhöldur, Karl Heinz Drechsler keypti tvo hesta. Voru það Stjarni, frá Svignaskarði. sem sleginn var á hvorki meira né minna en 8900 mörk, eða 213 þúsund og 600 krónur, og Bliki frá Skelja- brekku, sem fór á 5000 mörk, eða 120 þúsund krónur. Marg- iir vi’du eignast Stjarna frá Svignaskarði, og buðu í hann, Framhald á 14. síðu. ar, fyrir um tveim árum og hættu ýmsir innflytjendur þá strax að kaupa lifur frá Bandaríkjunum. Innflutniingsbannið hefur haft í för með sér verðhækkun á lifur í Svíþjóð, hefur kílóið hækkað um tvær krónur sænskar (34 ísl. kr.) síðan í júní. í sænskum lögum er kveðið á um, að innflutt kjöt megi eíkki innihalda hormóna. Heilbrigðisyf- irvöld sendu fulltrúa til Washing- ton til að tryggja það, að kjötið sem flutt væri til Svíþjóðar hefði ekki að geyma leifar af hormóna- lyfjum. Það tókst ekki og þvj var innflutningsbanni komið á. Þótt matvælalöggjöfin í Bandaríkjunum sé meðal þeirra ströngustu í heimi, hefur ekki tekizt að koma í veg fyrir notkun hormónalyfja í stór- griparæktun. „Notkun þeirra gef- ur svo mikið í aðra hönd, að ekk- ert fær stöðvað framleiðendurna, — einkum þegar kjötið fer til út- flutnings", segir í sænska blað- inu Dagens nyheter fyrir skömmu. Framsóknarféíag Garða- og Bessa- staðahrepps Heldur- félagsfund f Garðatúni n. k. föstudagskvöld kl. 20. Dag- skrá: 1. Skoðanakönnun. 2. Vetrar- starfið. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að fjöimenna. — Stjórnin. Héraðsmót Fram- sóknarmanna á Bolungarvík EKKI STAÐ- GREIÐSLU- KERFI Á NÆSTUNNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.