Tíminn - 10.09.1970, Page 4

Tíminn - 10.09.1970, Page 4
4 TÍMINN FIMMTUDAGUR 10. september 1970 % m % m Barnamúsíkskóli Reykjavíkur mun í ár taka til starfa í lok septembermánaðar. Skólinn veitir kennslu í undirstöðuatriðum tón- listar, nótnalestri og almennri tónfræði, söng og hljóðfæraleik (fyrir þá nemendur, sem sótt hafa forskóla eða 1. bekk barnadeildar). Þar sem ákveðið hefur verið að minnka nemenda fjöldann í skólanum veturinn 1970—71, vegna breytts kennslufyrirkomulags, getur skólinn að- eins tekið við mjög takmörkuðum fjölda nýrra nemenda. Innrituð verða eingöngu 7 ára börn (í forskóladeild) og örfá 8 ára börn (í 1. bekk barna deildar). Innritun fer fram frá fimmtudegi til laugardags 10.—12. sept.) alla dagana kl. 2—6 e.h. Innritað er á skrifstofu skólans, Iðnskólahúsinu, 5. hæð, inngangur frá Vitastíg (inn í portið). Skólagjald fyrir forskóla og 1. bekk barnadeildar er kr. 3.000,00 fyrir veturinn, að meðtöldum efnis- kostnaði, og ber að greiða að fullu við innritun. Vegna undirbúnings við stundaskrá skólans er áríðandi, að nemendur komi með afrit af stunda- skrá sinni úr almennu barnaskólunum, og að á þessu afriti séu tæmandi upplýsingar um skóla- tíma nemandans (að meðtöldum aukatímum), svo og um þátttökutíma nemandans í öðrum sérskól- um (t.d. ballett, myndlist o.fl.). BARNAMÚSIKSKÓLI REYKJAVÍKUR Sími 2 31 91 Geymið auglýsinguna. AUGLÝSING um að forseti íslands sé kominn heim og tekinn við stjórnarstörfum Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, kom í gær- kvöldi úr för sinni til útlanda, og hefur á ný tekið við stjórnarstörfum. í forsætisráðuneytinu 9. sept. 1970. Jóhann Hafstein Knútur Hallsson Veljið yður í hag Úrsmíði er okkar fag Nivada JUpina. PIERPOÍIT E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 N & STILLING MOTORSTILLINGAR HJOLA^VíLllNGAB LJÍSASTILLINGAR ’Simí Látið. ítilla ’ l tíma. . • 10 4 #1 rt J" U U tPOBÖDDEGÍMD/S jjjlg > SAFNARINN | IVWVUWVWU 3 Útgefandi: Österreichischer Bundesverlag Fiir underrricht, Wissenschaft und Kunst, Wien. Bókaflokkur: Verk þeirra manna, er teiknað hafa aust- urrísk frímerki. Útgáfa að til- hlutan austurríska Póst- og símaþjónustunnar. Frá ofangreindum útgefanda hefur borizt hluti bókaflokks, er fjallar um þá tciknara, er teiknað hafa austurrísk frí- merki. Eru þetta 6 bækur sam tals. Bækurnar eru þannig upp byggðar, að fyrst er nokkur frásögn af ævi mannsins og störfum. Þá kemur næst kafli með málverkum viðkomandi og er oftast mestur hluti þeirra í litum. Næsti kafli fjaliar svo um teikningar og skreytingar og kennir þar margra grasa. Þá kemur kafli með myndum frí- merkjanna, sem viðkomandi hef ur unnið fyrir austurrísku póststjórnina. Eru teikningarn ar allar svart hvítar, er að finna prentanir af frímerkiun um sjálfum í sumum bókanna, en Austurríkismenn hafa gert mikið af því undanfarin ár, að gefa út allskonar „dokument- ar“ útgáfur frímerkja sinna. Verða nú bækurnar nefndar hér nokkuð hver fyrir sig, ADALBERT PILCH. Gemálde, — Zeichnung- en, — Briefmarken: Wien 1966, Verlags- nummer 61—9. Adalbert Pilch er fæddur 16. febrúar 1917. Hann hefur hlotið beztu fáanlega menntun í sinni listgrein. Meðal frí- merkjasamstæða, sem hann hef- ur teiknað má nefna: Veiðisam stæðuna frá 1959, Evrópumerk ið 1960, Olympia 1963. UPU 1964 og list Dónárskólans 1965. Friedrich W. Zellberger skrif ar kynningu bókarinnar. Mál- verk eru öll í litum. Þess má ennfremur geta, að Pilch teiknaði ,,Dag frímerk- isins“ 1959, 1961 og 1965. HANS STROHOFER. Aquarelle — Zeichnungen — Briefmarken: Wien 1981. Verlagsnummer 61—1. Kynning þessa höfundar er skrifuð af Dr. Rudolf Kalmar, en auk bess er tileinkun eftir Ferdinand Georg Woldmúller, og stuttur inngangur eftir dipl BARNALBIKTÆKl * ÍÞRÓTTATÆKI VélaverkstæSI BERNHARÐS HANNESS., SuSurlandsbraut 12. Simi 35810. Ing. Koral Waldbrunner um- ferða- og rafmagnsmálaráð herra, sem kynnir útgáfuna, sem hefst með þessari bók. Strohofer hefur verið einstak ur blómateiknari og gefur þeim sérstætt líf með vatnslitamynd um sínum. sem margar eru í litum í bókinni. Það skildi því engan undra þótt meðal frí- merk.iasamstæðnanna sem hann hefur teiknað séu sumar þær fegurstu er Austurríki hefur gefið út, en auk þess samstæð an af Stefáns dómkirkjunni, samstæðan af merkum bygg- ingum og mjög fögur samstæða fuglafrímerkja. Nokkur merk- in eru í litum. WILHELM DACHAUER. Gemálde und Biefmarken: Wien 1963. Verlagsnummer 61—5. Kynningu þessarar bókar skrifar Rupert Feuchtmúller, en hér er um að ræða einn af- kastamesta teiknara Austur- rískra merkja. Dachauer er meistari mannamyndanna og því er það hann m. a. sem teiknaði merkið með mynd Franz Gruber og Josef Mohr á 130 ára ártíð sálmsins „Hljóða nótt“. Allt frá 1921 til 1962 er hann afkastamikill teiknari austurrískra frímerkja. KOLOMAN MOSER. Wien 1964. Verlagsnummer 61—7. Kynningu bókar þessarar skrif ar Otto Probst ráðherra. Þótt Koloman Moser sé kannski þekktastur fyrir málverk sín og Grafík, þá átti hann ekki svo lítinn þátt í teiknun frí- merk.ja rétt eftir aldamótin og fram eftir öldinni. Hann var einn af stofnendum „Wiener Werkstátte" 1903. ásamt Fritz Waerndorfer. Þá er hann vel þekktur fyrir tréskurðarmynd- ir sínar, sem hann þrykkti af í svörtu og gylltu. Mikið teikn- aði hann af frímerk.ium fyrir STIMPLAGERD FELAGSPRENTSMIDJUNNAR Bosníu og Herzegowiníu og fyrir hinn Keisaralega — Kon unglega — Austurríska — Póst. Getur á þeim frímerkjum aS líta fjölda þjóðhöfðingja. Einn- ig teiknaði hann Póstbréfsefni og bankaseðla. KLEINE KUNSTGE- SCHICTE DER ÖSTER- REICHIS CHEN BRIEFMARKE 1850—1938. Wien 1967. Verlagsnummer 61—10. Bók þessa skrifar Rupert Feuchtmúller, og rekur í henni listasögu austurrískra frí- merkja á nefndu tímabili, af sérstakri smekkvísi. Kynnir hann hina ýmsa höfunda, ekki aðeins með frímerkjum þeirra, heldur oig með almennum verk um og mörgum málverkum í litum, jafnvel með minnispen- ingum er þeir hafa teiknað. Þá er í bókarlok skrá yfir þau merki er hann nefnir, útgáfu- dagur, tegund merkis, teiknari. sá er grefur, prentun og á hvaða síðu er minnzt á merk- in. Er bókin mjög vönduð og nákvæm. DER ÖSTERREICHISCHE BRIEFMARKENSTICH. Dr. Nora Keil. Wien 1965. Verlagsnummer 61—8. Dr. Nora Keil gerir í bók þessari skil bæði kopar og stálstungunni frá þvi um 1600 fram á vora daga. Þróun og starfslegri tækni fyrr og nú. Mikið er um dæmi er sýna vinnubrögð og f jöldi frímerkja. Þá er í bókarlok skrá yfir þá sem starfa að stungunni fyrir póstinn og hið opinbera, allt frá Jakob Mattháus Schmutzer (1733—1811) fram á daga Walt er Hörwarter (1883—1963). Er sérstakalega skemmtilegt hvern ig þróunin er rakin og arfleifð in sem gengur frá manni til manns. Loks er svo skrá yfir öll stungin austurrísk merki í bók- arlok, og sýnishorn slíks merk is. Þegar maður hefur fyrir framan sig slikt verk, vaknar sú spurning, hvenær við eigum völ á slíkum bókmenntum til að kynna list frímerkjateiknara okkar. S. II. Þ. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiSsla. Sendum gegn póstkröfu. GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður. Bankastræti 12.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.