Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 13
S!r Stanley Matthews, sem nú er 55 ára gamall ætlar að leika á móti Real Madrid í Evrópukeppninni. Sá gamli byrjar aftur Allir knattspymuunnendur hafa einhvemtímann heyrt talað um Stanley Matthews. manninn sem lék með Blacpool og síðan Stoke City þar til hann var fimmtugur, eða til ársins 1965. Matthews var einhver bezti knattspyrnumaður, sem uppi hef ur verið, og enn í dag er vitnað í kunnáttu hans og knattmeðferð, þegar einhver þarf á samlíkingu á því bezta á því sviði að halda. Matthews lék sinn fyrsta deild- arleik 16 ára gamall, og þegar hann hætti hafði hann að baki 886 meistarafiokksleiki og lands- leiki. Hann var síðast leikmaður og síðan framkvæmdastjóri Stoke City, og lék sinn síðasta leik 28. apríl 1965. Fyrir skömmu þá hann boð knattspyrnufélagsins Hibernian á Möltu, um að gerast þjálfari fé- lagsins, og hefur honum vegnað mjög vel. Hibernian sigraði í bikarikeppn- inni og tilkynnti þátttöku í Evr- ópukeppninni, þar sem liðið var dregið á móti hinu heimsfræga liði. Real Madrid frá Spáni. Matthews hefur nú ákveðið að verða við bón forráðamanna Hi- bernian um að leika með því á móti Real a. m k. .annan leik- inn, og hefur það vakið mikla athygli víða um heim. Að sögn þeirra sem hafa séð hann æfa og leika með liðinu, er hann enm í fullu fjöri, og gefur ekki eftir þeim ungu mönnum sem eru í liðinu. Á Spáni er sagður miiklil áhugi á leiknum, og er búizt við að völlur Real verði fullskipaður þegar leikurinn fer fram þar. Hingað til hafa lið frá Möltu ekki dregið að sér áhorfendur, enda koma vísta fæstir til að horfa á Hibernian leika, heldur til að horfa á Sir Stanley Matthews, hina 55 ára gömlu stjörnu - og sigruðu íslandsmeistarana frá Keflavík 2:0 Fellur Víkingur í kvöld? klp—Reykjavík. Það var mun meiri meistara- svipur yfir leik KR-inga en Kefl víkinga á yMelavellinum í gær- kvöldi er þessi lið mættust í 1. deildarkeppninni þar. Þeir voru mun ákveðnari í alla staði — fljótari á knöttinn — harðari í návígi, og reyndu að leika við hinar erfiðu aðstæður, en mikiU vindur var á annað mark ið, en slíku brá varla fyrir hjá Keflvíkingum. KR-ingar unnu hlutkesti og kusu að leika undan vindinum. Þeir hófu þegar sókn, sem stóð mestan hluta hálfleiksins. en tæki færin voru heldur fá. Þegar réttar 15 mínútur voru liðnar af leiknum fengu KR-ingar aukaspymu um miðjan völldnn sem viar heldur hæpinn dómur, því þar rákust tveir leikmenn á, og hefði þar verið ölfu réttara að dæma dómarakast. Hörður Markan tók spyrnuna, og sendi í átt að marki, þar sem hinir mjög srvo öruggu skalla- Stalðan í 1. deild að 12 umferðum loknurn er nú þessi: ★ KR — ÍBK 2:0 ÍA ÍBK KR Fram ÍBA ÍBV Vaiur Víkingur menn ÍBK stóðu í hóp. Upp úr þeim hóp þaut þó Baldvin Bald- vinsson, og sneiddi knöttinn lag- lega með höfðinu, þannig að hann þaut í öfugt horn, gjörsamlega óverjamdi fyrir Þorstein mark- vörð. Ekki voru liðnar nema 15 mínút ur til viðbótar, er Þorsteinn varð aftur að sækja k-nöttinn í netið. í þetta sinn var samvinnan öfug á við fyrra markið, því Baldvin sendi knöttinn á Hörð Markan, sem komst einn inn fyrir. á fullri ferð rak-ti hann knöttinn á undan sér, og skaut síðan slíku þrumu skoti, að sj-aldan hefur annaið eins sézt á gamla MelaveHinum, frá víta teig. og í bláhornið. Keflvíkingar komust aðeins einu sinni almennilega að marki KR í fyrrj hálfleik, en þá skaut Jón Jóhannsson framhjá af stu-ttu færi. Annars lá mun meira á ÍBK, og oftast var KR í sókn, var miðjuþóf heldur leiðinSegt. í síðari hálfleik bjuggust allir við að Keflvíkingar myndu jafna fljótlega undan vindinum. Sú varð þó ekki raunin, og voru KR-ingar mun nær því að skora tvö mörk til viffbótar, en Kefl- víkingar að skora tvö mörk og jafna. T. d. komst Baldvin Bald- vinsson einu sinni einn inn fyrir, en þá varði Þorsteinn með góðu úthlaupi. og þeir Jón Sigurðsson og Sigþór á-ttu báðir skot að marki, sem rétt s-mu-gu við stangirnar. Keflvíkingar áttu auðvitað sín tækifæri undan vindinum, en þau voru sízt fleiri eða hættulegri en KR-inga. Þó skall hurð nærri hælum er Friðrik skaut á markið mannlaust, og var byrjaður að fagna marki, er Bjöm Árnason kom aðvífa-ndi og bjargaði með því að spyrna út af. Fyrir ut-an þetta tækifæri og 2 —3 önnur var heldur fátt um góða drætti hjá Keflvíkingum, og sam- lei-kur er nokkuð, sem margir liðs menn hafa gjörsamlega gl-eymt hvað er. KR-ingar voru vel að þessum sigri komnir, og var þetta einn þeirra bezti leikur í langan tíma. Allir iéku af fullum kraíti, og uppgjöf v-ar engin. í liðinu léku 3 menn, sem allir bera nafnið Gunnar, og voru þeir hver öðrum betri, þó sérstaklega Gunnar Felixson, sem ekki hefur sýnt jafn góðan leik í langan tíma. Hörður Markan var einnig mjög góður, e-n í heild má segja að eng- inn hafi átt slakan leik. Keflvíkingarnir voru ósköp svip Framh-ald á 14. síðu. Haustmót hjá Gróttu íþróttafélagið Grótta gengst að venju fyrir hinu árlega haustmóti sínu í handknattleik í Meistara- flokki kvenna, dagana 19., 20. og 24. september og fer mótið fram f íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Keppt verður í annað sinn um bikar þann sem gefinn var af Sveitarstjórn Seltjarnarneshrepps, en Fram er núverandi handhafi bikarsins. Að ioknum úrslita-leiik mótsins þann 24. september, fer fram fyrsti leikur landsliðs og pressu- liðs i meistaraflokki karla eins og síðastliðið ár. Þau félög er hy-ggjast taka þátt í móti þesáu nú, eru beðin að tilkynna þátttöku sína til Heinz Steinmann í síma 26028 eða Stef- áns Ágústssonar í si-ma 18707 fyr- jr 10. september næstkomandi. Leikur næst síðasta leik sinni í 1. deild við ÍBA á Akureyri Kinks-ævintýrið mistðkst hjá KSÍ Pop-bransi KnattspyrnUsam- bands íslands mun að öllum líkindum vera úr sögunni a. m. k. fyrst um sinn. „Kinks-ævintýrið“ mistókst eins og fyrirfram var búizt við, því það var í alla staði illa undirbúið og þessi hljómsveit frá Englandi var orðin of göm ul í hettunni til þess að hægt væri að fá einhverja aðsókn. Hljómsveitin lék á mínudags kvöldið hálft prógram í Laug ardalshöllinni og voru um '2000 unglingar mættir til að horfa og hlusta á hana. Flestir, ef ekki allir, fóru óánægðir heim aftur, 450 krón um fátækari og reyslunni rík- ari, og það mun KSÍ einnig vera, en þó líklega öllu fátæk- ara á fé. Eftir því sem iþróttasíðan hefur fregnað mun enginn ha-gn aður hafa orðið af hljómleik- un-um, og gerir KSÍ varla meir en að sleppa, og má jafnvel búast við einhverju tapi, þó ekki verði það mikið. Til þess að sleppa verður KSÍ að fá niðurfelidan skemmt anaskatt, og og hefur verið sótt um það til réttra aðila. Fáist það ekki er bullandi tap á þess-u ævintýri. —klp.— •klp—Reykjavik. 1.. deildarkeppninni í knatt- spymu verður haldið áfram í kvöld, en það er ekki samkvæmt leikjabókinni, Á Akureyri mætast kl. 18,30 ÍBA og Víkingur, en þessi leikur átti upphaflega að fara fram laug- ardaginn 19. þ.m. Akureyringar báðu um að hann yrði færður til vegna þátttöku þeirra í Evrópu- keppninni, og varð mótanefndin við þeirri bón. Víkingur átti samkvæmt skránni að leika við Val á Laugardalsvell- inum á morgun, en þeim leik hef- ur vérið frestað til 20. þ.m., og leik Vals og ÍBK sem þá átti að fara fram frestað um eina viku, og er það vegna leiks ÍBK og Everton í Evrópukeppninni í Liverpool. Leikurinn í kvöld er mikilvæg- ur fyrir Víking, því ef liðið tapar einu stigi, er það þar með fallið. Akureyringar fá því áreiðanlega að taka á honum stóra sínum, og er því ekki að efa að þetta á eftir að verða skemmtileg viður- eign. REYNIR OG ÞROTTUR í ÚRSLIT í 3. DEILD klp—Reykjavík. Reynir úr Sandgerði vann sig- ur í suðurriðli úrslitakeppninnar í 3. deild með því að gera jafn- tefli við UMSB 1:1 á Melavcllin- um á sunnudaginn, og Þróttur frá Neskaupstað sigraði KR frá Siglu firði 3:1 á Akure.vri á laugardag- inn í sömu keppni. Reynir sigraði bæði Hrönn og HVÍ í úrslitakeppninni, og nægði jafntefli í þessu-m leik, þar sem UMSB hafði gert jafntefli við Hrönn. í hinum úrslitariðlinum léku KS frá Siglufirði og Þróttur frá Neskaupstað á Akureyri á laug- ardaginn. Þróttarar komu þengað eftir mikið og langt ferðalag að austan á langferðabíl og voru þv-í held- ur slæptir í byrjun leiksins. Sigl- firðingar voru fyr-ri tii að skora og höfðu 1:0 yfir í hálfleik. í síðari hálf-leik fóru Austfirð- ingarnir að láta til sín taka, skor- uðu 3 mörk í röð, og urðu loka- tölur því 3:1 Þrótti í vil, sem var sízt of lítið, að sögn Árna Ingi- mundarsonar íþróttafréttaritara blaðsins á A-kureyri. Sagði hann að Þróttararnir hefðu leikið mjög góða knattspyrnu, og haft yfir- burði á flestum sviðum. Það verður því Þróttur og Reyn ir, sem mætast í úrslitaleiknum um sigurinn í 3. deild og sæti í 2. deild næsta ár. og mun sá leikur fara fram [ Reykjavik einhvern næstu daga. HörSur Kristinsson. Hörður aftur með Ármanni klp—Reykjavík. Einn skemmtilegasti og bezti handknattleiksmaður, sem fsland hefur átt, og þó er úr stórum og góðum hópi að velja, er Ármenn- ingurinn Hörður Kristinsson. , Hörður lék tneð Ármanni með- an liðið lék í 1. deild og einnig fjölmarga landsleiki, þar sem hann var í báðum liðum einn af máttarstólpunum. Fyrir nokkrum árum hélt hann til Danmerkur til náms, og lék þar f nokkurn tíma með 1 deildarlið- inu Taru-p. Nú er Hörður kominn heim aft- ur og byrjaður að æfa að full- uai krafti með sínu gamla félagi, og mun hann leika með því í 2. deild í vetur. Ekki -r að efa, að hann á eftir að styrkja Ármannsliðið mikið, en það hefur ekki náð sér almenni- lega á strik síðan hann hætti að leika með því. STAÐAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.