Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 1
, „ FRYSTIKISTUR FRYSTISKÁPAR 202. tbl. — Miðvikudagur 9. sept. 1970. — 54. árg. 2)yttt££a/u^a/t' h..£ UUTÆXJADEHD, HAFNARSTRÆT1 23, SlMI 18323 Um 60 löglærðir Sjálfstæðismenn senda Jóhanni Hafstein áskorun: Vilja Gunnar Thoroddsen sem dómsmálaráðherra Forsetinn kominn til landsins KJ—Kaupmannahöfn, þriðjudag. Forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn, héldu í kvöld frá Kast- rupflugvelli áleiðis til íslands að lokinni heimsókn til Dan- merkur. Komu þau til Keflavík Ur á 12. tímanum í kvöld. Forsetahjónin fóru í morgun í heimsókn í Tekniske Höj- skolen, þar sem margir íslend- mgar hafa stundaS nám á und- anförnum árum. Skoðuðu þau skólann, og áttu viðræður við forráðamenn hans. Síðan vörðu forsetahjónin deginum í einkaerindum, og snæddu miðdegisverð með þeim, sem séð hafa um fram- kvæmd heimsóknarinnar. Klukkan 20.30 í kvöld að dönskum tíma fóru forseta- hjónin frá Kastrup áleiðis til ""ÍSIahds, og í fylgd með þeim var Emil Jónsson utanríkisráð- herra og Birgir Möller forseta- ritari. Konungshjónin dönsku fylgdu þeim á flugvöllinn. Einnig fylgdi Ninn-Hansen varnarmálaráðherra og kona Framhald á bls. 14. Bíllinn, sem valt út af veginum á HjarSarnesi. 19 ára piltur kastaðist út úr honum og beiS bana. (Mynd: JB) Þrju umferðarslys með skömmu millibili fyrir vestan 19 ÁRA PILTUR FRÁ AKRANESI FÓRST í BÍLSLYSIÁ BARÐASTRÖND OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Nítján ára gamall piltur beið bana, og þrjár systur hans og frænka meiddust nokkuð er bíll sem þau voru í valt rétt innan við Auðshaug á Barðaströnd s.l. sunnu dagskvöld. Pilturinn sem lézt hét Gísli Már Einarsson frá Akranesi. Var hann eigandi bilsins en ein systra hans ók honum. Stúlkurnar liggja allar á sjúkraliúsinu á Patreksfirði- Engin þeirra er mik- ið meidd en þær fengu allar tauga- áfall. Bíllinn vair á tiltSiu.'ega breiðum vegi á Hjarðarnesi er stúlkan missti vald á honum og valt hann tvær veltur og stöðvaðist á þakinu. Hurðin sem Gísli sat við hrökk upp og kastaðist hann út úr bíln- um og varð undir honum. TaSð er að hann hafi látizt samstundis. Stúlkurnar köstuðust til inni í bí'ln- Framhald á 14. síðu. Mikill fjöldi settur í sóttkví í Kaupmannahöfn 4 ÍSLENZKAR STÚLKUR DVELJA í HERTJALDI! KJ—Höfn, EJ—Reykjavík, þriðjudag. Hátt í tvö hundruð manns ern nú í sóttkví I Danmörku. þar af um 10 íslendingar. Fjór ar íslenzkar stúlkur, sem unnu á Skodsborg-hælinu, eni í al- gjörrj einangrun í tjaldi á lóð Bleksham-sjúkrahússins. Frétta maður Tjmans gerði tilraun ul þess að fá upp nöfn stúlknanna fjögurra, en það tókst ekki. Þar sem þær eru í sérstöku tjaldi, var heldur ekki hægt að hafa símasamband við stúlkurnar sjálfar. Þær verða eins og aðr ir íslendingar í sóttkví í Höfn, að vera j einangrun til 13. sept ember og dvelja þarna á kostn að íslcnzka ríkisins. í Danmörku munu nú hátt i 200 manns vera í sóttkví vegna ótta við bólusóttarfarald ur. Hefur danski herinn komið upp stórum hertjöldum á sjúkra húslóðinni, og eru fjórar ís- lenzkar stúlkur meðal þeirra fjölmörgu, sem þar dveljast. Tjöld þessi munu vera mjög hlý, þannig að vistin þar ætti ekki að vera óþægileg. Þessar stúlkur, eins og aðr- ir íslendingar sem eru í sótt- kví, voru settar í einangrun að beiðni landlæknis. Fékk sendiráðið beiðni þess efnis, að íslendingar. sem vcrið hefðu á Skodsborg, eða umgengizt fólk sem var þar, kæmi ekki heim fyrr en eftir 14. sept- ember. Dönsku blöðin skýra frá þvi í dag, að stöðugt fjölgi í sótt- kvinni. Eitt blaðið gerir mik ið úr því, að sjúkrabifreið, sem einn bólusóttarsjúklingur var fluttur í, var ekki sótt- hreinsaður á eftir. Voru 43 sjúklingar fluttir í bifreiðinni áður en þetta var aðgætt, og urðu^þeir allir að fara í sótt- kví. EJ—Reykjavík. þriðjudag. Mikil barátta virðist nú innan Sjálfstæðisflokksins um skipun manns í dómsmálaráðherraembætt ið í hinu nýja ráðuneyti, sem Jó- hann Hafstein mun mynda áður en Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Löglærðir menn innan Sjálfstæðisflokksins hafa sent áskorun til Jóhanns Hafsteins um að skipa Dr. Gunnar Thoroddsen í það embætti, og virðist því bar- áttan fyrir pólitískri upprisu Gunnars blandast inn í þetta mál. Nokkuð hefur verið um það rætt, hvaða menn Sjálfstæðisflokk urinn myndi skipa sem dómsmála- ráðherra, og hafa ýmsir verið til- nefndir. Þannig hafa ýmsir nefnt, að Auður Auðuns kynni að fá þetta embætti. Aðrir telja, að Jónas Rafnar sé heppilegur, þar sem hann verður ekki í framboði við næstu alþingiskosningar. Geir Hallgrímsson hefur einnig verið nefndur, en sagt að hann vilji ekki fara inn í ríkisstjórnina eins og málin standa nú. Loks hefur verið talað um, að Magnús Jóns- son fjármálaráðherra taíki við dóms- og iðnaðarmálunum, en Birgir Kjaran kemi inn sem fjár- málaráðherra. Inn í þetta mál blandast svo að sjálfsögðu valda- baráttan inn.an Sjáffstæðisflokks- ins um æðstu völdin innan hans. Nú hefur mál þetta tekið á sig nýjan blæ. þar sem forsætisráð- herra hefur borizt áskorun frá um 60 löglærðum mönnum innan flokksins um að gera dr. Gunnar Thoroddsen að dómsmálaráðherra. Saga þessa máls er, eftir því sem blaðið kemst næst, þessi: f gær boðuöu þrír lögfræðingar til fundar i Reykjavík. Fundar- boðendur voru þeir Bjarni Bein- teinsson, hdl, Sigurður Líndal, hæstaréttarritari, og Böðvar Braga son, hdl. Boðuðu þeir til fundar- Framhald á 14. síðu. HÚS JÓNS FORSETA AFHENT Á LAUGARDAG KJ—Kaupenannahöfn, þriðjudag. Jóns Sigurðssonar-húsið við Österport 12 í Kaupmannahöfn, hefur sem kunnugt er verið í end- urbyggingu að undanförnu. eftir að íslenzka ríkið eignaðist það. Húsið verður fonmlega afhent ís- lendingafélaginu í Kaupmannahöfn og Félagi íslenzkra námsmanna hér á laugardaginn kemur. í því skyni koma forsetar Alþingis til Hafnar til að skoða húsið, secn hefur verið gert upp hátt og lágt. Þeir munu afhenda formönnum áðurnefndra félaga, þeim Júlíusi Sólnes verkfræðingi og Guðmundi Björnssyni, verkfráeðinema, húsið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.