Tíminn - 10.09.1970, Page 8

Tíminn - 10.09.1970, Page 8
ð TÍMINN FIMMTUDAGUK 10. scptembcr 1970 Heimsfrægur og auðugur - en svartur og einmana Þrátt fyrir hcimsfrægð og almennar vinsældir, flýr Sidney Poitier frá Hollywood nm leið og hann hefur lokið við að leika í nýrri kvikmynd. Hann hefur andúð á borginni, síðan hann koenst í röð þeirra frægustu. Þá var hann nýbúinn að leika í myndinni „Kcðjan" og fékk skipan frá ikvikmynda félaginu um að flytja til Kali- forníu frá New York með fjöl skyldu sína, til að geta helgað sig kvikmyndaleik eingöngu. Kona hans, Juanita var yfir sig hrifin af Beverley Hills. En enginn á þeim ágæta stað vildi selja negra hús sitt, jafnvel þótt hann væri frægur og dáður. En frekar en að fylgja for- dæmi Nat King Cole, Dorothy Dandridge og Satnmy Davis jr. og setjast að í þeim hluta Los Angeles, þar sem áhrifamiklir negrar voru veikomnir, þrátt fyrir allt, sneri Sidney Poitier baki við Kaliforníu allri. í stað inn keypti hann myndarlegt hús af iðjuhöldi nokkrum í Pleasantville fyrir utan New York. í hústnu era 14 herbergi, lúðin 40 erkrur og þetta var til sölu, hvarjum þeim, sem gat og vildl borga. Nú er Sidney Poitier búinn að koma sér upp heimili í Nassau á Bahamaeyjum, í hverfi, þar sem aðeins milljóna mæringar hafa efni á að búa. Húsið hans er nýlega byggt og líkist helzt höll, með gosbrunn um í garðinum. Þar er lfka sundlaug, risastór með öllu tilheyrandi. Inni í hús inu er gríðarstór dagstofa, billjardherbergi, kvikmyndasýn icigarherbergi, sex svefnher- bergi, hvert með tilheyrandi stórum svölum. Allt er málað hvitt og gyllt. Sidney Poitier er ættaður frá Bahamaeyjum, hann er son ur fátæks bónda og nú er hann kominn heim og ekki nóg með það, heldur er hann sá eini af milljónajöfrum eyjarinnar, sem er upprunninn þaðan. Poitier-fjölskyldan hefur búið þarna í marga ættliði og sú staðrevnd veitir Sidney rétt tii að njúla skattfríðindanna á Bahama. Það þýðir -'r ’’ -i getur stungið h\ . rri krunu, sem hann vinnur sér inn, beint í vasann. án þess að hugsa um, hvað eftir verði, þegar skatturinn er greiddur. Margur hvítur milljónamæringurinn í Beverley Hills, vildi gjaman vera í hans sporum. hvað þetta áhrærir. Sidney Poitier sneri aftur til Bahamaeyja sem mikill mað- ur og hafði með sér lífvörð. Allt fylgdarlið hans og þjón- ustulið era svertingjar: Terry McNteíy, bareigandi frá New York, hefur fylgt honum eins og skuggi siðari árin, Doug Johnson, leikari, sem kallast einkaritari. jafnvel þótt vélrit- un sé ekki hans sterka hlið, og Ken Menard, sém er eins konar aðstoðarmaður við allt. Þegar maður er orðinu heims- fræg stjarna, er ekki til siðs að vera einn. Þá er liður í til- verunni, að hafa fylgdarlið. sem telst til fjölskyldunnar. F- cMr,-,, Poitier cr ekki i faðmi nemnar fjölskyldu. Gjaldið fyrir frægð og frama er hátt. Ef til vill sérstaklega háít, þegar maður heitir Sidney Poitier og er eina svarta stjarnan á Hollywood-himninum. Það er staðreynd, að hann hefur náð sérstökum sessi í kvikmyndaborginni, enginnn ann- ar svartur leikari hefur möguleika á stóru hlutverki. Sidney Poitier hefur sjálfur áhyggjur af þessu. Hann og kona hans, Juanita, hafa búið aðskilin síðustu tíu árin og dætur þeirra fjórai eru hjá móður sinni. Hann til- biður dætur sínar og það er fyrst og fremst til að heim- sækja þær, sem hann fer svo off frá Hollywood tii New York. Sidney Poitier er eini svarti kvikmyndaleikarinn, sem kom- izt hefur á toppinn og þar er hann einn ennþá. Margir svert- ingjar. eldri og yngri, taka hann sér til fyrirmyndar og bíða þess. að þeir fái tækifæri. Hingað til hefur þó enginn komizt hálfa þá leið, sem Sidney hefur náð. Það er eins og hann hafi áhyggjur af þessu og hann vonar stöðuet. að ein hver nái toppinum til að standa þar með honum. Margir álita, að Sidney sé að byrja að draga sig í hlé frá allri þessari frægð. Þegar hann lék í nýjustu kvikmynd sinni, „They call me Mister TIbbs“. bjó hann á ónafngreindu hót^li f San Francisco ásamt fylgdar liði sínu, meðan verið var að taka upp utanhússatriðin. Heicn ilisfangi hans var haldið leyndu os hótelið neitaði allan tímann að staðfesta. að nokk- ur Mr. Poitier byggi bar Öl) skilaboð til hans frá kvikmynda félaginu voru einfaldlega stí) uð tii „mannsins í íbúð 365“ Þar sem upptaka myndarinn ar fór að miklu leyti fram á götinm úti, var óhjákvæmilegt, að einhver þekkti Sidney, en nann neitaði að gefa nokkrum manni eiginhandaráritun og bar þvi við. að slítot væri ekki leyfilegt í vinnutímanum. Hann og fylgdarsveinar hans héngu saman eins og baunir í hýði og borðuðu aðeins á litlum mat- sölustöðum þar sem fáir komu. Eitt sinn rakst fólk frá kvik- myndaverinu á þá fjóra, þar -■em þeir spiluðu billjard í lít- illi krá, án þess að nokkur bekkti þá. Þegar haldið var aftur til Hollywood flutti Sidney inn i hús sem fyrirfram hafði ver- ið tekið á leigu handa honum — þótt ein'kennilegt væri, í Beverley Hills. Tímarnir virt- ust hafa breytzt. Heimilisfang- inu var haldið leyndu. Sidney ferðaðist millí heim- ilis síns og kvikmyndaw.rems f gljáandi tryllitækl, sem hann hafði til umráða, meðan upp- taka myndarinnar fór fram. Fylgdarmenn hans þrír gættu hans allan sólarhringinn og hann umgekkst eins fátt fólk og hann framast komst af með. Aldrei talaði hann við blaða- menn, nokkuð, sem flestar stjörnur gera þó mikið af i auglýsinigaskyni. Ein undan- tekning var þó á þessu: Hann talaði við svarta blaðakonu frá litlu vi'kublaði í San Francisko, en lesendur blaðsins eru mest- megnis svartir. Þegar upptöku myndarinnar var að ljúka, kom elzta dóttir Sidneys, Beverley í heimsókn, þá ung kona, 17 ára. Hann vildi ekki. að hún kæmi í stúdíóið — og hún gerði það ekki. Þau fóra saman út að verzla, og allan tímann, í hvert sinn, sem einhver þekkti hann, sagðist hann vera hér sem faðir dóttur sinar, en ekki sem leikari og neitaði að skrifa nafnið sitt fyrir nokkurn að- dáanda. Eftir öllu að dæma, vill Sidney Poitier helzt hafa frið. Mörgum er spurn: Hvers vegna? Frægð fylgir frama og flestar stjörnur gera það af illri nauðsyn að gæta þess, að fólk gleymi þeim ckki. En það hefur ekki verið hægt að fá skýringu Sidneys sjálfs á þessari hlédrægni hans, af þeirri einföldu ástæðu, að ekki næst tal af honum. En þeir, sem unnu með hon- um við upptöku síðustu mynd- ar hans/ segja, að skýringin sé sú, að Sidney finnist hann ekki gera nógu mikið fyrir aðra svarta leikara. Hann er bitur yfir því að vera eina svarta toppstjarnan, og sá eini, sem framleiðendur leita til, þegar þá vantar leikara í stórt negrahlutverk. Einn vinur hans heldur þvi fram, að Sidney þjáist af sekt aiikennd. Annar segir, að hann efist um velvilja annarra svert ingja í sinn garð, að þeir öfundi hann og sámi að hann fái alltaf stóru hlutverkin. Síðast þegar hann lauk við upptöku myndarinnar „Glataði maðurinn" reyndi hann að stuðla að því, að aðrir svartir leikarar fengju tækifæri. Hann ferðaðist með einum lífvarða sinna um Evrópu og Afríku og sagðist ætla að taka sér ársfrí. Þetta varð til þess, að Jim nokkur Brown fékk tækifæri, því hann uppgötvað- ist meðan Sidney var i burtu. En frá sjónarmiði Sidneys sjálfs, var sorglegt, að þegar hann kom aftur, streymdu til- boðin til hans, en engra ann- arra. Sidney Poitier er einmana, fyrst og fremst vegna stöðu sinnar, sem eini svarti leikar- inn, sem náð hefur toppnum. Höllin hans í Nassau er skjól hans, þangað fer hann til að fela sig. Blöðin reyna árang- urslaust að fylgjast með gesta- 'komu til hans ,en verður frem- ur lítið ágengt, og þar af leið- andi er einkalíf Sidneys Poiters svo til alger leyndardómur. Hjónaband hans er enn lög- legt. en þar sem þau lifa að- skilin. hefur nafn hans oft verið nefut í sambandi við aðrar konur, sérstaklega þær Diahsnn Carroll hina fögra og. Joanna S’mmkus, kanacrisua fegurðardís, sem hann kynnt- ist við upptöku „Glataða manns Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.